Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríki, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær rannsaka jarðgufu í nágrenni höfuðborgar Athugun á pappírs- verksmiðju forsendan FYRIRSPURN frá bandarísku fyr- irtæki um möguleika á að setja á stofn umsvifamikla pappírsverk- smiðju hérlendis hefur leitt til þess að ríki, Reykjavíkurborg og Hafnar- fjarðarbær hafa ákveðið að efna til samstarfs um rannsóknir á jarðgufu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni með virkjun hennar í huga. Kostnaður við rannsóknirnar er áætlaður um 230 milljónir króna og er gert ráð fyrir að frumniðurstöður liggi fyrir um mitt næsta ár. Undirbúningsfélag stofnsett Finnur Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ingvar Viktorsson bæjarstjóri í Hafnarfirði undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis, sem kveður á um að sett verði á stofn undirbúningsféiag þess- ara aðila til að undirbúa og hrinda af stað rannsóknaráætlun sem miði að því að kanna afkastagetu og vinnslueiginleika á Krísuvíkur- og Trölladyngjusvæðinu með tilliti til að geta afhent stórum notendum jarðgufu við starfandi höfn. Sömuleiðis að gera verkfræði- og hagkvæmnisathugun á heildarfjár- festingu vegna virkjunar jarðgufu á svæðinu og til afhendingar í Straumsvík og annast markaðssetn- ingu á jarðgufu til iðnaðarnota, m.a. í samstarfi við aðra aðila, sem sinna hliðstæðum verkefnum. Ingibjörg Sólrún lagði á það áherslu við undirritunina í gær, að útilokað sé að markaðssetja og finna kaupendur að jarðgufu til stóriðnað- ar, nema að fenginni staðfestingu á mögulegri öflun gufu af þeim gæðum og á því verði sem er samkeppnis- hæft. Þetta verði- ekki gert nema með rannsóknum. 33 milljarða verksmiðja Fram kom að fyrirspurn frá bandarísku fyrirtæki, Southem Pap- er Corporation, sem barst Reykjavík- urborg, hratt samstarfi aðilanna þriggja af stað. Þar var lýst yfir áhuga á að reisa pappírsverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu er framleiddi hvítan, hjúpaðan prentpappír, um 2.000 tonn á ári. Þá var upplýst að stofnkostnaður slíkrar verksmiðju næmi um 500 milljónum bandaríkja- dala, eða um 33 milljörðum íslenskra króna, sem yrði fjármagnað að tveimur þriðju með lánsfé en einum þriðja með eigin fé. Velta slíks fyrir- Morgunblaðið/Halldór FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra og Ragnar Kjartansson framkvæmdastjóri Aflvaka ræðast við eftir undirskrift sam- komulags um jarðhitarannsóknir. tækis yrði sömuleiðis um 33 milljarð- ar króna á ári, ef af yrði. Óskað var eftir atbeina borgaryf- irvalda við verkefnið í heild, svo sem starfsaðstöðu, orkusölu og innlenda þátttöku í fjármögnun. Ingibjörg sagði fulltrúa borgarinnar hafa rætt við forkólfa fyrirtækisins, og fóru þær viðræður fram 2. febrúar sl. í Bandaríkjunum. Southern Paper Corp. var stofnað á seinasta ári og hefur ekki hafið daglegan rekstur. „í raun er hér um að ræða hóp frumkvöðla sem sýnast hafa trúverð- uga fagreynslu og viðskiptasambönd og hafa tekið sig saman um upp- byggingu þessa fyrirtækis. Fram hefur komið, að sjálfir muni þeir leggja til USD 25 milljónir (1,7 millj- arða króna) í fyrirtæki um verksmiðj- una hérlendis, auk framlags frá skyldum og tengdum aðilum," segir í skýrslu starfshóps á vegum Aflvaka hf. um