Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kató gamli og samræmd próf HVER kannast ekki við stjórnmálamann- inn rómverska sem endaði allar sínar ræð- ur á hinum fleygu orð- um: „Auk þess legg ég til að Karþagó ver- ið lögð í eyði?“ Að lok- um sættust landar hans á að hlýða þeim boðskap sem svo oft hafði dunið í eyrum þeirra. Ástæða þess- arar upprifjunar hér er sú að Kató þessi virðist nú um nokkurt skeið hafa haft orðið í fjölmiðlaumræðunni hér á landi um menntamál, en í stað þess að klifa á eyðingu Karþ- agóborgar endar hann nú allar sínar ræður á nauðsyn þess að taka upp samræmd próf, einkum í framhaldsskólum landsins. Nýleg dæmi úr Melasókn Um j>etta má nefna tvö nýleg dæmi. I miðju biskupsmáli en laust fyrir leikfélagsmál birtust í fréttir af því að 95% þeirra sem þreyttu próf í almennri lögfræði á fyrsta ári í Háskóla íslands hefðu fallið og þótti jafnvel verri útkoma en vant er. Deildarforseti lagadeildar varð fyrir svörum, taldi prófið ekki erfiðara en venjulega. Hins vegar væri undirbúningi nýnema ábótavant í mörgum tilfellum og samræmd próf í framhaldsskólum væru ein leiðin til að bæta þar úr. Og nú nýverið, eða skömmu fyrir úrskurð vígslubiskups, fundu fjölmiðlar glufu til að greina frá slælegri frammistoðu íslenskra stúdenta á stöðluðu enskuprófi. Lausnin var auðvitað sú að taka upp samræmd próf í framhalds- skólum. Undir það tók mennta- málaráðherrann sem ötullega hef- ur talað fyrir þessari skoðun. Pensla með joði? Undanfarin ár hefur skólakerfið einkum verið gagnrýnt fyrir það hversu einhæft það sé. Stöðugt fleiri taka stúdentspróf og halda í framhaldsnám að því loknu. Margir snúa frá námi í framhalds- skólum án þess að öðlast nein réttindi og það sama gildir um háskólastigið. Sífellt er klifað á því að of fáar námsleiðir veiti starfsréttindi á fram- haldsskólastigi, en fólki sé þess í stað beint í nám sem það ráði ekki við. Hver þessara vandamála er líklegt að samræmd próf leysi? Úr Háskóla íslands heyrast líka annað slagið raddir um að nýnemar þar séu slælega undirbúnir fyrir æðra nám. í raun er ekki óeðlilegt að breytinga verði vart á þeim háa stað í kjölfar þess að nú lýkur mun hærra hlutfall hvers árgangs stúdentsprófi en fyrir 25-30 árum síðan, á tímum landsprófsins sæla og margfalt fleiri falla eða hverfa frá námi í háskólanum en áður. Er þá kyn þó einhveijir leggi tvo við tvo og biðji um samræmd próf? Varnaglar Hér er^þó ekki allt sem sýnist. Fall í háskólanum er til dæmis mjög mismunandi eftir deildum og á sér ólíkar skýringar, að minnsta kosti áyfirborðinu. I sum- um deildum er til dæmis beitt opin- berum fjöldatakmörkunum þar sem einkunnir skipa nemendum í röð og einungis fyrirfram ákveðinn fjöldi (þeir hæstu) kemst áfram. í slíkum tilfellum er erfitt að sjá að betri undirbúningur úr framhalds- skóla geti minnkað fallið. Aðrar miklar falldeildir nota svokallaðar síur, þ.e. próf sem vinsa úr „hæfustu“ einstaklingana til framhaldsnáms. „Hvað er sos- um að því?“ gæti nú einhver spurt. „Er ekki eðlilegt að verkfræði- eða lagadeild vilji fá sem hæfasta nem- endur?“ Vissulega, en hér er ýmis- legt að athuga. Einkum það að aðferðin við að velja þá hæfustu er og verður alltaf umdeilanleg. Það er til dæmis ekkert náttúru- lögmál að allur sá stærðfræðiund- irbúningur sem verkfræðideild HÍ krefst vinsi úr hæfustu verkfræð- ingana. Ekki frekar en að utanbó- karlærdómur læknanema á fyrsta ári finni fingrafimustu skurðlækna framtíðarinnar. Eða almenna lög- fræðin, sem byggist mest á utan- bókarlærdómi, grafi upp réttsýn- ustu lögfræðingana. Of hæfir nemendur? Hér er einmitt kominn mergur- inn málsins. Vandi Háskóla ís- lands er ekki sá að hann fái óhæfa nemendur úr framhaldsskólum landsins. Þvert á móti fær skólinn allt of marga hæfa nemendur en hefur enga burði til að sinna þeim vegna fjárskorts og