Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 SJÓNMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGAR einstakra lista- samtaka í Kaupmanna- höfn, eða það sem Danir nefna samheitinu „Kunstnersammenslutninger", er nokkuð sem ég hef mikinn áhuga á. Ekki endilega fyrir þá sök að ég sé ýkja uppnuminn af þeim öllum og sýningum þeirra, heldur vegna þess að hér er um mjög merkilega hefð að ræða í dönsku menningar- lífi, sem þeir hafa þróað flestum ef ekki öllum þjóðum betur. Einnig má slá því föstu, að þessi sérstaka hefð hafi kynt undir danskt mynd- listarlíf og ris þess væri snöggtum minna nyti hennar ekki við. Þannig er alveg sérsök lifun að vera við opnun sýninga hvers listhóps fyrir sig, einkum hvað stemmninguna áhrærir sem er allt frá því að vera mikil og góð og til suðupunktar. Nafnkenndasti listhópurinn er tví- mælalaust Grönningen, sem hefur 80 starfsár ár að baki, og má geta þess að meðal virtustu meðlima hans voru um langt árabil Jón Stef- ánsson, og seinna Svavar Guðna- son. Var ég aðeins of seinn til að ná í skottið á Grönningen að þessu sinni og sömuleiðis Den Frie, sem opnaði upphaflega dyrnar 26. mars 1891 eða fyrir 105 árum! Hef ég viðað að mér efni í sér- staka grein um þennan þátt í félags- hyggju meðal danskra listamanna sem þá íslenzku skortir svo átakan- lega. Kem ég inn á þetta hér vegna þess að nýkominn til Hafnar í marz- lok, lenti ég óforvarandis á opnun. Vorsýningarinnar á Charlottenborg „Kunstnerenes Efteraarsudstill- ing“, sem er þó annars eðlis. Festi mér þar nýútkomna bók, „Danske Kunstnersammenslutninger", er greinir frá sjö listasamtökum sem hafa starfað í meira en hálfa öld og eru þá ekki allir listhóparnir upptaldir hvorki í Kaupmannahöfn, á Jótlandi né Fjóni. Við þetta má bæta, að fyrsta hópsýning danskra myndlistarmanna var opnuð 21. október 1701 í hefðarhúsi við Kóngsins Nýjatorg. Ekki skarar vorsýningin menn- ingarárið á nokkurn hátt, en hið mikla aðstreymi og áhugi er skein úr fólkinu virkaði eins og margföld vítamínsprauta á mig, ekki síst fyr- ir það af hve miklum áhuga og kostgæfni fólk virti fyrir sér verkin. Ekki er ástæða til að eyða miklu rými i sjálfa sýninguna, sem var ekki rismikil og lítið frábrugðin þeirri í hitteðfyrra sem ég sá einn- ig, nema að hún var til muna svip- minni. Komst ég seinna að því að gagnrýnendur blaðanna voru mér nokkuð sammála, en þeir lyftu samt undir hana enda rennur þeim blóðið til skyldunnar um velferð og ris danskrar listar eins og vera ber. Alltaf þykir það þó jafn mikil upp- hefð að vera valinn á sýninguna í ljósi hins gríðarlega fjölda er sendir inn verk (til 14. apríl). Ég náði svo að skoða ágæta ljós- myndasýningu þriggja kvenna í sýningarskála Den Frie og að hlaupa yfir hina frábæru sýningu á Christen Köbke í Ríkislistasafninu. Köbke er einn af hinum svonefndu gullaldarmálurum, sem eru að verða heimsfrægir og ekki bara í Danmörku, því málverk hans hanga uppi í Þjóðlistasafninu í London og Louvre í París, auk þess sem Getty- safnið í Malibu er á höttunum eftir verki eftir hann. Þar var þröng á þingi og menn voru fljótir að henda í mig risastórri sýningarskrá, þeirri stærstu sem ég man eftir að gefin hafi verið út af safninu, sem er ein- mitt aldargamalt og mikið um að vera. Á