málið. Morgunblaðið/Ásdís Byggir hesthús VORDAGAR nýtast vel til verka. Þorkell Traustason smiður er hér að byggja hesthús í Mosfellsbæ. Bankafrum varp samþykkt ALÞINGI samþykkti í gær breyt- ingu á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði, þar á meðal umdeilt bráðabirgðaákvæði sem heimilar Landsbankanum að endurfjár- magna víkjandi lán sem hann fékk árið 1993. Stjórnarandstaðan lagðist gegn þessu ákvæði á þeirri forsendu að ekki væri þörf á heimildinni, þar sem eiginfjárstaða Landsbankans væri í lagi og bankinn hefði mögu- leika á að styrkja efnahag sinn með öðrum aðgerðum. Þingmenn Alþýðuflokks, Þjóð- vaka og Kvennalista, auk Margrétar Frímannsdóttur, for- manns Alþýðubandalags, greiddu atkvæði gegn ákvæðinu, en aðrir þingmenn Alþýðubandalags og Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sátu hjá. Aðrir þingmenn Sjálf- stæðisflokks og þingmenn Fram- sóknarflokks samþykktu ákvæðið. Tveir þingmenn sátu hjá Frumvarpið í heild var síðan samþykkt með atkvæðum allra þingmanna nema Hjörleifs Gutt- ormssonar, Alþýðubandalagi, og Jóhönnu Sigurðardóttur, Þjóð- vaká, sem sátu hjá. Róttækar tillögur liggja fyrir um breytingar á tekjustofnum Ríkisútvarpsins Innheimta þarf yfir 9.000 krón- ur í nefskatt Tekjur Ríkisútvarpsins af auglýsingum hafa faríð vax- andi síðustu ár og námu þær á síðasta ári um 32% af tekjum stofnunarinnar. Missi RÚV tekjur af auglýsing- um og afnotagjaldið verði afnumið og tekinn upp nef- skattur þarf skatturinn að nema a.m.k. 9.000 krónum á mann til að RtJV haldi óbreyttum tekjum. VERÐI farið að tillögu starfshóps um endur- skoðun á útvarpslögum um að Ríkisútvarpið fái tekjur sínar með innheimtu nefskatts og stofn- unin dragi sig að mestu út af auglýsingamark- aði þarf upphæð nefskattsins að nema um 9.000 krónum. Upphæðin miðast við að umsvif RÚV verði þau sömu og þau eru í _dag. Samkvæmt ársskýrslu RÚV 1994 námu heildartekjur stofnunarinnar 2.054 milljónum króna. 75,8% teknanna komu frá afnotagjöldum eða rúmur 1,5 milljarður. Tekjur af auglýsingum þetta ár námu 524 milljónum króna. Að sögn Harðar Vilhjálmssonar, fjármála- stjpra RUV, hefur vægi auglýsinga í tekjum RÚV farið vaxandi á síðustu árum. Hann sagði að^ í fyrra hefðu hlutfall auglýsinga í tekjum RÚV farið upp í 32%, en afnotagjöld verið um 68% af tekjum stofnunarinnar. í skýrslu starfshópsins kemur fram að árið 1991 var Ríkisútvarpið-Hljóðvarp með um 70% af auglýsingamarkaði hljóðvarps, en einkareknu útvarpsstöðvamar sameiginlega með 30%. Nefskattur lagður á 212 þúsund einstaklinga og fyrirtæki í tillögum starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum er lagt til að RÚV hverfi af aug- lýsingamarkaði fyrir 1. janúar 1999. Starfshóp- urinn miðar þó við að afnám auglýsinga nái ekki til tilkynninga er snerta öryggi lands- manna og þjóðarheill, né til dánartilkynninga, tilkynninga um afmæli, fundi og ámaðaróska á hátíðisdögum. Jafnframt leggur starfshópurinn til að RÚV hætti að innheimt afnotagjöld, en innheimtur verði nefskattur af hveijum einstaklingi eldri en 16 ára og einnig af lögaðilum. í dag eru greidd afnotagjöld af um 77.000 viðtækjum og nemur gjaldið 2.000 krónum á mánuði eða 24.000 á ári. Tekjur RÚV af afnotagjaldi eru eins og áður segir um 1,5 milljarður. Verði lagður á nefskattur til að