Morgunblaðið - 05.03.1996, Page 35

Morgunblaðið - 05.03.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 35 Aðgát skal höfð í nærveru sálar UNDANFARNA daga hafa umræður um meint kynferðisbrot biskups á hendur skjólstæðingum sínum einokað alla umræðu í fjöl- miðlum, á vinnustöðum og alls staðar þar sem fólk yfirleitt kemur saman. í þessari grein yerður málið skoðað frá öðru sjónarhorni en það hefur hingað til verið gert, og reynt að varpa ljósi á þá mörgu annmarka sem þessi umfjöllun hefur haft fyrir þá sem málið snertir beint. Viðbrögð Stígamóta Allir sem hafa kynnt sér málið vita að nú eru komnar fram þijár konur (þegar þetta er skrifað) sem funda hjá Stígamótum og sleikja sárin eftir biskup. Þegar þessar konur leita til Stígamóta myndi maður ætla að það fagfólk sem þar starfar myndi hugsa um hagsmuni þeirra fyrst og fremst. Ekki er hægt að sjá í fljótu bragði að það hafi þjónað hagsmunum meintra fórnarlamba að fara með málið í fjölmiðla, þar sem að útséð var í byrjun að mál- in voru löngu fyrnd, engar sannan- ir fyrir hendi og mannorð manns í húfi. Ábyrgð og dómur Stígamóta Siðferðiskennd Gúðrúnar Jóns- dóttur og annarra Stígamóta- kvenna virðist á afar vafasömu plani og ber hegðun þeirra öll þess merki. Firrnst Guðrúnu það ekki grafalvarlegt mál að bera á mann þær sakir sem að hún hefur nú gert sem forsvarsmanneskja þess- ara meintu fórnarlamba, án þess að hafa neitt til þess að bakka þær upp annað en orð þeirra, vitandi það að biskup getur ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér og afsannað þessar ásakanir, frekar en að hún virðist geta sann- að þær? Guðrún hefur með þessu gert árang- ursríka tilraun til þess að nauðga mannorði biskups í bak og fyrir án þess að blikna. Það er óhætt að segja að hún hafi talað mann- orð biskups í hel. Það er ekki til það þvottaefni sem getur hreinsað mannorð biskups fullkomlega og verður aldrei. Það mun alltaf loða við hann að hafa verið borinn þess- um sökum, bæði lífs og liðinn og ekkert sem hann getur gert til þess að breyta því. Guðrún Jóns- dóttir, sem forsvarsmaður þessara kvenna og Stígamóta, dæmdi mannorð biskups (meðvitað - ómeðvitað) í óendanlega langa vist í dýflissu efans og það án nokk- urra haldbærra sannana, þegar hér er komið við sögu. Sekt og sakleysi Ég vil taka það fram að ég veit ekkert um það hvort biskupinn er sekur um það sem á hann hefur verið borið, frekar en aðrir. Meðan ekki er hægt að sýna mér fram á það með nokkuð óyggjandi hætti að hann sé sekur, þá er hann sak- laus að mínu viti og heldur ærunni og starfinu hvað mig varðar. Snæbjörn Ólafsson Ef meint fórn- arlömb biskups ná að sanna það með ein- hverjum hætti að hann hafi gerst sekur um það sem á hann er borið, eiga þau óskipta samúð mína og þá fyrst væri hægt að víkja honum úr emb- ætti undir eins og helst að reyna koma yfir hann lögum. Að þessari jarðvist lokinni bíður biskúps vænt- anlega, eins og okkar allra, hinn æðsti dóm- stóll í mannanna mál- um (máttugri en Stígamót) og þann dóm flýr víst enginn, að því sagt er, en sá dómur er og verður væntanlega endanlegur og réttlát- ur. Framtíðin Allir hljóta að vera sammála um að koma þurfi í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. Ef fólki fínnst á sér brotið á að kæra þann sem braut af sér sem allra fyrst eða strax til þess að tryggja að við- komandi haldi ekki áfram að mis- bjóða nýjum