Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 41 DAGNYBARA ÞÓRSDÓTTIR + Dagný Bára Þórsdóttir fæddist í Reykjavík 23. janúar 1945. Hún lést í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Isafirði 25. apríl síðastliðinn. Dagný Bára var þriðja í röðinni af börnum hjónanna Þórs G. Jónssonar og Gyðu Alexandersdóttur. Dagný Bára giftist Ásbirni Sveinssyni lyfsala 5. desember 1970 og eignuðust þau eina dóttur, Nínu Björk, f. 14. apríl 1974. Útför Dagnýjar Báru fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hetjulegri baráttu er lokið. Góðar fréttir um jólin reyndust tálvon ein. Bára vinkona okkar er látin, aðeins 51 árs að aldri. Ég kynntist Báru fyrst á námsár- unum í Kaupmannahöfn 1967- 1969, er hún fór að venja komur sínar á stúdentagarðinn við Tag- ensvej, þar sem margir íslenskir námsmenn bjuggu á þeim tíma. Það var vinur minn og skólabróðir, Ás- björn Sveinsson, er hafði þetta að- dráttarafl á þessa lágvöxnu, hnellnu og glaðværu stúlku. Bára kom til Kaupmannahafnar á vit ævintýr- anna í vinnu og nám og hjá henni og Bjössa hófst sannkallað ástar- ævintýri, sem staðið hefur í hartnær 30 ár. Þau voru einstaklega ljúfir og góðir vinir. Að loknu prófi fórum við Ásbjöm með tilvonandi mökum okkar í eftir- minnilega ferð til Ródos. Það var einstaklega ánægjulegt að ferðast með Báru og Bjössa. Þess nutum við einnig 14 árum síðar þegar við fórum saman til Grikklands. Á þess- um ferðalögum nutu sin vel eðlis- kostir Báru, sem alltaf var glöð, hress og jákvæð. Síðustu tuttugu ár höfum við verið hvert á sínu landshorninu og því verið vík milli vina. Við höfum þó oftast átt því láni að fagna að hittast einu sinni á ári, síðustu helg- ina í ágúst, á ýmsum stöðum lands- ins og þá hafa verið fagnaðarfundir. Bára og Bjössi áttu sinn sælureit inni í Skógi, þar sem sumarbústað- urinn þeirra stóð, þar til snjóflóðið tók hann. Þar fengum við að dvelja og njóta þeirra frábæru gestrisni þegar við heimsóttum þau fyrir þremur árum. Það var okkur mikils virði. Fyrir allar ánægjustundirnar viijum við þakka. Mér fannst alltaf svo bjart í kringum Báru, alltaf sól og sumar, af því að hún geislaði af glaðværð og jákvæðu hugarfari. Þess vegna var það svo táknrænt að hún skyldi kveðja þennan heim á sumardaginn fyrsta. Við hjónin vottum Ásbirni, Nínu Björk og íjölskyldum þeirra innilega samúð. Erla Salómonsdóttir. Síðla kvölds sumardaginn fyrsta flutti Ásbjörn okkur andlátsfregn eiginkonu sinnar, okkar kæru vin- konu Báru Þórsdóttur. Þrátt fyrir að við vissum að brugðið gæti til beggja vona fyrir Báru, fyllti fregnin hugi okkar kaldri vetrarkennd þennan sólríka vordag. Einlivern veginn voru enda- lokin svo fjarri þrátt fyrir allt hug- boð. Rósemd og æðruleysi Ásbjörns vinar okkar, þegar hann flutti okk- ur fregnina þetta kvöld, sagði okk- ur að mannlegur máttur hefði ekki mátt sín lengur í baráttunni við dauðann. Sorgin og tómarúmið sem nú myndast með þeim sem sárast sakna, hverfur seint og hefur ekk- ert að gera með tilhlökkunina og gleðina sem venjulega fylgir vor- komu og sumri. Okkur finnst stutt síðan kynnin við Ás- björn og Báru hófust, þótt árin séu talin í tugum. Það er sjáfsagt vegna þess að góðar stundir líða hratt, og alltaf vorum við að gera eitthvað skemmti- legt