Morgunblaðið - 03.05.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 03.05.1996, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tímabært að bæta launakjör hér að mati formanns BSRB Magnast krafa um að kom- inn sé tími til að breyta ÖGMUNDUR Jónasson formaður BSRB rakti í 1. maí ávarpi sínu að hagnaður 20 fyriitækja sem skráðeru á Verðbréfaþingi íslands næmi yfir 3.600 milljónum króna á síðasta ári og hefði aukist um 640 milljónir frá árinu áður. Þess- ar fregnir eru að mati Ögmundar lýsandi dæmi um að ríkisstjórn Islands hafi gengið öllum ríkis- stjórnum nær og fjær lengra í skattívilnunum til stórfyrittækja og fjármagnseiganda. Mikill mannfjöldi var saman- kominn í miðbænum til að halda baráttudag verkalýðsins, 1. maí, hátíðlegan og er mat Lögreglunn- ar i Reykjavík að þar hafi verið riflega 5.000 manns þegar mest var. Hægt að útrýma atvinnuleysi Ögmundur kvaðst teljar fréttir af hagnaði og arðgreiðslum fyrir- tækja áhugaverðar í ljósi þess að „ríkisstjórnin lætur nú þau boð út ganga að hún hyggist lækka skatta á arðgreiðslur úr 42 í 10 prósent - að hún ætli beinlínis að lækka skatta hjá ríkasta hluta þjóðarinnar, þeim tíunda hluta hennar sem tekur rúmlega helm- inginn af arðinum til sín,“ sagði Ögmundur. Hann sagði augljóst aðlhægt væri að bæta launakjör þjoðarinn- ar, þannig að kaupmáttur verði sambærilegur því sem best gerist með öðrum þjóðum. Vilji fyrir slíku sé fyrir hendi hjá öllum þorra ís- lendinga. Einnig er hægt að hans mati að útrýma atvinnuleysi, sé fylgt atvinnustefnu sem deilir vinnunni á fleiri hendur og dreifi þannig tilkostnaði við atvinnuleys- ið sem hann kallaði „stærstu og dýrustu meinsemd samtímans". Ögmundur kvaðst telja til stað- ar innistæðu breytinga. „Boðorð öfgafrjálshyggju“ „Og þegar menn virða fyrir sér andstæðurnar í íslensku samfélagi - hina vel smurðu menn marmara- gólfanna annars vegar og harða lífsbaráttu láglaunafólksins hins vegar, þeirra sem þurfa að snúa við hverri krónu og ná þó ekki endum saman - þá hefur hún ver- ið að rísa og magnast á undanförn- um árum, jafnt og þétt og með vaxandi þunga, krafan um að kominn sé tími til áð breyta," sagði hann. Hann fór hörðum orðum um frumvörp ríkisstjórnar um breyt- ingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og aðrar breytingar á vinnumarkaði, og ræddi m.a. um frumvarp sem treystir húsbónda- vald og frumvarp sem „skilgreinir þá sem eru meiriháttar og svo hina sem eru minniháttar. „Allt samkvæmt kenningunni, boðorði öfgafijálshyggju sem þeir hafa gert að sínu logandi leiðar- ljósi. Og það þarf heldur engum að koma á óvart að þeir skuli hafa hreyft frumvörpunum á Al- þingi daginn fyrir 1. maí, það var til að ögra, til að sýna hveijir ráða, hveijir það eru sem fara með vald- ið, hveijir eru meiriháttar og hveij- ir minniháttar, hveijir eru hús- bændur og hveijir eru hjú,“ sagði Ögmundur. Morgunblaðið/Kristinn ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, ræddi ni.a. í ávarpi sínu um öfugmælaríkisstjórn og krafðist þess að frumvörp um breytingar á vinnumarkaði verði dregin til baka. FJÖLMENNI sótti útifund í miðbæ Reykjavíkur á 1. maí, eða ríflega 5.000 manns að mati lögreglu. Forysta ASÍ deildi hart á stjórnvöld 1. maí STJÓRNVÖLD hóta nú raunveru- legum stjórnmálaslitum við verka- lýðshreyfinguna að mati Benedikt Davíðssonar forseta ASÍ að því er fram kemur í 1. maí ávarpi sem hann flutti á Húsavík. Hann vísaði þar til frumvarpa ríkisstjórnar um nýjar samskiptareglur á vinnu- markaði sem hann sagði jafngilda stórhættulegum breytingum og valdníðslu. „Verkalýðshreyfingin hefur ítrek að varað ríkisstjórn og Alþingi við því að slík lögþvingun muni leiða til harðra deilna á vinnumarkaði og torvelda mjö'g álla kjarasamninga- gerð, alveg' gagnátætt því sem frumvarpahöfundar hafa talið ríkis- stjórninni trú um. Horfið frá þríhliða samstarfi Það gefur auga leið að slíkt hef- ur ekki bara afleiðinga fyrir verka- fólk og verkalýðshreyfinguna held- ur og fyrir allt efnahags og atvinnu- lífið og þar með þjóðfélagið í heild. Því er eðlilegt að fólk spyiji hvers vegna ríkisstjórnin ákveði að að „Stjórnvöld hóta sljórn- málaslitum“ ijúfa griðin með þessum hætti og hverfa frá áratuga þríhliða sam- starfi um mótun samskiptareglna á vinnumarkaði,“ sagði Benedikt meðal annars. Hann nefndi tillögur þær sem hann væri sérstaklega mótfallinn og væru vitlausar að hans mati, þar á meðal lögverndun fyrirtækjafé- laga og skilyrði fyrir lögmæti verk- falla. „Önnur þessara vitlausu tillagna eru ólýðræðislegar og beinlínis óheiðarlega framsettar tillögur um atkvæðagreiðslur um miðlunartil- lögu sáttasemjara. Markmiðið er svo sem augljóst, það á að gera launafólki nær ókleift að fella miðl- unartillögur. