Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 46

Morgunblaðið - 05.03.1996, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ CLARIIVS ----- P/\R IS - KYNNING miðvikudag, 6 mars kl. 14-18 Skemmtileg kynningartilboð með færanlegum rimhim HURÐIR HF Skeifan 13 • 108 Reykjavtk • Sími 568 1655 Notaðir vélsleðar Vaxtalaus lán! 13 skamman tíma bjóðum við nú notaða vélsleða á frábærum kjörum; með vaxtalausum lánum. Gríptu gæsina á meðan hún gefst og njóttu þess besta sem veturinn býður upp á,- á góðum vélsleða frá Gísla! GISH JÓNSSON HF Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, Sími 587 6644 ÍDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í fyrstu umferð Reykjavíkurskák- mótsins á laugardaginn var. Páli Agnar Þórarinsson (2.065) var með hvítt og átti leik gegn Dananum Per Andreassen (2.325). Svart- ur lék síðast 20. - De6-f6??, en hann stóð mun lakar, eft- ir t.d. 20. — De8 21. Bxh5 — gxh5 hefur hann orðið að taka á sig tvípeð á h línunni. 21. Dxf8+! og Daninn gafst upp, því eftir 21. — Kxf8 22. Rxh7+ tapar hann bæði skiptamun og peði og sér fram á vonlaust endatafl. Þetta var óvæntur sigur stiga- lægri skákmannsins. Einnig kom mjög á óvart að Stefán Þór Sigurjónsson sigraði kvennastórmeistar- ann Önnu Aksjar- umovu-Gulko og að Bjöm Freyr Bjöms- son úr Hafnarfirði gerði jafntefli við Norðurlandameistar- ann Curt Hansen. í næstu umferð mætti Curt Hansen öðram Hafnfirðingi, Heimi Ásgeirssyni, og þá tókst honum að sigra. Fjórða umferð Reykja- víkurskákmótsins fer fram í dag í Skákmiðstöð- inni Faxafeni 12 og hefst kl. 17. Aðgangur fyrir áhorfendur er ókeypis í boði Ferðaskrifstofunnar Urval-Utsýn. Hvítur leikur og vinnur HÖGNIHREKKVÍSI " />ð fcemurckkerh skriega. vel Pyrír!" Ást er ... TM Rog. U.S. Pat Otf — all rightt rasarvad (c) 1096 Los Angefa Times 8yndicate VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hver ber ábyrgðina? FIMMTUDAGINN 29. febrúar sl. vildu sonur minn og vinur hans, sem era 14 ára, fara í Skála- fell og renna sér á snjó- bretti. Mér leist ekki vel á veðrið, hringdi í BSÍ, spurði um ferðir til og frá Skálafelli þennan dag. Starfsstúlka sagði að farið hefði rúta kl. 14 og önnur færi kl. 17 og heimferð kl. 21. Ákváð- um við strákarnir að ég keyrði þá uppeftir og þeir kæmu með rútunni heim. Þegar í Skálafell er komið gef ég mér tíma til að horfa á vinina renna sér áður en ég held heim. Þegar ég er í þann veginn að leggja af stað koma þeir bran- andi og sögðust hafa heyrt að engin rúta yrði heim um kvöldið. Til þess að vera viss hringdi ég úr bílasíma í BSÍ og segi orðrétt: „Sonur minn var að frétta að engin rúta væri í kvöld frá Skála- felli, er það rétt.“ „Nei, nei,“ var svarið, „það er öruggt að það er ferð kl. 21.“ Ég segi við strák- ana, „það er öragglega ferð í kvöld". Með það að vissu fer ég heimleið- is. Um sjöleytið hringir sonur minn miður sín heim og segir: „Mamma, það er engin rúta heim.“ Enn einu sinni hef ég samband við BSÍ. Til- kynni starfsstúlkunni þessi tíðindi. Hún segir: „Nú, þá hefur Guðmund- ur Jónasson ekki farið.