bágborinna aðstæðna sem af honum leiða, auk þess sem skólinn hefur tekið að sér það hlutverk að koma í veg fyrir svokallaða offjölgun í nokkr- um starfsstéttum. Þá er gripið til þess ráðs að fæla nemendur burt með öllum tiltækum ráðum og gengur bara bölvanlega. Bæði er það að fólkið vill endilega læra og svo hitt að það hefur tilhneigingu til að ná prófum sem það á alls ekki að ná. Eftir situr háskólinn með alla ómegðina og biðst vægð- ar. Samræmd próf takk. Próf á próf ofan Að sumu leyti er auðvitað eðli- legt að háskólamenn vilji koma þessum kaleik fjöldatakmarkana af sér. Þeir eru ekki öfundsverðir af því að reyna að halda uppi metnaðarfullu háskólanámi í troð- fullum fyrirlestrasölum mpð kennsluaðferðum sem henta eng- an veginn inntaki námsins. Á hinn bóginn verður ekki séð að samræmd próf bæti aðstöðu HÍ á nokkurn hátt. Á grundvelli slíkra prófa mundu skólayfirvöld væntanlega vilja takmarka að- gang nýnema að skólanum í stað þess að lofa fólki að spreyta sig í eitt til tvö misseri eins og nú er gert. Vandi Háskóla íslands er sá, segir Gísli Skúla- son, að hann hefur vegna fjárskorts ekki burði til að sinna þeim fjölda nemenda er þar leita menntunar. Þetta gæti skólinn hins vegar vel gert strax í dag með því að krefja nýnema um lágmarksein- kunn á stúdentsprófi. I rannsókn sem skólinn lét sjálfur vinna fyrir nokkrum árum (Guðmundur B. Arnkelsson og Friðrik H. Jónsson 1993) kom nefnilega í ljós að stúd- entspróf væri fyllilega nothæft til aðgangstakmarkana þar sem það hefði nægilegt forspárgildi um námsgengi í háskólanum. Þessi meginniðurstaða rannsóknarinnar fór reyndar ekki hátt í fjölmiðlum, enda gekk hún þvert á þá goðsögn að framhaldsskólar landsins væru mjög misgóðir og prófskírteini þeirra sumra væru lítils virði. Gallar umfram kosti Islenskir lærisveinar Marcusar Portíusar Cato hafa lítið haft fyrir því að tíunda kosti samræmdra prófa í áróðri sínum. Kannski finnst þeim engin þörf á því. Kost- ir slíkra prófa eru vissulega fyrir hendi. Vel gerð samræmd próf bjóða til dæmis upp á samanburð á milli skóla og jafnvel kennara og auðvelda svonefnt gæðamat sem nú er mjög í tísku. Á hinn bóginn verður einnig að hafa galla samræmdra prófa í huga. Fyrir það fyrsta hafa þau óhjákvæmilega í för með sér aukna miðstýringu sem varla er keppikefli þeirra sem helst kenna sig við frelsi og lýðræði í íslenskum stjórnmálum. Þau eru þung í vöf- um og afar dýr í framkvæmd, svo dýr að víða erlendis er blómlegur atvinnuvegur að búa slík próf til Gísli Skúlason og að sama skapi torsótt að hætta að nota þau. Þá verður að hafa í huga að áður en hægt er að leggja fyrir samræmd próf, svo eitthvert vit sé í, þarf allt skólastarfíð að byggjast á samræmdri og ítarlegri námsskrá. íslenska framhalds- skóla skortir hvort tveggja, fjár- magn og námsskrá. Meðan svo er munu samræmd próf fyrst og fremst reyna á auð- mælanlega þætti, utanbókarlær- dóm í mörgum tilfellum, en æðri markmið framhaldsmenntunar fá litið vægi, þau markmið sem há- skólinn ætti einmitt að vera að slægjast eftir. Afleiðingin yrði svipuð og raunin er í grunnskólum landsins; að samræmda prófið færi að stýra námi og kennslu skólastigsins miklu fremur en námsskráin. Væri þá verr af stað farið en heima setið. Onnur verkefni og brýnni Vissulega eru mörg verkefni óleyst í íslenskum framhaldsskól- um. Má þar til dæmis nefna nýja námsskrá sem vel þarf að vanda til, fjölbreyttara námsframboð og aukið starfsnám í betri tengslum við atvinnulífið svokallaða. Óllum þessum verkum er það sameigin- legt að krefjast mikillar vinnu og aukinna ijárútláta; Það hlýtur að vera mikilvægt nú á tímum sparn- aðar að eyða ekki fjármunum rík- isins í óþarfa eða jafnvel skaðlega hluti á borð við samræmd próf þegar brýnni verkefni sitja á hak- anum. Núverandi menntamálaráð- herra verður tíðrætt um upplýs- ingabyltinguna