Morgunblaðið - 05.03.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 05.03.1996, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hreinn Loftsson formaöur framkvœmdanefndar um einkavœöingu: Vill einkavæba “““ Ríkisendurskoðun HVAÐA kílóverð eigaim við að setja á stjórnsýslusyndirnar Davíð minn? Afrakstur kjaramálaráðstefnu Alþýðubandalagsins Vilja skýrslu um saman- burð við kjör í Danmörku ÞINGMENN Alþýðubandalagsins leggja í dag fram á Alþingi beiðni um skýrsiu um samanburð á laun- um og lífskjörum í Danmörku og á íslandi. Jafnframt verða lögð fram tvö lagafrumvörp, annað um áhættulána- og nýsköpunarsjóð fyrir atvinnulífið og hitt um að hætt verði að greiða námslán eft- irá. Skýrslubeiðnin og frumvarpið um áhættulánasjóðinn koma m.a. í kjölfar miðstjórnarfundar og kjaramálaráðstefnu flokksins í febrúar. Á blaðamannafundi í gær, þar sem þingmálin voru kynnt, sagði Margrét Frímanns- dóttir formaður Alþýðubandalags- ins, að á kjaramálaráðstefnunni hefði komið fram að samanburður á launum og lífskjörum á.íslandi og í nágrannalöndunum er afar óhagstæður. Til að varpa skýrara ljósi á þetta væri óskað eftir skýrslunni og varð Danmörk fyrir valinu af ýmsum ástæðum, m.a. þeirri að hefð væri fyrir því að Islendingar bæru sig saman við Dani. Óskað er eftir upplýsingum um Frumvarp um áhættulánasjóð til að efla atvinnulíf mun á dagvinnulaunum í löndun- um, hve stór hluti launanna fari til lífsframfæris, hveijir séu með- alskattar og jaðarskattar, um mun á ýmiskonar bótum, réttindum og gjöldum sem tengjast skattakerf- inu. Varanlegur hagvöxtur Margrét sagði liggja fyrir, að hér á landi væru greidd mun lægri dagvinnulaun en í Danmörku en samt væri hlutfallslegur launa- kostnaður fyrirtækja hærri hér á landi. Til þessa lægju sjálfsagt ýmsar ástæður, svo sem mikil at- vinnuþátttaka og mikil eftirvinna hér á landi, auk þess sem fyrirtæk- in hér og framleiðni þeirra væru lítil. Því væri afar brýnt að koma á fót áhættulána- og nýsköpunar- sjóði til að styrkja atvinnulífið, gera fyrirtækjum m.a. kleift að stunda þróunar- og markaðsstarf og stuðla þannig að varanlegum hagvexti sem byggðist ekki nær eingöngu á einkaneyslu og fjár- festingu eins og nú er. Frumvarpið um sjóðinn byggist á Útflutningsleiðinni, sem var und- irstaða kosningastefnuskrár Al- þýðubandalagsins. Gert er ráð fyr- ir að sjóðurinn taki til starfa í byijun næsta árs og starfi til loka ársins 2000. Stofnfé verði 1 millj- arður króna árlega meðan sjóður- inn starfar og stjórn hans sé heim- ilt að ráðstafa fjármunum hans til að kaupa hlut í nýjum fyrirtækium eða í eldri fyrirtækjum vegna nýrra verkefna. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn selji hlut sinn strax og viðkomandi fyrirtæki ræður eitt við verkefnið að mati sjóðsstjórnar. Einnig geti sjóðurinn veitt end- urkræfan styrk, víkjandi lán eða vaxtalaus og sé slík lánveiting heimil þótt fyrirtækið geti ekki veðsett eignir á móti. Einnig geti sjóðurinn kostað sérfræðiaðstoð við markaðssetningu og þróunar- starfsemi. Siglingastofnun verði stofnuð í haust SAMGÖNGUNEFND Alþingis leggur til að Siglingastofnun Is- lands sem taka á við hlutverki Vita- og hafnamálastofnunar rík- isins og Siglingamálastofnunar ríkisins, taki til starfa 1. október en í frumvarpi samgönguráðherra var gert ráð fyrir að nýja stofnun- in yrði til þegar við samþykkt lag- anna. Að Iokinni umfjöllun samgöngu- nefndar eru lagðar til nokkrar breytingar á frumvarpinu, flestar smávægilegar. Þó lagt sé til að stofnanirnar verði ekki sameinað- ar fyrr en í haust er gert ráð fvr- ir að undirbúningur breytinganna hefjist strax eftir samþykkt lag- anna. Þá verði skipað í hafna- og siglingaráð. Forstjóri ráði allt starfsfólk I samræmi við boðaðar breyt- ingar á starfsmannastefnu ríkisins er lagt til að forstjóri Siglinga- málastofnunar verði skipaður til fímm ára í senn og að hann ráði annað starfsfólk. I frumvarpinu var ráðning forstjóra ótímabundin og gert ráð fyrir því að samgöng- ráðherra réði framkvæmdastjóra deilda. Loks má nefna að lagt er til að inn í lögin verði sett heimild fyrir Siglingastofnun að fela öðr- um tiltekin verkefni, að fengnu samþykki ráðherra. Hjálparstarf Hjólastólar til fatlaðra í Namibíu var FÉLAGAR í Rotary- klúbbnum Reykja- vík-Austurbæ tóku sig nýlega til, söfnuðu saman hjólastólum sem engin þörf var fyrir hér á landi og sendu þá til fatl- aðs fólks í Namibíu. Þegar komið var með hjólastólana til Namibíu tóku vélstjórar á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar að sér að lag- færa þá. Það var síðan Rotaryklúbbur í Windho- ek sem annaðist dreifing- una. Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróun- arsamvinnustofnunar, er félagi í Rótaryklúbbnum Reykjavík-Austurbæ og lagði sitt af mörkum til framkvæmdarinnar. Hann tekinn tali af þessu tilefni. Hvernig kom þetta til? „Einn af félögum okkar, Guð- mundur Einarsson, las um það að í Afríku væri geigvænleg þörf fyrir hjólastóla. Astæðan væri sú m.a. að jarðsprengjur lægju á víð og dreif og yllu alvarlegum slys- um á fólki. Það vildi svo til að við vissum af því að togarinn Hannover, sem núna heitir Seaflower, var á för- um til Luderitz í Namibíu þar sem íslenskar sjávarafurðir eiga hlut í sjávarútvegsfyrirtæki. Við viss- um einnig um Islendinga sem eru að kenna á vegum Þróunarsam- vinnustofnunar í Stýrimanna- og vélstjóraskóla í Walvis Bay í Namibíu. Þeir buðust til þess að taka á móti hjólastólunum og koma þeim í lag. _ Loks er Grétar Óskarsson, sem starfar hjá Flugmálastjórn Namibíu, félagi í rótaryklúbbi í Windhoek. Hann tók að sér að koma hjólastólunum í góðar hendur í samstarfí við félaga sína. Hvernig fór söfnunin fram? Til að gera langa sögu stutta drifum við í því að safna stólum undir forystu Guðmundar Einars- sonar og náðum í 55 hjólastóla. Þetta voru mest allt notaðir hjóla- stólar sem eru ekki nýjustu gerð- ir, en flestir í ágætu standi. Þeir voru sendir suður og vélstjórarn- ir á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar í Walvis Bay tóku við þeim, fóru yfir þá og lagfærðu það sem lagfæra þurfti. Síðan var þeim dreift til þeirra sem á þurftu að halda. Fer einhverjum sögum af við- hrögðum? Eg veit um þrjá sem fengu stóla. Þar á meðal var ungur maður sem barðist í------------ borgarastríðinu og voru báðir fæturnir skotnir undan honum. Þessi ungi maður hef- ur sýnt mikinn dugn- að. Honum var ómögulegt að komast ferða sinna, en núna þeg- ar hann er kominn með hjólastól er hann ekki eins mikið upp á aðra kominn og auðvitað er þetta allt annað líf hjá honum. Var kostnaðarsamt að standa í þessu? Nei, þetta kostaði nánast ekki neitt. Allir stólarnir voru gefnir- Þéir höfðu verið lagðir til hliðar á sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum vegna þess að þetta Björn Dagbjartsson ► Björn Dagbjartsson er fæddur í Álftagerði, Mývatns- sveit. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1959 og tók próf í efna- verkfærði frá TH í Stuttgart í Þýskalandi árið 1964. Hann vann sem verkfræðingur hjá Fiskimjölsverksmiðjunni hf. í Vestmannaeyjum frá 1965-66 og hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins frá 1966 og þar til hann fór í doktorsnám. Björn lauk doktorsprófi í matvælafræðum frá Rutgers- háskólanum í Bandaríkjunum árið 1972. Hann var forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins frá 1974 til 1984 og alþingismaður frá 1984 til 1987. Síðan þá hefur hann ver- ið framkvæmdastjóri Þróun- arsamvinnustofnunar íslands. Björn er giftur Sigrúnu Valdimarsdóttur og eiga þau eina dóttur. Bón um að safna notuð- um tölvum voru ekki nýjustu gerðir. Núna eru komnir fínni og léttbyggðari stólar. Sumir stólanna voru mikið notaðir, en aðrir nærri því ónotaðir. Til viðbótar fékkst flutningur ókeypis með skipi og dreifing í Namibíu líka. Þannig að þetta tókst með ágætum. Auðvitað lögðu okkar menn í Walvis Bay, sem tóku við stólunum og lagfærðu þá, sitt af mörkum til að þetta væri fram- kvæmanlegt. Þeir fengu líka ráð- stöfunarrétt yfir fimmtán stólum sem þeir dreifðu til fólks sem þeir þekktu til í Walvis Bay. Verður framhald á þessu? Það liggur ekki fyrir. Við fór- um ansi víða í leit að hjólastólum og höfum líklega kafað býsna vel ofan í það mál. Hinsvegar er --------- þörf fyrir marga hluti í Namibíu. Við höfum til dæmis verið spurðir að því hvort við gæt- um safnað gömlum kynslóðum af tölvum, sem hægt væri að nota til að kenna fyrstu handbrögðin. Við spurðumst fyrir og þá kom okkur dálítið á óvart að notaðar tölvur, sem eru ekki lengur í notkun, virðast varla vera til. Þær hafa verið gleyptar jafnharðan. Þegar stofnanir skipta um tölvur hjá sér taka umboðin gömlu tölv- urnar upp í og selja þær aftur. Það er því undarlega litið til af gömlum tölvum sem hægt er að útvega með þessum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.