Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ERLEIMT Urskurðar samgönguráðuneytisins að vænta næstu daga Deilt um skráningu áhafnar á Heinaste Sjómannasambandið og Farmanna- og fiskimannasambandið hafa beint þeim tilmælum til samgönguráðherra að hann hlutist til um að farið sé að lögum varðandi lögskráningu skipshafnar um borð í togaranum Heinaste HF-1. Málið er til meðferðar í samgöngu- ráðuneytinu. Að sögn Helga Jóhann- essonar, lögfræðings ráðuneytisins, er verið að ganga frá svari sem verð- ur sent Sjómannasambandinu og Farmanna- og fískimannasamband- inu næstu daga. Heinaste er í eigu Eyvarar ehf. í Hafnarfirði og var skráð undir ís- lenskan þjóðfána 2. febrúar 1996. Togarinn er leigður Kenora Shipping Co. á Kýpur, þar sem áhöfnin, sem er að stærstum hluta rússnesk, var skráð um borð. Eigandi Kenora Shipping Co. er Sjólastöðin hf. í Hafnarfirði. „Tilraun til að grafa undan íslenskri vinnulöggjöf" í bréfi Farmanna- og fískimanna- sambandsins til samgönguráðuneyt- isins kemur fram að Farmanna- og fiskimannasambandið álítur að öll skip undir ísienska þjóðfánanum eigi að lúta undantekningaiaust íslensk- um lögum, enda séu þessi skip eins og hver annar íslenskur vinnustaður. Þess vegna sé hér á ferðinni gróf tilraun til að grafa undan íslenskri vinnulöggjöf og réttindum íslenskra sjómanna, þar sem eigendur um- rædds skips reyni að skjóta sér und- an þeim skyldum sem kveðið sé á um í íslenskum lögum og kjarasamn- ingum. „Ég sendi þetta bréf fyrir nokkrum vikum síðan,“ segir Benedikt Vals- son, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambandsins. „Ekkert svar hefur borist og ráðuneytið hefur reynt að skjóta sér undan. Við bárum erindið fyrst undir okk- ar lögfræðing sem sagði að við vær- um í fullum rétti til að verja stöðu okkar um borð í skipinu þar sem það sigldi undir íslenskum fána. Erlendur aðili að nýta sér íslenskar veiðiheimildir Það er greinilegt að fyrirtækið sem stendur á bakvið þetta, sem er í eigu íslenskra aðila, er að búa til fléttu til að geta mannað skipið útlending- um og borgað þar með lægri laun en íslenskir kjarasamningar kveða á um. Þetta er bara svikamylla og ekkert annað.“ Til viðbótar framansögðu segir Benedikt að annað dæmi um sof- andahátt stjórnvalda í garð vinnslu- skipsins Heinaste sé að íslensk stjórnvöld hafi veitt því ieyfi til að stunda veiðar á Reykjaneshrygg, utan 200 mílna, í þeim hluta sem íslandi ber í samkvæmt NEAFC- samkomulaginu. „Þetta er afar merkilegt því þarna virðast stjórnvöld hafa veitt erlend- um aðila veiðileyfí til að nýta sér íslenskar veiðiheimildir,“ segir hann. „Þetta er án fordæmis og ætti að þess vegna að afturkalla þetta veiði- leyfí þegar í stað.“ „Að öllu leyti löglegt" „Skráning skipsins og leiga er full- komlega lögleg og gerð í fuilu sam- ráði við hlutaðeigandi yfírvöld," segir Guðmundur Þórðarson, útgerðarstjóri Sjólastöðvarinnar hf. „Samgöngu- ráðuneytið hefur fengið frá okkur allar upplýsingar um þetta mál.“ 2: Togarinn er síðan leigður til Kenora Shipping Co. á Kýpur en það fyrirtæki er í eigu Sjólastöðvarinnar hf. í Hafnarfirði Viðamiklar rannsókmr eru að hefjast á síldarstofninum FYRSTA síldin á komandi vertíð barst hingað til lands í gærmorgun. Landað var úr tveimur færeyskum síldveiðibátum á Eskifirði og á Þórs- höfn í gær og fór loðnan öll í bræðslu. Nordborg landaði 1.100 tonnum af síld á Eskifirði og Kristján í Gijótinu landaði j'afnmiklum afla til bræðslu á Þórshöfn. Að sögn Benedikts Jó- hannssonar, frystihússtjóra á Eski- firði, er síldin bæði lítil og léleg auk þess sem í henni