Morgunblaðið - 17.03.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.03.1996, Qupperneq 29
28 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLA.ÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 29 , jntorgtmfrfafelfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR TÖLUVERÐAR sviptingar hafa verið að undanfömu um fyrirhugaðar breytingar á líf- eyrismálum opinberra starfs- manna. Sl. fimmtudag lýsti Davíð Oddsson, forsætisráðherra, því yfír á Alþingi, að frumvarp um þetta efni yrði ekki afgreitt á þessu þingi í ósátt við kennara. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, að lífeyrismál opin- berra starfsmanna væru tíma- sprengja. Ráðherrann sagði m.a.: „Uppsöfnun skuldbindinga vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna er tímasprengja, sem bráðnauðsynlegt er að aftengja sem fyrst. Slíkt verður ekki gert nema með því að breyta lögum á Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. þann hátt að lífeyrisiðgjöld og ávöxtun þeirra standi undir greiðslum til lífeyrisþega. Fyr- irliggjandi frumvarpsdrög, sem lífeyrisnefndin er að fjalla um og eru nú til skoðunar hjá trygginga- stærðfræðingi og lögfræðingum, byggjast á því, að iðgjöld ríkisins stórhækki frá því, sem nú er til að samtímagreiðslur tryggi sam- svarandi lífeyrisréttindi og ríkis- starfsmenn hafa í dag.“ Það er mikilvægt að tekizt verði á við þann vanda, sem við blasir í lífeyrismálum opinberra starfs- manna. Það er auðvitað ljóst, að það verður ekki gert með því að skerða réttindi, sem opinberir starfsmenn hafa nú þegar áunnið sér. Það er jafnframt ljóst, að núverandi lífeyriskjör eru hluti af heildarlaunakjörum opinberra starfsmanna. Það er nauðsynlegt að samræma lífeyriskjör opin- berra starfsmanna því sem tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði. Það verður hins vegar ekki gert með því að skerða lífeyriskjörin án þess að annað komi í staðinn. M.ö.o. á ríkið ekki annan kost en kaupa þær breytingar, sem leiða til skerðingar á lífeyriskjörum í framtíðinni, af opinberum starfs- mönnum. Vinnuveitendur í einka- geiranum mundu standa frammi fyrir nákvæmlega sömu viðhorf- um. Yfirlýsing forsætisráðherra er augljóslega gefin af pólitískum ástæðum, þ.e. til þess að koma í veg fyrir, að flutningur grunn- skóla frá ríki til sveitarfélaga stöð- vist. Engin ástæða er til að ætla, að efnislegur ágreiningur sé á milli forsætisráðherra og fjár- málaráðherra um nauðsynlegar breytingar á lífeyrismálum opin- berra starfsmanna. Báðir taka skýrt fram, að ekki standi til að breyta áunnum réttindum opin- berra starfsmanna, sem nú eru í störfum. Breytingar á lífeyrismálum op- inberra starfsmanna eru hins veg- ar stórmál, sem hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur ýtt á undan sér að takast á við. Núverandi ríkisstjóm hefur hins vegar sett sér það markmið að ljúka þessu máli. Það er hagsmunamál skatt- greiðenda að það verði gert. Þess vegna er mikilvægt að ríkisstjórn- in njóti almanna stuðnings við að ljúka þessu verki. LÍFEYRISMÁL OPINBERRA STARFSMANNA HELGI spjall sátu yfir glasi var t.a.m. VIÐ höldum ævinlega að allt sé á hverfanda hveli. Samt er allt við það sama. Það sjáum