Morgunblaðið - 17.03.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 17.03.1996, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kí nverj ar færa út kvíarnar Vesturlönd hafa til þessa litið hýrum aug- um til efnahagsþróunarinnar í Kína. Margir vestrænir sérfræðingar eru hins vegar að komast á þá skoðun að aukin áhrif Kína á alþjóðavettvangi geti haft varasamar afieiðingar Reuter. KINVERSKIR hermenn æfa beitingu loftvarnarflauga á heræfingu í Fujian-héraði. KÍNVERJUM hefur með fimmtán ára örum hagvexti tekist að breyta munstri al- þjóðaviðskipta í heiminum og laða til sín meiri erlendar ijárfestingar en nokkuð annað þróunarríki. Það virðist nú fátt geta komið í veg fyrir að kínverska hagkerfið verði orðið hið stærsta í heimi í kringum árið 2030. Atburðir undanfarinna daga á Tævansundi sýna hins vegar greinilega fram á að efnahagsleg- ur máttur skilar sér einnig á hern- aðarsviðinu. Kínverski herinn er byijaður að láta til sín taka á því risavaxna svæði sem stjórnvöld í Peking líta á sem áhrifasvæði sitt og hefur því valdajafnvægi sem verið hefur til staðar í þessum heimshluta verið raskað. Kínveijar eru í fyrsta skipti í margar aldir að auka vægi sitt á úthöfunum. Líta þeir svo á að það muni auðvelda framtíðar landakröfur, þeir geta valdað mikilvægar siglingaleiðir og jafnvel nýtt náttúruauðlindir er kunna að ieynast undir hafs- botninum. í sumum tilvikum virð- ist hreinn sjóræningjaháttur hins vegar ráða ferðinni. Mistök Vesturlanda Þessi þróun bendir til að Vest- urlönd hafi gert grundvallarmi- stök í mati sínu og greiningu á Kína. Til skamms tíma litu menn al- mennt jákvæðum augum á að kín- verski drekinn væri að vakna til lífsins. Talið var víst að markaðs- umbætur leiðtogans aldna Dengs Xiaopings myndu leiða til þess að Kínveijar yrðu á ný fullgildur aðili að samfélagi þjóðanna. Ljóst var að stærð kínverska ríkisins og íbúafjöldi myndi ávallt gera Kína að áhrifamiklu ríki. Menn töldu samt að ásjóna Al- þýðulýðveldisins myndi mildast með hruni hins kommúníska kerf- is og að sú þjóðernishyggja, er ávallt hefur verið grundvallarþátt- ur hinnar pólitísku menningar Kína, myndi bíða lægri hlut fyrir kapítalismanum. Gróf mannréttindabrot Nú liggur fyrir að endurskoða verður þessa kenningu þar sem völd og áhrif Kínveija aukast hratt á sama tíma og pólitískar umbætur ganga hægt fyrir sig. í vikunni kynntu mannréttinda- samtökin Amnesty International til dæmis skýrslu í Bangkok, þar sem staða mannréttindamála í Kína er gagnrýnd harðlega. Pierre Sané, framkvæmdastjóri Amnesty, sagði á blaðamanna- fundi að umbætur á sviði mann- réttinda hefðu ekki átt sér stað samhliða efnahagslegum umbót- um. „í raun hefur kúgunin aukist á síðustu árum og stjórnvöld ráð- ast af fullri hörku á allt sem þau telja ógna ríkjandi kerfí,“ sagði Sané. Amnesty gagnrýnir einnig að vestræn ríki hafi verið treg til að gagnrýna mannréttindabrot í Kína af ótta við að það myndi spilla fyrir ljárfestingartækifær- um. „Sú staðreynd að umheimur- inn virðir að vettugi grundvallar- mannréttindi fimmtungs mann- kynsins sendir ekki uppörvandi skilaboð varðandi vilja manna til mannréttindabaráttu," sagði Sané. í skýrslu Amnesty segir að