er mikil áta. Síidin mun hafa veiðst innan færeysku lög- sögunnar, um 70 sjómílur frá Fær- eyjum. Veiðar íslenskra skipa mega heijast í Síldarsmugunni þann 10. maí nk. Sú síld, sem komin er syðst og vestast, er sem stendur um það bil 60-70 sjómílur norður af Færeyjum og ætti hún því eftir um 50-60 mílur inn í íslenska landhelgi, en frá miðj- um apríl hefur hún gengið mjög hratt suðvestur eftir, að sögn Vilhjálms Hjálmarssonar, fískifræðings á Haf- rannsóknastofnun. Arni Friðriksson, skip Hafrann- sóknastofnunar, hélt í gærkvöldi áleiðis austur í haf á síldarmiðin til að taka þátt í rannsóknaverkefni á norsk-íslenska síldarstofninum ásamt þremur öðrum rannsóknaskip- um frá Rússlandi, Noregi og Færeyj- um. Um er að ræða viðamikið sam- vinnuverkefni þessara fjögurra þjóða, sem eiga lögsögu á því svæði sem stofninn ferðast um, en ætlunin er að fylgja síldargöngunum eftir og freista þess að koma máli á stofn- stærðina, að sögn Vilhjálms Hjálm- arssonar sem verður leiðangursstjóri af íslands hálfu. Athuganir verða sömuleiðis gerðar á ástandi sjávar og fæðuskilyrðum. Þetta átak er nú að hefjast, að sögn Vilhjálms, og mun það aðallega standa yfír í maí- mánuði. Eftir það verður fylgst með framvindu mála eftir atvikum og þá ýmist frá íslandi, Noregi, Færeyjum eða Rússlandi. Þjóðimar munu m.ö.o. skipta með sér verkum eftir því sem þurfa þykir. „Norsk-íslenska síldin gekk hér á árum áður á íslandssvæðið til að éta og hafði svo vetursetu út af Aust- ijörðum. Þetta mynstur rofnaði þeg- ar stofninn hrundi á sjöunda ára- tugnum og eftir það hefur síldin haldið sig að mestu leyti innan norskrar lögsögu og haft vetursetu á Lófóten-svæðinu. Aftur á móti virð- ist sem stofninn hafi vaxið mjög á undanförnum tveimur árum og er líklega nú sex til sjö milljónir tonna. Þegar hann tók við sér á ný, hófust þessar göngur á ný vestur í hafíð. Fyrst varð vart við þetta 1994 og svo aftur í fyrra, en þá fór síldin ekki nema vestur að austurkantinum á 200 mílna mörkunum. Hún fór að vísu langleiðina suður undir Færeyj- ar, en sigldi svo norður með Austur- íslandsstraumnum yfir á Jan Mayen- svæðið. Þaðan fór hún austur yfir aftur og var komin á svæðið norð- vestur af Lófóten í fyrra. Það hefur hinsvegar gerst nú að sjórinn fyrir austan hefur hlýnað mjög frá því í fyrra þegar síldin komst ekkert lengra vegna sjávar- kulda. Því er hugsanlegt að síldin gangi lengra í vesturátt til okkar en hún gerði þá. Á móti þessu kemur hinsvegar að það eru að bætast inn í síldarstofninn núna tveir nýir ár- gangar, frá 1991 og 1992, þannig að stofninn hefur yngst mjög upp frá því í fyrra. Reynsla fyrri ára sýndi að elsta og stærsta síldin gekk lengst vestur. Það er hinsvegar alls ekkert borðleggjandi hvað muni gerast í sumar í göngunum," segir Vilhjálmur. Of hátt aflamagn íslendingar, Rússar, Norðmenn, Færeyingar og Evrópubandalagið hafa tilkynnt veiðar úr stofninum sem sameiginlega þýða 1,4 milljónir tonna á vertíðinni. Að mati Vilhjálms er það aflamagn, sem þjóðirnar eru sjálfar búnar að úthluta sér, allt of hátt. Ovarlegt sé að fara yfir milljón tonn. Vilhjálmur segir að mestu máli skipti að farið verði varlega í veiðar úr síldarstofninum nú svo að stofninn geti haldið áfram að stækka eða a.m.k. minnki ekki mjög hratt ef nýir árgangar koma ekki inn á næstunni. „Það er auðvitað okkar hagur að síldin gangi sem vestast í átt til okkar. Ef haldið verður áfram að veiða 1,4 milljónir tonna á ári hveiju, mun þessi fiskistofn ekki endast lengi nema í hann bætist stór- ir árgangar. Ekki er vitað um neina góða árganga eftir 1992. Enginn