Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Vonandi verið góð landkynning fyrir ísland“ TÓNLEIKAí’ERÐ Sinfóníuhljóm- sveitar íslands um Bandaríkin lauk með tvennum tónleikum á Flórída um helgina. Voru þeir fyrri í Peabody Auditorium í Daytona Beach á föstudag en hinir síðari í Community Church í Vero Beach á laugardag. „Við fengum svo til fullt hús í Daytona Beach — um tvö þúsund manns og afskaplega góðar undir- tektir," segir Helga Hauksdóttir, fíðluleikari og tónleikastjóri. Bætir hún við að mikill áhugi hafi verið fyrir tónleikunum og meðal annars fjallað um þá á forsíðu eins dag- blaðanna í borginni. í fréttinni var getið um dóm tónlistargagnrýn- anda The New York Times um tónleikana í Camegie Hall og mynd birt af hljómsveitarstjóran- um, Osmo Vánská. Lokatónleikar hljómsveitarinn- ar í Bandaríkjunum að þessu sinni voru í Community Church og að sögn Helgu var bekkurinn jafn- framt þétt setinn í þeim húsakynn- um. „Það var sama saga og áður, undirtektir voru frábærar, sér- staklega fékk fiðluleikarinn, Jennifer Koh, sem lék einleik með okkur, góðar viðtökur. Frægðarför í raun hefur ferðin í heild geng- ið eins og í sögu. Það má eiginlega segja að þetta hafi verið frægðar- för og vonandi hefur þetta verið góð landkynning fyrir ísland," segir Helga. Á sunnudag átti hljómsveitin að halda tónleika í Gusman Theat- er í Miami en þeim var aflýst þar sem fyrirtækið sem rak húsið er farið á höfuðið. Þorri Sinfóníuhljómsyeitar ís- lands snýr heim í bítið á morgun. Að sögn Helgu hafa nokkrir hljóð- færaleikarar hins vegar í hyggju að dveljast eilítið lengur í Banda- ríkjunum — og hvíla lúin bein eft- ir tvær annasamar vikur. MARGUERITE DURAS LÁTIN París. Reuter. FRANSKI rithöf- undurinn Margue- rite Duras lést að heimili sínu í París á sunnudag. Hún var 81 árs gömul. Duras vann til Goncourt-verðlaun- anna, sem eru helsta viðurkenning Frakka í bókmennt- um, árið 1984 fyrir bókina „L’Amant“ eða „Elskhugann" og var þá 41 ár liðið frá því að fyrsta bók hennar, „Les Impud- ents“ eða „Hinir kaldhæðnu“, kom út miklum vinsældum. Þekktasta verk Duras er senni- lega handritið að kvikmyndinni „Hiroshima Mon Amour“ frá ár- inu 1959. Bækur Duras eru skrifaðar af mikilli ákefð og endurtekning setur svip á þær. Oft er frásögn- in byggð á reynslu hennar í Víet- nam þegar Frakkar voru þar nýlenduherrar. Alain Juppé, for- sætisráðherra Frakklands, sagði að horfinn væri „mikill rithöfundur, sem með stórbrotnum og áleitnum stíl, tákn- rænum fyrir hina nýju skáldsögu, um- Reuter Marguerite Duras og náði turnaði heimsbók- menntum samtíma síns“. „Mikill persónu- leiki er farinn," sagði Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista. „Hún var rithöfundur þagnar og ástríðu, eða minningar og fjar- veru, og Marguerite Duras tókst smátt og smátt að vinna almenn- ing á sitt band og vera um leið trú sjálfri sér.“ „Duras er ódauðleg“ Franski leikarinn Gerard Dep- ardieu vann með Duras að fjór- um kvikmyndum: „Duras er ódauðleg. Hún verður enn um- töluð eftir 500 ár.