Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsóknir á íslenskum lækningajurtum Líffræðileg virkni í hvaimarfræjum RANNSÓKN á virkni lúpínuseyðis á krabbamein hefur staðið_ yfir í Raunvísindadeild Háskóla íslands undanfarna mánuði á vegum pró- fessors Sigmundar Guðbjarnason- ar. Steinþór Sigurðsson lífefna- fræðingur framkvæmdi rannsókn- ina. Samkvæmt henni er viss virkni í hvannarfræjum i lúpínuseyðinu. Forsaga þess að rannsókn hófst á lúpínuseyði við háskólann er sú að seyðið er framleitt í töluverðu magni hérlendis af Ævari Jóhann- essyni. Hundruðir íslendinga neyta seyðisins daglega og til eru margar sögur um áhrif þess í ýmsum tilfell- um, m.a. á krabbamein, en seyðinu var upphaflega stefnt gegn krabba- meini. Þá reyndist margt fólk sem þjáðist af óskyldum sjúkdómum, s.s. magabólgu, ristilbólgu, blöðru- hálskirtilsbólgu, astma og fleiru, fá bót meina sinna, oft eftir langa og árangurslausa baráttu með hefð- bundnari aðferðum. Ekki sjáanleg áhrif á krabbamein Steinþór segir að skoðuð hafí verið áhrif lúpínuseyðis á krabba- meinsfrumur en niðurstöðurnar eru þær að áhrifin séu ekki sjáanleg. „Það segir ekki annað en að í lúp- ínuseyðinu sé ekki frumueitur. Hins vegar erum við einnig að skoða líf- fræðilega virkni í þáttum í seyðinu. Við höfum fundið virkni í ákveðinni meðferð á hvannarfræjum sem eru notuð í seyðið. Við erum með mjög einfalt kerfi til þess að mæla líf- fræðilega virkni, sem hefur verið prófað með góðum árangri í Banda- ríkjunum, og það hefur gefið okkur svipaða niðurstöðu og fengist hefur í Japan með mun flóknari athugun- um á krabbameinsfrumum,“ sagði Stejnþór. Ótal jurtir eru í lúpínuseyðinu og flestar hafa þær verið notaðar sem lækningajurtir hérlendis. Lúp- ínan sjálf hefur hins vegar hvergi verið notuð til lækninga en mest er af henni í seyðinu. Einnig rannsakaði Steinþór glý- kósfingólípíð (GSL). Hann segir að þessi efni finnist í yfirborði frumu- himna. Efnin séu mikið rannsökuð um þessar mundir í sambandi við krabbameinsrannsóknir. Steinþór segir að vísbendingar séu um að glýkólípíð breytist þegar fruma breytist í krabbameinsfrumu. „Það er vitað að það eru glýkólíp- íð í plöntufrumum en það er miklu minna rannsakað. Við höfum verið að skoða þetta og mikill tími farið í aðferðarfræði. En okkar rann- sóknir sýna að það eru glýkólípíð í lúpínuseyðinu," segir Steinþór. Hann segir að nú liggi fyrir að gera tilraunir með líffræðilega virkni glýkólípíðs. Guðmundur J. Guðmundsson heiðursfélagi Dagsbrúnar AÐALFUNDUR Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar var haldinn þriðjudaginn 30. apríl sl. Á fund- inum lét Guðmundur J. Guð- mundsson af formennsku í félag- inu. Hann hafði starfað hjá félag- inu síðan 1953, þar af 15 sem formaður og 21 sem varaformað- ur. Guðmundur var kjörinn heið- ursfélagi Dagsbrúnar með lófataki og sæmdur gullmerki félagsins. Allir sjóðir félagsins utan vinnu- deilusjóður voru reknir með halla á starfsárinu miðað við innkomin iðgjöld. Hins vegar vinna fjár- magnstekjur tapið upp og þeirra vegna er hagnaður af heildarstarf- semi félagsins upp á 10,7 milljón- ir. Heildartekjur nema 98 milljón- um króna samanborið við tæpar 110 milljónir árið á undan og hafa því lækkað um 10,8% milli ára. Rekstrargjöld nema um 108,7 milljónum króna samanborið við 114,7 milljónir árið á undan og nemur lækkunin 5,25% milli ára. Tap af rekstri nemur 10,5 milljón- um en frá því dragast fjármagns- Guðmundur J. Guðmundsson. tekjur upp á 21,3 milljónir króna sem fyrr segir. Árið 1994 nam hagnaðurinn 26,3 milljónum