Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR I DAG Forsetakosningar: málefnaframboð til íhugunar - stefnuskrá í 4 greinum Frá Þór Játvarði Jakobssyni: NÝKOMINN er ég heim utan úr hinum stóra heimi þar sem ekkert minnir á ísland og íslendinga. And- inn auðgaðist á vísindalegri mál- stefnu í Cambridge í Englandi um rannsóknir í norðurhöfum og á stór- kostlegum afmælistónleikum í Roy- al Albert Hall þar sem sjálfur hinn áttræði Yehudi Menuhin sveiflaði sprota og Rostrapovits og Mutter léku af snilld. Fjölbreytni mannlífs og mann- mergð einkenna jörðina. Við, kvart- milljónarþjóð, hverfum í skugga „fámennra“ þjóða Noregs og Kanada, landa sem ég hef átt heima í, hvað þá Bretlands og Indlands, landa tengdabarna minna. En hver er sjálfum sér næstur, þótt hollt sé að sjá sjálfan sig í réttum hlutföllum miðað við umheiminn. Og einmitt vegna smæðarinnar er áríðandi að þjóðin hyggi vel að málum sínum. Nú stendur fyrir dyrum að velja forseta íslands, mannval gott hefur verið nefnt til sögunnar og nokkrir bjóða sig fram, Guðrúnar, Ólafar, Pétur og Guðmundur góði. Af ýms- um hvötum ganga þau fram fyrir skjöldu og af ýmsum ástæðum verða þau fyrir valinu hjá fólki í komandi kosningum. En mest er um vert að vel gangi hjá forseta íslands um alla framtíð hver sem hann verður hveiju sinni. Ég hef áður nefnt að skynsam- legt væri að frambjóðandi lýsti ein- hvers konar stefnuskrá í upphafi framboðs. Það hefur svo sem jaðrað við hjá sumum og aðrir hafa greint frá hugðarefnum og afstöðu þegar á líður. Eftirfarandi dæmi um upp- talningu í stefnuskrá tileinka ég með frómum óskum frambjóðend- um til fróðleiks, frambjóðendum að þessu sinni og þeim sem birtast á næstu öld. Við erum peð, en hugum vel að framtíð landsins okkar og íbúa þess. Formæður okkar og for- feður eiga það skilið. 1. Fyrsta grein minnir á hin mikilvægu, sjálfsögðu skylduverk sem hver forseti íslands skal inna af hendi af þrótti og lipurð. I. Skylduverk a. ísland - stjórnsýsluembætti samkvæmt lögum. b. íslendingar - sjálfsagður stuðn- ingur við framtak og athafnir, list- ir, íþróttir og menntun í landinu. 2. Önnur grein minnir á mála- flokka sem fráfarandi forseti hefur látið mjög til sín taka og mest er um vert að hinn næsti geri svo einn- ig. Raunar er fyrra verkefnið ævar- andi. Hið seinna er bráðnauðsynlegt nú um þessar mundir og næstu öld, meðan verið er að klæða landið á ný. II. Meginmálefni til viðbótar a. íslenska: málrækt. b. ísland: landvernd. 3. Þriðja grein nefnir áhugaverð málefni sem næsti forseti gæti tek- ið þátt í að undirbúa, svo að meiri sómi yrði að en ella. III. Tímabundin verkefni a. Stofnun miðstöðvar alþjóðlegra umhverfis- og þróunarmála á Is- landi (í anda Brundtland-skýrslu frá 1987 og Ríó-ráðstefnu árið 1991). b. Kristnitökuafmæli og kirkjan árið 2000. 4. Fjórða grein tilgreinir tvennt sem mun halda forseta í lífrænum tengslum við fólkið í landinu. Það kýs hann og kjörum almennings skyldi hann deila eins og unnt er. Með ýmsum fríðindum mun hann ekki skorta peninga, en aðrir eiga bágt. IV. Annað a. Forseti láti helming launa sinna ganga til góðra málefna. b. Forseti sinni að nokkru verkefn- um á fyrri vinnustað og ræki þann- ig kunnug tengsl við atvinnulíf. í þessu samhengi er að lokum vísað til hugleiðinga minna í tveim- ur blaðagreinum sl. vetur, þ. 17. október 1995 í Morgunblaðinu (ís- land næstu 1000 ár) og í Tímanum þ. 20. desember 1995 (Umheimur, framtíð og forsetaframboð). Skrifað 1. maí 1996. ÞÓR JÁTVARÐUR JAKOBSSON, Espigerði 2 (2E), 108 Reykjavík. Guðrún Helgadóttir - vænlegt forsetaefni Frá Eyjólfi Kjalari Emilssyni og Jóni Ólafssyni: ÞAÐ SÉST á líflegum umræðum um forsetaframbjóðendur upp á síð- kastið að íslendingum stendur ekki á sama um þjóðhöfðingja sinn. For- setaembættið er virðingar- en