Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ Bókin sem Verzlingar gefa út og inni- heldur spémyndir af nemendum í sjötta bekk heitir Spégríma. Trausti í faununni, að sjálfsögðu með ársskýrslu Veðurfræðingafélagsins í hönd. Faunumyndin af Jóni Múla frá 1940. Hann er vöðvastæltur á myndinni, enda var hann með kraftadellu á þessum tíma, að sögn Jóns Bergmann. ^ ^ MEmM Aí>RIR HUN HAÍÍ 5Ej ÍeþekífínumrSS' "" HÆRVerNEMV . B, RAU-TAFAB ^ t W>MA«rBEiuw„ ' BSUR AB ÞEll«\„ 'W., _ NIBUR5IBW, Atí K ÍE FAjURKfeRi r. , * KVNFEIÍBDMAUIM (Utuj-t, fSw Svava Björnsdóttir teiknaði faunu-mynd- ina af Sigríði Dúnu á sínum tíma. Færslu á undan hennaranum Selma Björnsdóttir, söngkona og umsjónarmaður sjónvarps- þáttarins 0, var í 6. bekk R í Verzlunarskólanum skólaárið 1993-4. Hún þurfti lítið að hafa fyrir náminu. TELMA Halldórsdóttir var með Selmu í bekk. „Selma var ein af þeim sem aldrei virtust þurfa að hafa mikið fyrir náminu. Hún hafði mikinn metnað í þeim fögum sem vöktu áhuga hennar og þar má helst nefna íslensku, bókmenntafræði og sögu. Þrátt fyrir háar einkunnir get ég þó ekki sagt að samviskusemin í náminu hafi verið hennar sterkasta hlið, enda var heimalærdómur okkar vinkvennanna helst fólginn í að vera einni færslu á undan kennaranum í bókfærslu. Hún tók talsverðan þátt í félagslífi skólans, en þó aðallega í sjötta bekk. Þá gerði hún sér lítið fyrir og sigraði söngvakeppni Verzlunar- skólans, Verzlóvæl, auk þess sem hún var dans- höfundur í nemendamótssýningunni á sön- gleiknum „Jesus Christ Superstar“. Aðals- merki Selmu var sterkur húmor og mikil út- geislun, enda var hún vinsæl jafnt meðal sam- stúdenta sem kennara," segii- Telma. Hrúhur alls fagnaðar Trausti Jónsson veðurfræðin- mjög forvitinn að eðlisfari. VEINN Eldon kennari var með Trausta í bekk. „Trausti var mjög for- vitinn nemandi. Það sem kom okkur samnemendum hans í opna skjöldu þegar við byrjuðum í þriðja bekk var að hann vann kerfisbundið að veðurathugunum. Hann hlustaði á veðurlýsingar, sama hvenær sólar- hringsins var. Hann tók sér alltaf ákveðinn tíma í veðurathuganir á dag. Hann var vel yfir meðallagi sem námsmaður og hneigðist til raunvísinda. Trausti tók virkan þátt í félagslífínu, en hann var og er enn stakur bindindismaður. Við rákum til að mynda kvikmyndaklúbb saman. Hann var gjarnan hrókur alls fagn- aðar, vinsæll hjá öðrum nemendum og þótti með eindæmum fyndinn. Eg man að það vakti mikla athygli í þriðja bekk að á ferðatöskunni hans stóð „Trausti Jónsson frá Borgarnesi“ og hann kynnti sig alltaf þannig. Síðan var hann alltaf kallaður Trausti Jónsson frá Borgarnesi. Hann var mikill grúskari og það eina sem ég veit að hann hafði ekki áhuga á var íþróttir. Hann var „með vottorð í leikfimi,“ eins og skáldið sagði,“ segir Sveinn. Mlhill sjarmnr s Jón Múli Arnason djassisti og útvarpsmaður var í 6. bekk A í Menntaskólanum í Reykjavík árin 1939-40. Hann var vinsæll meðal samnemenda sinna, enda mikill sjarmör. HALLDÓR Jónsson var með Jóni Múla í A-bekknum á þessum tíma. „Að mínu viti var Jón ekki orðinn neitt vinstrisinnaður á þessum árum, eins og kom á daginn seinna. Hann var ágætur nem- andi, góður málamaður sem átti gott með að læra, þótt hann hafi haft áhuga á ýmsu öðru eins og gengur og gerist. Hann var og hefur verið alla tíð ákaflega virtur og vinsæll hjá samnemendum sínum, enda er hann ákaflega skemmtilegur maður,“ segir Halldór. Jón Bergmann var í B-bekknum á sama tíma. „Jón Múli var afskaplega skemmtilegur alla tíð. Hann var alltaf snyrtilegur og vel til hafður, sem var ekki sjálfgefið á þessum tíma. Hann þótti mikill sjarmör og ég held að flestar stelpurnar hafi verið skotnar í honum. Á þess- um árum var hann byrjaður að safna hljóm- plötum, enda er hann landsþekktur sem tón- listarmaður. Ég man að hann hélt ógurlega mikið upp á Duke Ellington.“ Eúður nemandi Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir dósent var í 6. bekk A 1 Menntaskólanum í Reykjavík árin 1971-2. Hún átti auðvelt með að læra. VAVA Björnsdóttir var með Sigríði Dúnu í bekk. „Það er ekkert slæmt um Sigríði að segja. Hún átti auðvelt með að læra, var góður nemandi og stundaði skemmtana- og félagslífið mikið. Hún var mjög vel liðin af bekkjarfélögum sínum. Hún var alltaf til í tuskið, hress og skemmtileg og það var gaman að vera með henni. Það var alls ekki greinilegt á þessum tíma að í henni blun- daði stjórnmálamaður, þótt seinna hafi hún fetað þá braut. Ég man að hún ákvað í sjötta bekk að fara í London School of Economics, en til þess þurfti hún að ná fyrstu einkunn. Hún fór létt með það. Bekkurinn var aðallega skipaður stelpum og á þessum tíma var til dæmis farið í gamla Sigtún og Glaumbæ til að skemmta sér, fyrir utan skólaböll og partí í heimahúsum. Við Sigríður vorum miklar vinkonur, en Sigríður Snævarr og Sigrún Steingrímsdóttir töldust einnig til vinahópsins,“ segir Svava. gur var í 6. bekk A í MR skólaárið 1969-70. Hann var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.