koparstungudeildinni er sýning á öllum ætimyndum Rembrandts, sem sett er upp í sam- vinnu við Ríkislistasafnið í Ámster- dam. Safnið sjálft á 250 ætimyndir eftir meistarann sem segir nokkra sögu. Sýningin á verkum Köbkes er einstök og það er allt annar hand- leggur að sjá allar lykilmyndir hans saman komnar í þessu 200 mynda safni, en eina og tvær á söfnum hér og þar (til 27. maí). Rembrandt- sýningin er líka rós í hnappagat safnsins og menningarársins, en fyrir mig er hún ekki eins mikil tíð- indi og Köbke-sýningin (til 12. maí). Gullnir dagar 9 * ÞRJÁR árgerðir af Alfa- Romeo; Protéo 1991, Giulette Spirit 1954 og Super Sport 1927. CRISTEN Köbke (1810-1848): Útsýni frá loftinu af korngeymsl- unni við brauðgerðarhúsið í virkinu (1831). WILHELM Bendz (1804-1832): Innimynd frá Amalíugötu með bræðrum listamannsins. Sýningar listamanna- samtaka í Kaupmanna- höfn vekja jafnan áhuga Braga Asgeirssonar, því að mati hans er þar um að ræða merkilega hefð í dönsku menning- arlífi sem Danir hafi þróað flestum ef ekki öllum þjóðum betur. Árla daginn eftir var ég drifinn af þeim Tryggva Ólafssyni og Úlf- ari Hjörvar á Órkina í Ishöj, Louis- iana í llumlebæk og Nivágárdsaml- ing í Nivá, en Úlfar hafði boðist til að aka okkur á milli ef Tryggvi tæki að sér hlutverk bendipriksins í umferðinni, en akstursleiðin kruss og þvers mun stundum allflókin. Örkin er eitt af því sem beðið var eftir af hvað mestri eftirvætningu á menningarári, því að byggingin er hugsuð sem musteri samtímalistar, sem markast af allri framsækinni list frá stríðsárunum. Hafði lengi verið mikill gauragangur í fjölmiðl- um sem vildu meina að upp væri að rísa eitt af meistaraverkum safnabygginga Evrópu yfir fram- sæknar núlistir. í ljósi þess þótti sumum dularfullt að menn skyldu kjósa að opna dyr þess með sýningu á verkum málarans Emils Noldes (1867-1956), sem skilgreindi sjáif- an sig sem „tomæman strandglóp og ómóderne þverhaus með skugga í hjartanu". Nolde, sem Danir eigna sér að nokkru með réttu, því hann er frá landamærahéraði í Norður-SIésvík, hét upprunalega Emil Hansen og varð danskur ríkisborgari 1920, en flutti sig yfir landamærin til Þýska- lands í mótmælaskyni fyrir meint náttúruspjöll við framræsingu vot- lendis í héraðinu. Hann er gott dæmi um sjálfsgagnrýninn listamann er lifði langt líf í mótlæti en stutt í meðlæti og átti lengi á brattann að sækja á þroskabrautinni. Taldi sig JÓSEF Faragó: Ungverja- landi. „Hégómagirni“. (Æsku- stíll „Art Nouveau" frá því um aldamótin.) LISTAMÖNNUM þykir jafnan drjúgur heiður að fá mynd eftir sig á Vorsýninguna. I ár var einn af þeim íslenzki málarinn Steinunn Helga Sigurðardóttir. EIN af hinum ágætu innsetningum í Nikolai-kirkju. ekki hafa náð fótfestu fyrr en hann var að nálgast fertugt, og á því sitt- hvað sameiginlegt með Jóni Stefáns- syni, þótt fátt væri líkt með virkt- inni sem þeir töfruðu úr pentskúfum sínum (til 12. maí). Örkin er yfirþyrmandi gímald úr steinsteypu og stáli með ýmis út- skot, innskot og útbrot, löng boga- göng, en notalega og þó full litla veitingabúð. Eins vel og við Tryggvi þekktum til listar Noldes og raunar allur mannskapurinn, þegar Gerður freyja hans er talin með, var langt frá því að við værum á sjöunda himni með sýninguna. En það á