ekki valdastaða og því er öllum í mun að forsetinn sé ekki bara sannferð- ugur fulltrúi þjóðarinnar heldur einnig og ekki síður fulltrúi þess ^ besta sem hún hefur fram að færa. Við undirritaðir höfum furðað okkur á því að Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingis- maður skuli aldrei nefnd til sögunn- ar þegar afstaða manna til hugsan- legra forsetaefna er könnuð. Þó er Guðrún augljóslega rökréttur kost- ur; í okkar augum raunar sú mann- eskja sem hefur langmesta burði til að verða góður forseti. Guðrún Helgadóttir á ekki aðeins að baki óvenjulegan stjórnmálaferil. Hún er líka einn af okkar bestu rithöf- f undum. Starfsferill hennar ber vitni um eldmóð og hugsjónir, óbilandi baráttuþrek og vilja til að láta gott af sér leiða. Það er óþarfí að telja upp bækur hennar eða rifja upp þingmannsstörfin, við vitum öll að Guðrún hefur aldrei látið annarleg sjónarmið hafa áhrif á verk sfn, hún hefur verið trú sannfæringu sinni, t tilbúin til þess leggja allt í sölurnar þegar mikið liggur við og til að víkja þegar henni sýnist að það geti ver- ið fyrir bestu. Það er alveg sama hvort menn hafa deilt skoðunum með Guðrúnu eða verið henni ósammála. Aldrei hefur verið ástæða til efasemda um heiðarleika hennar eða staðfestu. Hún hefur um langt skeið verið í fremstu röð og í hópi þeirra fáu íslendinga sem hafa getið sér orð af verkum sínum erlendis jafnt sem innanlands, það hefur hún gert sem stjórnmálamaður og sem rithöfund- ur. Þegar við kjósum forseta í sum- ar eigum við að dæma frambjóðend- uma af verkum þeirra. Það væri lán dafyrir okkur að eiga völ á Guðrúnu Helgadóttur, því að hún sameinar reynslu stjómmálamannsins og menningarhlutverk rithöfundarins. Hún er jafnvön stjórnmálastarfi á alþjóðavettvangi og heima í héraði. Hún er íslendingur sem skilur og þek’kir þjóð sína, menningu hennar, stjórnmál og ekki síst hvernig fólk og hugsar og finnur til við eldhús- borðið heima hjá sér. EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON, prófessor í heimspeki við Óslóarháskóla, JÓN ÓLAFSSON er að skrifa doktorsritgerð í heimspeki við Columbiaháskóla í New York. SKAK átti leik, en Vadím Zvjag- íntsev (2.585), 19 ára, hafði svart og lék síðast Umsjón Margeir Pétursson 15. - h7-h6?? 16. e5! — hxg5 (Svartur tapar líka manni eftir 16. - dxe5 17. Bxf6 - Bxf6 18’. Dxc5) 17. exf6 — Dxel 18. Hxel — Hxel 19. fxg7 og með heilum manni yfir vann hvítur auð- veldlega. Fjórð- ungsúrslitin í Kreml HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í skák á undanrásamóti í Moskvu fyrir atskákmótið í Kreml í viðureign tveggja af efni- legustu ungu Rússunum: Sergei Rúblevskí (2.610), 21 árs, var með hvítt og gengu þannig fyrir sig: Júdit Polgar— ívantsjúk 1 'h— 'h, Chern- in—Kramnik 'h—1 V2, Rúblevskí—Anand 1—2, Drejev—Kasparov 1—2, Undanúrslit: Kramnik— Júdit Polgar 1 'h— 'h, Ka- s_parov—Anand l'h— 'h Urslit: Kramnik— Kasparov 2 ‘/2—! 'h HÖGNIHREKKVÍSI „Bg sé. cJSTlðgnt &r cFd störfum,~ „Tfann, erJ nagCasfiysti/iqa." VELVAKANÐI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Skálað í eplasafa INGIBJÖRG Ámý skrif- aði í Velvakanda sl. mið- vikudag og minntist á ósmekklega vígslu nýju dagvistunardeildarinnar fyrir heilaskaðaða. Sagði hún m.a. að skálað hefði verið í áfengi. Það er ekki rétt, þar var skálað í svokölluðum eplacider, sem er óáfengur eplasafi með gosi í. Marta Pálsdóttir. Skótau út um öll gólf TILEFNI þessa bréfs er að fyrir nokkru fór ég að skoða blokkaríbúð hér í bæ. Og mikið var ég hissa þegar ég sá skó- grindurnar frammi á stigaganginum. Þegar ég var að fara upp á efstu hæðina gat ég ekki þver- fótað fyrir skófatnaði á gólfinu. Eitt er víst að ekki vil ég kaupa íbúð í svona húsi. Ég hef farið í mörg fjölbýlishús um ævina en aldrei séð neitt þessu líkt. Ég ráðlegg þeim sem eru að