Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ Mf LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 25 m 1 : Rúlliikragabolur frá Spúútnik, buxur og skór úr einkasafni. Ljósmyndir/Arnold Fötin skapa manninn og þessi föt eru frá Skaparanum. „möppur", sem eru nauðsynlegar öllum þeim sem vilja komast áfram í tískuheiminum. Arnold er ljós- myndari, sérhæfði sig í tískuljós- myndun í Flórens á Ítalíu, Hrafnhildur er „stílisti", eða eins konar útlitshönnuður, og Kristín sér um förðunina. Þau setja markið hátt, stefna á að koma sér á framfæri í útlöndum enda telja þau að tískuheimurinn hér á landi sé of lítill til að hægt sé Þau segja að samstarfið hafi byrjað fyrir hálfgerða tilviljun. Rristín og Aniold eru hjón og hún lærði förðun til að geta unnið að sameiginlegu áhugamáli þeirra, tískuljósmyndun. „Svo sáum við Elísabetu á skemmtistað og ég elti hana inn á kvennaklósett og vildi fá hana til að vinna með okkur," segir Kristín. „Eg var nú hálf leiðinleg við þig fyrst. Sagðist ekki gera neitt nema íyrir pen- ing. En svo fór ég að hugsa málið og sá að þetta myndi koma sér vel fyrir mig, að þetta væri ágætt tækifæri til að halda mér við og saf- na myndum í möppuna,“ segir Elísabet, sem vann Ford-fyrirsætukeppnina 1994 og starfaði um skeið við módelstörf í Evrópu. Hrafnhildur, vinkona Elísabetar, kom svo inn í hópinn sem stílisti, en hún vinnur í tískufataverslun og hefur lengi haft áhuga á að reyna fyrir sér á þessu sviði. Þau sögðust oft hafa ólíkar skoðanir á hlutun- um, en þó væri samstarfíð mjög gott enda gæfu þau sér góðan tíma til að undirbúa hverja myndatöku og samræma skoðanir sinar. Á meðfylgjandi myndum sjáum við hvernig til hefur tekist. að vinna í honum eingöngu og ná árangri. „Það gildir það sama um tískuna og allt annað; maður verður að sérhæfa sig til að verða góður," segir Arnold. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að mark- aðurinn hér heima sé of þröngur og þess vegna séu menn að grípa í þetta í hjáverkum á kostnað sér- hæfingarinnar. „Það er bara hóað saman einhverju fólki og svo er far- ið í myndatöku án nauðsynlegs undirbúnings," bætir Hrafnhildur við. „Oft er það líka þannig að ákveðin fyrirtæki styrkja mynda- tökuna og fyrirsæturnar eru þá látnar vera með þvottaduft eða „spray“-brúsa í höndunum eða kannski bíldekk í bakgrunni, sem eyðileggur myndirnar. Við vinnum hins vegar alger- lega sjálfstætt og óháð öðrum.“ Elti hana inn á h i/ennaklósett Borgarstjórinn í Reykjavík - hreinsunardeild gatnamálastjóra Heilsum sumri - hreinsum lóðina Sérstakir hreinsunardagar eru laugardagana 27. apríl og 4. maí. Ruslapokar verða afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Næstu daga eftir hreinsunardagana fara borgarstarfsmenn um hverfin og hirða fulla poka. Síðasta yfirferð þeirra hefst mánudaginn 6. maí og lýkur föstudaginn 10. maí. Skorað er á forráðamenn fyrirtækja að taka til á lóðum sínum. Fyrir stóra og fyrirferðarmikla hluti er bent á Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem hreinsunardeild gatnamálastjóra leigir út. Við tökum pokann pinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.