Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sálkönnun FREUD skilgreindi það sem kalla mætti „orsakalögmál dulvit- undar“, samhengið milli niðurbældra til- fmninga bernskuára, svokallaðra „dulda“ og óhamingju síðar í lífinu. Þessi þekking á dulvitund mannsins hefur legið fyrir sem viðurkennd vísindi í hagnýtanlegu formi í 100 ár. Freud upp- götvaði aðferð til að losa sjúkling við þess- ar duldir. Hann upp- götvaði, að duldir leita sjálfar út, og dáleiðsla var því óþörf. Aðferð Freuds kali- ast „Psychoanalysis" (e. psycho = sálar, analysis = greining, könnun) sálgreining eða sálkönnun. Grundvallarregla sálkönnunar var óhindruð hugtengsl, sem felur í sér að gefa sjúklingi algjörlega lausan tauminn. Sjúklingur er í hvíld og með fullri meðvitund. Rökhugsun og vilji eru óvirk. Þá fær dulvitundin stjórnina og tekur til starfa. Niðurbældar tilfinningar, sem þjaka sjálfsvitund- ina, bijótast út á til- fmningaþrunginn hátt og beinast að sálkönn- uði. Hann verður þo- landi. Sjúklingur sér sálkönnuð ýmist með augum meðvitundar með réttan persónu- leika eða með augum dulvitundar og þá með persónuleika ofbeldis- manns, sem ofbeldis- manninn frá bemsku. Það er þetta fyrirbæri, sem heitir „transfer- ence“. Venjulega segir sjúklingur skilið við ofbeldismanninn og fer heim í því ástandi, en vissulega getur komið fyrir, að sjúklingur hlaupi burtu í geðshræringu með sálkönnuðinn sem ofbeldismann í höfðinu. Þegar heim er komið, heldur geðshræringin áfram, en myndinni verður ekki breytt. Sál- fræðin greinir frá raunverulegum dæmum, þar sem sjúklingur lýsir því, hvernig hann upplifði hjálpar- mann sinn ýmist sem hann sjálfan •eða ofbeldismanninn frá bernsku. Krístin trú lumar á lífs- hamingju, segir Jón Brynjólfsson, sem ung- dómurinn virðist bíða eftir að uppgötva. Við sálkönnun myndast furðu- legt ástand. Meðvitund og dulvit- und virðast vera virkar til skiptis, en minni þeirra eru aðgreind og óaðgengileg hinni vitundinni skv. Sperry. Sálkönnuður er aðeins hlutlaus athugull áhorfandi, sem reynir að finna samband milli at- burða bernskureynslu og sálrænna vandamála og reynir að láta sjúkl- inginn sjálfan gera sér grein fyrir sambandinu. Mistakist það, verður batinn ekki varanlegur. Sálrænt samband sjúklings og sálkönnuðar verður við þessar aðstæður alveg einstakt og mjög náið og hefur verið kallað „gagnúð“. Það getur orðið svo tilfinningaþrungið að við getur legið að allt springi í loft upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þær tilfinningar sem bijótast út Jón Brynjólfsson. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 847. þáttur UMSJÓNARMAÐUR hefur um hríð dundað við að setja sam- an ritkorn um sögu limrugerðar hérlendis og erlendis, enda hefur honum borist mörg limran. Hann hefur gaumgæft bragfræði Iimru, efni og einkenni. Þar með hefur hann safnað allmörgum dæmum og reynt að meta galla og kosti, fánýti eða gildi limr- unnar. Allt er það í molum og uppkasti og verður ekki hér í pistlum frekar farið út í þá sálma að svo stöddu. Ymsir fást við limrusmíð, þótt þeir flíki því lítt eða ekki. Við höfum löngum verið svo lánsam- ir í fámenninu íslendingar, að eiga menn sem bæði hafa verið listamenn og vísindamenn. Próf. Baldur Jónsson, þjóð- kunnur vísindamaður, bregður stundum fyrir sig öðru í seinni tíð og gerist þá hagsmiður brag- ar, sér og öðrum til gamans. Hann hefur ort limrur undir nokkrum tilbrigðum hins al- genga háttar, og höfum við á því samheitið