Morgunblaðið - 17.03.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 17.03.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 25 Starfsfólkið kemur sér saman um allar helstu ákvarðanir um daglegan rekstur og stjórnar rekstrinum. boð okkar miklu trúverðugra þegar við erum orðnir þjónustuaðilar á þessum markaði. Við getum vísað til samningsins við Svíana og við finnum að sölustarfið gengur miklu betur. Við höfum líka undirritað vilja- yfirlýsingu við Telia um frekara samstarf á þeim mörkuðum sem þeir lita á sem sína heimamarkaði, en það eru t.d. Finnland, Eystra- saltslöndin og Rússland. Þetta ger- ist hins vegar allt í smáskrefum og ýmislegt get.ur gerst. Við vitum ekki enn hvemig neytendur í Sví- þjóð bregðast við þessu en ef þeir verða jafnáhugasamir um Gulu lín- una og neytendur á íslandi þá er ég ekki í neinum vafa um að þetta er stórmál fyrir okkur. Ef þeir eru tregari til þá er ómögulegt að segja til um hvernig þetta þróast,“ segir Árni. Aðstæður á markaði hagstæðar Miðlun Hann segir aðstæður á þessum markaði vera mjög hagstæðar Miðlun í dag. Undanfarin tvö ár séu allir að hugsa um hvað þeir geti gert til að ná fótfestu á ným- iðlunarmarkaðinum, og þeir geri sér grein fyrir að upplýsingamiðlun um starfsemina sé lykilatriði og nota verði margar leiðir til að miðla þeim. „Það vita allir í þessum gula geira að upplýsingarnar þeirra eru höfuðatriðið. Bókin sjálf eða hvern- ig henni er miðlað er að verða sí- fellt minna og minna atriði. Menn vita líka að það þýðir ekkert að veðja einungis á einn miðil heldur verður að nota marga, og menn vita líka að síminn verður í vax- andi mæli einn af þessum miðlum. Til að mynda er síminn eini guli miðillinn sem þeir sem eru með farsíma hafa aðgang að, en þeir ferðast ógjarnan með gulu síðurnar með sér- eða alnetstengingu. Hvað varðar alnetið þá höfum við tekið þá almennu afstöðu að það sé eitthvað sem við verðum að ijárfesta í en það er erfitt að marka stefnu í þeim málum vegna þess hve mikil óvissa er um fram- tíðina. Við höfum sett upp okkar eigin alnetþjónustu og við erum með alnetsútgáfu af mörgum af okkar vörum. Þannig erum við til dæmis með Gulu línuna, Iceland Export Directory og Netfanga- skrána á alnetinu. Það er næsta víst að við munum fjárfesta miklu meira á þessu sviði á næstu misser- um, og við óttumst ekki samkeppn- ina í þessu gula umhverfi_ heldur lítum á það sem tækifæri. í fyrsta lagi erum við mög vel í stakk bún- ir til að veita þessa þjónustu á al- netinu gagnvart innanlandsmark- aði og eins erum við mjög vel und- ir það búnir að bjóða vöruna á erlendum markaði. Ég held að alnetið verði ekki til þess að það dragi úr eftirspurn eftir þessari þjónustu á öðrum svið- um, en það er alveg öruggt að all- ir þessir miðlar verða notaðir þótt óvíst sé í hvaða mæli hver og einn verður notaður í framtíðinni. Þetta gerist hins vegar ekki þannig að einn miðill gangi að öðrum dauð- um, og nýju miðlarnir styrkja jafn- vel gömlu miðlana frekar en hitt,“ segir Árni. Gæðastjórnun gegnir lykilhlutverki Árið 1990 hóf Miðlun samstarf við Gunnar H. Guðmundsson, ráð- gjafa hjá Ráðgarði hf., við upp- byggingu stjórnkerfis sem Árni segir taka mið af stefnu og kenn- ingum gæðastjórnunar en er þó eigið stjómkerfi Miðlunar. „Þetta hefur bæði nýst okkur mjög vel hérna innandyra og hrað- að þróun fyrirtækisins, bætt þjón- ustuna og bætt getu fyrir- tækisins á allan hátt. Þetta hefur líka gegnt mjög veig- amiklu hlutverki í tilboði okkar á erlenda markaði. Það má segja að þessi vinna gagnvart Telia í Svíþjóð væri miklu erfiðari að höndla ef þetta stjórnunar- kerfi fylgdi ekki og þeir ætla að taka upp nákvæmlega sama kerfi hjá sér fyrir þessa til- teknu rekstrareiningu. Þróun gæðastjórnunarinnar hef- ur verið með þeim hætti að undan- farið eitt og hálft ár höfum við verið að vinna með hugmynd sem í þessum fræðum kallast sjálfstýrð- ir hópar, en það þýðir að ólíkar rekstrareiningar innan fyrirtækis- ins, eins og til dæmis fjölmiðla- vaktin, fjármálahópurinn og Gula línan eru reknar sem sjálfstýrðir hópar. Starfsfólkið kemur sér sam- an um allar helstu ákvarðanir um daglegan rekstur og stjórnar rekstrinum. Þetta gerir það að verkum að við sem teljumst yfir- stjórnendur í fyrirtækinu getum einbeitt okkur að nýsköpun eins og AtilÖ þar sem Órn Þórisson gegnir lykilhlutverki og Yellow Line alnational sem hefur verið mitt óskabarn," segir Árni. Hann segist líta björtum augum til framtíðarinnar með rekstur Miðlunar, en segir þó að alltaf sé von á einhveijum óveðursskýjum handan við hornið. „Fyrir hver tvö skref sem maður fer áfram er eitt skref aftur á bak. Þetta verður sífellt meiri bar- átta, en samkeppnin verður harð- ari og kröfur neytenda meiri. Það er því heilmikill barningur að þróa fyrirtækið áfram,“ segir Árni. frol fi mi n iíS' ™ i I mtt - LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ FROSTASKJÓU 6 - SÍMí: 561 3535 háÖAÍD^nja. 30. OG 31. mars í líkamsræktar- stöóinni ÞOKKABÓT, Frostaskjóli 6. Erlendur kennari á heimsmælikvaróa Nýjungar beint frá N.Y. (East Coast Alliance, ECA) - Ný spor, Pallar, Teygjur Vatnsleikfimi - Karlaleikfimi i hnotskurn Styrktarþjálfun - Umfjöllun um vinsælustu bætiefnin - og fleira spennandi. Kennarar • Þolfimileióbeinendur • Veróandi leióbeinendur og aórir áhugamenn. DAGSKRÁ: O Peter Nielsen, einn vinsælasti kennari í heiminum í dag. Kenndi um árabil í einu vinsælustu likams- ræktarstöó New York borgar, Equinox Tops. O Bjargey og Sóley, kynna þaó athyglisverasta sem fram kom á ECA ráóstefnunni sem haldin var nú í byrjun marsmánaðar i New York. O Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og leióbeinandi. Karlaleikfimi i hnotskurn. O Þórdís Gísladóttir, íþróttafræóingur fjallar um mikilvægi styrktarþjálfunar. O Páll Ólafsson, kynnir hvernig nota má Polar® plúsmæla til markvissari æfinga. O Einar Ólafsson, lyfjafræóingur fjallar um vinsæl- ustu bætiefnin á markaðnum i dag. Hér er á feróinni vióburóur sem engin áhugamaður um þolfimi getur látió fram hjá sér fara. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku. Skráning er hafin í síma: 561 3535 TWike aerobics TWINLAB The Leader In Sports Nutrltlorí“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.