við ekkisízt af vísum Guðmundar Sigurðssonar revíuhöfundar. Þegar þeir Steinn og Bergur Pálsson Sumir kafa sorgarhaf, sízt sinn klafa missa, Júgóslavar éta draf, ég er alveg hissa. Guðmundur segir að líklega hafí Steinn átt mestan þátt í þessum skáldskap um heimsvandamálin. í samtali okkar segir Guðmundur ennfremur: „Eitt sinn vorum við Steinn staddir niðri á Hressingarskála, höfðum fengið okkur molakaffi, og af einhveijum ástæðum fór ein stúlkn- anna að bursta Stein. Henni hefur sennilega ekki litizt á snjáð fötin. Þetta var á kreppuárunum. Nú, en upp úr þessu varð til eftirfarandi vísukom, sem ætti að geta gefið nokkra hugmynd um virðingarleysi okkar fyrir skáldskapnum á þeim tíma. Það var ekkert smáræði. Vísan er svohljóðandi: Úti er muska, í rúmi rusk ijálar og þruskar voði. Öskubuska ein með tusk af mér kuskið þvoði." Guðmundur segir að á æskuárum sínum þóttú þeir menn fyrir öðrum sem áttu sparisjóðsbók en á stríðsárun- um voru sparisjóðseigendur taldir aumkunarverðastir allra manna og jafnvel gert grín að þeim þá og síðar; eða þangaðtil tók fyrir gengisfellingar og steinsteypan var ekki sú eina sanna tólg einsog hún hafði verið í verðbólgu- þjóðfélaginu. Nú eru menn hættir að gera grín að sparifj- áreigendum og þeim sem eiga eitthvað undir sér í þeim efnum. „En svona getur ástandið breytzt", bætir Guð- mundur við. „Sérhver tími hefur sinn móral og sín við- horf og ef maður getur ekki aðlagazt þeim, hlýtur ellin að vera á næstu grösum. Ég er enn mjög ungur.“ Nú er nauðsynlegt að kunna að aðlagast markaðnum, fyrirhe- itum verðbréfanna svo ekki sé nú talað um að eignast auðlindina og þjóðnýtt fyrirtæki ríkisins einsog þær gjaf- ir aðrar sem jólasveinar afhenda börnum á aðfangadag. Guðmundur Sigurðsson segir að það hafi verið talið mikið happ á kreppuárunum að komast í skrifstofuvinnu. Það hafí margir verið kallaðir en fáir útvaldir. „Nú er þetta breytt. Þeir sem fengu ekki vinnu í skrifstofum eru nú allra manna ríkastir og þakka sínum sæla fyrir óheppn- ina, sem þeir kölluðu svo á sínum tíma. Sannleikurinn er sá, að við vitum aldrei, hvenær við erum heppin og hvenær ekki. Skrifstofuvinna er einsog hvert annað starf sem ynna þarf af hendi. Ekki satt? Ég geri þó ráð fyrir, að skrifstofuvinna hafí slæm áhrif á það sem kallað er andleg fijósemi, en ekki hef ég heyrt, að önnur fijósemi bíði sérstaklega tjón af völdum hennar. Og hún veldur andlegri þreytu, það er áreiðanlegt. Göethe Segir ein- hvers staðar, að tvöföld bókfærsla hafí verið mesta upp- götvun mannsandans. Hann er eina stórskáldið, sem ég veit til að hafí farið viðurkenningarorðum um tvöfalda bókfærslu. Ég skal játa, að ég get alls ekki fallizt á þessa skoðun hans, enda ekki viss um, að hann hafí alltaf vit- að, hvað hann var að fara...“ Það er iíka ómögulegt að vita hver talar útúr sál skáld- anna. Göethe sagði t.a.m. að tvær sálir lifðu í bijósti hans; það sagði Einar Benediktsson einnig. Kontóristar verða einsog aðrir að telja sig fullsæmda af starfi sínu og geta þá haft þau orð í huga að hver maður er stór í sínu starfí. Já, tímamir hafa breytzt. Guðmundur Sigurðsson hóf statfsferil sinn með því að selja sveitafólki steinolíu á brúsa, en þá „þurftum við að stökkva útí port, þar sem olíutunna stóð á stokkum, og láta renna í brúsann. Það helltust ósköpin öll niður af olíu og áreiðanlega hefur verið mikið tap á þeirri vöru.