tildrur. Undir- flokkar eru: Glamra, flumbra og klambra. Dæmi um glömru: Hallgrim langar í limru, en ég læt hann í staðinn fá glömru sem er íslenskt lag á erlendum brag, en alls ekki ættað frá Humru. Til skýringar: Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri krafði Baldur um limru, og má segja að glamran væri höfuðlausn hans. En nú ætlar umsjónarmaður að gefa Baldri sjálfum orðið: „Um flumbruna er það að segja að einhverjir sem voru á starfsmannahátíð Hagstofunnar í mars 1994 kölluðu glömruna mína flumbru eftir á, viljandi eða óviljandi, og var mér sagt frá því fáeinum dögum síðar. Mér fannst heitið ágætt, en auðvitað gat ég ekki horfið frá „glömr- unni“ því að hún var kirfilega bundin í vísutetrinu. Mér fannst hins vegar vel koma til greina að hafa flumbruheitið á ein- hveiju öðru afbrigði. En um það hugsaði ég ekki meira fyrr en ég sat hér og skrífaði þér á tölvu mína nú um áramótin. Þá renndi ég einhveiju á blaðið sem var enn flumbrulegra en Hall- grímsglamra og ætlaði þér, sem stórasjó í bragfræði, að skil- greina bragareinkennin! Ef ég reyni nú að koma ein- hveijum böndum á villing minn, var víst hugmyndin sú að losa svolítið um rímið á limrunni með því að leyfa því að vera skot- hendu. Það var allt og sumt. Tildrur eru sem sé limrur með skothendu rími, og þær eru í megindráttum þrenns konar: glömrur, flumbrur og klömbrur. - Ef mér skjátlast ekki eru limr- ur oftast þannig kveðnar að þær hafa kvenrím í langlínum en karlrím í skammlínum. En stundum er þessu öfugt farið, og stundum er kvenrím í öllum línum eða karlrím eingöngu. Langlínur eru jafnan saman um rím, og skammlínur ríma inn- byrðis, en langlínur ríma aldrei við skammlínur (eða hvað?) nema þá skothent. Ég hugsa mér að tildrur hafi öll þessi sömu einkenni og séu einungis frábrugðnar í því að hafa einhvers staðar skothent rím, annaðhvort í langlínum eða skammlínum ellegar innbyrðis í hvorumtveggja. Glamra heitir það afbrigði þar sem karlrím er skothent (fer : var) eða annað atkvæði kven- ríms (fara : vera eða fara : fari). Dæmigerð glamra hefir skothent rím annaðhvort í lang- línum eða skammlínum, en það má vera skothent bæði í langlín- um og skammlínum ef það er ekki flumbrað. Um langlínu- glömru höfum við þegar tvö dæmi: „Hallgrím langar í limru“ og Á glömru er enginn galli. Hún er gersneydd öllu bulli; hún yrkir sig sjálf, er orðin hér hálf og gengur svo koll af kolli. Og um skammlínuglömru höf- um við eitt dæmi: „Ykkar líf er til milljarða metið“ sagði Meinholt og leit oní fletið, „og háttum má ná í helvíti þó, að þið hjarið á meðan þið getið." (Anonymus.) Þetta getum við kallað að glamra. Flumbra var hugsuð („hugs- uð“, taktu eftir!) þannig að kven- rím væri a.m.k. á einum stað skothent á báðum atkvæðum, ef svo má að orði komast, t.d. galin : þula og fara : væri. Það er best að kalla þetta rím flumbrað, enda líkt því að vera skaddað eða óheilt. Við skulum segja að næstfyrsta flumbran hafi verið dæmigerð: Það var flumbra í bréfinu falin, og mér fannst hún ekki svo galin að ég lét hana fara og lét sem hún væri svona þokkaleg lausamálsþula. Þarna er flumbrað bæði í skammlínu og lokalínu. Klambra er blendingur úr glömru og flumbru. Þá er bæði glamrað og flumbrað í sömu vís- unni: Það var flumbra í bréfinu falin, og mér fannst hún ekki svo galin að ég lét hana fara og lét hana vera eins og laglega lausamálsþulu. Þarna er ekki lengur flumbrað í skammlínu, heldur glamrað, og einungis flumbrað í lokin - sem sé