þegar við hittumst, hvort sem það var með- an við Ásbjörn unnum saman í Lyfjaverslun ríkisins eða eftir að leiðir skildu og við sett- umst að sitt á hvoru horni Vestfjarðakjálk- Alltaf þegar Bára kemur upp í hugann, birtist lágvaxin snaggara- leg hláturmild stelpa, haldin veru- legri dansfíkn með ógleymanleg til- þrif í tjútti. Umhyggjusemi fyrir fjölskyldunni og nánustu ættingjum og vinum hefur alltaf verið Báru og Ásbirni sterkt leiðarljós sem m.a. við höfum notið ríkulega af gegnum árin. Nú er fótatakið hennar Báru þagnað, og við blasir sú blákalda staðreynd að hörð óg erfið orusta hennar um lífið er töpuð. Eftir sitja Ásbjörn og Nína dóttir þeirra, ætt- ingjar og vinir, fólkið sem tók þátt í baráttunni í nánd og fjarlægð, og við vitum að söknuðurinn og tóma- rúmið á eftir að verða yfirþyrm- andi. Við óskum þess að gleðistund- irnar sem þið geymið með ykkur, elsku Ásbjörn og Nína, um ástkæra eiginkonu og móður nái fljótt að fylla hugskot ykkar og sorgin og söknuðurinn víki fyrir lífsgleðinni, sem Bára stráði kringum sig til okkar allra. Við biðjum algóðan Guð að styrkja alla ástvini okkar kæru Báru á hinstu kveðjustund. Jón og Svala. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur. En þegar þið hlæg- ið og syngið með glöðum hug lyft- ist sál mín upp mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Elsku Bára, við sitjum hér með söknuð í hjarta og minnumst með þakklæti allra samverustundanna. Við sendum öllum sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hennar innilegustu samúðarkveðjur og ósk- um þeim Guðs blessunar. Sérstak- lega biðjum við Drottin að styrkja ykkur, Ásbjörn og Nína. Karitas, Hulda, Guðný, Osk og Ástbjörg. Það var sárt að heyra þau tíðindi að Bára væri látin. Hún var góður vinnuveitandi, starfsfélagi og vin- kona okkar. Það er erfítt að hugsa sér að geta ekki spjallað við hana og fengið góð ráð hjá henni, eins og hún var óspör að gefa manni þegar á þurfti að halda. Bára var mjög myndarleg og heillandi kona, brosmild, skemmtileg og hafði gott skopskyn. Það var gott að vinna hjá henni, hún var víðsýn og sann- gjörn og ætíð tilbúin að hlusta og veita góð ráð. Bára var stjórnsöm og hún vildi hafa hlutina í röð og reglu. Það var alltaf jafn vinalegt, þegar hún var að reyna að siða mann í klæðaburði og framkomu. Hún lagði kapp á það, að við værum kurteisar, veittum góða þjónustu og værum glaðlegar í framkomu. Bára var mjög barngóð. Aldrei var amast við því, þó að börnin okkar kæmu í apótekið eftir skóla eða til að leita til okkar á hvaða tíma sem var. Hún sat stundum tímunum saman og spjallaði við börnin um lífið og tilveruna. Hún fylgdist með því hvað þau voru að gera og var umhugað um hvernig þeim liði. Það var gott að sækja hana heim, hún var listakokkur. Það eru ófáar upp- skriftirnar sem við höfum fengið hjá henni. Árlega fóru þau hjónin í skíðaferð. Eftir að þau komu heim brún og sælleg settist hún hjá okk- ur, sýndi okkur myndir og sagði okkur svo á léttan og skemmtilegan hátt ferðasöguna, svo ferðin varð ljóslifandi fyrir okkur. Við urðum hálfgerðir þátttakendur í fríinu hennar. Þannig var Bára, hún gaf okkur af sjálfri sér. Hún lét okkur finnast við vera hluti fjölskyldu hennar. Elsku Nína og Ásbjörn, við vott- um