Morgunblaðið - 17.03.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 37
GUÐRÍÐUR
GÍSLADÓTTIR
+ Guðríður Gísla-
dóttir fæddist á
Torfastöðum
Grafningi 20. nóv-
ember 1926. Hún
lést i Landspítalan-
um 4. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Árný Valgerður
Einarsdóttir, f. 28.
desember 1885 á
Litla-Hálsi í Grafn-
ingi, d. 31. ágúst
1966, og Gísli
Snorrason, f. 6.
október 1883 á Þórustöðum í
Ölfusi, d. 2. mars 1958. Guð-
ríður var yngst tíu systkina og
eru þrjú þeirra á lífi.
Guðríður giftist 30. maí 1958
eftirlifandi eiginmanni sinum
Haraldi Einarssyni, f. 4.
nóvember 1917, frá Hjarðar-
nesi á Kjalarnesi. Guðríður bjó
allan sinn búskap í Reykjavík.
Útför Guðríðar fór fram í
kyrrþey að hennar eigin ósk.
Guðríður Gísladóttir, eða Gauja
eins og nánir vinir og ættingjar
kölluðu hana, var ákveðin kona og
sjálfstæð. Sumir vilja eflaust meina
að hún hafi verið stjórnsöm. Það
var henni þó ekki til lasts því hún
var sveigjanleg og iðulega tilbúin
að meta aðstæður að nýju, en hún
vissi hvernig hún vildi hafa hlut-
ina. Hún var skipulögð
og viðhafði vönduð
vinnubrögð þar sem
snyrtimennska var í
hávegum höfð. Per-
sónuleiki hennar var
sterkur og skýr fram
til þess síðasta.
Jóhanna, eiginkona
mín, á margar góðar
minningar frá því að
hún var lítil og Gauja
kom í heimsókn til for-
eldra hennar. Þá fannst
henni mikið til þess
koma að eiga svona
glæsilega frænku sem átti alltaf svo
fína bíla. Þær urðu fljótt góðar vin-
konur enda var Gauja heillandi með
glaðlegu og hláturmildu viðmóti
sínu.
Það fór ekki á miili mála að
Gauja var mikill barnavinur eins
og æskuminningar Jóhönnu bera
með sér, en því miður varð hún
ekki þeirrar hamingju aðnjótandi
að eignast börn. Það hefur örugg-
lega valdið henni töluverðri óham-
ingju og meiri en maður getur
ímyndað sér, þrátt fyrir að aldrei
væri hægt að merkja það í fari
hennar. Alúð hennar og hlýju í
garð barna kynntist ég vel í sam-
skiptum hennar við mín börn. Hún
ræddi við þau um áform þeirra og
drauma. Hún sýndi námi þeirra
áhuga og þótti nokkuð skondið
þegar í ljós kom að sonur minn
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
Kristjáns AGNARS ÓLAFSSONAR,
Eirfksgötu 21,
Reykjavík.
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins
færum við sérstakar þakkir.
Sigríður Eyja Pétursdóttir,
Sigurður Guðmundsson, Áslaug Benediktsdóttir,
Sigríður B. Guðmundsdóttir, Guðbjartur Vilhelmsson,
Bragi og Baldur Kristjánssynir
og fjölskyldur.
t
Þökkum af alhug öllum þeim, sem
auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vin-
áttu við andlát og útför
GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR,
Vfghólastíg 9,
Kópavogi.
Hulda Oanielsdóttir,
Sigurður Andrés Guðmundsson,
Anna Heiðrún Guðmundsdóttir,
Hans Erik Dyrlie.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí í númer
5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina
um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti-
metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt-
ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
ákvað að fara í Kvennaskólann í
Reykjavik.
Gauja var listunnandi og hafði
sérstaklega gaman af tónlist, eink-
um söng. Leikhús voru henni kær.
Hún las mikið bæði ljóð og ýmiss
konar bókmenntir. Hún var mikill
dýravinur og sagði margar sögur
af samskiptum sínum við dýrin
bæði frá æskuheimilinu og síðar.
Þau hjónin höfðu mikla ánægju
af ferðalögum bæði til útlanda og
ekki síður innanlands. Útivist var
snar þáttur í tilveru þeirra. Það var
því kærkomið að eignast sumarhús
og ekki spillti staðsetningin í Gríms-
nesinu í nágrenni Álftavatns sem
skipaði stóran sess í æskuminning-
unum. Þetta var reiturinn, Kotið,
sem þau ætluðu að hafa í ellinni.