klambrað! Innan þessara marka má svo auðvitað hafa ýmis tilbrigði. Það má t.d. flumbra í 2. línu og al- ríma síðan á móti í lokalínu. Það yrði þá flumbra þótt skammlínur hefðu alrím, en klambra ef glamrað væri í skammlínum... P.S. Ég á bágt með að trúa því að glömrur hafi ekki oft ver- ið kveðnar áður. Nú rekst ég t.d. á eina í Ljóðmælum Hrólfs Sveinssonar, bls. 45. Hún heitir Hundgá: Um hádegið mætti ég hundi sem hróðugur kom af fundi fótgangandi með frú í bandi og gelti: „Góðan dag, frændi!" úr dulvitund sjúklings beinast að sálkönnuði, yfirfærast á hann. Það eru þessi áhrif, sem kallast á ensku „transference“, á dönsku „overför- ing“ og hefur verið þýtt „gagnúð“. Skv. íslenskri orðabók merkir gagnúð í sálfræði: „Afstöðutengsl sálsjúklings við lækni, líkt og við vandamenn í bernsku.“ Þessi skil- greining nær þó ekki þeim sál- fræðilegu áhrifum sem þarna eiga sér stað, yfirfærslu bernskutilfinn- inga á lækninn. Orðabók Websters tekur á þessu: Transference, Psychoana- lysis, „reproduction of emotions, esp. those experienced in childhood toward a person other than the one toward whom they were init- ially experienced." (Endurmyndun tilfinninga einkum úr reynslu bernskuára, á annan mann en þann, sem reynslunni olli.) Fyrirbærið felur í sér, að niður- bæld reynsla sjúklings brýtur sér leið upp á yfirborð meðvitundar, og reiðin beinist gegn alsaklausum manni sem hefur það eitt til saka unnið að vera viðstaddur. Hjálpar- maður er að fjarlægja meinsemd úr dulvitund sjúklings, og sjúkling- ur launar honum með því að upp- lifa hann sem hinn raunverulega ofbeldismann. Hann sameinar of- beldiseiginleikann og persónu hjálparmanns. Þannig er hjálpar- maður í huga sjúklings kynferðis- legur ofbeldismaður og þessi teng- ing hefur átt sér stað á tilteknum stað og stund. Þetta er reynsla sjúklings, og hún er sönn sem ver- andi reynsla hans og verður því að koma í ljós. Þessi „sannleikur" sjúklingsins er aðeins í huga hans og ekki annars staðar. Það er líka sannleikur, sem verður að koma í ljós. Dulvitundin starfar heildrænt skv. Sperry, og skynjað umhverfi skýrir því myndina. I bókum sál- fræði er þetta fyrirbæri „transfer- ence“ skýrt út með raunverulegum dæmum. Þar er sagt frá sjúkling- um, sem í sálgreiningu upplifðu sinn hjálparmann til skiptis sem tvo persónuleika, hjálparmanninn og ofbeldismanninn frá bernsku. (Furður sálarlífsins bls. 41.) Fyrir þessum sjúklingum var hvort tveggja „sannleikur" í merking- unni „upplifuð reynsla" og meira að segja hjá einni og sömu mann- eskju. Hins vegar var „hjálparmað- ur með persónuleika ofbeldis- manns“ aðeins til í huga sjúklings- ins og var því ekki „raunveruleiki" í venjulegri merkingu, „óháður þeim, sem skynjar“. Fýrir uppgötvun Freuds hafði kona kölluð „Annie 0“ í meðferð hjá sálfræðingnum Breuer ímynd- að sér ástarlíf með honum allan meðferðartímann, tilheyrandi þungun og meðgöngu, án þess Breuer grunaði neitt. Þegar hann hætti meðferðinni og hún var kom- in heim varð hún veikari en nokkru sinni, fylltist mikilli geðshræringu og fékk fæðingarhríðir í allri sinni dýrð sem rökréttan lokakafla á ímyndaðri þungun. (Furður sálar- lífsins bls. 33.) Gerum ráð fyrir sjúklingi, sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi ofbeldismanns, fyllst reiði í hans garð, bælt niður reiðina og jafnvel gleymt henni, þannig að meðvitund sjúklings veit ekki af henni lengur. Þannig verður hatrið og reiðin svo- kölluð „duld“ (d. kompleks) eða dulin tilfinning, sem býr í dulvitund sjúklings. Duldin er sjúklingi mjög sár tilfinning og skyggir á persónu- leika hans. Duld getur orðið undir- PCI b'm og fiíguefni i uíimi MHÐIiffirrUÍLIJU l.