Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 44

Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens £G FER 06 SÆKJ Go/H- J '&ETAN OFM HflNÞA þéj?) Smáfólk HE UÍANT5TOKNOU) IF YOU HAVE A 5ILVER HARKIES5 WITH 60LPEN BELLS AND FANCV TAS5ELS IM WAITIN6 FORVOUR P06T0C0ME OUT, ANP PULL ME0NMY5LEP.. Ég er að bíða eftir því að hundur- inn þinn komi út og dragi mig á sleðanum mínum. Hann vill fá að vita hvort þú eig- Ég má þakka fyrir ir silfuraktygi með gylltum bjöll- að eiga sleða! um og dúskum til skrauts. BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Langholtskirkj a Vanhæfni gegTL hæfileikum Frá Magnúsi Blöndal Jóhannssyni: ÞAÐ ER dapurlegt hvemig komið er fyrir Langholtskirkju, þar sem um er að ræða samskipti klerks og tón- listarstjóra. Það er með fádæmum að klerkur- inn sé ekki betur inn í kirkjutónlist en raun ber vitni. Klerki fínnst hann bersýnilega vera hinn eini og sanni trúarleiðtogi og sálusorgari, þó finnst undirrituðum að málflutningur hans einkennist af valdahroka og einræði sem á lítið skylt við kirkjulegar at- hafnir. Klerkur virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að kirkjuathafnir og tónlist haldast hönd í hönd í öllum helgiathöfnum. Klerkurinn virðist ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri staðreynd, að ofangreindir þættir eru óaðskiljanlegur hluti af kirkjuhaldi. Klerkur virðist ekki á nokkurn hátt vera þess meðvitaður að mikið af fegurstu söngtónverkum tónlistar- sögunnar em einmitt til orðin vegna kirkjulegra athafna. Þessi fákunnandi klerkur hefur sennilega ekki heyrt stórfengleg kór- verk og aðra kirkjutónlist sb. Kantöt- ur eftir Bach, Sálumessur eftir Moz- art, Brahms og Benjamin Britten svo fátt eitt sé nefnt. Kór Langholtskirkju og hinn fram- úrskarandi stjómandi og listamaður Jón Stefánsson hafa skipað Lang- holtskirkju á bekk meðal helstu tón- listarstofnana landsins ásamt því að gegna sínu upphaflega hlutverki sem kirkja. ' Ég man þann tíma þegar ég var búesttur vestur í New York, hvað mér fannst mikill fengur að fá hljóð- ritun af frábæmm söng og túlkun þessa einstæða kórs í höndum stjóm- anda hans, Jóns Stefánssonar, maður fylltist stolti yfir að vera íslendingur í New York, einni af háborgum tón- listarinnar á vomm dögum. Var þó af nógu að taka vestur þar. Það er dapurleg niðurstaða að Langholtskirkja, sem áður hafði ' bæði reisn og virðingu sem andleg jafnt og merk tónlistarstofnun, sé nú faílin í undirdjúp lágkúmnnar allt vegna þröngsýni klerks sem telur sig ráða þar ríkjum, á öndverðum meiði við flest af sínum sóknarbörn- um. Með þessum rituðu orðum, held ég að biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, ætti að veita títt nefndum klerki annað brauð þar sem einræðistilhneigingar hans fái notið 1 sín, þá ef til vill í sókn þar sem ekk- ert sóknarbarn væri til staðar, gæti þá títtnefndur klerkur messað og predikað yfír sjálfum sér. MAGNÚS BLÖNDAL JÓHANNSSON tónskáld. Til hvers að vera í stéttarfélagi? Frá Ástu K. Vilhjálmsdóttur ÉG VANN sem gjaldkeri í fimm ár hjá fyrirtæki sem var í erfiðri fjár- hagsstöðu. Vegna ósættis við fjár- málastjórann sagði ég upp í maí 1993, en hann bað mig að taka upp- sögn mína til baka, sem ég gerði. Tveimur dögum eftir sumarfrí segir hann mér upp. Þegar ég spyr um ástæðu uppsagnarinnar segir hann að hún sé afskiptasemi mín af upp- sögn hans á starfsfólki fyrirtækisins. Ég var mjög ósátt við þessa skýringu og fór fram á að hætta strax og fá þessa þijá mánuði borgaða, sem hann samþykkti í vitna viðurvist. Daginn eftir hringdi hann og sagði að égyrði að vinna þessa þrjá mán- uði. Eg gekk á fund Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og bað þá um aðstoð. Um 1-2 mánaða skeið gekk hvorki né rak hjá lögfræðingum VR. Hringt var í fjármálastjórann og lögð inn skilaboð en þeim var aldrei svarað. Loks hringdi ég í fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins og sagði honum frá þessu og bauð hann mér þá að fá tvo mánuði greidda, sem VR sagði að best væri að þiggja annars yrðu málaferli sem gætu tek- ið langan tíma. Núna er ég heima- vinnandi húsmóðir. Ég hringdi í VR og spurði hvort ég gæti fengið leigðan sumarbústað, en fékk þau svör að þrátt fyrir að ég ætti nóg af punktum inni gæti ég ekki fengið bústað þar sem ég hefði ekki greitt neitt á síðasta ári. Fannst mér þetta æði hart, þar sem ég hef verið í VR í u.þ.b. 20 ár. Hvað er að gerast hér? 380 ein- staklingar urðu gjaldþrota á síðasta ári. Ég tók lán hjá lífeyrissjóði VR 1984 upp á Í98 þúsund krónur. í dag er þetta lán 388 þúsund krónur þrátt fyrir að ég sé búin að greiða 50-60 þúsund krónur í afborganir árlega. Ef kaffiuppskera bregst úti í heimi og kaffíð hækkar, þá hækkar lánið mitt því hvort tveggja er háð lánskjaravisitölu. Er þetta ekki ein- mitt meinið að fasteignaskuldir fólks eru háðar hinum ýmsu og ólíklegustu hlutum og verðbreytingum á heims- markaði? Hlutum sem alls ekki eru notaðir í fasteignir eða tengjast byggingum þeirra né launum al- mennings á nokkurn hátt. Af hveiju þurfa lífeyrissjóðir að fjárfesta í ýmsum fyrirtækjum? Er ekki hægt að ávaxta á réttan hátt í bönkum? Ég las fyrir mörgum árum að með sama áframhaldi yrðu lífeyrissjóðirn- ir gjaldþrota um árið 2020. Maðurinn minn er kennari og fékk verkfalls-„styrk“ úr söfnunarsjóði Kennarafélags íslands. Nú þarf hann að borga skatta af þessum sömu peningum sem koma úr sjóði sem hann hefur greitt í undanfarin 20 ár. Þetta er ekkert annað en tvískött- un. Móðir mín var í Sókn og sótti um sumarbústað hjá þeim þegar hún var orðin 72 ára og hafði þá aldrei feng- ið bústað áður. Hún fékk neitun á þeim forsendum að hún hefði ekki greitt í sjóðinn á síðastliðnu ári. Er ekki nóg komið af kerfisruglinu og ósanngiminni í þessu þjóðfélagi? ÁSTA K. VILHJÁLMSDÓTTIR, Kambaseli 17, Reykjavík. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.