Morgunblaðið - 03.05.1996, Page 61

Morgunblaðið - 03.05.1996, Page 61
morgunblaðið FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 61 FÓLK í FRÉTTUM Weiland skikk- aður í meðferð SCOTT Weiland, söngvari rokk- sveitarinnar vinsælu Stone Temple Pilots, hefur veriö skipað að dvelja næstu fjóra til sex mánuðina á meðferðarstofnun vegna alvarlegs vímuefnavanda. Dómari kvað upp þennan úrskurð fyrr í vikunni. Fjölskylda Weilands hafði snúið sér til yfirvalda vegna fíkniefna- notkunar hans, sem að sögn er komin á. alvarlegt stig. Michael Grosbard, saksóknari í Pasadena í Kaliforníu, segir .að nánustu ætt- ingjar söngvarans séu afar áhýggjufullir yfir vímuefnanotkun- ar hans og hafi ákveðið að snúa sér til yfirvalda vegna þess að „þeir þurftu að koma honum í meðferð." Þessi tíðindi eru miður góð fyrir hljómsveitina, sem sendi frá sér piötuna „Tiny Music . . . Songs From the Vatican Gift Shop“ fyrir skömmu. Alls óvíst er hvort verður af fyrirhuguðu tónleikaferðalagi til kynningar á plötunni, en hinir með- limir sveitarinnar íhuga nú hvort þeir eigi að fá annan söngvara til liðs við sig. Fyrrnefndur saksóknari, Michael Grosbard, bætti við: „Ég vona inni- lega að þetta dugi. Hann þjáist.' Maður þarf ekki annað en líta á manninn til að sjá að hann þjáist afar mikið.“ Lögmaður Weilands, Steve Cron, segir að væntanlega verði allar ákærur á hendur honum látnar niður falla eftir meðferðina. Weiland, sem er 28 ára, var hand- tekinn í fyrra fyrir að hafa heróín og kókaín undir höndum. væntanlegur forsetaframbjóðandi Glöð leikkona • SHARON Stone lék á als oddi þegar hún mætti til sérstakrar frumsýningar á myndinni Síðasti dansinn, eða „Last Dance“. í mynd- inni er hún í hlutverki fanga á dauðadeild bandarísks fangelsis. Allur ágóði þessarar sýningar, sem fór fram í New York, rann til eyðni- rannsókna. Myndin verður frum- sýnd vestra í dag. Guðmndiw Rapi Gemöal ,J3f forsetinn neitar að skrifa undir lög hefur það verið kallað af sumum frestunarvald forseta en af öðrum málskotsréttur forsetans til þjóðar- innar og er þar verið að vísa í 26. grein Stjórnarskrárinnar en þar segir: „Ef Alþingi hefur samþykkt laga- frumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt og veitir staðfestingin því Mgagildi. Nú synjar forseti laga- frumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæða- greiðslu. Lögin falla úr gildi ef sam- Þykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu." Eg sé ekkert óeðlilegt við þessa grein. þarna stendur ekkert um stríðs- yfírlýsingu en Davíð Oddsson hefur oftar en einu sinni notað þau orð ef forsetinn nýtir þennan rétt sinn. Ég 'treka því enn á ný að ég væri líklegur til að beita þessu ákvæði ef samviska mín og/eða þjóðarinnar býður svo." Fólk GuSrún Agnardóttir fékk líðsauka frá London Q '771

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.