veit þó fyrirfram hvað muni gerast." Reuter VIKTOR Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, hefur átt fundi með sænskum ráðamönnum, fyrir og á Visby-fundinum. Hér er hann með Birgittu Dahl, forseta sænska þingsins. Forsætisráðherra Rússlands á ráðherrafundi ríkja við Eystrasalt Utilokar hernað gegn Eystra- saltsríkiunum Rí»ntar* Visby. Reuter. VIKTOR Tsjemomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, kvaðst í gær þess fullviss að Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, myndu ekki ganga í Atlantshafs- bandalagið, NATO, en útilokaði jafnframt að Rússar myndu grípa til hernaðaraðgerða gegn ríkjun- um, fengju þau aðild. Tsjernmyrdín sat í gær ráðherrafund Eystrasalts- ráðsins í Visby á sænsku eyjunni Gotlandi, ásamt níu öðrum forsæt- isráðherrum, Helmut Kohl, kansl- ara Þýskalands, og fulltrúum Evr- ópusambandsins. Fundinum lýkur í dag. Aðild að Eystrasaltsráðinu eiga þau ríki sem liggja að Eystrasalti auk íslands og Noregs. Ætlun ráðherranna á fundinum var að bæta samskipti austurs og vesturs og stuðla að frekari samvinnu í öryggis-, viðskipta- og umhverfis- málum. Ekki voru þó fullar sættir á fundi Tsjernomyrdíns og Görans Perssons, forsætisráðherra Sví- þjóðar, en eftir hann viðurkenndi Tsjernomyrdin að Rússar og Svíar væru ekki á einu máli um framtíð Eystrasaltsríkjanna þriggja. Svíar styðja aðild Eystrasaltsríkjanna að Evrópusambandinu og öðrum vestrænum bandalögum. Persson sagði við opnun fundar- ins að meginefni hans yrðu þijú; lýðræðisleg þátttaka og stöðug pólitísk þróun í tengslum við raun- verulegt öryggi almennings, efna- hagsleg samvinna og hagsæld og aukin samvinna á sviði umhverfis- verndar. Fullvíst var talið að möguleg NATO-aðild Eystrasaltsríkjanna yrði ekki á dagskrá fundarins en Anders Bjurner, aðstoðarforsætis- ráðherra Svíþjóðar, sagði að ör- yggismál yrðu töluvert rædd auk þess sem ómögulegt væri að segja til um hvað leiðtogarnir ræddu sín á milli er formlegum fundahöldum sleppti. Sænska TT-fréttastofan fullyrti í gær að Tsjernomyrdín hefði átt fund með Tiit Váhi, forsætisráð- •herra Eistlands. Ekkert hefur feng- ist uppgefið um efni fundarins. Lögreglan myrti gegn greiðslu Brasilíu. Reuter. FULLYRT er að lögreglumenn í Brasilíu hafi myrt leiguliða 17. apríl sl. og fengið fyrir greiðslur frá land- eigendum. Þessu heldur bóndi fram sem beðinn var um 5.000 dollara (rúmlega 300.000 kr.) framlag til að borga fyrir morðin en 20 landeig- endur eru sagðir hafa borgað 100.000 dollara (um 6,5 milljónir króna) fyrir verknaðinn. Bóndinn sagði í samtali við G/oóo-sjónvarpsstöðina að stór- bóndi hefði beðið hann að leggja í púkkið. Um 2.000 landlausir smá- bændur og fjölskyldur héldu til á landareign hans. „Hann sagði að 10 þeirra þyrftu að deyja. Pening- ana átti að nota til þess að fjár- magna drápin,“ sagði bóndinn. Um var að ræða foringja hinna land- lausu sem kröfðust þess, að ríkis- stjórnin skipti landareigninni upp á milli þeirra. Nítján manns voru lífl- átnir er lögreglumenn hófu vél- byssuskothríð á hóp landleysingja sem stöðvuðu umferð um hraðbraut í Amazon-héraðinu Para 17. apríl. Krufning hefur leitt í ljós, að mörg fórnarlambanna voru siðan skotin í höfuðið eins og um aftöku hafi verið að ræða. Fernando Henrique Cardoso for- seti hitti leiðtoga samtaka hinna landlausu (MST) i fyrradag og ræddi við þá um leiðir til að hraða breytingum á eignarhaldi lands. Hét Cardoso því að leysa skjót- lega mál 37.000 fjölskyldna sem búa á svæðum þar sem hætta á ofbeldi er mikil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.