“ Duras skrifaði tæplega fjöru- tíu skáldsögur og um helmingur þeirra hefur verið kvikmyndað- ur. Hún fæddist í þorpinu Gia Dinh í Indókína (þar sem nú er Suður-Víetnam) 4. apríl 1914. Faðir hennar lést þegar hún var fjögurra ára og móðir hennar stuttu síðar. Duras fór til Parísar 18 ára og lagði stund á lög, stærðfærði og stjórnmálafræði. Hún var vinstri sinnuð og gekk stuttlega í franska kommúnistaflokkinn. Duras studdi Fran^ois Mitterr- and og kvaðst hafa bjargað lífi hans í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann var í andspyrnu- hreyfingunni og fór huldu höfði í París undir nafninu „Capitaine Morland“. Bókin „Elskhuginn" fjallar um ástarsamband fátækrar franskrar stúlku við auðugan víetnamskan landeiganda og er sjálfsævisöguleg. Duras verður jarðsungin í París á fimmtudag. •FARARSTJÓRAR í Banda- ríkjaferð Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem senn er lokið, eru Runólfur Birgir Leifsson fram- kvæmdastjóri og Helga Hauks- dóttir tónleikastjóri. Sú síðar- nefnda hefur haft í mörg horn að líta enda lék hún jafnframt með hyómsveitinni á tónleikun- um átta, þar sem styrkja þurfti strengjasveitina fyrir ferðina. „Auðvitað er þetta annasamt en mér þykir sérstaklega gaman að spila með. Ég hóf feril minn hjá sinfóniunni sem fiðluleikari og maður hverfur ekki svo glatt frá uppruna sínum,“ segir hún. •Gunnár Þjóðólfsson sviðsstjóri hefur staðið í ströngu vestra enda fylgir feikilegt hafurtask sinfóníuhljómsveitum. Á flug- vellinum í Boston lenti hann í nokkrum erfiðleikum með að fá hljóðfærin afgreidd úr frakt- inni. Var afgreiðslumaðurinn þurr á manninn og skipaði Gunnari að bíða átektavið þar til gert strik á gólfinu. Á því urðu breytingar þegar sviðs- stjórinn fór að ræða um fyrir- hugaða tónleika í Carnegie Hall. Varð afgreiðslumaðurinn þá á svipstundu hinn ljúfasti og sótti hljóðfærin með hraði. •Oryggisvörður nokkur í Mitchell Hall í Newark, þar sem hljómsveitin lék í liðinni viku, heillaðist mjög af tónlist Jóns Leifs og hafði á orði eftir tón- leikana að hann hyggðist panta verk eftir tónskáldið í óskalaga- þætti á klassískri útvarpsstöð í borginni. •Grieg-geislaplata Sinfóníu- hljómsveitar íslands, sem Chandos setti á markað í Banda- ríkjunum, hefur verið á topp 20 á vinsældalista klassískrar útvarpsstöðvar í Worcester í ríflega ár. Verk af honum munu vera flutt að minnsta kosti viku- lega á stöðinni. •Onnurrútan sem flutti hljóm- sveitina frá Worcester til New York bilaði á miðri leið. Hafði þetta þriggja klukkustunda töf í för með sér. „Við vorum nátt- úrulega óþolinmóð enda kom- umst við hvorki lönd né strönd og tónleikar um kvöldið. Eftir á að hyggja er það hins vegar eftirminnilegt að hafa verið í rútu sem bilaði í miðri sveit I Bandaríkjunum," segir Helga Hauksdóttir. •Nokkrir bandarískir strengja- leikarar styrktu hljómsveitina á fyrstu tónleikum ferðarinnar í Bob Carr, tónleikahúsinu í Or- lando. Bar einn þeirra sérstakt lof á hljómsveitina og kvaðst aldrei hafa tekið þátt í jafn líf- Iegum flutningi á níundu sinfó- níu Dvoráks, hefði hann þó leik- ið hana rösklega hundrað sinn- um. „Þetta kemur ekki á óvart enda hefur spilagleðin alltaf fylgt Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Ég er sannfærð um að við höfum neistann sem er ekki alls staðar fyrir hendi,“ segir Helga. •Sinfóníuhljómsvéit Islands hefur hvarvetna verið vel tekið á ferð sinni um Bandaríkin og að sögn Runólfs Birgis er þegar farið að ræða um næstu tón- leikaferð hennar þar um slóðir. „Forsvarsmenn flestra húsanna sem við höfum spilað í hafa lýst yfir áhuga á því að fá okkur aftur. Af því yrði þó varla fyrr en eftir þrjú til fjögur ár.