Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 43 HARALDUR EINARSSON + Haraldur Einarsson fædd- ist á Brúsastöum í Þing- vallasveit 26. apríl 1913. Hann lést í Reykjavík 10. apríl síð- astliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 23. apríl. Elsku afi. Það er svo erfitt að hugsa til þess að við fáum ekki að hafa þig lengur hjá okkur og það er enn skrýtnara að sjá þig ekki oftar, því að þú hefur alltaf verið hjá mér og þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér og styrkja, hvað sem á bjátaði. Þú varst mér stoð og stytta öll þau ár sem ég fékk að eyða með þér og ömmu og þeim gleymi ég aldrei. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann nú þegar þú ert farinn frá okkur, en allar minningar mínar um þig eru bæði skemmtilegar og góðar. Það er svo margt sem þú gerðir fyrir mig og þú virtist aldrei þreytast á því. Að keyra mig í píanótíma eða koma með mat handa mér í hádeg- inu, þegar ég var yngri eða að segja mér skemmtilegar sögur af þér og því þegar þú varst ungur í sveitinni. Alltaf gastu sagt mér eitthvað skemmtilegt. Þú naust þess einnig að sýna mér landið og það voru ekki fá skiptin sem við amma og mamma brunuðum í bílnum ykkar ömmu, hringinn í kringum landið, fram og tilbaka og hvar sem komið var þekktir þú alla bæi, fjöll og firnindi; það var sama hvað bar fyrir augu, þú þekktir það allt. Ég dáist að því hve margt þú vissir og þá sérstak- lega á Þingvöllum, þar gekkst þú stolltur um og bentir á hveija sprungu og þúfu, að mér fannst, og allt virtist hafa sitt eigið nafn. Það var alltaf svo gaman að fara með þér þangað. Minningarnar eru margar og ferðalögin okkar voru mörg um landið. Við komumst líka saman til Ítalíu og ekki var það síðra ferðalag en öll hin. Frá sumarbú- staðnum ykkar ömmu, þar sem þú og amma og litla Krullan okk- ar unduð ykkur vel, á ég líka margar góðar minningar og alltaf var jafn gaman að koma til ykkar þangað. Elsku afi, þú hefur eiginlega verið mér bæði afi og pabbi, því þú stappaðir í mig stálinu þegar enginn pabbi var til þess lengur. En nú eruð þið pabbi saman og fylgist vonandi með mér hér. Eg þakka þér fyrir allt, elsku afi, og ég geymi allar minningarnar um þig og ömmu hjá mér. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís tum ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Þín, Elín Klara. KAMILLA ÞORSTEINSDÓTTIR -4- Kamilla Þorsteinsdóttir * var fædd í Reykjavík 19. janúar 1911. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Akureyrar- kirkju 12. apríl. Hún amma okkar er dáin. Allt í einu er hún ekki lengur. Auðvit- að vissum við að hún var orðin gömul og hún var oft lasin, en innst inni héldum við að hún yrði alltaf til staðar. Amma okkar, hún Kamilla, var einn af föstu punkt- unum í tilveru okkar. Við gátum alltaf leitað til hennar, hún var alltaf á vísum stað. Þegar Ragnar var lítill passaði hún hann iðulega og þegar við tvíburarnir fæddumst kom hún heim og passaði okkur á næturnar svo að mamma fengi einhvern svefn. Hún sagðist vera gömul næturvaktakona frá Krist- neshæli og þetta væri ekkert mál. Þegar við urðum eldri fórum við að koma í kakó til ömmu. Ein- hvern veginn finnst okkur að eng- inn geti búið til kakó eins og hún gerði. Það var heitt og sætt og yljaði inn að hjartarótum. Fyrir allt þetta stöndum við í eilífri þakkarskuld við þig, elsku amma. Þá skuld getum við aðeins goldið með því að reyna að líkjast þér. Vera góðir og gegnir menn, sem veita þeim lið er minna mega sín í lífsbaráttunni — því að þannig varst þú. Megi það veganesti sem þú gafst okkur gefa styrk og þor. Takk fyrir að vera þú, elsku amma. Þínir strákar í Eikarlundinum, Ragnar Friðrik, Gunnar Sverrir og Eiríkur Geir. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson ÚRSLITAKEPPNI íslandsmótsins í tvímenningi, sem fram fór um sl. helgi, var spiluð með skermum. Myndin er tekin í loka- umferðinni. Það er Magnús Magnússon sem skoðar skor síðustu umferðar og metur stöðuna, en andstæðingurinn sömu megin skermsins er Aðalsteinn Jörgensen, einn heimsmeistaranna. BRIPS Llmsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag byrjenda Sl. mánudag var spilað að venju. 9 pör mættu og var spilað í einum riðli með Howell sniði og urðu úrslit þannig: Ingibjörg Halldórsd. - Hólmfríður Pálsd. 117 Andri M. Bergþórss. - Bergþór Bjarnas. 115 ArniGuðmundsson-RuthWoodward 115 EinarOddsson-ÁsgeirGunnarsson 113 Bridsdeild Barð- strendingafélagsins Mánudaginn 29. apríl var 1 kvölds Mitchell tvímenningur. 29 pör mættu. Bestu skor í N/S: Halldór Svanbergss. - Kristinn Kristinss. 435 SigurðurÁmundas.-JónþórKarlss. 412 Jón Stefánsson - Þórir Leifsson 412 Þórður Sigfússon - Eggert Bergsson 401 Bestu skor i A/V: Vilhjálmur Sigurðss. - Daniel M. Sigurðss. 430 Friðjón Margeirss. - Valdimar Sveinss. 427 Kristín Andrewsd. - Kristján Jóhannss. 423 Edvarð Hallgrimss. - Jóhannes Guðmannss. 392 Meðalskor 364 Mánudaginn 6. maí nk. verður 3. kvöldið með Mitchell tvímenn- ingi. Það eru veitt verðlaun fyrir bestan árangur í báðar áttir á hverju kvöldi, en það par sem nær bestum árangri öll kvöldin saman- lagt fær verðlaun og heitið tví- menningsmeistarar deildarinnar 1996. Frá Skagfirðingum og b. kvenna í Reykjavík Sigrún Pétursdóttir og Sveinn Sigurgeirsson báru sigur úr býtum í 3 kvölda parakeppni, sem lauk síðasta þriðjudag. Úrslit urðu (efstu pör); Sigrún Pétursdóttur - Sveinn Sigurgeirsson 548 Inga Lára Guðmundsd. - Unnur Sveinsdóttir 515 Kristín Jónsdóttir - Sigurður Karlsson 501 GuðbjörgJakobsd. - Þorleifur Þórarinsson 496 Dúa Olafsdóttir - Margrét Margeirsdóttir 495 Karólína Sveinsdóttir - Lárus Hermannsson 494 Næsta þriðjudag, 7. maí, verður eins kvölds tvímenningur og tilval- ið tækifæri fyrir upphitun vegna íslandsmótsins í parakeppni helg- ina á eftir. Spilað í Drangey, Stakkahlíð 17, og hefst spilamennska kl. 19.30. Allir velkomnir. Bridsdeild Félags eldri borgara Reykjavík Fimmtudaginn 2. maí var spilaður Mitchell hjá Bridsdeild eldri borgara í Reykjavík. Meðalskor 216. N/S-riðill: Oddur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 253 Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 246 Rafn Kristjánsson - Tryggvi Gíslason 240 Bragi Melsteð - Þorsteinn Þorsteinsson 229 A/V-riðill: Baldur Ásgeirsson - Mapús Halldórsson 249 Sigurleifur Guðjónss. - Eysteinn Einarss. 246 Halla Ólafsdóttir - Þórhildur Þorleifsdóttir 234 Kristín Stefánsdóttir - Þorsteinn Daviðsson 233 Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 2. maf byrjaði þriggja kvölda vortvímenningur mitchell, sem er síðasta mót félagsins í vetur, staðan eftir fyrsta kvöldið. N/S-riðill: Helgp Viborg—Oddur Jakobsson 254 Ármann J. Lárusson - Jón Páll Sigurjónsson 253 Sigrún Pétursdóttir—Alda Hansen 253 A/V-riðill: Cecil Haraldsson - Sturla Snæbjömsson 236 Inga L. Guðmundsdóttir - Unnur Sveinsd. 