svokölluðu. Það ætti að vera markmið hans og annarra skólamanna að stefna hátt á þeirri öld er senn gengur í garð. Samræmd próf ein og sér færa íslenska skóla ekkert nær því marki nema síður sé, en þau gætu hins vegar auðveldað Há- skóla Islands að reka einhverja nemendur af höndum sér sem ella væri erfitt að losna við. Slíkt gustukaverk er kannski nokkurr- ar fyrirhafnar virði en verður seint talið til upplýsingar eða framfara. Höfundur er framhaldsskólakennari. Fall er mun algengari orsök mænuskaða hérlendis en í nágrannalöndunum. Sundslysum fer ört fjölgandi, segja sjúkraþjálfararnir Sigrún Knútsdóttir og Iris Judith Svavarsdótt- ir úr faghópi sjúkraþjálfara um endurhæfingu sjúklinga með heila- ogtaugasjúkdóma. Sjúkra- þjálfarinn segir... Ekki stinga þér í stólinn! IRIS Judith Svavarsdóttir SIGRUN Knútsdóttir AÐ er vor í lofti og langþráð sumar og sumarleyfi að nálgast. Sum- arbústaðahverfin fara að vakna og umferðin á þjóðvegunum að aukast. Margir eru væntanlega nú þegar búnir að ákveða hvernig á að veija sumarleyf- inu, hvort sem það verður innanlands eða utan. Einhveijir ætla ef til vill að nota sumarleyfið til að Ijúka við að byggja húsið sitt eða er kannski kominn tími til að mála þakið? Mænuskaði Hvernig sem sumrinu verður varið leyn- ast ýmsar hættur, því það er oft þegar breytt er út af vananum að slysahætturn- ar eru mestar. Mænan getur skaðast í slysum, t.d við högg, hryggbrot eða liðhlaup hryggjar- liða. Mænuskaði hefur oftast í för með sér einhverjar varanlegar afleiðingar en þær eru mismiklar og fara eftir umfangi skaðans og staðsetningu hans í mæn- unni. Við algeran mænuskaða verður við- komandi einstaklingur alveg lamaður og tilfinningalaus fyrir neðan skaðaða svæð- ið í mænunni og bundinn í hjólastól ævi- langt. Við slíkan skaða verðureinnig truflun á ósjálfráða taugakerfinu og þar með truflun á starfsemi þarma, blöðru og kynfæra. Einnig verður truflun á blóðrás, hitastjórnun líkamans o.fl. Orsakir mænuskaða eru margvíslegar Umferðarslys eru orsök mænuskaða í u.þ.b. helmingi tilfella. Oftast er um bílveltur úti á þjóðvegum landsins að ræða. í mörgum tilfellum getur verið um að ræða of hraðan akstur miðað við aðstæður. í langflestum tilfellum hefur sá sem slasaðist ekki verið í bíl- belti, en ef aðrir hafa verið í bílnum og notað bílbelti, hafa þeir oft sloppið með einhveijar minni háttar skrámur. Mundu að nota bílbelti í umferðinni - líka í aftursætinu. Gættu aðhraðan- um og lausamölinni! Fall er orsök mænuskaða í u.þ.b. þriðj- ungi tilfella hér á landi. Er það nærri helmingi algengari orsök mænuskaða en í öllum nágrannalöndum okkar. Hér getur verið um að ræða fall af húsþökum við byggingarvinnu eða fall af hestbaki svo dæmi séu tekin. Meira að segja „Super- man“ (Christopher Reeve) datt af hestbaki og hlaut alvarlegan mænuskaða. Slík slys geta hent hvem sem er. Vertu ískóm meðgóðum sólum ef þú ætlar upp á þak - svo þér skriki ekki fóturíNotaðu einnig öryggislínu efþér skyldi samt skrika fótur. Veldu þérróleg- an hest í útreiðartúr ef þú ert ekki vanur hestamaður! Algeng orsök mænuskaða erlendis er að fólk stingur sér í of grunnt vatn og hálsbrotnar. Hér á landi hafa slík slys ÁÐUR GÆTTU að dýpi vatnsins - en þú stingnr þér. verið mjög sjaldgæf og ef til vill má þakka það eftirliti á sundstöðum. Því miður hefur slíkum slysum þó fjölg- að hér á landi á undanförnum árum. Þau verða frekar í einkasundlaugum, t.d. í sundlaugum í sumarbústaðahverfum þar sem fólk er að skemmta sér og þar sem eftirlit er ef til vill minna en á opinberum sundstöðum. Eftir því sem einkasundlaug- um fjölgar getur hættan á slíkum slysum aukist að sama skapi. Gættu að dýpi vatnsins áður en þú stingur þér til sunds - EKKI STINGA ÞÉR í STÓLINN! Höfundar eru sjúkraþjálfarar á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.