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því að tryggja lýðræðisleg áhrif launafólks á eigin mál og hafnar því lögþvinguðu áhrifaleysi þess,“ sagði Benedikt. Hann sagði valdhafa jafnframt á hveijum tíma verða að átta sig á að misbeiting valds kunni ekki góðri lukku að stýra og að almennt launa- fólk muni ekki láta ólög koma í veg fyrir að það fái notið afrakstur erf- iðis undanfarinna ára. Til að fjötra verkalýðshreyfingu Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, varaforseta ASÍ, varð einnig tíð- rætt um áðurnefnd frumvörp á úti- fundi á Ingólfstorgi á 1. maí og sagði þau sett til höfuðs verkalýðs- hreyfingunni. Hún sagði þau vera unnin í flýti að því er virðist í þeim tilgangi að fjötra verkalýðshreyf- inguna áður en til kjarasamninga kemur um næstu áramót. „Með frumvarpinu um breytinga á vinnu- löggjöfinni sleit ríkisstjórnin samn- ingaviðræðum um bætt samskipti á vinnumarkaði," sagði hún. Ingibjörg kvaðst telja að verði sett lög sem „takmarka verkfalls- rétt og þrengja reglur um boðun og afboðun verkfalls, aukast líkur á langvinnum deilum á vinnumark- aði.“ Hún ræddi um lögþvingun í því sambandi og spurði hvort stjórn- völd vildu samráð eða átök. Langur laugardag- ur á morgun •Á LÖNGUM laugardegi sem haldinn er fyrsta laugardag hvers mánaðar eru verslanir á Laugavegi og nágrenni opnar til kl. 17 og á þessutn degi bjóða rnargar verslanir afslætti og tilboð auk þess sem margs kon- ai' uppákomur og kynningar eru í gangi. I fyrsta sinn á íslandi verður efnt til Ólympjukyndilshlaups og er það íþróttaverslunin Sparta, Laugavegi 49, sem stendur að hlaupinu sem er fyr- ir almenning frá kl. 14-16 og er hlaupið niður Laugaveg. íþróttafréttastjóri Sjónvarpsins Ingólfur Hannesson hljóp með þennan ólympíukyndil þanr, 31. mars á fjallinu Taigetos, norðan við borgina Spörtu á Pelóps- skaga í Grikklandi. Umferðardeild lögreglu verð- ur með hjólreiðaskoðun í húsi Kjörgarðs frá kl. 13-15, íþrótta- og Tómstundaráð verð- ur með kynningu á sumar- námskeiðum barna fyrir fram- an Landsbanka íslands kl. 13-15 og Sláturfélag Suður- lands býður pylsu og kók á niðursettu verði. Sumri fagn- að á Shell- hátíð í Perlunni SHELL-hátíð verður í Perlunni um helgina, en hún hefst með listflugsýningu Björns Thor- oddsen við Perluna klukkan 13 á laugardag. A hátíðinni, sem stendur yfir bæði laugardag og sunnu- dag, verður boðið upp á ijöl- breytta dagskrá. Spaugstofan bregður á leik báða dagana en auk.þess verður boðið upp á tískusýningar, listflug og farið í skógar- og skoðunar- ferðir um Óskjuhlíðina í fylgd skógræktarmanna. Komið verður upp leiktækjum fyrir börnin auk þess sem veltibíll- inn mun hringsnúast alla helg- ina. Á hátíðinni munu starfs- menn Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktar ríkisins leiðbeina og svara spurningum um tijárækt og hirðingu. Landslagsarkitektar veita ráðgjöf um garðaskipu- lag, sérfræðingur í skreyting- um sýnir hvernig hægt er að nota það sem til fellur í garðin- um til að búa til fagrar skreyt- ingar. Starfsfólk Skeljungs hf. og fulltrúar ýmissa birgja kynna vöruúrval Shell-stöðvanna og Skeljungsbúðin sýnir meðal annars grill og garðhúsgögn auk ijölbreytts úrvals úti- vistarfatnaðar. Skeljungur hf. hefur verið í samstarfi við Jafningjafræðslu framhaldsskólanna sem kynn- ir átak sitt gegn vímuefnum og þá munu fulltrúar Lands- bjargar gera grein fyrir gíró- tombólunni sem nú er verið að hleypa af stokkunum. Shell-hátíðin í Perlunni stendur frá klukkan 13 til 18 bæði laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis. Fram að helgi munu liggja frammi á Shell-stöðvunum miðar sem gilda sem happdrættismiðar á hátíðinni og eru veglegir vinn- ingar í boði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.