ykkur innilega samúð. Guð veri með ykkur. _ Starfsfólk ísafjarðar Apóteks. Elsku Bára, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar stundirnar sem við höfum átt. Á kveðjustund koma gjarnan minningar upp í hugann. Frá því er við kynntumst. Þegar sonur minn, þá sjö eða átta ára, var að bera til þín blöðin fór hann að tala svo mikið um Báru, góðu konuna í apótekinu. Seinna þegar ég fórað vinna hjá ykkur hjónunum skildi ég enn betur hvað hann var að tala um. Þessi tengsl urðu fjöl- skyldu minni svo mikils virði. Þér tókst svo vel að rækta það besta í hveijum og einum, t.d. lánaðir þú dóttur minni saumavél af því að þú vissir að hún gat saumað, en átti ekki vél. Elsku Bára, það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farin. Það eina sem hægt er að gera er að hugsa til baka til góðu stundanna, sem við höfum átt. I skóginum þar sem við áttum sumarhúsin, sem fóru í snjóflóðinu, og hvað við vor- um ákveðin í að byggja upp aftur, svo skógurinn mætti blómgast á ný. Á veturna þegar við hittumst á skíðum og það var svo gaman að fá ykkur hjónin og Nínu ykkar með heim í kaffi eftir góða skíðaferð. Það var svo gott að koma til þín á erfiðum stundum. Alltaf leið mér betur þegar ég fór heim aftur. Þú varst alltaf svo sterk þrátt fyrir erfíð veikindi og lést þú aldrei bug- ast. Það kennir okkur að meta lífið og heilsuna á annan hátt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Ásbjörn og Nína, ég votta ykkur dýpstu samúð. Guð styrki ykkur á þessari stund. Kristín Björnsdóttir. Elsku Bára, mér finnst sárt að þurfa hugsa um að þú sért farin og ég geti aldrei hitt þig aftur, heimsótt þig eða talað við þig í stig- anum heima hjá þér. Ég mun aldr- ei gleyma hversu frábær vinur þú hefur alltaf verið. Elsku Bára, ég mun sakna þín sárt. Ásbjörn og Nína, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ykkar vinur Björn Fannar Hafsteinsson. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt (V. Briem.) Elsku Bára okkar, nú er baráttu þinni lokið og þú getur hvílst í friði. Stórt skarð er komið í hópinn við fráfall vinkonu okkar, Báru. Við skiljum ekki hver tilgangurinn er þegar ástvinur er tekinn frá okkur alltof fljótt. Minningarnar streyma fram í hugann. Við höfum þekkt Báru frá æsku, lékum okkur sam- an, fermdumst saman og útskrifuð- umst saman úr gagnfræðaskóla verknáms. Eftir skólaslitin giftumst við ein af annarri og fljótlega stofn- uðum við tólf saman saumaklúbb. Við fylgdumst hver með annarri í barneignum og uppvexti barna okk- ar. í rúmlega 30 ár höfum við hist í hveijum mánuði og oft verið glatt á hjalla, mikið hlegið og margt spjallað; Síðustu árin hefur Bára búið á ísafirði, ásamt manni sínum og dóttur þeirra, en þegar Bára kom í bæinn var oftast haldinn sauma- klúþbur. Á síðasta ári urðum við allar fimmtugar, og í tilefni af afmælum okkar fórum við saman í yndislega ferð til Edinborgar ásamt eigin- mönnum okkar, og fannst okkur öllum mjög ánægjulegt að við gát- um allar farið þessa ferð. Kannski nutum við samverunnar við Báru enn betur vegna þess hversu hress og ánægð hún var. Hún var svo sannarlega hrókur alls fagnaðar, eins og einkenndi hana alla tíð. Fyrir þessar minningar erum við allar mjög þakklátar. Síðustu tvö árin höfum við