Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ NIXON fjölskyldan fagnar sigri ásamt varaforsetahjónum þegar úrslitin í forsetakosningunum lágu fyrir. SAMBAND Nixon-hjónanna þótti stirt og oft óbærileg þögn meðan á borðhaldi stóð. fyrir opnum tj öldum Umdeild kvikmynd Oliver Stones um Nixon fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur nýlega veríð tekin til sýninga í Laugarásbíó Hrönn Marínósdóttur hitti leikstjórann, Oliver Stone, á kvikmyndahátíðinni í Berlín og spurði hann meðal annars um áhuga hans á Nixon og af hverju breski leikarínn Anth- ony Hopkins fékk aðalhlutverkið. LEIKSTJÓRINN Oliver Stone segir Nixon minna sig um margt á föður sinn. Þeir hafi átt það sameiginlegt að vera þijóskir og einstrengingslegir. „ Þeir viðurkenndu aldrei mistök sín og voru báðir tilfinningalega lokaðir, segir Stone. SIR Anthony Hopkins var fenginn til að fara með hlutverk Nixons, enda þótt breskur sé og Stone segir ástæðuna fyrir því einfaldlega vera þá að hann sé besti leikarinn sem völ hafi verið á. SUMARIÐ 1974, þegar Rich- ard Milhous Nixon var í þann mund að tilkynna afsögn sína sem forseti Bandaríkjanna, á Henry Kissinger utanríkisráðherra að hafa sagt: „Mannkynssagan mun fara um þig mildum höndum." Nixon svaraði: „Það veltur á því hver mun skrifa hana.“ Um fáa stjórnmálamenn hefur meira verið rætt og ritað en Nixon. Þrátt fyrir það er hann enn- þá flestum ráðgáta. í mynd Olivers Stones er Qallað um nokkur ævi- skeið í lífi Riehards M. Nixons, for- seta Bandaríkjanna frá 1969 til 1974, sem sagði af sér vegna yfir- vofandi ákæru fyrir embættisglöp. Nixon, oft nefndur Tricky Dick, var krýndur konungur myrkraverkanna í bandarískum stjórnmálum á sjö- unda og áttunda áratugnum. Allt til dauðdágs árið 1994 hélt hann fram sakleysi sínu. Gerald Ford, sem tók við af Nixon í embætti, veitti honum sakaruppgjöf og kom þannig í veg fyrir málsókn á hend- ur honum. Myndin er tilnefnd til femra Ósk- arsverðlauna, sem besta mynd ársins og fyrir bestu tón- listina. Anthony Hopkins í gervi Nixons er tilnefnd- ur sem besti karl- ieikari í aðalhlut- verki og Joan Allen sem forsetafrúin er tilnefnd sem besti kvenleikari í auka- hlutverki. Þrátt fyrir það eru ekki allir á einu máli um ágæti myndarinnar. Hún olli í'jaðrafoki vest- ur í Bandaríkjun- um meðal stuðn- ingsmanna jafnt sem íjandmanna Nixons og dætur hans sögða myndina sverta minn- ingu forsetahjónanna. Oliver Stone segir myndina Vera túlkun á staðreyndum, byggða á þeim heimildum sem til eru um Nixon. M.a. var rætt við fjölda sam- starfsmanna hans og afrit, tekin af segulbandsupptökum úr Hvíta hús- inu en einugis lítill hluti þeirra var gerður opinber. í myndinni, sem er.um 190 mín- útur að lengd, er velt upp viðkvæm- um hliðum á forsetanum svo sem drykkjuskap og pilluáti hans. Lýst er einkalífi J: Edgars Hoovers og samskiptum hans við glæpamenn. Oliver Stone er umdeildur leik- stjóri enda hefur hann verið ötull við að fjalla um viðkvæm tímabil í bandarískum stjórnmálum. Hann fékk Óskarsverðlaun sem besti leik- stjórinn árið 1986, fyrir Platoon og árið 1989 fyrir Fæddur fjórða júlí. „Nixon er ekki morðgáta eins og JFK og því er ólíklegt að hún nái sömu