“ BOKMENNTIR Sagnfræöi KONUR OG VÍGAMENN eftir Agnesi S. Arnórsdóttur. Sagn- fræðistofnun Háskólans. Háskólaút- gáfan 1996. Á SÍÐUSTU árum hefur það færst í vöxt að skoða íslenskar miðaldabók- menntir út frá kvennafræðilegum hugmyndum í þeim tilgangi að varpa ljósi á stöðu kvenna á þjóðveldistím- anum. Við slíkar rannsóknir hafa fræðimenn stuðst við íslendingasög- ur, samtimasögur og lög og þannig reynt að endurgera heim íslenskra fomsagna og laga. Slík endurgerð er ávallt vandasöm því oft á tíðum er erfítt að gera sér grein fyrir heim- ildagildi einstakra frásagna og því að hve miklu leyti hin skráðu lög endurspegluðu veruleikann sem varð að sögusviði hinna miklu sagna. Agnes S. Arnórsdóttir tekur þann pól í hæðina að styðjast annars veg- ar við frásagnir Sturlungu um valda- baráttu höfðingja á 12. og 13. öld, en hins vegar lög Grágásar um rétt- indi og skyldur kynjanna. Sögu sína kýs hún fremur að flokka sem kyn- ferðissögu en kvennasögu, en í því felst að hún ber kerfísbundið saman stöðu karla og kvenna. Hún segir sögu tímabilsins út frá sjónarhóli kynjanna fremur en karla og kvenna einna með það að markmiði að skýra AF KVENHETJUM stöðu kvenna út frá hlutverki ættar og hjónabandsins í samfélagsþróun- inni. Lykilhugtök í greiningu Agnesar eru ætt, kynferði og völd. Agnes bendir réttilega á að ónákvæm notk- un ættarhugtaksins hefur komið í veg fyrir að fræðimenn hafí gert nægilega grejn fyrir því hvemig ættin var skipulögð. Hugtakið hafi í raun verið notað um fleiri en eina gerð ættakerfa. Niðurstaða hennar verður enda sú að hugtakið ættar- samfélag sé ónothæft til að skýra það þjóðskipulag sem ríkti á fyrstu öldum byggðar í landinu. Röksemd hennar felst í því að hér hafí verið við lýði svokallað beggjaættakerfí þar sem skyldleiki er rakinn frá hverjum einstakiingi sem þýddi að hver og einn tilheyrði bæði föður- og móðurætt. Af því leiðir að ættin var hér ótryggur grundvöllur hins pólitíska bandalags, öfugt við þau samfélög feðraættakerfisins þar sem ætterni er rakið eftir öðru kyninu frá forföður og hver og einn tilheyrir aðeins einni ætt þannig að' mörk milli ætta eru skýr. Um leið bendir Agnes á að ekkert samfélag er í raun byggt eingöngu á einni gerð ættakerfís og að tilhneigingar til feðraættakerfís hafi gætt, til dæmis í formi forgangs föðurættar hugsan- lega í þeim tilgangi að varðveita betur völd innan sömu fjölskyldu. Pólitísk bandalög á grundvelli ættar héldu af þessum sökum illa eins og saga Sturlunga ber vitni um; höfð- ingjar innan sömu ættar tóku eigin hagsmuni fram yfír hagsmuni ættar- innar sem heildar og stóðu ekki sam- an sem skyldi. Að mati Agnesar gaf beggjaætta- kerfið konum sterkari stöðu þar sem þær héldu áfram að tilheyra eigin ætt eftir að þær gengu í hjónaband. Þannig tekur hún