reyna að selja íbúðir í fjölbýlishúsum að biðja íbúa að láta skóna ekki liggja á glámbekk svo íbúðirnar verði fýsi- legri til kaups. Rut Bragadóttir, Meðalholti 21, Reykjavík. Góður andi á Reykjalundi UM LEIÐ og við færum starfsfólki Reykjalundar okkar bestu þakkir, vilj- um við vekja athygli þjóðarinnar á því merka og mikilvæga staifi sem þar er unnið. Okkur finnst það þvílík forrétt- indi og lífsreynsla að hafa fengið að vera þama hjá öllu þessu yndislega og góða fólki. Það var alveg sama hver eða hvað var, allir vom boðnir og búnir að þjálpa og leiðbeina. Á Reykjalundi er góður andi og þar em unnin mörg kraftaverk. Guð blessi starfsfólkið og alla starfsemina á Reykjalundi. Agatha Þorleifsdóttir, Dagmar Guðmundsdóttir, Guðbjörg Þórisdóttir, Guðrún Baldursdóttir, Jóhanna S. Ágústsdóttir, Jón Sigurðsson, Sólveig Á. Jóhannsdóttir. Tapað/fundið Sólgleraugu töpuðust SÓLGLERAUGU af gerðinni Ray Ban töpuð- ust í Esjunni sumardag- inn fyrsta. Finnandi vin- samlega hringi í síma 587 1189. Bastbudda fannst LÍTIL bastbudda fannst í Bankastræti sl. þriðju- dagskvöld. Upplýsingar í síma 562 0178. Gullúr tapaðist TAPAST hefur lítið kvengullúr. Á baki var grafið fangamark. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553 9192. Fundarlaun. Med morgunkaffinu VÆRI ókurteisi að biðja þig að heimsækja mig á viðtalstíma? LÆKNIRINN sagði að þú ættir að fara þér varlega, en ekki að þú ættir að sitja kyrr allan daginn. MANSTU þegar ég sagði þér að ég væri alltaf ljúg- andi? Ég var að ljúga að þér. Víkverji skrifar... VÍKVERJI þurfti nýlega að senda pakka norður í land. Viðtakandinn býr úti í sveit nálægt Blönduósi og bað Víkverji kunn- ingja sinn um að setja pakkann í póst. Nú leið og beið og ekki barst pakkinn. Víkverja þótti verra ef pakkinn væri týndur því í honum voru gögn sem slæmt var ef glötuð- ust. Þegar hálfur mánuður var liðinn frá því pakkinn var sendur hringdi Víkverji á pósthúsið á Blönduósi og spurðist fyrir um sendinguna. Hvorki póstmeistarinn né póstber- inn könnuðust við að hafa séð téðan pakka. Ekki liðu þó nema tvær stundir frá þessu samtali þar til póstmeist- arinn hringdi í Víkverja. Hann sagði að póstberinn hefði gert sér ferð á bifreiðastöð á staðnum og fundið pakkann þar. Þá hafði kunningi Víkverja sent pakkann með rútu en ekki í pósti án þess að Víkveiji vissi. Það var því árvekni og liðleg- heitum starfsmanna pósthússins á Blönduósi að þakka að pakki, sem þeir báru enga ábyrgð á, komst loks til skila. Kann Víkverji þeim bestu þakkir fyrir. XXX VÍKVERJI brá sér til Færeyja á dögunum og hófst ferðin á Reykjavíkurflugvelli. Þar er rekin lítil fríhöfn fyrir millilandafarþega og þar sem fátt annað var hægt að gera sér til dundurs í biðsalnum rölti Víkveiji þar inn. Eins og við var að búast var vöruúrval mun takmarkaðra en í fríhöfninni í Keflavík, sem kom svo sem ekki á óvart, enda mikill stærðarmunur á verslununum. Víkverja rak hins vegar í rogastans þegar hann fór að líta á verð einstakra tegunda. Verulegur verðmunur reyndist á fríhöfnunum í Keflavík og Reykja- vík og þá ekki síst á koníaki, sem Víkveiji kaupir hvað oftast á ferð- um sínum heim. Sá Víkveiji ekki betur en að um þúsund króna verð- munur væri á flösku af vinsælu koníaki í Reykjavík og Keflavík og fer þá að draga töluvert úr sparnaðinum við fríhafnarvið- skipti. XXX ÞEGAR kom að 'neimför nokkr- um dögum síðar kom í ljós að flogið var með færeyska flugfé- laginu Atlantic Airways en það hefur gert samstarfssamning við Flugleiðir og skiptast félögin á að fljúga milli Reykjavíkur og Vága. Flugið með Atlantic reyndist hið þægilegasta. Nýleg British Aero- space-þota félagsins var rúmgóður og hljóðlátur farkostur og þjónusta vinaleg, líkt og Færeyinga er von og vísa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.