fórnarlömbum. Þetta á að vera hægt nú eftir tilkomu Stígamóta og almennt þeirrar meðvitundar sem átt hefur sér stað hjá þjóðinni á undanförnum árum varðandi þessi mál. Samt hljótum við alltaf að verða að ganga úr skugga um sekt við- komandi áður en við dæmum hann eða drögum mannorð hans í skít- inn. Til er sjúkt fólk sem ber upp á aðra sakir sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Hvaða kennd- Stígamót, segir Snæbjörn Ólafsson, hafa genfflð út yfir 511 velsæmismörk. ir liggja þar að baki, er ómögulegt segja til um, en þetta gerist samt og því verður ekki neitað. Það allra versta við slík mál er að mannorð manna verður ekki hreinsað svo auðveldlega og ásakanirnar halda áfram að loða við viðkomandi þrátt fyrir að sakleysi viðkomandi hafi verið sannað. Mannorð manna verður ekki verðlagt frekar en svo margt ann- að sem göfugt er og verður enn síður auðveldlega endurheimt. Því ber að fara með það sem slíkt. Niðurstaða Starf þeirra sem koma að málum sem þessum er afar erfitt og ekki allra að eiga við þau, en það þarf að skoða þessi mál yfirvegað, í réttu samhengi og fordómalaust. í þessu tiltekna máli hafa Stígamót gengið út yfir öll velsæmismörk sem fulltrúi meintra fórnarlamba biskups og ég fæ ekki betur séð en að þau hafi einungis afrekað að gera illt verra, hvað varðar alla þá aðila sem málið snertir beint; meint fórnarlömb og meintan sak- borning. Á meðan þau hafa ekki annað í höndunum en ósannaðar fullyrðingar meintra fórnarlamba, ættu Stígamót að sjá sóma sinn í því að biðja biskup opinberlega afsökunar á frumhlaupi sínu, minna er ekki hægt að gera úr því sem komið er. Að lokum vona ég að þjóðin beri gæfu til þess fyrr en síðar að að- skilja ríki og kirkju. Höfundur er hjbtiðnnðarmaður. ÞJOFAVARNARKERFI fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir Sprengidögum kynnum vió öfíugu Sound B/aster 32 og AWE 32 hljóökortin frá creAtive ásamt tónlistarhugbúnaói frá flanbufq ogMIDI hljómboróum frá [HRoland' Hvort sem þú ert leikjafrík, tónlistarmaður, forritarí skrifstofumaóur eóa bara hvaó sem er, þá er þetta rétta tækífærió fyrirþig ti/ þess aó eignast þaó sem þig hefurafítaf /angaö ti/ aó eignast. Frábær tilboó á... margmiðlunar- pökkum... og hfjóókortum. Sound Hjá okkur færöu eitt mesta úrva/ iandsins af |blaster| Sound Biaster hijóókortum og margmióiunarbúnaðí Víó höfum sett upp fullkomiö MlDÍ-stúdió í verslun okkar og er okkur þaó sönn ánægja aó leióa vióskiptavíni okkar ínn í undraheim tölvutónlistarinnar. Komió og„djammiö"meó! creAtive: kj CREATIVE LABS iLSoirji blastcr ii-nmrs blastcr tcEnSi blastcr TOLVUDEILD PQR HF Ármúla 11 - Sfmi 568-1500 blAstcr A MJOG HAGSTÆÐU VERÐI Við kerfin má tengja fleiri skynjara, símhringingabúnað, reykskynjara og fleira. KERFIN ERU ÞRÁÐLAUS og því mjög ódýr og auðveld í uppsetningu. Veitum tæknilega ráðgjöf. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 P 562 2901 og 562 2900 Aðalfundur IMýherja hf. verður haldinn í Sunnusal (Átthagasal) Hótel Sögu miðviku- daginn 27. mars 1996 og hefst kl. 16:00. Dagskrá ± Vénjuleg aðalfundarstörf * Önnur mál, löglega upp borin Dagskrá, ársreikningur og skýrsla endurskoðenda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, verða að veita slíkt skriflega. NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 569 7700 Allíaf skrefi ú undan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.