Þau dvöldu í Kotinu eins oft og
tækifæri gafst. Þar leið þeim vel
og fullyrti Gauja að veðrið væri
alltaf gott þrátt fyrir hið gagnstæða
allt í kring.
Því miður rættist ekki óskin um
mörg ár í unaðsreitnum í Grímsnes-
inu. Síðastliðið haust tóku sig upp
veikindi sem leiddu hana til dauða.
Megi góðar minningar um Guð-
ríði Gísladóttur lifa með vinum
hennar og ættingjum. Við Jóhanna
biðjum góðan Guð að styrkja eftir-
lifandi eiginmann hennar, Harald
Einarsson, sem nú dvelur á Hjúkr-
unarheimilinu Eir í Grafarvogi.
Guðjón Skúlason.
Föðursystir mín, Guðríður Gísla-
dóttir, eða Gauja eins og hún var
jafnan kölluð, hafði til að bera
mikinn persónuleika. Það sópaði
jafnan að henni og hún hafði mikla
útgeislun. Samt var hún hógvær í
eðli sínu, glaðsinna en einbeitt og
hafði sínar skoðanir á mönnum og
málefnum. Hún hafði til að bera
flesta þá eiginleika, sem prýða
mega góða konu. Hvert verk sem
Gauja innti af hendi var unnið af
vandvirkni og heiðarleika. Hún var
einstaklega regluföst og nákvæm
með flesta þá hluti sem hún tók
sér fyrir hendur. Hið fallega heim-
ili hennar bar vott um þá fágun
og natni sem hún lagði í alla hluti
og í hvert sinn er hún var heim-
sótt framkallaði hún hið fínasta
veisluborð. Gauja hafði auga fyrir
fallegum hlutum, fallegri tónlist
og hverri þeirri list, sem giaddi
hana sjálfa. Hún var bókhneigð,
las mikið og var fróð um marga
hluti og voru þær ófáar leikhús-
ferðirnar, sem hún fór ásamt
manni sínum enda var hún um-
ræðugóð um flesta þá menningar-
legu viðburði sem bar hæst á hveij-
um tíma.
Þegar ég var að alast upp var
Gauja í mínum augum fallegsta
og fínasta frænkan. Alltaf var hún
glöð og kát og laðaði að sér börn
með sinni hreinskiptu framkomu
og umhyggju enda var hún sér-
staklega barngóð. Alltaf gat hún
leyst úr hinum ýmsu málum, sem
upp geta komið meðal barna, með
lagni sinni og rökfestu og allir
urðu sáttir að lokum. Ekki auðnað-
ist þeim hjónum, Gauju og Har-
aldi, að eignast börn en tóku að
sér tvo drengi og ólu þá upp sem
sín eigin börn. Effcir að ég eignað-
ist mín börn bað hún stundum um
að fá að passa þau og sýnir það
hvern hug hún bar til barna.
Þau hjónin höfðu yndi af að ferð-
ast hvort sem það var innan lands
eða utan og í tæpan vetur dvöldu
þau í sólarparadís á Mallorca. Oft
talaði hún um ströndina og hafið,
þá naut hún sín vel enda var Gauja
mikill náttúrudýrkandi. Fyrir
nokkrum árum festi Gauja kaup á
sumarbústað í Þrastaskógi, nálægt
bernskuslóðum sínum, og fór hún
þangað eins oft og hún gat, í Kot-
ið sitt eins og hún nefndi bústað-
inn, og naut fegurðar og náttúr-
unnar þar. Það var sannkallaður
unaðsreitur, alltaf var gott veður
í Kotinu hennar hvernig sem viðr-
aði annars staðar.
Gauja var mikill dýravinur og til
marks um það gaf hún meira að
segja músunum að borða, sem tóku
sér bólfestu í bílskúrnum hennar,
þegar aðrir reyndu að útrýma þeim.
Hún bar iðulega blak af þeim sem
minna máttu sín og var alltaf tilbú-
in að rétta hjálparhönd og veita
aðstoð ef með þurfti, einnig eftir
að hún veiktist af þeim sjúkdómi,
sem leiddi hana til dauða. Barátta
hennar við sjúkdóminn einkenndist
af sama styrk og viljafestu sem
einkenndi hennar líf. Hún hélt
næsta fullri reisn allt fram í andlát-
ið og með miklum viljastyrk hélt
hún heimili þar til örfáum vikum
fyrir andlát sitt. Nú er þessi góða
frænka horfin til annars heims þar
sem hún vonandi fær að njóta þeirr-
ar uppskeru, sem hún sáði til hér
á jörðu.