pyntingar séu algengar, aftökum sé beitt til að leysa félagsleg vandamál, minnihlutahópar sem vilja aukið sjálfstæði séu kúgaðir og hundruð þúsunda einstaklinga séu hneppt í varðhald ár hvert án þess að neinar kærur séu lagðar fram. Samtökin segja að hvað alvar- legast sé hversu útbreiddar pynt- ingar eru. Þeira sé ekki einungis beitt gegn einstaklingum, sem grunaðir eru um glæpi, heldur einnig fólki, sem hefur átt í úti- stöðum við yfirvöld eða reynt að standa á rétti sínum. í raun eigi allir fangar á hættu að verða pynt- aðir, jafnvel ungmenni. Útþenslustefna Stjórnvöld í Peking vísa öllum staðhæfingum um útþenslustefnu og mannréttindabrot á bug og opinberir Pjölmiðlar ráðast dag- lega á „vestrænan uppspuna um kínverska ógn“. Li Peng forsætis- ráðherra segir markmið slíkra kenninga að halda Kínveijum í skeflum. Vissulega er ólíklegt að Kín- veijar muni taka upp áþekka út- þenslustefnu og Þjóðveijar og Japanar á fjórða áratugnum. Það eru áratugir síðan Kínveijar misstu áhugann á því að breiða út alþjóðlega byltingu og þeir hafa ítrekað lýst því yfir að þeir muni aidrei koma fyrir hersveitum á „erlendri jörð“. Vissulega vekur það upp efa- semdir um sannleiksgildi slíkra staðhæfinga að Indveijar hafa staðið kínversk herskip að því að ijúfa landhelgi sína og greint hef- ur verið frá því að kínverskir tæknimenn vinni í hlerunarstöðv- um á eyjum í Andamanhafi, er tilheyra Búrma. Hið raunverulega vandamál er hins vegar að hugtakið „erlend jörð“ hefur ekki sömu merkingu hjá Kínveijum og öðrum. Stór hluti þeirra svæða er þeir telja sín tilheyra í raun öðrum ríkjum. „Umdeild“ svæði Tævan er skýrt dæmi. Sú eyja er vissulega byggð Kínveijum, sem eiga þó aðra sögu og póli- tíska hugmyndafræði en stjórnin í Peking. Spratlys-eyjarnar í Suður- Kínahafi eru annað dæmi um umdeilt svæði. Eyjar þessar og sker, sem eru mjög auðugar af steinefnum ýmiss konar, tilheyra Víetnam, Filippseyjum, Malaysíu, Brunei og Tævan. Kínveijar, Japanar og Tævanir gera tilkall til Senkaku-eyja. Komið hefur til deilna á öllum þessum svæðum og jafnvel finnast dæmi um hreinar innrásir af hálfu Kínveija. Aukin harka hefur færst í þær á undanfömum mánuðum og komið hefur til harðra orða- skipta milli stjórnvalda í Peking og Manila og Peking og Hanoi. Kínveijar hafa lagt til að menn leggi kröfur um yfirráðarétt á Spratlys til hliðar og þrói þetta svæði þess í stað sameiginlega. Mikilla efasemda hefur gætt um slík tilboð en mikilvægar alþjóðleg- ar siglingaleiðir liggja um svæðið. Að mati margra eru Kínveijar að reyna að vinna tíma þangað til floti þeirra er orðinn nægilega öflugur til að valda svæði er næði allt að þúsund sjómílur suður af syðsta oddi landsins. Tævandeilan prófmál Líta verður á Tævandeiluna sem prófmál. Viðræður milli ríkj- anna voru komnar á góðan rek- spöl en á einungis átta mánuðum hafa Kínveijar söðlað um og sýna ómengaðan yfirgang og skipu- leggja sýndareldflaugaárásir á Tævan. Ástæðan er sú að leiðtog- ar Tævan, sem þróast stöðugt í átt til aukins lýðræðis, hafa reynt að auka vægi sitt á alþjóðavett- vangi umfram það sem Kínverjar geta sætt sig við. Ólíklegt má þó telja að til styij- aldar komi, ekki síst vegna óvissu um hvað Bandaríkjastjórn myndi aðhafast kæmi til þess. Til lengri tíma litið horfir hins vegar ekki friðvænlega á haf- svæðunum í kringum Kína. í besta falli munu nágrannaríkin mynda einhvers konar bandalag gegn Kínverjum. í yersta falli gæti komið til stríðsátaka sem gætu haft hrikalegar afleiðingar fyrir efnahag Asíuríkja. • Bygrgt á The Daly Telegraph og skýrslu Amnesty International, „No one is safe“. Herferð gegn offitu hafin London. The Daily Telegraph. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hafíð herferð gegn offitu og varar við því að þær aðferðir, sem beitt hefur verið gegn henni, hafi brugðist og þetta heilbrigðisvandamál fari síversn- andi víða um heim. Stofnunin segir líkurnar á dauða af völdum sjúkdóma séu 12 .sinnum meiri á meðal fólks, sem er of feitt, en annarra á aldr- inum 25-35 ára. Philip James, sem stjórnar her- ferðinni, hvetur til þess að aðferð- irnar, sem beitt er gegn vanda- málinu, verði teknar til róttækrar endurskoðunar. „Helsta vanda- málið er að þótt talað hafi verið um offítu í langan tíma þá ríkir stjórnleysi á þessu sviði og flestir læknar líta ekki á hana sem sjúk- dóm.“ Hætt verði að kenna fórnarlambinu um „Mikilvægast er að breyta þeirri hugsun að kenna fólkinu sjálfu um eigin offítu,“ segir Ja- mes. „Þetta er l'æknisfræðilegt vandamál sem einstaklingarnir eru misjafnlega móttækilegir fyr- ir af ýmsum ástæðum. Við verð- um að hætta því að kenna fórnar- lambinu um.“ „Fólk sem heldur því sýknt og heilagt fram að þetta sé aðeins spurning um sjálfsstjórn hunsar þá efnafræðilegu og líffræðilegu þekkingu sem við erum að öðl- ast. Þetta er yfirleitt grannt fólk sem þarf aldrei að hafa neitt fyr- ir því að halda sér grönnu - er aðeins með réttu efnafræðilegu eiginleikana." James áætlar að einn af hverj- um 20 of feitum Bretum þurfi að taka inn megrunarlyf til fram- búðar og sumir gætu þurft að gangast undir skurðaðgerð til að minnka magann. Hann leggur hihs vegar áherslu á áð slíkar aðferðir eigi að einskorðast við hættulega offitu, þær eigi ekki við þegar fólk vilji aðeins missa nokkur kíló til að bæta útlitið. VÍETNAMSKIR landamæraverðir á eftirlitsgöngu við landamærin að Kambódíu í suðurhluta landsins. Mikil spenna hefur verið í sam- skiptum ríkjanna upp á síðkastið og í gær sögðu stjórnvöld í Hanoi að yfirlýsing Norodom Ranariddh, aðstoðarf orsætisráðherra Kambódiu, þess efnis að til greina kæmi að beita valdi til að leysa landamæradeilur, myndi skaða samskipti ríkjanna. í yfirlýsingu er haft eftir tals- Spenna við landamærin manni utanríkisráðuneytisins að ummæli Ranaridds séu ekki í þágu vinalegra samskipta. Ranariddh lét ummæli sín falla í sjónvarpsávarpi á fimmtudag og sagði þá að hersveitir Kambódíu hefðu sögulega skyldu til að Rcuter vernda landsvæði ríkisins og „frelsa kambódísk svæði“ Landamæradeilan hðfstíjan- úar er stjórnvöld í Kambódíu sök- uðu Víetnama um að færa landa- mæramerki hundruð metra inn- fyrir landamæri Kambódiu. Samskipti Víetnam og Kambód- íu hafa lengi verið viðkvæm. Víet- namar gerðu innrás árið 1978 til að steypa sljórn Rauðu kmeranna af stóli. Drógu þeir sveitir sínar til baka árið 1989.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.