“ Nú hafa allar aðstæður breytzt til batnaðar, einsog kunnugt er, og menn hafa jafnvel heyrt því fleygt að unnt sé að hagnast á oliusölu! Guðmundur Sigurðsson sagði að revíuhöfundar væru íslenzkum stjómmálamönnum ævinlega þakklátif fyrir skerf þeirra og aðild að gamanseminni; þeir gætu aldrei fullþakkað þessum sömu stjómmálamönnum „hversu vel þeir leggja efnið upp í hendurnar á þeim. í þeim efnum standa þeir erlendum stjómmálamönnum framar." Það má fullyrða að íslenzkum stjórnmálamönnum hefur ekki hrakað að þessu leyti. Þeir hafa jafnvel aldrei staðið sig betur í ómetanlegu framlagi til íslenzkrar fyndni. Nei, fátt hefur breytzt þótt allt sé á hverfanda hveli. Jafnvel ástin er hin sama og áður. Og þó! Guðmundur Sigurðsson telur að henni hafí eitthvað hrakað. Hann dregur þessa ályktun af dægurlögum og við gætum svo- sem einnig velt þessu fyrir okkur þvíað í sýndarveröld nútímans, sem við gætum líka kallað raulveröld ljósvak- anna, er ástandið einatt enn í dag einsog Guðmundur lýsti á sínum tíma: Ástin var heitari áður fyrr en nú, og alvaran meiri í kærleik, von og trú, manstu hve saklaust saman ég og þú sungum á kvöldin Rhapsody in Blue? Við skeyttum því engu þótt skorti drykkjarföng, til skemmtanalífsins var krafan ekki ströng, en ástfangnir kettir sem kváðu dægrin löng komu upp vísi að dægurlagasöng... Og eftirmálann að lífi sínu orðar Guðmundur revíuhöf- undur Sigurðsson með þessum hætti — en hann er fyrir- rennari Spaugstofunnar sem ein getur borið sig saman við uppáhaldið Benny Hill og hefur sýnt okkur og sannað að hún er eitt af því fáa á Islandi sem ástæða er til að taka alvarlega: Vér höfum alltaf á alvörutímum lifað, einkum að dómi þeirra, sem mest hafa skrifað. En þó að tilveran silist með svipuðum hætti, hún semur í líf vort fjölmarga gamanþætti, og máske fínnast margir er ljá þeim eyra, en miklu fleiri hvorki sjá þá né heyra, og þeim væri hollt í alvöru að yfírvega, hve alvaran stundum gerir oss spaugilega, og Goethe kallinn, sem grúskaði þó í flestu, á gamalsaldri taldi oss það fyrir beztu: að taka lífinu létt á hveiju sem gengi, maður lifir svo skammt og er dauður svo óralengi. M. REYKJAVÍK URBREF Laugardagur 16. marz JL TH Y GLIS VERÐAR umræður fara nú fram J^^L í Bretlandi og Banda- m ríkjunum um skyldur og ábyrgð fyrirtækja § gagnvart starfsfólki —sínu og nánasta um- hverfi. Þessar umræð- ur hafa að nokkru leyti blossað upp í kosn- ingabaráttunni í forkosningum Repúblik- anaflokksins í Bandaríkjunum. Pat Buc- hanan, blaðamaður og fréttaskýrandi, sem reyndist Dole harður keppinautur framan af, veittist harkalega að bandarískum stór- fyrirtækjum og stjómendum þeirra í kosn- ingabaráttunni og gerðist talsmaður laun- þega, sem hafa orðið að sæta uppsögnum og versnandi lífskjömm á undanfömum árum. Barátta Buchanan beindist einnig að gífurlegum launamun vestan hafs og þeirri staðreynd, að batnandi hagur fyrir- tækja og almennur efnahagsbati hefur ekki skilað sér í bættum lífskjörum al- mennings