234 Magnús Aspelund - Steingrímur Jónsson 231 Matur og matgerð Fljótleg veislumáltíð Gasgrill er hreint undratæki, segír Kristín Gestsdóttir, sem býður gestum sínum reyksoðinn lax. MARGIR eiga gasgriil en nota það aldrei nema til að grilla kóti- lettur, en ótrúlegustu hluti er hægt að matreiða á því, bæði grilla, baka og sjóða. Ég býð yfir- leitt gestum mínum upp á reyk- soðinn lax, sem er afar ljúffengur og fyrirhafnarlítill. Ég á að vísu reykgrill, einskonar kassa með grind, sem ég set á grillið. Þenn- an kassa eignaðist ég löngu áður en grillmenning hélt innreið sína til Islands. Á botn kassans er sett sérstakt sag, sem hægt er kaupa í veiðarfæraverslunum. Þegar ég keypti kassann fyrir einum 25 árum, keypti ég nokkra poka af þessu sagi, sem entist mér í nokkur ár, en þegar sagið þraut lagði ég leið mína í veiðar- færaverslunina sem ég keypti það af og vildi kaupa meira sag, en þá var það ekki til. Þeir höfðu átt mikið af því, en hent.því af því að enginn spurði um það. En nú er öldin önnur, engum dettur í hug að henda slíku, þótt fáir stundi reyksuðu og haldi að mikl- ar tilfæringar þurfi við það. Það þarf ekkert rándýrt reykgrill, það má notast við tvo djúpa álbakka og setja grind á botn þess neðri og reyksag undir. Matnum er raðað á grindina og hinum ál- bakkanum er hvolft yfir. Grindin má ekki liggja á botninum, það þurfa að vera lappir eða brík á henni. Þetta er síðan sett á grind- ina á gasgrillinu og kveikt undir. Efri bakkinn þarf að liggja nokk- uð þétt að, en þó á að lofta um svo að reykurinn geti leitað út. Reyksoðinn lax 1 kg laxaflök safi úr 'h lítilli sitrónu 2 tsk. salt þreifið eftir þeim með fingrinum. 2. Hellið sítrónusafa yfir hold- hlið flaksins, stráið á það salti og pipar og látið standa meðan gritlið er hitað. 3. Hitið grillið í 10 mínútur, stráið 2-3 hnefum af reyksagi á botn álformsins, setjið grindina á það og leggið fiskinn á grindina, roðið snúi. niður, hvolfið öðru ál- formi yfir. Setjið á grindina á grillinu, hafið mesta hita í 5 mín- útur, minnkið þá hitann og hafið á meðalstraum í 10 mínútur. 4. Hitið fat og berið fiskinn fram á því. Meðlæti: Soðnar kartöflur, hrá- salat og indverskt flatbrauð (chapatti) bakað á grillinu eða annað nýbakað brauð. Chapatti- uppskriftin er úr bók minni „Grillað á góðum degi“. Bakið chapatti áður en þið setj- ið laxinn á grillið. Chapatti, lObrauð 5 dl mjög fínt heilhveiti 5 dl hveiti, helst óbleikt 1 tsk. salt 2 msk. matarolía 4 dl ylvolgt vatn nýmalaður pipar 1. Skafið roðið vel, skerið af ugga og himnur ef einhveijar eru á flakinu. Takið úr bein, best er að nota flísatöng til þess. Beinin liggja í röð niður eftir miðju flaksins, 1. Setjið heilhveiti, hveiti, salt og matarolíu í skál. 2. Hellið u.þ.b. þriðjungi vatnsins út í og hrærið með sleif. Setjið síðan aftur þriðjung og hrærið áfram og loks siðasta þriðjunginn. Leggið disk eða klút yfir skálina og látið standa í nokk- ar mínútur. 3. Skiptið deiginu í 10 hluta, búið til kúlur og fletjið frekar þykkt út í hringlaga kökur, 12-15 cm í þvermál. Pikkið kök- urnar með gaffli. 4. Hitið gritlið, hafið mesta hita. Bakið í um 1 mínútu á hvorri hlið. Þrýstið með hreinum klút ofan á brauðin ef þau ætla að blása út. 5. Setjið brauðin heit í plast- poka, þá haldast þau mjúk. Hrásalat 'h jöklasalatshaus (iceberg) 'h hálfdós kurlaður ananas 1 dós sýrður ijómi 1. Skerið kálið frekar smátt og setjið í skál. 2. Síið ananasinn saman við. 3. Setjið sýrða ijómann út í og hrærið saman. setjið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.