Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 11

Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 I I > ► ) > > > > > | * : 9 ' I FRÉTTIR Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra við setningn Búnaðarþings Nauðsynlegt að skoða verðlagsmál og framleiðslustj ómun Morgunblaðið/Sverrir GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra í ræðustóli við setningu Búnaðarþings á Hótel Sögu í gær. GUÐMUNDUR Bjarnason land- búnaðarráðherra sagði í ræðu sem hann flutti við setningu Búnaðar- þings í gær að hann teldi nauðsyn- legt að skoða verðlagsmál og fram- leiðslustjórnun í öllum greinum landbúnaðarins, þar með talinni eggjaframleiðslu, en hann undir- strikaði það viðhorf sitt að eggja- framleiðsla, kjúklinga- og svína- rækt væru að sjálfsögðu land- búnaður þótt ekki þyrftu að gilda um þá framleiðslu öll sömu lögmál og í kindakjöts- eða mjólkurfram- leiðslu. Búnaðarþingið sem hófst á Hót- el Sögu í gær er annað reglulega búnaðarþingið eftir að Búnaðarfé- lag íslands og Stéttarsamband bænda sameinuðust í Bændasam- tök 'íslands. Landbúnaðarráðherra sagði í ræðu sinni að landbúnaðurinn stæði enn á tímamótum. Fyrirsjá- anlegar væru miklar breytingar á starfsskilyrðum sem sumpart væru erfiðar en gæfu einnig möguleika fyrir frjóa hugsun og dugmikla einstaklinga og samtök þeirra. Framleiðandinn þyrfti nú í enn rík- ari mæli en áður að verða við nýj- um kröfum neytandans, og stjórn- völd þyrftu einnig að verða við auknum kröfum um betri meðferð fjármuna og heilbrigt starfsum- hverfi atvinnuveganna. Leiðbeiningaþjónusta og hagræðing í mjólkuriðnaði Guðmundur vék að því að í ijöl- miðlaumræðunni að undanförnu hefði verið fjallað um leiðbeininga- þjónustu landbúnaðarins þar sem hún hefði verið sögð kosta 4-500 milljónir kr. á ári. „Raunverulegur kostnaður við leiðbeiningaþjónustuna er sam- kvæmt áliti ráðuneytisins ekki 400-500 milljónir heldur nær 170 milljónum. Vissulega eru 170 millj- ónir miklir fjármunir, en áður en menn fara að tala um hvort þeir séu réttlætanlegir, þurfa menn að kynna sér hvað liggur að baki þeim. Mín nálgun verður sú að skoða það í samvinnu við bænda- samtökin hvort þessir íjármunir geti nýst betur fyrir bændastéttina og skilgreina betur hvað það er sem ríkið vill fá fyrir þá,“ sagði landbúnaðarráðherra. Hann vék einnig að umfjöllun bæði í fjölmiðlum og á Alþingi um úreldingu mjólkurbúsins í Borgar- nesi, og sagði að við þá fram- kvæmd hefði í einu öllu verið stuðst við reglur um hagræðingaraðgerð- ir í mjólkuriðnaði frá 22. apríl 1994, sem byggðust á áliti sjö- mannanefndarinnar. „Hitt atriðið sem ég vil undir- strika er að þegar rætt er um þær upphæðir sem samningurinn gerir ráð fyrir að Kaupfélag Borgfirð- inga séu greiddar fyrir úreldinguna er ekki verið að tala um kaup á eignum heldur styrk til að leggja niður eða hætta ákveðinni starf- semi. Ríkið varð aldrei eigandi að fasteignunum eða tækjunum. Um þetta eru ákvæði bæði í áðurtilvitn- uðum reglum og úreldingarsamn- ingnum sjálfum. Hvað sem öðru líður má þessi umræða ekki verða til þess að hindra nauðsynlega áframhaldandi hagræðingu í mjólkuriðnaði, því ekki stendur á kröfunni sem gerð er um endur- skipulagningu og lægra vöruverð." Ríkisbankar og afnám fóðurtolls Meðal þess sem landbúnaðar- ráðherra hvatti Búnaðarþing til að taka til umfjöllunar eru hugmyndir um breytingu ríkisbankanna í hlut- afélög og breyting á rekstrarformi fjárfestingarlánasjóða, en nefnd á vegum landbúnaðarráðherra vinn- ur nú að endurskoðun á starfsemi Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Þá fór hann fram á að þingið ræddi hugsanlegt afnám svokallaðs fóð- urtolls. „Ljóst er að bændur eru ekki samstiga í afstöðu sinni til þess máls, sum búgreinafélög vilja af- nema tollinn meðan önnur vilja hafa hann lítið eða ekki breyttan. Aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið vilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir því að kanna ábendingar ASÍ og VSÍ um áhrif fóðurtollsins á verðlag. Talið er að með afnámi fóðurtolla muni skapast svigrúm til 3% verðlækkunar í þeim grein- um sem mest nota af kjarnfóðri," sagði landbúnaðarráðherra. Dómsmálaráðuneyti um gagnrýni framkvæmdastjóra Lögmannafélagsins Nægileg vitneskja um af- stöðu stjórnar félagsins ÞORSTEINN Geirsson, ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytisins, seg- ist ekki sammála því sem haft var eftir Marteini Mássyni, fram- kvæmdastjóra Lögmannafélags ís- lands, í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag um að ekki hafi verið haft samráð við félagið varðandi frum- varp um lögmenn sem lagt hefur verið fram í ríkisstjórninni. „Sá aðili sem samdi frumvarps- drögin er réttarfarsnefnd og for- maður Lögmannafélagsins á sæti í henni þótt hann sé auðvitað ekki tilnefndur af Lögmannafélaginu. Því til viðbótar hélt réttarfars- nefnd tvívegis fundi með völdum hópi lögmanna á meðan verið var að fjalla um frumvarpið á vegum nefndarinnar, og meðal þeirra lög- manna sem komu á þessa fundi voru stjórnarmenn. Þannig að við teljum nú að ráðuneytið hafi haft alveg nægilega vitneskju um af- stöðu stjórnar Lögmannafélagsins eða lögmanna til málsins," sagði Þorsteinn í samtali við Morgun- blaðið. Fundur með ráðherra á morgun Hann sagði að þótt vitneskja væri um sjónarmið lögmanna þá væri ekki skylt að fylgja þeim í hvívetna þótt vonandi væri sátt um frumvarpið í flestum atriðum. „Við viljum meina að Lög- mannafélagið, bæði stjórnin og einstakir áhugamenn þar innan- dyra, hafi haft mjög góð tækifæri til að koma að sínum sjónarmiðum. Því til viðbótar vil ég geta þess að stjórn Lögmannafélagsins á fund með ráðherra núna á mið- vikudagsmorguninn. Frumvarpið verður svo ekki að lögum fyrr en Alþingi hefur afgreitt það og þar á meðal kynnt sér afstöðu þeirra sem þinginu þykir til hlýða að segi álit sitt og ég á nú von á því að stjórn Lögmannafélagsins verði þar á meðal, að minnsta kosti ef að líkum lætur,“ sagði Þorsteinn. Libby> Gott bragðfyrir ólíka bragðlauka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.