vinsældum. Það er erfitt að gera pólitískar myndir í Hollywood en þar sem JFK gekk vel þá fékk ég leyfi til að gera þessa mynd,“ segir Stone. Mörgum þótti hann tefla á tæp- ast vað með gerð myndarinnar um John F. Kennedy fyrir fimm árum. Nú tekur hann fyrir gjörlólíkan for- seta en af hverju? „Nixon er að mínu mati persónu- gervingur bandarískra stjórnmála á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann framlengdi stríðið í Víetnam, sendi hersveitir til Kambodíu en tók síðan hús á Mao í Peking fyrstur forseta Bandaríkjanna og steig þar með fysta skrefið í átt að bættum samskiptum landanna. Nixon var flæktur í lygavef, ef Watergate- málið hefði ekki komið upp á yfir- borðið, hefði eitthvað annað orðið honum að falli.“ Hver var Richard Milhous Nixon? „Bernskuárin lögðu grunn að þeim margklofna persónuleika sem hann var. Hann var aldrei sáttur við sjálfan sig og þjáðist af sektar- kennd vegna dauða bræðra sinna og Kennedy-bræðranna. Afbrýði- semi hans í garð Johns F. Kenned- ys var engri lík. Jafnframt gerði hann sér grein fyrir að hann hefði aldrei orðið forseti ef Kennedy- bræðurnir hefðu lifað.“ í kvikmynd- inni stendur Nixon framan við mál- verk af John F. Kennedy nóttina áður en hann sagði af sér forseta- embætti og segir: „Þegar fólk horf- ir á þig sér það hvernig það vill vera en þegar það horfir á mig þá sér það hvernig það er.“ „Nixon og Kennedy eiga það sameiginlegt að vera báðir ‘fórh- arlömb hinnar svokölluðu „skepnu" í myndinni," segir Stone. „Þegar hann loksins komst á toppinn var hann haldinn sjúklegri tortryggni. Að hans mati var al- menningur ekki á móti Vietnain- stíðinu heldur honum perónulega. Þess vegna nær hann aldrei að verða Charles de Gaulle eða Ade- nauer eins og hann ætlaði sér. Hann vanvirti embættið og tortímdi sjálfum sér,“ segir Stone. Myndin er tileinkuð föður Sto- nes, sem var fylgismaður Nixons. Stone segist aðspurður hafa fylgt Nixon að málum en sú skoðun hafi breyst með þátttöku sinni í Víet- namstríðinu. „Nixon minnir mig um margt á föður minn. Þeir áttu það sameiginlegt að vera þijóskir og einstrengingslegir. Þeir viður- kenndu aldrei mistök sín og voru báðir tilfinningalega lokaðir,“ segir Stone. Söguskoðun Stones ♦ John Ehrlichman, kosningastjóri Nixons árið 1968, er sagður hafa aðstoðað Stone við handritsgerðina en hætt skyndilega eftir að hafa séð uppkast af handritinu. Hvað segir þú um þær gagnrýnisraddir sem heyrst hafa að þú farir rangt með staðreyndir? „Ég hef aldrei farið í grafgötur um að myndin er sögulegur skáld- skapur. Handritshöfundar lögðu 4 sig mikið erfiði við að tryggja sann- leiksgildi myndarinnar." Stone staðhæfir meðal annars að Nixon hafi verið í Dallas daginn sem Kennedy var myrtur og að, Nixon hafi í raun og veru liitt nemendur sem voru að mótmæla Víetnam- stríðinu og rætt við þá um fótbolta og stríðið. Afsagnarræða Nixons í myndinni er unnin beint úr þeirri upprunalegu. „Fram fór gífurleg heimildavinna ep stundum varð einfaldlega að geta í eyðurnar,“ segir Stone. Sem dæmi um það nefnir hann hjóna- band Nixons. „Þar komum við að luktum dyrum. Sumir sögðu að samband 'þeirra hafi verið erfitt og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.