Morgunblaðið - 10.04.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 10.04.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 27 LISTIR Signrmars kölska TÓNLIST liorgarlcikhúsið KAMMERTÓNLEIKAR Flutt var Saga hermannsins eftir Igor Stravinsky. Flytjendur voru Caput hópurinn. Stjómandi var Bemharð Wilkinson og lesari Felix Bergsson. Þriðjudagurinn 2. apríl, 1996. SAGA hermannsins var samin rétt við lok fyrri heimsstyijaldarinnar og ástæðan var sú, að á þeim tíma var ómögulegt að skipuleggja flutning stærri tónverka, því allt var hneppt í dróma stríðsleikjanna, sem' hrjáð hafði Evrópu í fjögur ár. Stravinsky var búsettur í Sviss og vissi að hann átti ekki afturkvæmt til Rússlands og yrði búa sig undir ævilanga út- legð. Við þessar aðstæður vaknaði hugmyndin að sögu hermannsins, sem byggð er á rússnenskri þjóðsögu úr safnriti eftir rússnenska rithöf- undinn Afanasiev og er alþýðusögn, upprunnin á tímum rússnesk-tyrk- neska stríðsins. Stravinsky þýddi söguna fyrir vin sinn Ramuz, sem gekk svo frá end- anlegri gerð sögunnar. í þjóðsögunni endar sagan á því að hermaðurinn sleppur úr klóm djöfsa en hjá Stra- vinsky er hermaðurinn klófestur af djöfsa, þegar sá fyrrnefndi vitjar heimahaga sinna, sem er ef til vill ábending um, að það sama hefði gerst ef Stravinskys hefði snúið heim til Rússlands bolsevikkanna. Þá er merkilegt að þetta er fyrsta verk Stravinský, þar sem heyra má áhrif af djasstónlist en um þetta leyti mun Asermet hafa haft með sér nótur og upptökur á slíkri tónlist frá Ameríku. Verkið er samið fyrir þrjá leikara, einn kvendansara og sjö hljóðfæraleikara, klarinett, kornett, básúnu og kontrabassa, með tilvísun til hljóðfæraskipan í djasstónlist, en fiðlan, fagottinn og hvernig tromman var notuð var tilvísun til erópskra hefðar. Það þarf engum orðum í það að eyða, að verkið er enn í dag hið nýstárlegasta, þó ómstreytur, óregluleg hrynskipan og knappt tón- málið sé ekki lengur það nýnæmi og það var stríðshrjáðum Evrópbúum í september árið 1918. Flutningur verksins var hinn ágætasti en fyrir öðrum fór Auður Hafsteinsdóttir á fiðluna, en með henni léku Richard Korn á kontrabassa, Guðni Fransson á klarinett, Bijánn Ingason á fagott, Eríkur Örn Pálsson á trompett, Sig- urður Þorbergsson á básúnu og Ste- ef van Oosterhout á slagverk. Eins og fyrr er getið var Berharður Wilk- inson stjómandi og lesari Felix Bergsson og féll allt að einu, að gera þennan flutning sem bestan. Viðfangsefnið var sprottið upp úr djöfladansi stíðsleikja, sagan úr rúss- nesk-tyrkneska stíðinu, tónlistin samin við lok fyrri heimsstyijald- arinnar og rússnesku byltingarinnar og hrunadans heimsveldanna í al- gleymingi og engu líkara en, að þrátt fyrir þá staðhæfingu, sem heyra má i dapurlegri útfærslu á sálmalaginu Vor Guð er borg á bjargi traust og vísar til trúarinnar á Guð, virðist sem það sé djöfsi, er muni sigra og dansa lokalagið. Jón Ásgeirsson KARLAKÓRINN Þrestir iinu jakkafötin sem skipta máli!!! Þrestir með vor- tónleika KARLAKÓRINN Þrestir heldur 3. vortónleika sína fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.30 í Digranes- kirkju í Kópavogi. Stjórnandi kórsins að þessu sinni er Sólveig S. Einarsdóttir og undirleikari Miklós Dalmay. Efnisskráin er uppbyggð á nokkuð hefðbundinn hátt sam- sett af bæði íslenskum og erlend- um lögum. Þannig hafa þeir á efnisskránni þjóðleg lög eftir þá Pál Isólfsson, Emil Thoroddsen og Jón Leifs ásamt lögum eftir þá Jón Asgeirsson, Sigfús Ein- arsson, Friðrik Jónsson og Pálm- ar Þ. Eyjólfsson svo einhverjir séu nefndir. Af erlendu lögunum má nefna rússneska syrpu og lög eftir Mozart og Verdi. Einsöng með kórnum syngur einn kórfélaga, Helgi Þórðarson, og eins munu þeir fleiri saman syngja í öðrum lögum. Til að auka fjölbreytni tónleik- anna buðu þeir fimm söngnemum að syngja nokkur lög. Þann 13. apríl ætlar kórinn síðan að heimsækja Stykkishólm og syngja kl. 16 og í Logalandi í Borgarfirði sama dag kl. 21. Lug og bíll: Verö meö afslætti frá á mann m.v. 2 í bíl í A-flokki í eina viku . Lágmarksdvöl ein vika (7 dagar) og hámarksdvöl 1 mánuður. yuningartilboð gildirtil ll.jdni 10.000 kr. afsláttur á mann (fullorðinn) af verði pakkafcrða VORI Flug og gisting: Verð með afslætti frá Ævintýri á nýjum slóðum á mann í tvíbýli í 5 daga. Síðasti heimkoniudagur er 11. júnf. Hafðu samband viö sölufólk okkar, ferðaskrifstofurnar eða í síma 50 50 100 (svaraö mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 16.) ' Innifalið: flug, bíll, ótakmarkaður akslur og LDW-trygging. Söluskattur, 18% af bílnuni, viðbntartryggingar ng önnur aukagjöld grdóast ytra. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.