verið nánari Báru en nokkru sinni, og fundið tii með henni í baráttunni við veikindin. Þetta hefur verið okk- ur öllum erfiður tími, ekki síst fyrir mann hennar Ásbjörn og dóttur þeirra Nínu sem hafa staðið við hlið hennar í baráttunni fram á síð- ustu stundu. Við biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Saumaklúbburinn í Reykjavík. Með þessum orðum viljum við í saumaklúbbnum kveðja Báru, vin- konu okkar. Bára og fjölskylda hennar flutti til ísafjarðar fyrir 12 árum og skömmu síðar var saumaklúbburinn okkar stofnaður. Oftast mætti Bára fyrst, alltaf svo fín og hress og kát. Bára var eldri en við hinar, en aldursmunar varð aldrei vart. Þetta voru líflegir og skemmtilegir saumaklúbbar. Allar eigum við ómetanlegar minningar um hana, t.d. úr skemmtiferð sem við fórum til Reykjavíkur um haustið ’92. Þá nýttum við tímann vel, sátum allar saman á hárgreiðslustofu og létum gera okkur fínar, fórum tvisvar í leikhús, í bíó, út að borða og á dansleiki. Saumaklúbbur í janúar sl. var sérlega skemmtilegur, þá var stund milli stríða hjá Báru. Síðasti saumaklúbburinn sem Bára komst í var 21. mars. Þá var hún orðin mjög veik. Að hún skyldi koma þá var okkur mjög mikils virði. Við nutum samvistanna við Báru, hún sýndi okkur alltaf um- hyggju og hafði áhuga á því sem við vorum að gera. Saumaklúbburinn hefur misst mikið og sæti Báru, vinkonu okkar, er nú autt. Kæru Ásbjörn og Nína, við vott- um ykkur dýpstu samúð. Anna Kristín, Áslaug, Fríða, Helga, Margrét, Sigrún og Þórdís. Nú Guð ég von’að gefi af gæsku sinni frið, að sársaukann hann sefi af sálu allri bið. Og þó að sárt sé saknað og sól sé bakvið ský. Þá vonir geti vaknað og vermt okkur á ný. Þá ljósið oss mun leiða með ljúfum minningum og götur okkar greiða, með góðum hugsunum. (I.T.) Okkur langar að minnast með nokkrum orðum vinnufélaga okkar, Báru Þórsdóttur, sem er látin um aldur fram aðeins 51 árs að aldri. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi var Bára alltaf ákaflega sterk og lét aldrei bugast. Við virtum hana fyrir hvað hún var dugleg og kvart- aði aldrei. í gegnum veikindi henn- ar höfum við lært að meta lífið og heilsuna á annan hátt. Við minnumst hennar sem góðs félaga og gleðjumst í huga okkar er við lítum til baka til þeirra stunda er við áttum saman. Kæru Nína og Ásbjörn. Megi al- góður Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Hver minning dýrmæt peria að liðnum h'fsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærieikur í verla var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Starfsfólk Landsbankans á ísafirði. Sérfræðingar í blóniaskroyiiiigiiiu vió öll (»4iilæri Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, KRISTÍN LÁRA RAGNARSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 1. maí. Útförin verður auglýst síðar. Hörður Harðarson og börn. t Eiginkona mfn, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HREFNA EINARSDÓTTIR, Höfðabrekku, Mjóafirði, verður jarðsungin frá Mjóafjarðarkirkju í dag, laugardaglnn 4. maf, kl. 14.00. Gfsli Björnsson, Stefanía Gísladóttir, Ingólfur Pétursson, Sigurborg Gísladóttir, Tómas Zoéga, Jóhanna Gfsladóttir, Haraldur Hálfdánarson, Björn Gíslason, Helga Erlendsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.