Morgunblaðið - 03.05.1996, Síða 17

Morgunblaðið - 03.05.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 17 LANDIÐ Metframleiðsla hjá Barra hf. Geitagerði - Aðalfundur gróðar- stöðvarinnar Barra hf. á Egilsstöð- um var haldinn í Valaskjálf 24. þ.m. Fram kom í skýrslu formanns og framkvæmdastjóra að sumarið 1995 voru afhentar úr gróðrarstöð félagsins tæpar tvær milljónir plantna og er það meira en nokkur önnur innlend gróðrarstöð hefur afgreitt af skógarplöntum á einu ári. Astæðan fyrir þessari aukningu á afhendingu er ræktun Barra hf. á plöntum fyrir Landgræðsluskóg- arverkefnið. Sú ræktun hófst 1994 og kom fram sem birgðaaukning í ársreikningi þess árs. Auk þess varð aukning á annarri sölu. Eins og áður var stærsti hlutinn eða 54% afgreiddra plantna afhent- ar til Héraðsskóga. Vorafhending var sú mesta til Héraðsskóga frá byijun eða samtals 811.196 plönt- ur. Um haustið voru afhentar 198.464 plöntur. Alls fóru því til Héraðsskóga 1.023.625 plöntur sem er svipað magn og árið áður. Til Landgræðsluskóga voru af- hentar 650.000 plöntur og var meirihluti afgreiddur um vorið. Önnur afhending var 237.143 plöntur þannig að heildarafhending ársins var 1.910.769 plöntur sem er aukning um 73% á árinu 1994. Mest áhersla er lögð á framleiðslu á rússalerki, birki og stafafuru. Héraðsskólar eru nú að fara í gang með sínar gróðursetningar og byijað verður að afhenda plöntur til Landgræðsluskóga í maí. Eins og fram kemur í ársreikn- ingi var hagnaður af rekstri félags- ins á sl. ári er nam kr. 3.931.311. Þetta er annað árið í röð sem félag- ið skilar hagnaði. Eigið fé félágsins er bókfært á kr.- 45.266.000 sem er hækkun um kr. 5.258.000 frá síðasta ári. Á hveiju ári tekur Barri hf. á móti ýmsum hópum, bæði innlend- um og erlendum, sem hafa áhuga á að skoða gróðrarstöð félagsins og hafa þær heimsóknir ætíð verið ánægjulegar. Aðalfundur Skóg- ræktarfélags íslands var haldinn á Egilsstöðum sl. sumar. Barri hf. kom að nokkru inn í undirbúnings- vinnu fyrir fundinn en Skógræktar- félag Austurlands hafði yfirumsjón með þeirri vinnu. Fundargestir. heimsóttu stöðina og-lýstu ánægju með framleiðsluna og alla aðstöðu tií ræktunar, sém og aðrir gestir. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hana skipa Broddi Bjarnason, Guttormur V. Þormar, Hlynur Halldórsson, Jónas Magnús- son og Sveinn Jónsson sem er for- maður. Framkvæmdastjóri er Jón Kr. Arnarson. Knattspyrnufélagið Víðir í Garði 60 ára Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson FRAMTÍÐARKNATTSPYRNUMENN Víðis eru byrjaðir æfingar af fullum krafti fyrir sumarið. Spilað var á eitt mark og var stað- an 2-2 þegar ljósmyndarinn átti leið hjá. Mikil hátíða- höld framundan Garði - Anattspyrnufélagið Víðir er 60 ára um þessar mundir en félagið var stofnað í maimánuði 1936. Fyrsti formaður félagsins var Jónas Guðmundsson frá Rafnkelsstöðum. Af þessu tilefni stendur mikið til í bænum og verða aðalhátíðahöldin um aðra helgi. Víðir hefir lengst af verið þátttakandi í karlaflokki í Islands- mótinu og oftast spilað i annarri eða þriðju deild. Þá náði félagið þeim árangri fyrir um áratug að spila 2-3 ár í fyrstu deildinni. Um tíma var kvennalið í Islandsmótinu, en það varð m.a.Islands- meistari í annarri deild 1982. Nú hefir verið stofnuð körfubolta- deild innan félagsins en það gerðist í kjölfar þess að nýtt íþrótta- hús var tekið í notkun. Þá hefir alltaf verið fijálsíþróttafólk innan félagsins og ber þar hæst árangur Jóhanns heitins Jónssonar en Jóhann varð heimsmeistari í sinum aldursflokki fyrir nokkruin árum, en Jóhann var mikill langstökkvari, þrístökkvari og spjót- kastari. Af hátiðarhöldunum mun hæst bera hátiðardansleikur í íþrótta- miðstöðinni 11. mai en þar verður borðhald, skemmtiatriði og dansleikurmeð undirleik Geirmundar Valtýssonar. 10. maí verður diskótek fyrir unglinga 13-16 ára í samkomuhúsinu. Yngri borgararnir fá einnig sína skemmtun. Hún verður í íþróttamiðstöðinni sunnudaginn 12. maí. Þar verður m.a. fimleika- sýning, troðslukeppni, knatttækni, tónlistaratriði og Magnús Scheving mun mæta. Stjórn félagsins hefir hvatt brottflutta Garðmenn að mæta til teitsins og hafa margir þeirra tilkynnt komu sína. Núverandi stjórr félagsins skipa Finnbogi Björnsson formaður, Karl Njálsson vara- formaður, Sigurður Jónsson ritari, Guðmundur Árni Sigurðsson gjaldkeri og Gísli Heiðarsson mcðstjórnandi. Miðar á hátíðardansleikinn verða seldir í kvöld kl. 20-22 og á morgun kl. 13-16 í Víðishúsinu. W merki í fjallahjólum 1 topp merki [ PRO line 5800 24 gíra Grip Shift, SRT 600 Shimano Deore LX gírskiptar Maxis dekk. Cro Mo stell Litur: Svartur 56. 905 kr. stgr. ARGUS / ÖRKIN /SÍA FÁ034

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.