Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 37

Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 37 ÞORARINN SIGMUNDSSON + Þórarinn Sig- mundsson, mjókurfræðingur, var fæddur í Reykjavík 27. júlí 1917. Hann lést 25. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristín Sím- onardóttir frá Mið- ey í Landeyjum, fædd 6. júní 1878, dáin 3. september 1944, og Sigmund- ur Sveinsson frá Gerðum í Garði, bóndi á Brúsastöð- um í Þingvallasveit og síðar umsjónarmaður í Miðbæjar- skólanum, fæddur 9. apríl 1870, dáin 12. ágúst 1962. Þórarinn var yngstur átta systkina. Þau voru í aldursröð: Sesselja, forstöðukona á Sól- heimum í Grimsnesi, Lúðvik, járnsmiður, Gróa, hárgreiðslu- kona, Steinunn, sjúkraþjálfari, Símon, kennari, Kristinn, mat- sveinn, og Sigríður, tannsmið- ur, öll í Reykjavík. Sigríður er ein eftirlifandi. Hinn 15. febrúar 1941 kvænt- ist Þórarinn Ingibjörgu Bjöms- dóttur frá Auðkúlu í Svína- vatnshreppi, fædd 20. septem- ber 1914, dáin 13. maí 1977. Foreldrar hennar vom Guðrún Sigríður Ólafsdóttir og Björn Stefánsson, prestur á Bergs- stöðum og Auðkúlu. Börn Þórarins og Ingibjargar eru fjögur: Guðrún Sig- ríður, f. 1941, gift Guðna Alfreðssyni, Björn Stefán, f. 1943, giftur Sigríði Birnu Guðjónsdótt- ur, Kristín, f. 1945, gift Garðari H. Gunnarssyni, og Ól- afur Stefán, f. 1950, í sambúð með Hel- enu Káradóttur. Fyrir hjónaband átti Þórarinn einn son, Bjarna Sæberg, f. 1936, giftan Gillý Skúladóttur. Af- komendur Þórarins em orðnir 45. Þórarinn fór til náms í mjólk- urfræði í Danmörku og kom heim 1940 með „Petsamoferð“ Esjunnar. Þórarinn vann í Öl- gerð Egils Skallagrímssonar og Mjólkurstöðinni í Reykjavík. Hann vann tvo vetur sem ráðs- maður á Sólheimum í Gríms- nesi. 1946 hóf hann störf við Mjólkurbú Flóamanna og vann þar alla sína starfsævi. Þórar- inn var í stjórn MFFÍ um ára- tuga skeið, bæði sem ritari og formaður. Utför Þórarins fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. VINUR minn hann Þórarinn í Glóru er allur. Ég er ein af mörgum sem hafa margt að þakka þessum heið- ursmanni. Fjölskyldur okkar hafa þekkst í nær fimmtíu ár. Þegar ég var krakki var alltaf gaman að fara niður í Glóru og sjá kanínumar og hin dýrin sem þar voru, og ekki spillti það fyrir ferðalaginu, sem var farið á hjóli, að enda inni í bæ hjá þeim heiðurshjónum Iddu og Þór- arni. Þar var tekið vel á móti mönn- um og málleysingjum. Heimili þeirra stóð alltaf opið fyrir okkur krökkunum á Selfossi. Árin liðu og börnin urðu fullorðið fóik og hefur vinskapur við fjöl- skylduna í Glóru haldist. Fyrir rúmum tíu árum urðu breytingar í mínu lífi og hefur Þór- arinn í Glóru átt stóran þátt í því hvað vel hefur tekist til. Leiðir okk- ar lágu saman í AA-samtökunum. Þó svo að aldursmunurinn á okkur hafí verið tæp 40 ár hefur það aldr- ei skyggt á vináttu okkar. Þórarinn hafði mikinn áhuga á mannrækt og það var fátt sem Þórarinn gat ekki svarað þar um. Hann var sannkallaður heimspek- ingur af Guðs náð. Það voru tíðar ferðir í Glóru á þessum tíma til að fá svör við hinum og þessum spurn- ingum sem komu upp í hugann þegar ég var að feta mín fyrstu spor í samtökunum. Þó svo að heilsu Þórarins hafi hrakað síðustu ár var hann ætíð með hugann hjá okkur í samtökunum. Ég kveð þennan vin með sökn- uði, en það er huggun harmi gegn að Þórarinn var sáttur og tilbúinn að kveðja, ég veit að honum verður tekið opnum örmum af Iddu sinni sem hann saknaði mjög. Hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, vegamesti þitt verður geymt en ekki gleymt. Fjölskyldu Þórarins votta ég mína innilegustu samúð. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Sigurbjörg Grétarsdóttir. Kveðja frá Mjólkurfræð- ingafélagi íslands Mjókurfræðingafélag Islands minntist þess um síðustu helgi að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun félagsins. Sá skuggi hvíldi þó yfir að einn úr hópi stofnenda, Þórarinn Sigmundsson frá Glóru í Hraun- gerðishreppi, lést nokkmm dögum áður, eða 25. febrúar sl. Utför hans verður gerð frá Selfosskirkju í dag. Þórarinn hóf nám í mjólkurfræði hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, í gömlu mjólkurstöðinni, 1936, þegar hann var 19 ára gamall. Tveimur árum seinna réðst hann til starfa hjá Mjólkurbúi Flóamanna og held- ur fljótlega utan til náms í Dan- Islenskur efniviður Islenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il PCSr S. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677 HH mörku. Heim sneri hann að námi loknu í september 1940, með Esj- unni, úr þeirri fræknu för frá Pets- amo. Eftir heimkomuna vann Þór- arinn um fjögurra ára skeið hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, en fór þá aftur í MBF og starfaði þar óslitið þar til hann hætti störfum, upp úr áramótum 1983. Þórarinn var snemma valinn til forystu í Mjólkurfræðingafélaginu og átti sæti í stjóm þess í 24 ár. Formaður var hann í allmörg ár, en lengst af starfaði hann sem rit- ari. Það segir sig sjálft að maður sem svo lengi situr í stjóm eins félags er búinn ýmsum eiginleikum. Það voru fyrst og síðast mannkost- ir Þórarins sem gerðu það að verk- um að honum voru falin trúnaðar- störf fyrir félagið svo lengi. Hann var mikill baráttumaður og honum var sérlega umhugað um að bæta kjör sinnar stéttar. Hann var ótrú- lega fijór í hugsun og kom fram með margt nýstárlegt, bæði varð- andi innri málefni félagsins og ekki síður við samningaborðið í erfiðum vinnudeilum. Þótt margar snjallar hugmyndir fæddust í brjósti hans við slíkar aðstæður og hann brydd- aði upp á ýmsum nýjungum í vinnu- deilum, voru aðferðir hans og hug- myndir þó aldrei óheiðarlegar. Eg veit heldur ekki til þess að atvinnu- rekendur hafi borið til hans kala, þótt oft stæðu þeir agndofa gagn- vart ótrúlega vel hugsuðum hug- myndum hans. En Þórami var líka umhugað um að byggja upp félag sitt sem sterkt fagfélag og lagði mikla áherslu á að félagsmenn fengju tækifæri til þess að endurmennta sig og kynn- ast því nýjasta í faginu. Þessu fylgdi hann eftir með því að á aðalfundi félagsins 1967 var samþykkt tillaga frá honum um stofnum menningar- sjóðs Mjólkurfræðingafélagsins. Það yrði of langt mál að rekja hér tilgang sjóðsins og hvernig hann var fjármagnaður. Aðeins skal sagt að þessi sjóður stuðlaði mjög að vexti og viðgangi mjólkuriðnaðar á Islandi og án hans hefði oft verið erfitt fyrir félagsmenn að sækja nýjungar út fyrir landsteinana. Þótt rúmur áratugur sé liðinn frá því að Þórarinn lét af störfum, sleit hann aldrei tengslin við sitt gamla félag. Þótt hann, síðustu árin, væri farinn að heilsu, átti hann samt til að koma á aðalfundi félagsins og lagði þá oft á tíðum á sig mikið erfiði. Þessar heimsóknir glöddu okkar félaga hans mikið, og sýndu betur en allt hve mikið hann unni félaginu sínu. Hann lifði fyrir það og víst ætlaði hann að reyna að heimsækja okkur á fimmtíu ára afmælinu. En enginn ræður sínum næturstað. Við kveðjum góðan vin og sendum börnum hans og fjöl- skyldum þeirra og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Mjólkurfræðinga- félag íslands þakkar þessum góða félaga fyrir samstarfið og állt það mikla og fórnfúsa starf sem hann vann svo vel. Það er bjart yfir minn- ingu Þórarins Sigmundssonar. Móðir okkar, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, Flókagötu 13, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 2. mars. Hjördís Benjamínsdóttir, Eðvarð Hjaltason, Karl Valgarðsson. Móðir okkar, systir og ástkær dóttir, KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR ballettkennari, Suðurhólum 28, Reykjavik, er látin. Guðjón Erlingsson, Friðrik Erlingsson, Heimir Guðjónsson, Friðrika Guðmundsdóttir. Ástkær sonur okkar, faðir, barnabarn, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR SMÁRI MAGNÚSSON, Hverfisgötu 70, lést að kvöldi 1. mars. Útförin verður auglýst síðar. Svava Guðmundsdóttir, Friðrik Bridde, Brynjar Smári Guðmundsson, Svava Guðmundsdóttir, Katrín Ragnarsdóttir, Guðmundur Nikulásson, Anna M. Bridde, Elvar M. Birgisson, Katrfn D. Bridde. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN ÓSKAR MARTEINSSON bifvélavirki, áðurtil heimilis á Réttarholtsvegi 87, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 3. mars. Sigríður G. Sveinsdóttir, Guðmundur S. Jónsson, Guðrún Sveinsdóttir, Marfas Sveinsson, Gyða Guðmundsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN VALDIMAR AÐALSTEINSSON, Spitalavegi 1, Akureyri, sem lést föstudaginn 1. mars sl., verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 12. mars kl. 13.30. Jónina Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Sigurjón Eðvarðsson, Guðmundur Stefánsson, Hrefna Svanlaugsdóttir, Kristfn Stefánsdóttir, Ingjaldur Guðmundsson, Kolbrún Stefánsdóttir, Friðrik Adólfsson, Ómar Þór Stefánsson, Hulda Vigfúsdóttir, Stefán Heimir Stefánsson, Anna Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, ÁMUNDI ÁMUNDASON blikksmíðameistari, Rjúpufelli 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju fimmtudaginn 7. mars kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja heiðra minningu hans, er bent á Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir, Herdfs Jónsdóttir, Sigrún A. Ámundadóttir, Sigurður Hermannsson, Einar Ámundason, Sigríður Sigurðardóttir, Ólafur, Halldór, Sigurður, Katrín og Haukur, Sofffa Ámundadóttir, Tómas Björnsson, Thelma Ámundadóttir, Þórir Ámundason, Þórður Oddsson, Jón, Oddur og Óli H. Þórðarsynir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.