og hefur því af- koma versnað um 15,6 milljónir milli ára. Ástæða þess að afkoma er nú þetta lakari er einkum sú að heildartekjur hafa dregist sam- an um 6 milljónir auk þess sem fjármunatekjur félagsins hafa lækkað um 10 milljónir milli ára. Þrátt fyrir það að tap fyrir fjár- magnstekjur sé á sjóðum félagsins er fjárhagur þess traustur. Skuld- laus eign Dagsbrúnar í heild er 730 milljónir. Hvatt til vinnustöðvunar Lýst var stjórnarkjöri, það gerði formaður kjörstjórnar, Snær Karlsson og, ný stjórn sem kosin var í janúar sl, tók formlega við undir forystu Halldórs Björnsson- ar. Samþykkt var ályktun gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stéttarfélög og vinnudeilur og hvatt til aðgerða gegn frumvarp- inu. Einnig var samþykkt tillaga þar sem hvatt er til vinnustöðvun- ar allra Dagsbrúnarmanna þegar frumvarpið kemur til atkvæða- greiðslu. Viðvörun frá Rafmagnseftírliti ríkisins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi viðvörun frá Bergi Jónssyni, rafmagnseftirlitsstjóra ríkisins: „Rafmagnseftirlit ríkisins harm- ar mjög að á. listasíðu Morgun- blaðsins miðvikudaginn 1. maí er sýnd mynd af „rafmagnstæki“ sem sett er saman úr eldhúsáhaldi og rafbúnaði. Auk þess eru birtar leið- beiningar um gerð tækisins eða fyrirmælaverksins, sem svo er nefnt. í fáum orðum sagt er hér um stórhættulegt verk að ræða, ef einhveijum dytti í hug að setja það saman samkvæmt þeim leið- beiningum sem fylgja myndinni. Þegar „tækið“ er sett í samband við raflagnir heimilisins getur 230 volta spenna verið á stálsigtinu sem myndin sýnir. Þeim sem snerta sigtið við þær kringumstæð- ur getur verið lífshætta búin. Rafmagnseftirlitið varar mjög eindregið við þeirri hættu sem hér getur skapast og brýnir fyrir for- eldrum að ræða um hana við böm og unglinga á heimilinu og þær afleiðingar sem svona tækissmíð gæti haft, bæði fyrir þann sem að verkinu stæði og aðra þá, sem óvitaðir um hættuna, kynnu að snerta það.“ Alþjóðaráð Rauða krossins Láta sig mannúðar- reglur litlu skipta LEON ISLER STYRJALDIR eru jafngamlar mann- kyninu, lög um að koma eigi fram við óvininn af virðingu eiga sér jafn- langa sögu,“ sagði Isler í samtali við Morgunblaðið en í erindi sínu fjallaði hann meðal annars um sögulegan bakgrunn mannúðarlaganna. „Mannúð var sjaldnast eina ástæðan fyrir því að menn settu reglur um hvernig ætti að haga sér í stríði heldur vegna al- mennra þarfa,“ sagði hann. „Ein af fyrstu regl- unum var bann við að eitra vatnsból því land án vatns kom sigurvegurunum að litlu gagni. Það tók margar aldir að þróa reglur sem almennt voru viðurkenndar á stærri svæðum, tvíhliða reglur varðandi vopnahlé, uppgjöf, meðhöndlun á stríðsföngum, umönnun særðra svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla að fræða íslensku sendifulltrúana um þessi lög. Hvað er það sem við getum gert til að fá lönd til að fylgja reglunum. Hver eru rétt- indi og skyldur þeirra sem vinna hjá Alþjóðaráði Rauða krossins og skjólstæðinga þeirra." Hvernig gertgur að fá þjóðir sem eiga í stríði til að framfylgja mann úðarreglun um? „Það gengur sífellt erfiðlegar. Ástæðan er einkum sú að stríðin eru háð af svo miklu meira hatri og grimmd en áður. Þeir eru fleiri sem láta sig mannúðarregiur litlu skipta. Virðingin fyrir manns- lífunum virðist minni, pyntingar og aftökur er algengari. Þessi þróun hefur leitt til þess að út- breiðsla mannúðarlaga er brýnni en áður. í ýmsum löndum Afríku, Asíu og í Rússlandi erum við með verkefni í gangi til að kynna þessi mál. Fræðslan verður að vera í mjög einföldu formi svo fólk skilji hana því ólæsi er mikið í mörgum þessara landa. Við setjum til dæmis upp vegg- spjöld þar sem er mynd af fanga sem verið er að skjóta, við setjum kross yfir hana til að sýna að svona eigi ekki að fara að. Svo er önnur mynd við hliðina á þar sem sýnt er að lífi fanga er þyrmt. Þannig reynum við að koma þeim skilaboðum áleiðis að óheimilt sé að drepa stríðsfanga og að lögin geti verndað viðkomandi í sömu stöðu síðar.