engan veginn við sjálf verkin sem til sýnis voru, heldur féllu þau ekki inn í þetta yfirgengilega rými og skorti alla þá nálgun og hlýju sem þeim er svo nauðsynleg til að þau fái notið sín. Byggingin þótti okkur einnig of hrá opin og köld og meira stílað á rismikla húsagerðarlist en listasafn. Sá dómur er þó ekki end- anlegur hvað skrifara snertir, því sýning Noldes hæfði henni einfald- lega ekki eða eigum við að segja byggingin ekki Nolde. Hún ætti að sanna sig betur síðar á árinu með sýningum á stórstirnum danskrar núlistar eins og t.d. Kvium, Lemm- ertz, Frandsen (16. maí-7. júlí), félaga Svavars Guðnasonar, Egils Jacobsens (31. maí-14. júlí), Per Kirkeby (20. september-31. desem- ber), og á verkum hins nýlátna súr- realista Wilhelms Freddies (15. nóv- ember-31. desember). Sumir, eins og til að mynda hinn ameríski meistari myndbandanna, Bill Viola, ráða sér þó ekki fyrir hrifningu en hann segir að einmitt þannig eigi söfn 21. aldar að vera. Rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds ef þeir sem vilja mið- stýra listinni inn í nýja öld, hafa lausnir á öllu tiltækar á færibandi og líta á listamenn sem aukaatriði og strengibrúður sýningarstjóra, ná að ráða ferðinni í safnabyggingum. Engar alsheijarlausnir á ég til um hönnun listasafna, en skyldi það ekki skipta nokkru hvernig lista- verkin njóta sín inni í sölum þeirra? Þá kemur mér spánskt fyrir sjónir að hinn ungi arkitekt hússins, Sören Roberl Lund, segir í viðtali í sérút- gáfu Jyllands Posten daginn sem safnið opnaði, að það hafi ekkert að gera með frjálsa list (!); „at museet intet har at göre med fri kunst“. Eftir að hafa skoðað hönnunar- sýninguna á Louisiana, sem ég gat um í fyrri pistli, vorum við því öll sammála, að Örkin gæti aldrei nálg- ast staðinn sem sýningarhúsnæði og sú sannfæring styrktist í hinu einstaklega notalega og litia safni í Nivaa, þar sem menn eru ekkert að sýnast og þar sannast, að hið smáa er jafn lítið smátt og hið stóra er stórt. Á mánudögum eru flest söfn lok- uð, en undantekningin er þó Hirspr- ungska safnið við Stokkhólmsgötu, sem tóbaksframleiðandinn Heinrich Hirsprung gaf danska ríkinu 1902, þangað var ég kominn á slaginu ellefu sem er opnunartími að vetri til. Hélt ég að eitthvað mikið væri um að vera er ég þrammaði fyrir hornið á Grasagarðinum við Nörre Farimansgade og inn á Stokkhólms- götu og hafði safnið í sjónmáli, en er nær kom sá ég að þetta var ein- ungis hópur fólks sem beið sallaró- legt eftir að safnið opnaði. Þetta á bilinu 30-40 manns og var veðrið þó frekar kalt og hryssingslegt. Á safninu er sýning á æviverki hins skammlífa málara Wilhelms Bendz, 1804-1832, sem var í fyrsta nem- endahópi brautryðjandans Ecker- bergs við listakademíuna, sem eins og að líkum lætur hafði orðið fyrir miklum áhrifum frá lærimeistaran- um. Þetta var þó ný kynslóð sjálf- meðvitaðra málara með rómantíska uppreisnarþrá og vildi nota listina á annan hátt; listin átti að spegla veru- leikann, vera lífmikil og virk í tíman- um. Mér dvaldist lengi á sýningunni, sem er hin áhugaverðasta og svo leið mér afar vel innan um fólk á öllum aldri sem eins og grúfði sig niður í málverkin, svo rækilega skoð- aði það mynd eftir mynd. Auðséð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.