Morgunblaðið - 17.03.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
að legið hefði við skilnaði eftir kosn-
ingamar 1960. Þjónustufólk úr
Hvíta húsinu hefur sagt að máls-
verðir hjónanna hafi verið kvöl og
pína því þögnin var svo óbærileg.
Þjónarnir prísuðu sig sæla ef mál-
tíðin stóð stutt yfir. Sagt er að
Nixon hafi forðast Pat og því oft
borðað inni á skrifstofu."
Pat Nixon var kölluð Mona Lisa
bandarískra stjórnmála eða „Plastic
Pat“. Joan Allen, sem leikur for-
setafrúna, er best þekkt fyrir leik
sinn á Broadway í New York.
Flestir samstarfsmanna Nixons
eru enn á lífi. Hvaða viðbrögð hefur
þú fengið frá þeim? „Henry Kissin-
ger, dætur Nixons, Alexander Haig
og Charles Colson segja mig vera
fjandsamlegan hagsmunum Banda-
ríkjanna. En auðvitað vilja þau öll
líta vel út á spjöldum sögunnar.
Paul Sorvino, sem fer með hlutverk
Kissingers, átti við hann áhugavert
samtal en nú neitar Kissinger að
það hafi átt sér stað. Hvað varðar
Kissinger, held ég að ekki séu öll
kurl komin til grafar. Honum hefur
alltaf verið lýst sem hetju. Nixon
bar mikla virðingu fyrir honum.
Segja má að hann hafi átt upphafið
að Watergate-málinu því hann kom
með hugmyndina um að njósna um
starfsfólkið og kom fyrir hlerunar-
búnaði í því skyni.“
Nánari söguskoðun er
nauðsynleg
Stone segir skoðanir sagnfræð-
inga um Nixon vera ólíkar. „Enn
eru menn að skiptast í fylkingar
með og á móti honum. Því miður
er það svo að ekki hefur farið fram
nein almennileg rökræða í Banda-
ríkjunum um þetta tímabil í sög-
unni. Til er urmull bóka en sú vitn-
eskja hefur ekki komist til skila.
Það sem nemendur lesa í skólum
er mikil einföldun og til háborinnar
skammar. Á tímabilinu 1963-1973,
gerðust afdrifaríkir atburðir í
bandarískum stjórnmálum, Viet-
namstríðið, morðin á Kennedy-
bræðunum og Martin L. King,
Kúbudeilan og fleira., Nixon mótaði
stefnuna, fyrst sem varaforseti Eis-
enhowers þegar til dæmis fjölda-
morð voru framin í Iran og Guate-
mala. Alla þessa atburði þyrfti að
skoða í samhengi en það hefur ekki
verið gert. Enn er heimildum haldið
leyndum fyrir almenningi, þar á
meðal skjölum CIA,“ segir Stone.
Hopkins var hræddur við
hlutverkið
Af livetju valdir þú Englending-
inn Sir Anthony Hopkins til að fara
með hlutverk Nixons? „Einfaldlega
af því að hann er besti leikarinn
sem við eigum. Hann hefur mikla
reynslu og er á réttum aldri fyrir
hlutverkið. Framburður hans er
ekkert vandamál í mínum eyrum.
Hann náði Nixon svo vel að fólk
verður hálfhissa þegar það sér hinn
rétta Nixon í lok myndarinnar."
En Stone segir það hafa tekið
tíma að fá hann til liðs við sig.
„Handritið er um 170 síður og
byggir á löngum samtölum, svo
löngum að Hopkins, sem kallar
ekki allt ömmu sína, hikaði þegar
honum var boðið aðalhlutverkið.
Tom Hanks og Jack Nicholsons
komu einnig til greina af minni
hálfu en þeir virtust ekki hafa
áhuga. Ég fór því til London, bauð
Tony í morgunmat og ræddi við
hann um hlutverkið. Hann sagðist
ætla að hugsa málið í nokkra daga.
Ég flaug aftur til Los Angeles,
klukkan þrjú um nóttina hringdi
hann í mig og þáði hlutverkið. Þeg-
ar Tony er annars vegar er allt
mögulegt. Maðurinn er stórkostleg-
ur leikari."
Oliver Stone er þreyttur og ætlar
að hvílast vel áður en hann gerir
næstu mynd. Hver hún verður er
enn óljóst. „Ég er búinn að gera
tíu myndir á tíu árum. Verra gæti
það nú verið. Ég verð fimmtugur
bráðum og stend því á hálfgerðum
krossgötum."
Höfundur er stjórnmála-
fræðingur.
SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 19
SIEMENS —
Innbyggðir ofnar
- þeir gerast ekki betri.
Örbylgjuofnar
- mikið úrval og gott verð.
Helluborð
- treystu Siemens.
Mikið úrval af eldavélum, bakstursofnum,
helluborðum, gufugleypum og örbylgjuofnum.
Gæða-eldunartæki til að.prýða eldhúsið þitt.
Þúáttþaðskilið.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 511 3000
„, Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Q£ Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvítárskála
Hellissandur:
Blómsturvellir
^ Grundarfjörðun
Guðni Hallgrímsson
Stykkishólmur:
Ju Skipavík
Búðardalur:
Ásubúð
O ísafjörðun
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðárkrókur:
z Rafsiá
Siglufjörður:
Torgio
z Akureyri:
Ljósgjafinn
Húsavík:
Lil Öryggi
Þórshöfn:
Norðurraf
ú* Neskaupstaðun
Rafalda
Reyðarfjörður:
Rafvélaverkst. Árna E.
Egilsstaöir:
Sveinn Guðmundsson
Q Breiðdalsvík:
Stefán N. Stefánsson
Höfn i Hornafirði:
O Króm og hvítt .
Vestmannaeyjan
Tréverk
£0 Hvolsvöllur
Kaupfélag Rangæinga
Selfoss:
Árvirkinn
Grindavík:
Rafborg
3 Garðun
Raftækjav. Sig. Ingvarss.
Keflavík:
Ljósboginn
Hafnarfjörður:
Rafbúð Skúla,
Álfaskeiði
■
8;
Viljirðu endingu og gœði -j
* Staðgreitt á mann. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugv. erl., íslensk fararstjórn og skattar
Þú greiðir elclcert fyrir börn
yngri en 2 ára í leicjuflugi SLi
. Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hafnarfjöröur: Bæjarlirauni 14 • S. 565 1155 • Simbréf 565 5355 Keflavik: Hatnargötu 35 • S. 421 3400
Akureyri: Háðhústórgi t • S. 462 7200 • Símbréf 461 1035 Vestmannaeyiar: Vestmannabraut 38 • S 481 1271 • Simbréf 481 2792 Einnig umboösmenn um land allt