bæta RÚV þennan tekjumissi er miðað við að hann verði lagður á 212.000 einstaklinga og fyrirtæki og nemi 7.000 krónum á ári. Ef bæta á RÚV upp tekjumissi vegna missi auglýsingatekna þyrfti nefskatturinn að vera a.m.k. 2.000 krónum hærri eða samtals yfír 9.000 krónur. Þá er gengið út frá að aðrar breytingar, sem starfshópurinn leggur til, hafí engin áhrif á tekjur og útgjöld RÚV. Sú for- senda stenst reyndar ekki því að Ijóst er að rekstur innheimtudeildar, auglýsingadeildar og dreifikerfís kostar RÚV verulega fjármuni. Kostnaður við rekstur innheimtudeildar RÚV kostaði t.d. 76 milljónir árið 1994 og rekstur dreifíkerfisins kostaði um 180 milljónir. Starfshópurinn telur eðlilegt að gerðar verði ýmsar breytingar á rekstri RÚV og bendir á að stofnunin geti bætt sér upp missi auglýsinga- tekna með markvissri endurskipulagningu. í viðauka við skýrsiuna vekja höfundar hennar athygli á að starfsmönnum hennar hafi fjölgað verulega. Þannig hafí fastir starfsmenn RÚV verið 335 árið 1987, en 375 árið 1993. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum, sagði að á bak við tillöguna um að RÚV dragi sig út af auglýsingamarkaðinum lægi það sjón- armið að skapa aukið svigrúm fyrir einkarekna ljósvakamiðla til að auka innlenda dagskrár- gerð. „Við fórum ekki út í að reikna það út hversu miklum fjármunum þyrfti að veija til Ríkisút- varpsins á hveiju ári til að það gæti sinnt sínum skyldum sómasamlega. Hugmynd starfshópsins var að það yrði gert og Ríkisútvarpið fengið það fjármagn sem það þyrfti og sátt væri um að það hefði til ráðstöfunar til að rækja skyld- ur sínar,“ sagði Gunnlaugur. Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og einn nefndarmanna, gerði fyrirvara við tillögu nefnd- arinnar um að RÚV dragi sig út af auglýsinga- markaðinum. I fyrirvara sínum leggur hann til að samkeppnisstaða einkarekinna sjónvarps- og útvarpsstöðva verði bætt á þann hátt að sér- stakt gjald verði lagt á auglýsingatekjur RÚV og gjaldið renni til dagskrárgerðar á vegum einkarekinna ljósvakamiðla. Örbylgjukerfið komið að fótum fram í skýrslunni er lagt til að RÚV hefji samn- ingaviðræður við Póst og síma um sölu örbylgju- kerfísins og fulla yfírtöku Pósts og síma á dreif- ingu útvarpsefnis fyrir RÚV. Örbylgjukerfið er komið til ára sinna og knýjandi að taka ákvörð- un um hvernig standa skuli að dreifingu efnis frá RÚV í framtíðinni. í skýrslunni er haft eft- ir talsmönnum Pósts og síma að stór hluti ör- bylgjukerfís RÚV sé ónýtur, ýmsir kaflar þess séu í „gjörgæslu" og aðrir komnir af fótum fram. Kostnaður RÚV við rekstur dreifíkerfisins nam um 180 milljónum króna árið 1994. í skýrslunni er eindregið mælt með að dreif- ing efnis frá RÚV fari í framtíðinni fram í gegnum Ijósleiðara. Bent er á að Viðskiptafræði- stofnun Háskóla íslands hafí komist að þeirri niðurstöðu að ljósleiðaralausnin sé tvímælalaust ódýrari kostur en fjárfesting í nýju örbylgju- kerfí, en uppbygging þess kosti um 400 milljón- um króna meira en hin leiðin. Bent er á að langstærstur hluti fjárfestinga við ljósleiðara- kerfíð sé lokið og það nú þegar vel í stakk búið til að taka við dreifingu af örbylgjunni. Eðlilegt væri að nota örbylgjuna sem varaflutningskerfí ef bilun verði í ljósleiðarakerfínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.