Morgunblaðið - 17.03.1996, Síða 52

Morgunblaðið - 17.03.1996, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Ekkert leyndarmál Morgunblaðið/Kristinn BO Johansson, landsliðsþjálfari Dana, sagði í fyrirlestrl sínum á ráðstefnu Knattspyrnuþjálfara- félags íslands að hann væri ekki sérfræðingur í knattspyrnu og vildi ekki vera nefndur sem slíkur. Hlns vegar væri ekkert nýtt undir sólinni og engin leyndarmál í knattspyrnunni. Bo Johansson, landsliðsþjálfari Dana Skemmtilegt og spennandi Bo Johansson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Islands í knattspyrnu, tekur við stjórn danska landsliðsins eftir úrslita- keppni Evrópumótsins í júní. í sept- ember sem leið gerði hann samning til tveggja ára með liðið en hóf störf hjá Knattspyrnusambandi Danmerkur 1. janúar. „Þetta er spennandi verkefni og skemmtilegt og ég hlakka til að takast á við það,“ sagði Bo við Morgunblaðið á 25 ára afmælishátíð Knattspyrnu- þjálfarafélags íslands í gær. í tilefni afmælisins gekkst Knattspyrnuþjálfarafélagið fyrir ráðstefnu og var Bo einn frum- mælenda. Hann átti að ræða um varnarleik og gerði það vel en sló á létta strengi eins og svo oft áður og benti á kunna staðreynd, að knattspyrna snerist um að gera mörk. „í alþjóða knattspyrnu er í auknum mæli lögð áhersla á skipu- lagðan varnarleik og séræfingar fyrir markmenn. Þetta hlýtur að vera röng stefna því knattspyrna snýst um að gera mörk,“ sagði hann. Bo hefur fylgst með landslið- um Dana frá áramótum, heimsótt þjálfara og rætt við leikmenn en sagði að hann yrði að fara varlega í sakirnar því hann væri ekki enn tekinn við stjórninni. „Richard Moller-Nielsen ræður ferðinni en á mótinu í Thailandi fyrir skömmu vildi hann að ég væri með hópnum frekar en að ég stæði utanvið. Annars verð ég ekki meira með a-liðinu fram að Evrópukeppninni nema sem áhorfandi en fylgist þeim mun betur með ungmennaliðinu.“ Danir komu óvænt inní úrslita- keppni EM 1992 - fyrir Júgóslava - en komu sjálfum sér og öðrum á óvart og urðu Evrópumeistarar. Þá voru engar væntingar til liðsins og sagði Bo sama upp á teningnum nú. „Danir gera sér grein fyrir að um er að ræða keppni 16 liða og vita að ekkert er öruggt. Þessi hugsunarháttur hentar liðinu en síðan kemur í ljós hvað gerist." Að sögn Svíans eru nú 37 dansk- ir atvinnumenn utan Danmerkur sem koma til greina í landsliðið og sagði hann mikilvægt fyrir sig að kynnast þeim og ekki síður fyrir þá að kynnast sér. „Þess vegna verð ég mikið á ferðinni en svo skemmtilega vill til að fyrsti lands- leikurinn undir minni stjórn verður gegn Svíum - í Gautaborg 14. ágúst.