Minningarnar um Gauju frænku
eru margar og bjartar sem ávallt
munu geymast í hugskoti mínu.
Ég og fjölskylda mín vottum eftirlif-
andi eiginmanni hennar dýpstu
samúð okkar. Blessuð sé minning
hennar.
Svanhildur Edda Þórðardóttir.
Símatími í dag,
sunnud. kl. 12-14
Sendift okkur fyrirspurnir
á netfangið okkar
cignainidlun@itn. is
og viö sendum upplýsingar
til baka.
EIGNIR Óí
HÚS Óskast - skipti. Gottsér-
býli á verðbilinu 11-14 millj. á höfuðborgar-
svæðinu, óskast í skiptum fyrir tvær ca.
100 fm 4ra herb. íbúðir með hagstæðum
áhv. lánum. Uppl. veitir Björn Þorri.
EIGMMIÐIIMN %
- Abyrg þjónusta í áratugi.
Sími: 588 9090 Síðmnúla 21
Vagnhöfði. Vorum að fá í einkasölu glæsil. verslunar-. skrifstofu- og lagerhúsnæöi á mjög
góðum staö við Vagnhöfða. Eignin skiptist í 230 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði, 330 fm
skrifstofuhæð, 960 fm lager- og iðnaðarhúsnæði á götuhæð með mikilli lofthæð og 441 fm lag-
erhúsnæði f kj. með góðri lofthæð og innkeyrsludyrum. Mjög góð malbikuð lóð og gott athafna-
svæði viö húsið. Mjög vönduð og góð eign sem hentar vel undir ýmiskonar atvinnurekstur. Allar
nánari uppl. veita Sverrir og Stefán Hrafn. 5297
VíðítGÍCJUf- Einlyft fallegt 3ja herb. um 82
fm fallegt raðhús. Parket. Möguleiki á sólstofu.
Áhv. 4 m. V. 8,3 m. 6114
Seljabraut. Ákafl. vandað og fallegt
u.þ.b. 190 fm endaraðh. ásamt stæði í bílag.
Vandaðar innr. Suðurlóö. V. 10,9 m. 3710
Lóð á Arnarnesi. 1680 fm eignarlóð
fyrir einbýlishús á sunnanverðu Arnarnesi. V.
1,9 m. 4344
Sunnuflöt - Gbæ. Mjög vandað
um 250 fm einb. með sér íb. í kj. og tvöf. 50
fm bílskúr. Húsið stendur neðan við götuna
og er fallegt útsýni yfir hraunið og lækinn. V.
20,7 m. 6134
Smárarimi - einb./tvíb. ( smlð-
um mjög fallegt tvílyft húseign með 2 samþ. íb.,
5-6 herb. 156 fm íb. ásamt 30 fm bilsk. og 2ja
herb. 67 fm íb. á jarðh. meö sér inng. íb. afh.
tilb. að utan en fokh. að innan. V. 8,9 og 4,2 m.
6110
Hrauntunga. Vorum að fá þetta glæsil.
190 fm parh. í einkasölu. Á efri hæö eru stórar
stofur, vandað eldh., snyrting, forstofa, innb.
bílskúr og fráb. útsýni. Á neðri hæö eru 3 herb.,
sjónvarpshol, baðh. o.fl. Garðurinn er mjög fal-
legur og bæði með sólverönd til vesturs og
suðurs. V. 15,3 m. 6164
Parhúsalóðir - Kópavogur.
Vorum að fá I sölu parhúsalóöir í nýju hverfi í
Suðurhlíðum ekki fjarri Digraneskirkju. Allar
nánari uppl. veitir Magnea. 6166
HÆÐIR §901
Kvisthagi - skipti. Glæsileg 111 fm
4ra herb. sérhæð (1. hæð) I 4-býli. íb. hefur öll
verið standsett frá grunni. Vandaðar innr.