“ Allt í einu var einhver Guðmundur Jónasson kominn í málið. Ég fæ að tala við yfirmann BSÍ, segi honum söguna. Hann lét sem þetta væri alvarlegt mál en bar af sér alla ábyrð. Segir allt á hreinu hjá sér og allt : Guðmundi Jónassyni að kenna. Hann hafi ekki látið BSÍ vita að ferðin hafi verið felld niður. Nú verð ég reið. Hringi í Guðmund Jónasson, reyndar að frumkvæði yfirmanns BSÍ. Þar fæ ég að heyra að engar ferðir frá þeim voru farn- ar í Skálafell þennan dag og allt sé þetta misskiln- ingur hjá BSÍ. Aftur er hringt í yfirmann BSÍ og sting ég upp á að BSI sendi leigubíl eftir strák- unum. Það finnst yfir- manninum heldur ósann- gjamt og kom það ekki til mála. Mér kemur ekkert við hvernig þessi fyrirtæki semja sín á milli um ferð- ir til og frá Skálafelli. Orð verða að standa, það er okkar eina trygging sem þiggjum þessa þjón- ustu og erum fús að borga fyrir. Mér fannst þetta ábyrgðar- og tillits- laust. Áttu drengirnir að koma á puttanum í bæ- inn? Ragnheiður Marteinsdóttir. Gæludýr Köttur í heimilisleit GRÁ fjögurra mánaða læða óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 564 350. HINRIK verður enn hrifn- ari af mér eftir brúðkaup- ið. Hún Sigga sagði mér nefnilega að hann væri svo hrifinn af giftum konum. Víkverji skrifar... VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- landsbanka hf. birti athyglis- verða auglýsingu hér í blaðinu í fyrradag, þar sem gerður var ítar- legur samanburður á þeim kostum, sem nú eru fyrir hendi fyrir þá, sem vilja spara til elliáranna. Og óneit- anlega eru þessir kostir fjölbreytt- ari en var fyrir nokkrum árum. Auk íslenzku séreignasjóðanna hefur fólk nú tækifæri til að kaupa svonefndar söfnunartryggingar bæði hjá innlendum og erlendum félögum, þ.á m. heimsþekktum tryggingafélögum. Tvennt vakti athygli Víkveija. í fyrsta lagi, að erlendu tryggingafé- lögin, sem selja hér söfnunartrygg- ingar, taka stóran hluta síns kostn- aðar á fyrstu árunum, þannig að taki fólk út inneign sína fyrr en til stendur kemur það illa út. í öðru lagi vakti það athygli Víkveija hversu mikill munur er á þeirri þókn- un, sem umsýsluaðilar taka fyrir að sjá um séreignasjóðina. Þannig kem- ur í ljós skv. þessari auglýsingu VÍB, að Skandia tekur 0,7% af meðaleignum hvers árs í þóknun, umsýsluaðilar íslenzka Iífeyrissjóðs- ins og Lífeyrissjóðsins Einingar taka 0,5% en VÍB tekur 0,425% fyrir umsjón með Alvíb. Hér munar býsna miklu fyrir eigendur þessara sjóða. Hvað veldur þessum umtalsverða mun? Aðalatriðið er þó það, að nú hefur fólk hér svipaða möguleika og eru til staðar í nálægum Iöndum til þess að tryggja hag sinn á efri árum og það er mikil breyting frá því, sem var fyrir t.d. tveimur áratugum. xxx FYRIR ári stóð hörð deila á milli sérfræðinga og þáverandi heilbrigðisráðherra um áform hins síðarnefnda um að taka upp tilvís- anakerfi. Nú eru heilsugæzlulækn- ar komnir í stríð, eins og kunnugt er. I grundvallaratriðum snúast þessar deilur um það, að læknar eru orðnir of margir og ekki nægi- lega vinnu að hafa fyrir þá alla. Ef tilvísanakerfið hefði verið tekið upp hefði hagur heilsugæzlulækna vænkast og þá væru þeir sennilega ekki að sigla inn í átök við heilbrigð- isyfirvöld í dag. Þeir hefðu þá feng- ið meira af of lítilli köku fyrir sig. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að fallið var frá hugmyndum um tilvísanakerfi en það þýðir að sér- fræðingar fá meira til sín af þeim tekjum, sem renna til læknastéttar- innar. Það er tími til kominn að fólk átti sig á út af hveiju þessar stöðugu eijur eru á milli mismun- andi hópa lækna og heilbrigðisyfir- valda. xxx SALMONELLU SÝKINGIN á Landspítalanum er verulegt áfall fyrir spítalann, jafnvel þótt í ljós komi að rætur hennar liggi utan spítalans. Það er nánast með ólíkindum, að það geti gerzt í okkar fullkomna heilbrigðiskerfi að ná- lægt 50 einstaklingar verði fyrir slíkri sýkingu inn á spítalanum sjálfum. Þessi atburður hlýtur að verða til þess að kröfurnar til þeirra fyrir- tækja, sem selja spítalanum mat- væli verði hertar mjög.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.