“ GLIMA ■ Frumkvöðlar að Laugar- vatnsmótinu í giímu voru þeir Kjartan Lárusson og dr. Ingi- mar Jónsson kennari við íþrót- takennaraskólann. ■ Starfsmenn mótsins voru 15 talsins og var öll framkvæmd þess til fyrirmyndar. ■ Dómarar á glímumótinu voru: Hjálmur Sigurðsson, Jón M. ívarsson, Rögnvaldur Ólafs- son, Sigurður Jónsson, Sigurjón Leifsson og Pétur Ingvarsson. ■ Sigurjón Leifsson hefur ákveðið að hætta dómgæslu í glímu. Laugarvatnsmótið var að öllum líkindum hans síðasta mót sem glímudómara. ■ Sigurður Karlsson og Jón B. Valsson voru þeir einu sem fengu að sjá spjöld hjá dómur- um í keppninni. ■ Sigurður fékk tvö gul spjöld og eitt rautt. Jón B. fékk fjög- ur gul og eitt rautt. ■ Jón Birgir átti flest jafnglími á mótinu eða fjögur, öll í seinni umferðinni þar sem hann tap- aði ekki neinni viðureign. ■ Vönduð leikskrá var gefin út á mótinu með ýmsum tölu- legum upplýsingum. ■ Jóhannes Sveinbjömsson náði sinni fjögurhundruðustu sigurglímu á þessu móti sem var numer 101 á ferli hans. Hann hefur nú unnið 402 keppnisglímur af 476, gert 18 jafnglími og tapað 56 glímum. ■ Aðeins Skarphéðinn Orri Björnsson hefur keppt oftar en Jóhannes, eða á 102 mótum. Hann hefur sigrað í 238 keppn- isglímum af 498, gert 33 jafn- glími og tapað 73 glímum. ■ Þrír jafnaldrar kepptu á mót- inu. Þeir Jóhannes, Jón Birgir og Amgeir eru allir fæddir 1970. ■ Þyngsti keppandi mótsins og jafnframt sá hæsti var Jóhann- es, 122 kg og 194 cm. ■ Léttastí keppandi mótsins og jafnframt sá lágvaxnasti var Amgeir, 78 kg og 170 cm. Jóhannes sigr- aði á Laugar- vatnsmótinu Þriðjudagskvöldið 12. mars sl. fór fram á Laugarvatni veg- legt boðsmót í glímu á vegum ung- mennafélags Laug- dæla. Boðið var til Kán mótsins sex bestu skrifar ghmumonnum landsins í fullorðins- flokki og fjórum í unglingaflokki. Jóhannes Sveinbjörnsson, umf. Hvöt, sigraði á mótinu með 8 vinn- inga af 10 mögulegum, en glímdar voru tvær umferðir. Ingibergur Sig- urðsson, Ármanni, varð annar með 7,5 vinninga og Skarphéðinn Orri Björnsson úr KR varð þriðji með 6,5 vinninga. í unglingaflokknum sigraði Ólafur Oddur Sigurðsson, Ármanni, með 8,5 vinninga. Torfi Pálsson, Laugdælum, varð annar með 6,5 vinninga. Glímunefnd Umf. Laugdæla hélt mótið og bauð til leiks sex bestu glímumönnum í fullorðinsflokki af mótum vetrarins. Sérlega vel var vandað til allrar umgjarðar kringum mótið og verðlaun voru hin glæsi- legustu. Sigurvegari fékk verðlaun að andvirði 30 þúsund króna í ýms- um vöruúttektum frá styrktaraðil- um mótsins. Heildarandvirði verð- launa var um 90.000 krónur. Áhorf- endur á mótir.u voru um 200, þar af fjöldi boðsgesta. Glímustjóri mótsins, Kjartan Lár- usson, sagði að yfirleitt hefði verið glímt vel og nokkuð hraustlega á köflum. Sex gul spjöld voru gefin í mótinu öllu og tvö rauð. Glímdar voru tvær umferðir í fullorðins- flokknum og þijár í unglingaflokkn- um. Vöktu viðureignir þeirra Jó- hannesar Sigmundssonar, Hvöt, og Arngeirs Friðrikssonar, HSÞ, mesta athygli fyrir fegurð og snarpleika. Jóhannes tapaði aðeins einni glímu og það var fyrir Ingibergi, gerði síðan jafnglími við Arngeir og Jón Birgi Valsson, KR. Sigraði Jóhann- es því með 8 vinninga alls. Ingibergur Sigurðsson, Ármanni, glímdi einnig vel og tapaði aðeins tveimur glímum, fyrir Jóhannesi og Skarphéðni Orra. Jafnglími Ingi- bergs við Jón Birgi Valsson svifti hann möguleikanum á gullinu, en annað sætið var öryggt með 7,5 vinninga. Skarphéðinn Orri Björns- son, KR, tapaði báðum viðureignum sínum við Jóhannes, lagði