Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Steinbítsrisi veiddist við Eyjar STEINBÍTUR, sem vó 15,5 kg slægður og mældist rúmlega 124 sentimetra langur, kom í net Góu VE við Mannklakk austur af Vestmannaeyjum hinn 1. mars síðastliðinn. Að sögn Páls R. Pálssonar, forstöðumanns Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, er þetta Iíklega stærsti steinbítur sem mældur hefur verið hér á landi. Sá sem kemst næstþess- um að lengd var 119 sentimetra langur og hefur íslandsmetið því verið slegið svo um munar. Páll taldi að steinbíturinn stóri hafi vegið um 18 kg óblóðgaður og óslægður. Steinbíturinn var boðinn upp á Fiskmarkaði Vestmannaeyja í gær. Það var markaðurinn sjálf- ur sem átti hæsta boð og greiddi 150 krónur fyrir kílóið. Þessi risi meðal steinbíta verður stoppaður upp og mun vænt- anlega prýða húsnæði fiskmark- aðarins í framtíðinni. Páll R. Pálsson sagðist enn naga sig í handarbökin fyrir að hafa látið ganga sér úr greipum 43 kg þorsk sem barst inn á markað- inn í fyrra. Því vildi hann allt til vinna að varðveita steinbíts- tröllið. Páll sagði að steinbítur- inn yrði aldursgreindur þegar búið væri að kvarna hann, en líklega væri fiskurinn kominn á þrítugsaldurinn. Morgunblaðið/Sigugeir Jónasson ÁRNI Karl Ingason, starfsmaður Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, með risasteinbitinn og einn „venjulegan“ til samanburðar. Fimmtíu o g sex hafa nú greinst sýktir af salmonellu Þrjú tilvik utan Ríkisspítala FIMMTÍU og sex manns hafa greinst með sýkingu af völdum salmonella enteritidis á sýklafræði- deild Landspítala, en af þeim eru þrír utan Ríkisspítala og hafa ekki neytt fæðu þar innan veggja. Dr. Karl G. Kristinsson, sérfræðingur í sýklafræði, segir að spurningalistar sem hinir sýktu hafa svarað hafi lijitt í ljós að þeir hafi allir borðað sama réttinn, og liggi hann undir grun um að vera uppspretta sýking- arinnar. Heilbrigðiseftirlit ríkisins og Hollustuvernd ríkisins funduðu í gær um stöðu mála á Ríkisspítölum, en stofnanirnar þijár hafa tekið höndum saman um að fá eins mik- ið af ræktunum úr umræddum rétti og hægt er. Ekki matreitt á Landspítala Ekki eru til afgangar af réttinum og fyrir vikið verður byggt á líkum og sýnum frá sjúklingum þegar úrskurðað verður um orsakavald- inn, auk þess sem möguleiki er á að hægt sé að finna eitthvað af því hráefni sem fór í réttinn. „Við getum ekki staðfest upptök- in nema með því að rækta réttinn sjálfan og hann er ekki til, þannig að aldrei verður um 100% staðfest- Ein mesta hóp- sýking sem orðið hefur hérlendis ingu að ræða. En við gerum sjaldn- ast ráð fyrir að ná þeim árangri í málum sem þessum, þannig að oft- ast byggist þetta á líkum og þær eru sterkar í þessu tilviki,“ segir Karl. Karl segir að ekki verði upplýst strax um hvaða rétt sé að ræða, enda sé hann ekki lengur á boðstól- um og framleiðandinn gæti beðið skaða af, reynist grunur manna rangur. Bæði er verið að skoða framleiðanda og hráefni að sögn Karls. Umrædd matvæli komu því sem næst tilbúin inn á Ríkisspítala og voru ekki elduð í eldhúsi Land- spítala. Karl segir að salmonellusýkingin nú sé orðin ein stærsta hópsýking í tengslum við eina matareitrun sem upp hefur komið hérlendis, en fyrir talsvert mörgum árum hafi vel á annað hundrað einstaklingar sýkst vegna skemmds hráefnis í olíusósu. Sýkingar hafa fundist á Landspít- ala, geðdeild, Hátúni, Kleppsspítala, leikskólum Ríkisspítala, Vífilsstað- aspítala og Kópavogshæli. Eldhús Landspítala þjónar öllum þessum deildum Ríkisspítala nemur tveimur síðastnefndu, sem þykir renna stoð- um undir þá kenningu að sýkingin eigi sér aðra orsök en eldhús Land- spítala að sögn Karls, auk áður- nefndu einstaklinganna þriggja sem greinst hafa sýktir. 