“ Það hefur færst í vöxt að börn taki þátt í hernaði, hvernig horfir það við ykkur? „Þeir hópar sem standa í hern- aði í þessum stríðshijáðu löndum eru oft algjörlega stjómlausir. Þó eru þeir ef til vill eina skjólið fyr- ir munaðarlaus börn sem fá hjá þeim fæði og klæði og visst ör- yggi. Þetta unga fólk er þjálfað til að drepa en hefur sjaldnast fengið fræðslu um þau mannúðarlög sem gilda í ófriði." Alþjóðaráðið hefur einnig barist gegn notkun á jarðsprengjum. Hver hefur árangurinn verið? „Það hefur ekki gengið vel að sannfæra yfirvöld í þeim löndum sem hagsmuni hafa af sölu jarð- sprengna að hætta framleiðslu þeirra. Einnig hefur það gengið treglega að sannfæra þjóðir sem eiga í stríði um takmarkað hemaðarlegt gildi þeirra. Jarð- sprengjur vinna ekki styijaldir þær hræða og limlesta saklausa borgara." Hver finnst þér árangurinn vera ► Svisslendingurinn, Leonard Isler gekk til til liðs við Alþjóða- ráð Rauða krossins (ICRC) árið- 1968, þá 27 ára gamall, nýút- skrifaður Iíffræðingur frá há- skólanum í Genf. Isler hefur unnið í 28 ár hjá alþjóðaráðinu og er einn reyndasti sendifull- trúi þess. Hann hefur starfað í ýmsum löndum Suður-Amer- íku, Afríku og Asíu. Annaðist hann meðal annars heimför stríðsfanga að loknu Persaflóa- stríðinu og hefur mikla reynslu af fangaheimsóknum, birgða- flutningum og aðstoð við flótta- menn. Síðustu árin hefur hann starfað í höfuðstöðvunum í Genf. Isler hélt í gær fyrirlestur um alþjóðleg mannúðarlög á námskeiði sem Rauði kross Is- lands hélt í húsakynnum sínum. af siarfi Alþjóðadeildar Rauða krossins? „Það er erfitt að meta árangur- inn af svona starfí. En ég veit af eigin reynslu að ef þessi starfsemi væri ekki fyrir hendi væri ástand- ið ennþá alvarlegra í þeim löndum sem geisar stríð. Ég get nefnt sem dæmi starf í flóttamannabúðum við landamæri Kambódíu og Tæ- lands á árunum 1979 til 1980. Þegar við komum þangað fæddust um það bil þrjátíu böm í búðunum daglega en aðrir þijátíu létust. Eftir tveggja mánaða starf tókst okkur að breyta þessum hlutföllum verulega. Auk þess fer fram í fóttamanna- búðunum mikið starf við að sam- eina fjölskyldur sem tvístrast hafa í stríðinu. Við söfnum upplýsing- um um fólkið og setjum upp mynd- ir af því. Þetta vita hinir innfæddu og nýta sér óspart. Annað dæmi sem ég get nefnt er að vinnufé- lagi minn hitti argentískan ráð- herra fyrir tveim ámm sem spurði hann hvort hann kannaðist við Leon Isler. Vinnufélagi minn sagði það vera. Þá sagði ráðherrann: „Segðu honum að það sé honum að þakka að ég sé hér.“ Þegar póli- tískir fangar eru komnir á lista hjá okkur þá fylgjum við þeim eftir til enda. Getur það virkað sem líftrygging. Atvik sem þetta gefa starfinu mikið gildi.“ Hvernig manngerðar þarfnist þið í starfi sendifulltrúa? „Sendifulltrúi þarf fyrst og fremst að vera í góðu andlegu jafnvægi, vera sveigjanlegur, op- inskár og hafa sjálfsaga og vera reiðubúinn að vinna mikið. Síðast en ekki síst þarf hann að búa yfir heilbrigðri skynsemi og hafa hjartað á réttum stað.“ Stríð háð af meira hatri og grimmd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.