-rn l M M M M M Stórhöfða 17, við Gultinbrú, sími 567 4844 rót margs konar sálrænna kvilla, sem valda óhamingju. Ofbeldi, lík- amlegt eða andlegt, t.d. áreitni og hótanir í krafti valds eða rangar sakargiftir, er því alvarlegt afbrot, eins konar „morð“ á persónuleika og mannorði. Sé ofbeldið framið gegn barni, er málið mun alvar- legra, því persónuleikinn mótast þá á sjúkum grunni og afleiðingin getur orðið brenglaður persónu- leiki, t.d. afbrotamaður frá barns- aldri. Greining á afbrotamönnum hefur leitt slíka fortíð í ljós. Því meiri bæling, því meiri innri spenna og afleiðingarnar verða því ofsa- fengnari þegar þær bijótast út ef til þess kemur. „Bæling" var notuð sem lækningaaðferð fyrir daga Freuds og er beitt enn í dag, t.d. hjá móður, sem segir við son sinn: „Hættu að grenja, strákur. Þú ert karlmaður! Hertu þig nú upp!“ Sumir mundu greina þetta sem „forherðingu“ en ekki lækningu. Sjálfsímyndin er sú mynd, sem maðurinn hefur af sjálfum sér. Hún býr í dulvitundinni og á sér í meðvitundinni fulltrúa sem er matsaðili á upplifuð atvik. Hann reynir að hafa áhrif á atvikin sjálf, þannig að þau samræmist sjálfsí- mynd hans og afstaðan geti orðið fastur hluti af henni. Þessi aðili er kallaður „vilji“. Sé viljinn brot- inn á bak aftur, er um ofbeldi að ræða. Lögmálið um orsök og afleið- ingu segir að orsök sé á undan afleiðingu í tímaröð atburða. Freud uppgötvaði orsakarsamhengi milli „dulda“ og óhamingju síðar í líf- inu. Ef orsakarsamhengi er fyrir hendi, felur það í sér að orsök og afleiðing eru til staðar. Sé þessu beitt á uppgötvun Freuds, má álykta að afleiðingin, sálrænar truflanir, verður ekki til nema sál- rænir árekstrar hafi átt sér stað. Hins vegar eru það reynsluvísindi að sálrænar truflanir fylgja manni gegn um lífið, leita útrásar og leyna ekki á sér. Þær skjóta ekki upp kollinum í eitt skipti, þótt ein- hver haldi því fram af innri sann- færingu. Þeir sem trúa slíku, þurfa að skoða sína viðmiðun. Á þessu byggjast hugtökin persónuleiki, traust og öryggi. Hjá heilsteyptum manni eru þessi hugtök greypt inn í sjálfsímynd hans, en hjá öðrum eru þau í raun ekki til sem slík, heldur bara í formi „jo-jo“. Það var að mestu óhamingju- samt fólk sem leitaði til sálfræð- inga og því beindist athygli þeirra mest að skuggahliðum sálarlífsins. Hin hliðin hefur hingað til verið látin í friði. Leit að hamingju í hugarfylgsnum manns er óþekkt fyrirbæri þar á bæ. Hinar björtu hliðar mannshugans vekja ekki áhuga. Sálfræðin hefur haslað sér völl, en kristin trú lumar á lífsham- ingju sem ungdómurinn virðist bíða eftir að uppgötva. Lotning til Guðs er dýpsta tilfinning sem maðurinn getur getur upplifað. Ef ungdómurinn er í leit að slíku, þá virðist það rétta leiðin. Um hvað skyldu þeir menn vera að hugsa, sem eiga að brúa bilið? Hvernig varð 1 fjöður að 5 hæn- um? Hver talaði myndrænt í dæmi- sögum og höfðaði til tilfinninga dulvitundar? Hvernig skal flytja talað orð á listrænan hátt? Hvar er fjallið sem tók jóðsótt? Og hvað er gert við menn sem vita ekki hvað þeir gera? Höfundur er verkfræðingur. DANMORK 9.900 Verö frá kr. hvora leiö meö flugvallarskatti Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, Sími: 0045 3888 4214 Fax: 0045 3888 4215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.