að nokkru marki. Buchanan er ekki einn um að beina athygli manna að þessum þáttum í starfí fyrirtækja. Einn helzti hugsuður Clinton- stjórnarinnar er Robert Reich, vinnumála- ráðherra í ríkisstjórn Clintons. Hann hefur að undanförnu skrifað greinar bæði í New York Times og Financial Times um skyld- ur og ábyrgð fyrirtækja. í grein sinni í Financial Times kemst Robert Reich að þeirri niðurstöðu, að Buchanan hafi undir- strikað í kosningabaráttu sinni rétt mál- efni en lausnir hans séu óábyrgar og hættulegar. Þær lausnir byggjast sem kunnugt er á nýrri tegund af bandarískri einangmnarstefnu, þar sem bandarískt launafólk yrði verndað fyrir margvíslegum utanaðkomandi áhrifum. í nýlegu tölublaði bandaríska tímaritsins Business Week, birtist grein eftir mann að nafni Robert Kuttner, sem skýrir frá því, að tveir öldungadeildarþingmenn úr flokki demókrata muni á næstunni leggja fram nýjar tillögur í öldungadeildinni, sem varði samfélagslegt hlutverk fyrirtækja. Höfundur segir þessar tillögur lagðar fram í ljósi þess, að ávöxtur framleiðniaukning- ar í fýrirtækjum gangi fyrst og fremst til hluthafa en ekki starfsmanna og enginn virðist geta bent á leið til þess að hækka iaun starfsmanna. Þess vegna muni öldungadeildarþing- mennimir leggja til nýja tegund fýrirtækja, hin ábyrgu fýrirtæki, en það eru fýrirtæki, sem verði umbunað fyrir að íjárfesta í starfsfólki og því samfélagi, sem þau starfí í frekar en að halda áfram stanzlausum niðurskurði kostnaðar sem leiði til skamm- tíma hækkunar á hagnaði. Slík fyrirtæki mundu borga lægri skatta, raunar svo mjög, að skattastig þeirra væri 11% í stað 18% hjá minna verðugum fyrirtækjum. Að einhveiju leyti endurspegla þessar umræður í Bandaríkjunum og að nokkru leýti í Bretlandi þá öfgakenndu þróun, sem varð á síðasta áratug, þegar fjármálasnill- ingar létu greipar sópa um fyrirtæki í Bandaríkjunum, keyptu þau upp með stór- felldri skuldsetningu, seldu eignir, fækk- uðu starfsfólki og leystu þau jafnvel upp til þess að ná út úr þeim, sem mestum hagnaði. Þessir sérfræðingar skildu eftir sig sviðna jörð út um allt, atvinnulaust fólk, fyrirtæki í rúst. Til þess að bregða upp nærtækri mynd af því, hvemig þessir menn störfuðu, má nefna dæmi um Útgerðarfélag Akur- eyringa hf., sem um var fjallað í fréttaskýr- ingu hér í blaðinu hinn 3. marz sl. Þar sagði m.a.: „Hjá Lífeyrissjóði Norðurlands er spurningin fyrst og fremst hvort kaup á hlutabréfum í ÚA séu vænlegur fjárfest- ingarkostur eða ekki... Miðað við að gengi hlutabréfanna sé 3,6 verður fyrir- tækið því að skila að minnsta kosti 270 milljón króna hagnaði. Gengi upp á 6,2, sem eins konar sláturverð gangi ekki upp, enda séu menn ekki að kaupa hlut í ÚA til að leysa það upp.