Morgunblaðið - 05.03.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 05.03.1996, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Almenningshlutafélag stofnað um hitaveitu í Skorradal Morgunblaðið/Davíð Pétursson GÓÐUR árangur varð af borun í hlíðum Dragafells. 40-50 orku- kaupendur skrá sig fyrir hlutafé Grund - Almenningshlutafélag hefur verið stofnað um hitaveitu í Skorradal og hafa 40-50 vænt- anlegir orkukaupendur skráð sig fyrir hlutabréfum á stofnfundi. Áhugamenn um hitaveitu i Skorradal komu saman á fjöl- mennum fundi sem haldinn var í Félagsheimilinu að Brún í Bæj- arsveit 3. mars sl. og stofnuðu hlutafélag til að leggja og reka hitaveitu í Skorradal. Fyrirhug- að veitusvæði er frá Þófagili þar sem Skátafélag Akraness er með skátaskála, niður með Skorra- dalsvatni sunnanverðu, á öll sveitabýli sunnan vatnsins og einnig á tvö býli norðan vatns, Grund og Hálsa. Þar sem ekki er nægjanlegur áhugi fyrir hita- veitu í sumarbústaðahverfum á Vatnsenda og í Dagverðarnesi verða áform um hitaveitu þar að bíða betri tíma. Forsaga þessa máls er sú að á árunum 1992-1993 lét Skorra- dalshreppur bora margar rann- sóknarholur beggja megin Skorradalsvatns. Rannsókninni sljórnaði Krislján Sæmundsson jarðfræðingur hjá Orkustofnun. Niðurstaða rannsóknanna varð sú að Kristján mælti með að reynt skyldi að bora vinnsluholu í hlíðum Dragafells í landi Stóru- Drangeyrar. Samið var við Jarð- boranir ríkisins um að sjá um borun og það verk tókst svo vel að á 816 metra dýpi var komið niður á vatnsæð, sem líklega getur gefið 25-30 sekúndulítra af 90 stiga heitu vatni. Unnið hefur verið að undirbúningi málsins siðastliðin ár og árangur þeirrar vinnur var stofnun félags til að hrinda áformunum í fram- kvæmd. I stjórn hins nýja félags voru kosnir: Birgir Guðmundsson, for- maður, Haraldur Aikman, Jón Leifsson, Ólafur Eyjólfsson og Davíð Pétursson. Varamenn eru: Ágúst Árnason, Þorvaldur Jóns- son, Bjarni Vilmundarson, Karl Ágústsson og Eyjólfur Gíslason. Stjórnin stefnir að því að hefja framkvæmdir í vor af fullum krafti. Morgunblaðið/Egill Egilsson Betra at- vinnuástand á Húsavík Húsavík - Atvinnuástand á yf- irráðasvæði Verkalýðsfélags Húsavíkur er betra nú en mörg undanfarin ár, sérstaklega á Húsavík en ekki eins í sveitun- um, segir Aðalsteinn Baidurs- son, formaður VH. Aðalsteinn segir að undan- farin ár hafi ástand í bænum og sveitunum verið svipað en nú sé hlutfallið 60% i sveitun- um en 40% á Húsavík og segir hann þetta betra en mörg und- anfarin ár. í lok febrúar voru 119 á atvinnuleysisskrá á umráða- svæði skrifstofunnar á Húsa- vík en þar af voru aðeins 32 á Húsavík. Á sama tíma fyrir ári voru þessar tölur 164 og 72 sem þýðir að ástandið sé svipað í sveitunum en mun betra á Húsavík. Aðalsteinn telur að frekar bjart sé framundan og vonandi að svo verði áfram en bætir því við að umræðan sem und- anfarið hafí átt sér stað um skerta þjónustu Sjúkrahússins á Húsavík og flutning þeirrar þjónustu valdi mönnum ótta því að slíkt myndi boða aukið atvinnuleysi í annars góðu út- liti. i' vi &■■■'■ 'i£t, Hfc jfl HkwJr Morgunblaðið/Árni Helgason SKÁTASTARF hefur verið endurvakið í Stykkishólmi. Á myndinni er eldri hópur skáta á skátafundi. Skátastarf