Ingiberg í fyrri umferðinni, lagði Arngeir í báðum viðureignunum, einnig Sig- urð Kjartansson, HSÞ, vann síðan Jón Birgi í fyrri umferð en gerði jafnglími við hann í þeirri síðari og endaði í þriðja sæti með 6,5 vinn- inga. Arngeir Friðriksson, HSÞ, náði jöfnu við Jóhannes í fyrri glímunni, vann báðar á móti Sigurði og sigr- aði Jón Birgi í fyrri umferð en gerði jafnglími við hann í þeirri síðari. Arngeir endaði með 4 vinninga. Jón Birgir Valsson, KR, fékk einnig 4 vinninga eins og Arngeir. Hann sigraði Sigurð í báðum viður- eignum þeirra og gerði síðan jafn- glími við alla aðra í seinni umferð- inni. Jón Birgir var sá glímumaður sem fékk flest aðvörunarspjöld á mótinu, fjögur gul og eitt rautt spjald. Sigurður Kjartansson, HSÞ, tap- aði öllum sínum viðureignum á mótinu. Hann var þó nærri því að leggja Skarphéðin Orra í þeirra við- Morgunblaðið/Kári SIGURVEGARAR í karlaflokki í Laugarvatnsmótinu í glímu, sem fram fór í vikunni Jóhannes Sveinbjörnsson, Hvöt, í 1. sæti, Ingibergur Sigurðsson, Ármanni, í öðru sæti og Skarp- héðinn Orri Björnsson, KR, í þrfðja sæti. ureign þegar hann náði, svo að segja á flautunni, hægrifótar hæl- krók og setti Orra á bakið. Byltan var dæmd ógild fyrir svokallað hnésbótarbragð. í unglingaflokknum glímdu að- eins fjórir keppendur,_ en glímdar voru þrjár umferðir. Olafur Oddur Sigurðsson, Ármanni, bar höfuð og herðar yfir alla í unglingaflokknum. Hann gerði aðeins eitt jafnglími, við Torfa Pálsson, en vann allar aðrar viðureignir. Þetta ár er síð- asta ár Ólafs í unglingaflokknum enda auðséð að hann á orðið fullt erindi í fullorðinsflokkinn. Torfi Pálsson, Laugdælum, varð annar af unglingunum og féll að- eins fyrir Ólafi í tveimur viðureign- um en sigraði bæði Svein Rúnar og Pétur. Pétur Eyþórsson, HSÞ, varð þriðji með tvo vinninga sem hann fékk á móti Sveini Rúnari. Sveinn Rúnar Júlíusson, Hruna- mönnum, náði einum vinningi á mótinu, það var á móti Pétri í síð- ustu viðureign þeirra. Sveinn Rúnar kom inn í mótið á síðustu stundu þegar ljóst var að Lárus Kjartans- son gæti ekki keppt sökum meiðsla. Skemmtiiegt „ÞETTA er virkilega skemmtileg umgjörð, skreytingar og tónlist og fjöldi áhorfenda. Það skiptir veru- legu máli að hafa áhorfendur,“ sagði Jóhannes Sveinbjörnsson, sem sigraði í flokki fullorðinna. Heldur þú að vegleg verðlaun hafi hleypt meiri hörku í glímuna? „Já, kannski einhverri, það voru náttúrulega ljótar glímur inn á milli eins og vill verða. En ég segi fyrir mig að maður tók þetta svona með ennþá meiri yfirvegun fyrir bragðið. Þetta var frekar jöfn og erfið keppni og úrslit réðust ekki fyrr en í síð- ustu glímunni þegar Ingibergur og Jón Birgir voru að glíma, ef Ingi- bergur hefði unnið hefðum við þurft að fara í úrslitaglímu." Þetta eru fleiri glímur en venju- lega, ekki satt? „Jú, við erum oft að glíma þessir sex sem eru hér, en nú voru tvær umferðir og það reynir miklu meira á menn. Kannski græðir maður þá á reynslunni þó hún sé kannski ekki miklu meiri en þeirra.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.