Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 33 AÐSEIMDAR GREINAR MÁLVERK eftir Júlíönu Sveinsdóttur frá 1923 af Vestmannaeyjum TRYGGVASKÁLI við Ölfusá Þátttaka Vestmannaey- inga í knattspyrnumóti Islands 25. júní 1912 ÞANN 23. júní 1912 hélt hópur úr Knattspyrnufélagi Vestmanna- eyja, K.V., með s.s. Perví áieiðis til Eyrarbakka. Tilgangur fararinnar var að keppa á fyrsta Knattspyrnu- móti Islands, sem halda átti dagana 25.-27. júní í Reykjavík. Gengið var til Tryggvaskála við Ölfusárbrú, því póstvagninn kom ekki eins og ráð hafði verið fyrir gert. Þegar þangað var komið var beðið um handklæði, því Eyjaskeggjar hugðust baða sig í Ölfusá. Að vísu völdu þeir lygnu upp við land, en þó er enn í minnum haft á Selfossi, þegar hraustmennin frá Eyjum tóku sundsprett í Ölfusá. Lax var á borðum í Tryggvaskála og var það í fyrsta sinni, sem þeir félagar borðuðu lax. Tóku þeir svo hraustlega til matar síns, að sjóða varð annan skammt, því fyrsti skammtur dugði ekki handa öllum. Daginn eftir var ferðinni fram hald- ið og nú með póstvagninum áleiðis til Reykjavíkur. Fyrsti áfangi var Kotströnd. Þar var drukkið kaffi og einhverju sterkara frá brytanum á s.s. Perví hellt út í. í Kömbunum urðu félagarnir að ganga, en áfram var haldið að Kolviðarhóli og þar keyptar veitingar. Um kvöldið kom- ust þeir til Reykjavíkur og tóku sér gistingu hjá Margréti Zoéga í Hótel Reykjavík. Þar var ókeypis gisting og matur allan tímann, sem þeir félagar dvöldu í Reykjavík. Höfð- ingskona frú Margrét. Ætlunin var að senda henni svartfuglsegg frá Eyjum í þakklætisskyni, en minna varð af því en áformað var. II Fyrsti knattspyrnuleikurinn fór fram 25. júní og var keppt við Fram. Sigruðu Framarar með 3-0. Margar ástæður lágu til þess, að K.V. fór svo halioka. Þeir voru vanir gras- velli í Eyjum, en malarvöllur var í Reykjavík. Framarar spiluðu af meiri hörku, en K.V. menn áttu að venjast og það svo, að tveir leikmenn voru bókstaflega sparkaðir niður. „Vorum við báðir bornir út af vellin- um og Iagðir þar til að jafna okkur, er tók sem betur fór ekki mjög lang- an tíma“. (Árni J. Johnsen í Sjó- manninum, blaði Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja III. 1953) Hinn leik- maðurinn, sem borinn var út af var föðurbróðir minn, Ársæll Sveinsson, sem ræddi oft við mig um þessa för 1912. Þijú lið kepptu í þessu fyrsta ís- landsmóti: KR, Fram, og K.y. Skv. bréfi Knattspyrnusambands íslands til mín dagsettu 9. apríl sl., þá fóru leikir þannig: KR og Fram gerðu jafntefli í fyrri leik sínum: 1:1. Fram vann K.V. KR og Fram gerðu jafntefli í fyrri leik sínum: 3:0. Fyrsta Islandsmót í knattspyrnu fór fram 1912, fyrir 84 árum. Leifur Sveinsson segir frá þátttöku Vest- mannaeyinga í því móti. K.V. gaf leik sinn gegn KR. KR sigraði Fram í aukaleik 3:1. Ástæðan fyrir því, að K.V gaf leikinn við KR var sú, að margir af leikmönnum voru meiddir, bæði úr leiknum við Fram, svo og af óhöpp- um við æfingar í Eyjum. III Keppendur á þessu fyrsta íslands- móti í knattspyrnu, sem KR vann, voru af hálfu K.V.: Steingrímur Magnússon frá Mið- húsum, markmaður, Árni Sigfússon, kaupm. og útgerðarm., fórst 1948 í Skálafelli, v. bakvörður, Sæmundur Jónsson frá Jónsborg, h. bakvörður, Jón Ingileifsson í Heiðarbæ. v. fram- vörður, Árni J. Johnsen, kaupmaður, miðframvörður, Ársæll Sveinsson, útgerðarm. á Fögrubrekku, h. fram- vörður, Ágúst Eiríksson, skrifstofu- maður, v. útherji, Georg Gíslason, kaupm. og ræðismaður, v.útheiji, Eyjólfur Ottesen, lýsismatsmaður, v. framheiji, Jóhann A. Bjarnason, Brekastíg 32, miðframheiji, Árni Gíslason frá Stakkagerði, h. fram- heiji, Lárus F. Johnsen, útgerðarm. og ræðismaður Hollands, varamað- ur. IV Heim til Eyja héldu félagarnir úr K.V. með Ceres og fengu allir frítt far á 1. farrými. „Skipstjóri var hið góðkunna lipurmenni Brobjerg, er einstakur var í sinni röð gagnvart lágum sem háum,“ segir Árni J. Johnsen í Sjómanninum 1953. V Eg reyndi að finna viðtal í Þjóðviljanum, sem mig minnti að Frímann Helgason hefði tekið við Ársæl Sveinsson, en þótt ég auglýsti eftir því í Velvakanda Morgun- blaðsins, þá hefur það ekki borið árangur. Ársæll var fæddur 1893, en dó 1969. Oft var þetta ís- landsmót nefnt í sam- tölum okkar og kom þá fram, að félagar hans hefði heimsótt brytann á s.s. Pervi og komið þaðan með sterkar veigar, sem hefðu að nokkru átt þátt í ósigr- inum 25. júní. Áræll taldi að áfengi og knattspyrna færu ekki saman. Það hefði glatt Ársæl frænda mjög, ef hann hefði lifað þann dag, er Ásgeir Sigurvinsson var valinn knattspyrnumaður ársins í V-Þýzka- landi 1984. Efniviðurinn hefur alltaf verið til staðar í Eyjum, á því er enginn vafi. Sveinn Ársælsson sonur hans varð íslandsmeistari í golfi í tvígang, og sonarsonur hans og al- nafni stóð í marki fyrir Eyjamenn í mörg ár. Lýkur þá að segja frá fyrsta ís- landsmóti í knattspyrnu, sem fram fór fyrir 84 árum. Heimildir: Sjómaðurinn, III árg., blað Sjómannadags- ráðs Vestmannaeyja 1953. Afmælisblað Þórs, 1913-1963, Vestmanna- eyjar 1964, viðtal við Ársæl Sveinsson. Bréf K.S.Í. til Leifs Sveinssonar 9. apríl 1996. Höfundur er lögfræðingur. SumarRitin komin DNO 1 D A H « A R K "piit fanifi Hátticxttþ 1.—18. maí fær heppinn viðskiptavinur DANMERKURFERÐ í sumargjöf. Vertu með og líttu inn. UNO DANMARK Borgarkringlunni Póstsendingaþjónusta i sima 568 3340. STANDMYNDIN af Thorvaldsen á Austurvelli með Hótel Reykja- vík í baksýn. Hótelið byggt 1905, brann 25. apríl 1915. *** 1 !s I i tí 1 m 31 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.