Morgunblaðið - 10.04.1996, Side 20

Morgunblaðið - 10.04.1996, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ •i Einsetumaður grunaður um Una- bomber-tilræðin Washington, Lincoln, Helena. Reuter, The Daily Telegraph. BANDARISK yfirvöld segjast full- viss um að Theodore Kaczynski, 53 ára fyrrverandi aðstoðarprófessor í stærðfræði, sé launmorðinginn, svonefndur Unabomber, sem varð þremur mönnum að bana og særði 23 í 16 bréfsprengjutilræðum á 17 árum frá 1978. Kaczynski var handtekinn á miðvikudag í af- skekktum kofa í Montana, þar sem hann bjó í tæp 25 ár. Dagblaðið New York Times skýrði frá því í gær að tvær sprengj- ur hefðu fundist í kofanum og að þær væru mjög líkar bréfsprengjum sem Unabomber sendi fórnarlömb- um sínum. Þá greindi Washington Post frá því að í kofanum hefðu fundist nöfn nokkurra fórnarlamba launmorðingjans. Lögreglan fann ennfremur tvær ritvélar og talið er að Kaczynski hafi notað aðra þeirra til að prenta 35.000 orða yfirlýsingu sem New York Times og Washington Post birtu í september að kröfu Unabomber. I yfirlýsingunni var hvatt til uppreisnar út um allan heim gegn nútímaiðnsamfélagi og afturhvarfs til óspilltrar náttúru. Yfirlýsingin staðfesti grunsemdir Sprengjur og nöfn fórnarlamba finnast í kofa einbúans bróður Kaczynskis, Davids, um að hann væri Unabomber. David Kacz- ynski segist fyrst hafa grunað bróð- ur sinn síðasta sumar þegar hann hafi tekið eftir því að bréf, sem bárust frá honum, voru send frá sömu stöðum og bréfsprengjur Unabombers. Hann fékk einka- leynilögreglumann í heimaborg sinni, Chicago, til að rannsaka bréf- in og hann komst að þeirri niður- stöðu að skoðanir bréfritarans, orðalag og stafsetning ákveðinna orða, bentu til þess að hann hefði einnig skrifað yfirlýsingu Unabomber. 12 fermetra kofaskrifli Kaczynski bjó í 12 fermetra kofa- skrifli í skógi, um átta km frá bæn- um Lincoln í Montana. Veggir kof- ans eru úr krossviði og þakið úr grænum tjörupappa. í kofanum er hvorki rafmagn né rennandi vatn og enginn kamar er í grenndinni. Kofinn er dimmur, með tvo litla glugga, og einu húsgögnin eru rúm, stóll og lítið borð. í skýli við kofann er reiðhjól sem Kaczynski notaði þegar hann þurfti að fara til Linc- oln. Við kofann eru einnig tveir matjurtagarðar og fjögurra metra há gaddavírsgirðing sem varði hann fyrir dýrum skógarins. Kaczynski sagði nágranna sínum að hann lifði á 200-300 dölum, jafnvirði 13- 20.000 króna, á ári. Kaczynski er í fangelsi í Helena, höfuðborg Montana, og undir eftir- liti allan sólarhringinn. Saksóknar- ar hafa ákveðið að láta nægja fyrst um sinn að ákæra hann fyrir brot á lögum um hættuleg vopn til að geta haldið honum meðan verið er að rannsaka frekar tengsl hans við sprengjutilræðin. 17. april vérður sakborningurinn leiddur fyrir kvið- dóm í Montana sem á að úrskurða hvort sækja eigi hann til saka. Réttarhöld verða að hefjast í máli hans ekki síðar en þremur mánuð- um eftir þann úrskurð. Sprengjutilræðin beindust einkum að háskólafólki og starfsmönnum Reuter THEODORE Kaczynski leiddur fyrir dómara í Montana sem dæmdi hann í gæsluvarðhald vegna brota á lögum um hættuleg vopn. Kaczynski er grunaður um að hafa orðið þremur mönnum að bana og sært 23 i sprengjutilræðum. flugfélaga. Þau áttu sér^stað í átta ríkjum og Montana er ekki þeirra á meðal. Líklegt er að Kaczynski verði sóttur til saka í Kaliforníu eða New Jersey, þar sem Unabomber varð mönnunum þremur að bana. Verði hann fundinn sekur um sprengjutil- ræðin í þessum ríkjum á hann yfir höfði sér dauðadóm. Gáfaður en sérlyndur Kaczynski er 53 ára og ólst upp í Chicago, stundaði háskólanám í Harvard og lauk doktorsprófi í stærðfræði í Michigan-háskóla. Hann var aðstoðarprófessor í stærðfræði við Kaiiforníu-háskóla í Berkeley í tvö ár en sagði af sér árið 1970. Síðan hefur hann lengst af búið í kofanum í Montana, nema hvað hann dvaldi í skamman tíma í Chicago og Salt Lake City. Bréf- sprengjur Unabomber voru sendar frá þessum borgum þegar Kacz- ynski bjó í þeim. Þeir sem hafa kynnst Kaczynski lýsa honum sem gáfuðum en sér- lyndum manni, sem hafi átt erfitt með að standast kröfur nútímans. Hann hafi einkum orðið fyrir áhrif- um af umrótinu á sjöunda áratugn- um, þegar hann nam og kenndi við háskólana í Michigan og Berkeley. í þessum skólum var mikil andstaða við stríðið í Víetnam og ráðandi öfl í samfélaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.