Tvennar svalir. Hæðin fæst einungis I skiptum
fyrir stærri eign í vesturborginni. Nánari uppl.
veitir Magnea. V. 10,9 m. 6157
Flókagata. Vorum að fá I sölu vand-
aða 155 fm sérhæð við efsta hluta Flóka-
götu. Ib. skiptist m.a. í tvær stofur og 4
svefnh. Þvottah. og geymslur í íbúö. 20 fm
flísalagðar suðursv. Auk þess fylgir 17 fm
innb. bílskúr. V. 11,3 m. 6162
Þinghólsbraut - 73 fm bíl-
skúr. 4ra herb. 122 fm neðri sérhaað sem
skiptist í 2 saml. stofur og 2 svefnherb. Tvöf.
góður bílskúr. Ákv. sala. V. 9,5 m. 6165
Sæbólsbraut. Mjög falleg og björt
um 100 fm íb. í litlu og fallegu fjölbýlish.
Sérþvottah. Góðar innr. Suðursv. Mjög gott
ástand á húsi og sameign. V. 7,9 m. 6155
Laugarnesvegur. Mjög stór umþ
125 fm 5 herb. íbúð á 4. hæð (efstu) í góðu fjöl-
býlishúsi. Aðeins ein íbúð á hæðinni. Suðursv.
Áhv. um 5,7 millj. V. 7,9 m. 3478
Asparfell. 4ra herb. um 90 fm íb. á 6.
hæð í lyftuhúsi. Glæsil. útsýni til suðurs. v. að-
eins 5,8 m. 6118
Hvassaleiti. Mjög falleg og snyrtileg 95
fm 4ra herb. íb. á 3. hæð. Nýlegt parket. Blokk-
in hefur veriö standsett. 21 fm bílskúr. V. 8,2 m.
6068
Laufásvegur. Mjög falleg og björt um
110 fm 4ra herb. íb. á góðum stað í Þingholtun-
um. íb. var mikið endurn. fyrir 7 árum m.a. öll
gólfefni og eldhúsinnr. V. 8,7 m. 6063
Hamraborg. Stórglæsileg 181 fm 7
herb. „penthouseíb.” á einni hæð. Vandaðar
innr. Parket. Um 50 fm svalir og einstætt útsýni
nánast allan fjallahringinn. Eign í sérflokki. V.
12,5 m. 4341
Ljósheimar. 4ra herb. góð um 95 fm íb.
á 2. hasð. Sér inng. Nýtt parket. V. 7,5 m. 6136
Eyjabakki. 4ra herb. góð og vel stað-
sett Ib. á 2. hæð. Sérþvh. Einstakl. góð að-
staða f. böm. Áhv. 4,2 millj. V. 6,9 m. 3701
Dunhagi. Góð 108 fm íb. á 3. hæð i góðu
fjölbýli. Endurnýjað eldh., baðh., þak o.fl. Góð-
ar geymslur. V. 7,7 m. 6066
Háaleitisbraut. Vorum að fá í sölu
bjarta og fallega 88 fm 3ja herb. íb. i kj. Parket
og flísar á gólfum. íbúð og sameign eru mjög
snyrtileg. V. 6,8 m. 6152
Við Fossvog - Álfatún. Vorum að
fá í sölu 106 fm 3ja herb. íb. á gullfallegum stað
við Fossvog. Um er að ræða 2-býli byggt 1984.
Sér inng. og sér þvottah. Glæsil. útsýni yfir
Fossvoginn. V. 8,5 m. 6156
Hraunbær. 3ja herb. falleg I87 fm íb. á 3.
hæð ásamt aukaherb. í kj. Ákv. sala. Laus fljót-
lega. Áhv. 4,1 m. V. 6,9 m. 6137
Suðurgata - Hf. 59 fm íb. á jarðh. í
tvíbýlish. Laus fljótlega. V. 4,7 m. 4569
Furugrund. Rúmg. og björt um 60 fm
íb. á 2. hæð í húsi staðsettu neðst í Fossvogs-
dal. Suðursv. Lyklar á skrifst. V. 5,1 m. 6007
Bergþórugata. 65 fm 2ja herb. Ib. í
kjallara í 4-býli. íb. fylgja tvær geymslur og hlut-
deild I þvottah. Áhv. 660 þús. byggsj. V. 4,3 m.
6158
Hagamelur. Góð 2ja herb. 70 fm lítiö
niðurgrafin íb. á eftirsóttum stað. V. 5,5 m. 6153
Hátún. Vorum áð fá I sölu snyrtilega 55 fm
2ja herb. íb. í 2-býli. Nýleg innr. I eldh. Nýl.
parket. Áhv. 2,7 m. byggsj. V. 5,2 m. 6061