endurvakið í Stykkishólmi Stykkishólmi - Starf skátafélagsins Hólmveija í Stykkishólmi hefur verið endurvakið. Það hefur legið niðri í mörg ár. Nú er það Ingibjörg Ágústs- dóttir sem hefur drifið starfið af stað að nýju. Ingibjörg starfaði með Hólmveijum hér áður fyrr og hefur starfað síðan innan skátahreyfingarinnar. Það er mikill áhugi meðal unglinga og byijar starf- ið með krafti. Félagar eru rúmlega 50 og er þeim skipt í tvo hópa, eldri og yngri deild. Er þetta í fyrsta sinn sem unglingarnir kynnast skátastarfinu. Fundir eru einu sinni í viku og er þá tekið fyrir ákveðið viðfangsefni tengt skátastarfinu. Farið er yfir undirstöðuatriði varðandi útilegur og störf við erfiðar aðstæður. Þegar fer að vora og hlýna verð- ur farið í útilegur og að sjálfsögðu er stefnt á að sem flestir félagarnir mæti á landsmót skáta sem verður haldið á Úlfljótsvatni í sumar. Skátastarfið er skapandi starf fyrir börn og unglinga og leggur áherslu á heilbrigt líferni. Það er vonandi að skáta- starfið megi blómstra hér í bæ næstu árin. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson, Nýtt fólk tekur við póst- húsinu á Fagurhólsmýri Hnappavöllum - Helgi Sigurgeirs- Guðrúnu Sigurðardóttur á Fag- son og Kolbrún Karlsdóttir á Fagur- urhólsmýri I, en á því heimili hefur hólsmýri II í Öræfum hafa tekið við póstafgreiðsla verið í meira en eina veðurathugun og póstafgreiðslu af öld. Stórgjöf til heilsugæslu- stöðvarinnar í Laugarási EIRIKUR I. Sveinsson, fyrrum bóndi í Miklaholti í Biskupstungum, afhenti nýlega stjórn heilsugæslu- stöðvarinnar í Laugarási gjöf til stöðvarinnar. Gjöfin, sem nemur einni milljón króna, var afhent án nokkurrar skuldbindingar eða kvaða af hans hálfu, en stjórn heilsugæslustöðvar- innar hefur ætlað hana til tækja- kaupa. Axel Árnason stjórnarfor- maður og Gylfi Haraldsson yfir- læknir veittu gjöfinni viðtöku í Skál- holti að viðstöddu starfsfólki stöðv- arinnar, stjórn hennar og fáeinum gestum. Eiríkur, sem er 82 ára gamall, býr nú í Bergholti, dvalarheimili aldraðra í Biskupstungum og hefur oft sýnt mönnum og málefnum vin- Ljósmynd/Jón Eiriksson GYLFI Haraldsson yfirlæknir, Eiríkur I. Sveinsson og Axel Árnason með gjafabréfið. arhug m.a. verið meðhjálpari og hringjari í Torfastaðakirkju áratug- um saman. Lenging sjó- varnargarðs Flateyri - Á vegum ístaks hf. er verið að lengja sjóvarnar- garðinn sem umlykur Eyrina. Þessar framkvæmdir hafa stað- ið yfir í hálfan mánuð. Þær lágu niðri á meðan stórstreymisflóð- ið gekk yfir fyrir viku. Morgunblaðið/Silli * ÞÓR Gíslason í ljós- myndastofu sinni. Ný ljós- myndastofa á Húsavík Húsavík - Þór Gíslason hefur opnað ljósmyndastofu á Húsa- vík og er hún til húsa í bygg- ingu Bókaverslunar Þórarins Stefánssonar á Garðarsbraut 9. Þór segist leggja áherslu á töku mannamynda, myndir af börnum og myndatökur við hin og þessi tækifæri. Tækjabún- að stofunnar hefur hann miðað við að hann gæti farið og myndað í nálægðum byggðar- lögum sem ekki hafa ljós- myndara. Þór lærði í Kanada en tók sveinspróf á íslandi 1991 og vann hjá Skyggnu myndverki í 4 ár og hjá Jóhannesi Long í 2'A ár en langaði að starfa sjálfstætt og í sinni gömlu heimabyggð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.