“ Fjármálasérfræðingar á Wall Street keyptu hins vegar fyrirtæki eins og ÚA, leystu þau upp til þess að ná genginu 6,2 fremur en 3,6 en skildu starfsfólk og bæjarfélag eftir í sárum. Um þessa at- burðarás alla var fjallað í merkilegri bók, sem nefnist „America: What went wrong“, eftir tvo blaðamenn á bandaríska stórblað- inu Philadelphia Inquirer, en þeirri bók veifaði Clinton mjög í kosningabaráttu sinni á árinu 1991. í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag var fjallað um þessi mál og þár sagði m.a.: „Neistinn, sem kveikti þetta bál, var tilkynning AT&T um að það hyggðist segja upp 40 þúsund starfsmönn- um. Buchanan réðst harkalega gegn for- stjóra AT&T í kjölfarið. Gerði hann m.a. að umræðuefni sínu, að sú hækkun, sem orðið hefði á hlutabréfum félagsins í kjöl- farið hefði hækkað markaðsvirði hluta- bréfa forstjórans um 5 milljónir dollara ofan á 5 milljón dollara árslaun hans.“ Ekki eru allir jafn hrifnir af þeim hug- myndum, að gera eigi meiri siðferðilegar kröfur til fyrirtækja. Fyrir skömmu birti brezka vikuritið Economist forystugrein um þessa nýju hugmyndafræði. Economist sagði m.a.: „Þegar grannt er skoðað er því ekki hægt að fullyrða, að hátterni bandarískra fyrirtækja sé orðið óábyrgara upp á síðkastið. Það er helzt að stjórnend- ur hafi lent í vandræðum vegna þess, að þeir hafí sinnt meginmarkmiði sínu - að reka fyrirtæki með eins miklum hagnaði og mögulegt er - betur en áður. Hin raun- verulega ástæða fyrir umræðunni um ábyrgð fyrirtækja er að stjórnmálamenn hafa þarna greint kjörið tækifæri til að veita ábyrgðinni yfir á aðra.“ Þessar umræður er hægt að setja í at- hyglisvert pólitískt samhengi. Ef litið er til Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er ljóst, að hann skiptist í tvennt. Ánnars vegar eru þeir stjómmálamenn, eins og t.d. Dole, sem standa með því, sem kallað er í bandarískum blöðum „Corporate Am- erica“, þ.e. þeir standa með fyrirtækjunum. Hins vegar eru stjórnmálamenn eins og Buchanan, sem taka upp hanzkann fyrir launþega gegn fyrirtækjunum og beija á stjórnendum fyrirtækjanna fyrir há laun þeirra sjálfra og miskunnarleysi gagnvart starfsfólki. Ef íslenzk stjórnmál eru skoðuð í smásjá má greina þessi tvö sjónarhorn innan Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ljóst, að sumir demó- kratar á.m.k. telja að þær umræður og hugmyndir, sem nú eru uppi um samfé- lagslega ábyrgð fyrirtækja, veiti þeim tækifæri til að ná hugmyndalegu frum- kvæði í bandarískum stjórnmálum í sínar hendur á nýjan leik, sem þeir hafa ekki haft í rúma tvo áratugi. Þetta viðhorf kemur t.d. glöggt fram í grein Roberts Kuttners í Business Week. Viðhorf stjórnenda hér ÍSLENZK FYRIR- tæki hafa gengið í gegnum mikil um- skipti á undanförn- um árum. Upp- sagnir eru algeng- ari í fyrirtækjum nú en áður. Fyrir aldar- fjórðungi voru uppsagnir starfsmanna nánast óþekkt fyrirbæri. Nú valda þær engu uppnámi. Hins vegar er staðreyndin sú, að þær hafa yfirleitt verið framkvæmd- ar á mildan hátt og reynt að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra eins og mögu- legt er. Oftast taka fyrirtæki þann kost að ráða ekki fólk í stað þeirra, sem hætta. í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fímmtudag var leitað álits forsvarsmanna nokkurra íslenzkra fyrirtækja á þeim við- horfum, sem hér hafa verið rakin. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs Eimskipafélagsins, segir að sá raunveruleiki, sem bandarísk fyrirtæki búi við, eigi ekki enn við hér á landi og ef menn nái að byggja upp öflugt atvinnulíf, ættu þessi vandamál ekki að eiga við hér. Þorkell Sigurlaugsson segir m.a.: „Fyrir- tæki líta í vaxandi mæli á starfsfólk sitt sem auðlind, þ.e.a.s. sem mikilvægan þátt í sínum rekstri ekkert síður en vélar og tæki eða fjármagn. Það leiðir því af sjálfu sér að stjórnendur hugsa meira um starfs- fólk sitt, ánægju þess í starfi og þjálfun til þess að sem mestur árangur verði af störfum þess. Starfsfólk býr í vaxandi mæli yfír þekkingu og hugviti, en er ekki tæki með sama hætti og var fyrir nokrum áratugum." Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður for- stjóra Flugleiða, bendir réttilega á návígið og áhrif þess og segir: „Þetta samfélag okkar er líka afar smátt þannig að stjóm- endur eru, að ég held, ekki að hugsa um reksturinn með þessi sömu ísköldu lögmál á bakinu og stjómendur erlendis.“ Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupsstað segir: „Fólk hefur íjárfest í byggðarlaginu, t.d. í húsnæði í trausti þess að þessi lykilfyrir- tæki haldi áfram starfsemi. I ljósi þessa tel ég að fyrirtækið hafi ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu. Það getur til að mynda tæpast tekið einhliða ákvörðun um að flytja alla starfsemina annað óháð öllum öðmm hagsmunum en sínum eigin.“ Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka, sem hefur veitt forystu viðamestu I MYRDAL. sameiningu fyrirtækja í viðskiptalífínu á seinni árum segir: „Til þess að geta skilað hluthöfum hagnaði ár eftir ár þurfa menn að hafa viðskiptavinahóp, sem er ánægður og fær þá þjónustu, sem hann er að sækj- ast eftir á því verði, sem hann er að sækj- ast eftir. Til þess að geta veitt þessa þjón- ustu þurfa fyrirtækin að hafa í þjónustu sinni hæft og ánægt starfsfólk. Þetta fer allt saman.“ Viðhorf þessara fjögurra forsvarsmanna stórra fyrirtækja eru eins og sjá má mjög áþekk sjónarmiðum þeirra í Bandaríkjun- um og Bretlandi, sem telja, að fyrirtæki beri ákveðna siðferðilega ábyrgð gagnvart starfsfólki sínu og nánasta umhverfi og telja verður að í öllum megindráttum hafí íslenzk fyrirtæki fylgt þeirri stefnu. Það er kannski einna helzt hjá Geir Magnús- syni, forstjóra Olíufélagsins hf., sem gætir annarra sjónarmiða. Geir Magnússon bendir á, að íslenzk fyrirtæki þurfi í vax- andi mæli að standast alþjóðlegum keppi- nautum sínum snúning, hvort sem er á sviði útfiutnings eða á heimamarkaði. Þessi aukna samkeppni hljóti að leiða til þess, að sömu lögmál komi til með að gilda í rekstri fyrirtækja hér og erlendis. „Það lifir hver sem hefur minnstan kostnað," segir Geir Magnússon og bætir við: „Það er ýmis hagræðing í pípunum hjá íslenzk- um fyrirtækjum og hagræðing hlýtur ávallt að hitta fólk.“ Það er áleitin spuming, hvort sam- keppni erlendis frá á eftir að knýja íslenzk fyrirtæki út á harðneskjulegri brautir. í umræðum um þessi málefni í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur verið vísað til þess, að þýzk og japönsk fyrirtæki hafí rekið allt aðra starfsmannastefnu en brezk og bandarísk fyrirtæki. En þýzku og jap- önsku fyrirtækin standa nú frammi fyrir stórfelldum vandamálum og í því sam- bandi bendir Economist m.a. á stórfellt tap hjá Daimler-Benz á undanförnum mánuð- um. Þann taprekstur má hins vegar frem- ur skrifa á reikning stórfelldra mistaka stjórnenda