dæmi af Steinunni Jónsdóttur sem hélt áfram að til- heyra Svínfellingum þótt hún væri gift Ögmundi Helgasyni í Kirkjubæ og standa vörð um hagsmuni frænda sinna. Hún er dæmi um konu sem verður gerandi í frásögn sem snýst að mestu um deilur milli karla og aðferðir til að leysa þær og komast til valda. Konur voru þannig að mati Agnesar ekki viljalaus verkfæri held- ur gat hugsanlega stafað af þeim ógn, máttur þeirra í samfélagi blóð- hefndar var mikill. Þær gátu í krafti kynferðis síns haft áhrif á menn sína og voru af þeim sökum valdameiri en lög Grágásar gefa til kynna. Þær eggjuðu menn til dáða og tóku í sumum tilfellum þátt í sjálfum of- beldisverkunum. Og af því að þær voru ekki taldar til vígamanna á sama hátt og karlmenn, gátu þær haft raunveruleg opinber völd sem þær beittu einkum til að standa vörð um hagsmuni hópsins sem þær til- heyrðu og koma að sáttum. Þær gátu hugsanlega nýtt sér að vera sá hlekkur sem tengdi ættimar saman. í þessu samhengi er frægasta dæm- ið saga Steinvarar Sighvatsdóttur sem samkvæmt Þórðar sögu kakala kom ásamt biskupi að sættargerð milli Þórðar bróður síns og Gissurar Þorvaldssonar árið 1242: „Sömðust þá sættir með því móti, at biskup ok Steinvör skyldi um gera. En þat, er þau yrði eigi á sátt, þat skyldi gera Steinvör ein“ (193). Niðurstaða Agnesar er sú að konur hafi gegnt því hlutverki að vera á verði, þær hafi verið fylgismenn ákveðinnar jafnvægispólitíkur, gætt þess að per- sónulegur réttur manna væri ekki hafður að engu og leitast við að ná fram réttlæti ef brotið var á fjöl- skyldumeðlimum. Agnes styður mál sitt með fjölda dæma úr Sturlungu og Grágás og tekst á allan máta vel að vinna úr heimildum sínum. Varnaglar eru slegnir á réttum stöðum, til að mynda varðandi þá þætti þar sem lög stang- ast á við frásagnir og veruleika. Hún bendir réttilega á að kaþólsku kirkj- unni tókst ekki í einu vetvangi að hafa djúpstæð áhrif á siðgæðisvitund manna á þjóðveldisöld. Kenningar kirkjunnar um heilagleika hjóna- bandsins festu ekki rætur fyrr en eftir að þjóðveldistíma lauk, hjóna- bandið bar öll einkenni ættar- eða fjölskyldusamnings á 12. og 13. öld. Höfðingjar treystu völd sín í gegnum mægðir. Siðferðisreglur voru ekki í öllu sniðnar að kenningum páfastóls- ins í Róm þrátt fyrir viðleitni ýmissa kirkjunnar manna, til dæmis Þorláks biskups helga og skriftaboða hans, til að hafa áhrif á kynhegðun og bæta siði landsmanna. Það er ekki síst sá hluti verks Agnesar sem lýtur að siðferði Islend- inga á 12. og 13. öld sem tíðindum sætir. Rannsókn hennar er þar við- leitni til að fylla þá mynd sem fyrir er af kynferðissögu þjóðveldisaldar. Henni tekst vel að samhæfa umfjöll- un um ættarkerfi, völd og kynferði og varpa þannig ljósi á þetta mikil- væga svið íslenskrar sögu. Um leið dregur hún fram í sviðsljósið máttug- ar meyjar sem höfðu í senn bein og óbein áhrif á framvindu mála á þjóð- veldistímanum. Bókin er prýðilega skrifuð og frá- gangur allur til fyrirmyndar þannig að hún á ekki aðeins erindi við fræði- menn heldur einnig hinn almenna lesanda sem áhuga hefur á sögu 12. og 13. aldar. Eiríkur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.