13 börn hafa sýkst Hann kveðst gera sér vonir um að sýkingin sé yfirstaðin en fleiri eigi þó væntanlega eftir að greinast og ekki þurfi að koma á óvart þótt þau verði á sjöunda tuginn áður en yfir lýkur. Greiningum fari þó eflaust fækkandi. Sýktu einstakl- ingamir hafa sumir orðið talsvert veikir og þurft að leggjast á sjúkra- hús, án þess þó að vera í lífshættu. „Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi veikst svo mikið að við teljum líklegt að viðkomandi hljóti varanlegt heilsutjón af,“ segir Karl. Margir eru á batavegi og þeir sem þjáist af niðurgangi eru beðnir um að senda sýklafræðideild Land- spítalans sýni, sem tekur um tvo daga að rækta. Þrettán börn hafa sýkst, þar af ellefu á leikskólum Ríkisspítala, en þau hafa ekki átt í meiri vandræð- um með að glíma við sýkinguna en hinir fullorðnu að sögn Karls. Endurkröfur vá- tryggingafélaga rúmar 18,6 millj. ENDURKRÖFUNEFND, sem skip- 15 konur eða rúm 14%. Árið 1992 uð er til að kveða á um endurkröfu- var hlutfall kvenna um 14%, árið rétt vátryggingafélaga vegna tjóna 1993 tæp 16% og 19% árið 1994. af ásetningi eða stórkostlegu gá- leysi hefur úrskurðað í 118 málum á árinu 1995. Þar af vom samþykkt- ar að hluta eða öllu leyti kröfur í 115 málum. Endurkröfumar nema samtals 18,638.053 krónum. Hæsta endurkrafan nemur tæpum 1.350.000 krónum. Árið 1994 var heildarfjöldi mál- anna 112 og samþykktar kröfur að öllu eða einhverju leyti voru 94, samtals að fjárhæð 20.552.674 krónur. Hæsta endurkrafan var rúmar 1,3 milljónir og næsthæsta var rúm- lega 1,1 millj. árið 1995. Alls var úrskurðuð 21 endurkrafa, þar sem fjárhæðir námu 250 þúsund krónum eða meira. 94% vegna ölvunar Samkvæmt upplýsingum frá end- urkröfunefnd kemur fram að 94% endurkrafna á árinu 1995 voru rak- in til ölvunaraksturs, en 88% á árinu 1994. Hjá tjónvöldum sem endurkr- afðir voru reyndust 52 hafa 2 próm- ill og yfir af vínandamagni í blóði, þar af 3 með yfir 3 prómill. Af þeim 105 málum sem endur- kröfurnar ná til voru 90 karlar en Morgunblaðið/RAX Rækju landað PÉTUR Jónsson RE landaði í vikna túr. Ríekjan var sett í Reykjavík í gær 265 tonnum af frystigáma og flutt til Stykkis- frystri rækju eftir fjögurra hólms þar sem hún verður pilluð. Islandsflug stækk- ar flotann ÍSLANDSFLUG hefur tekið á leigu nýja flugvél sem ber 46 far- þega eða um 4 tonn af vörum. Vélin er af gerðinni ATR 42 og verður einkum notuð til fraktflutn- inga milli Islands og Englands auk farþegaflugs, ekki síst í Græn- landsflugi félagsins. Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, segir að Metro-flugvél sem notuð hefur verið til fraktflugs hafí verið orðin of lítil þegar í haust er leið. Því hafí verið ráðist í þessa aukningu á flugvélakosti. Fyrir á íslandsflug þtjár Dornier vélar og eina Metro, sem hver um sig getur flutt 19 farþega. Ráðgert er að taka vélina í notkun þann 1. maí næstkomandi. ■ Ætlað að sinna/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.