fyrirtækisins en félagsmála- stefnu gagnvart starfsfólki. Morgunblaðið/RAX ÞÆR SPURNING ar, sem leita á menn beggja vegna Atiantshafsins um siðferðilegar skyld- ur fyrirtækja við starfsfólk og nánasta umhverfi, eru ekki til staðar hér nema að sáralitlu leyti. Spurningin er hins vegar sú, hvort við í þessum efnum erum á eftir nágrannaþjóð- Kröfur hlutabréfa- markaðar um okkar og hvort við eigum eftir að standa frammi fyrir þessum viðhorfum. Það fer t.d. ekki á milli mála, að stjórn- endur fyrirtækja, sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands, eru viðkvæmir fyrir verðþróun á hlutabréfum í fyrirtækjunum, sem þeir bera ábyrgð á. Þeir líta á það sem metnaðarmál, að hlutabréfin séu í viðunandi verði, helztu háu verði, og þeir leggja áherzlu á að standa þannig að rekstri fyrirtækjanna að svo sé. En þar með kunna að vera komin til sögunnar þau skammtímasjónarmið, sem gagnrýn- endur bandarískra fyrirtækja telja að tröllríði rekstri þeirra. Þessar kröfur hluta- bréfamarkaðarins hér eiga eftir að aukast. í annan stað er áreiðanlega töluvert til í því, sem fram kemur hjá Geir Magnús- syni, forstjóra Olíufélagsins hf., að erlend samkeppni eigi eftir að verða íslenzkum fyrirtækjum harður húsbóndi. Ekki er óeðlilegt að stjómanda olíufyrirtækis sé þetta ofarlega í huga, vegna áforma er- lends olíufyrirtækis um að hefja starfsemi hér. Á móti þeim harða aga, sem hlutabréfa- markaður og erlend samkeppni eiga eftir að beita stjórnendur íslenzkra fyrirtækja, kemur hins vegar návígið, sem Einar Sig- urðsson bendir á og verður íslenzkum fyrir- tækjum ekki síður erfítt. í frásögn viðskiptablaðs Morgunblaðsins af þessum umræðum sl. fimmtudag segir m.a.: „Fjölmargir þeirra starfsmanna, sem ekki töpuðu vinnunni sögðu í samtali við The New York Times að þrátt fyrir að þeirra eigið starfsöryggi væri tryggt að sinni, hefði þessi aðgerð haft varanleg áhrif á viðhorf þeirra til starfs síns hjá fyrirtækinu. Einn háttsettur millistjórn- andi orðaði þessa hugarfarsbreytingu þannig, að áður hefði hann verið tilbúinn til þess að taka miklar áhættur og leggja ómælda vinnu á sig fyrir starfsframa sinn innan fyrirtækisins. Nú væri þetta hins vegar aðeins 9-5 vinna í hans augum.“ Það er nákvæmlega þetta viðhorf starfs- manna, sem er fyrirtækjum hættulegt. Fólk áttar sig á því, að það sem Snýr að einum í dag getur snúið að öðrum á morg- un.. Ef gengið er á hlut starfsmanna um of verður niðurstaðan neikvæð fyrir fyrir- tækið. Þess vegna er sá jafnvægispunkt- ur, sem Valur Valsson bendir á, svo eftir- sóknarverður. Til þess að skila hagnaði til hluthafa þurfa fyrirtæki ánægða viðskipta- menn og til þess að viðskiptamenn verði ánægðir þurfa starfsmennirnir, sem þeir eiga samskipti við, að vera ánægðir með sitt hlutskipti. Viðhorf þessara fjögurra for- svarsmanna stórra fyrir- tækja eru eins og sjá má mjög áþekk sjónar- miðum þeirra í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem telja, að fyrirtæki beri ákveðna sið- ferðilega ábyrgð gagn- vart starfsfólki sínu og nánasta umhverfi og telja verður að í öllum megin- dráttum hafi ís- lenzk fyrirtæki fylgt þeirri stefnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.