Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRARINN PÉTURSSON + Þórarinn Pét- ursson var fæddur á Hrauni í Fljótum 7. desem- ber 1926. Hann lést í Borgarspítalan- um 27. apríl síðast- liðinn. Foreldarar Þórarins voru Pét- ur Jónsson, bóndi og síðar starfsmað- ur hjá Trygginga- stofnun ríkins, frá ~~ *Nautabúi í Skaga- firði og kona hans, Þórunn Siguriyart- ardóttir frá Urðum í Svarfaðardal. Systkini Þórar- ins og samforeldra voru Jón, látinn, Sigurhjörtur, látinn, María, Pétur, látinn, Friðrik, Pálmi, látinn, og Soffía, látin. Hálfsystkini Þórarins og sam- feðra eru Páll og Elísabeth. Þórarinn kvæntist Guðrúnu Skúladóttur, þau slitu síðar samvistum. Börn þeirra eru: 1) Skúli Róbert, f. 1954, kona hans er Hrafnhildur Jónsdótt- ir, börn þeirra Tinna Osp og ~ Róbert Orri. 2) Þórarinn, f. 1957, börn hans með Sumar- rósu Hansdóttur Þórarinn Örn og Þorgils Arnar. 3) Hallfríð- ur, f. 1959, 4) Pétur Hannes, f. 1960, d. 1961, 5) Þórunn, f. 1961, barn Sigurður Ari Bjarnason, barnsfaðir Bjarni Ólafsson. 6) Unnur María, f. 1963, gift Snorra Wium, börn þeirra Hekla og Vala. Fyrir átti Þór- arinn Sigrúnu, f. 1953, með Gerði Lárusdóttur. Sig- rún er í sambúð með Sigurði Gústavssyni. Hún átti einn son, Trausta Hafliðason. Við lát móður sinnar, árið, 1930 fór Þórarinn í fóst- ur til móðursystur sinnar, Sigrúnar húsfreyju á Tjörn í Svarfaðardal og manns hennar, Þórarins Eld- járns, og ólst þar upp síðan. Uppeldissystkini Þórarins voru Þorbjörg, Kristján Eldjárn, lát- inn, Hjörtur, látinn, og Petrína. Þórarinn lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri, útskrifaðist sem búfræð- ingur frá bændaskólanum á Hólum 1946 og dvaldi eftir það í Noregi og Danmörku til ársins 1950 við störf og nám við land- búnaðarskóla í Danmörku. Eft- ir heimkomu vann Þórarinn um tíma sem búfræðingur en réðst til starfa þjá íslenskum aðal- verktökum á Keflavíkurflug- velli árið 1957 og starfaði þar á launadeild til dauðadags. Útför Þórarins verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vinir mínir fara flöld, feigðin þessa heimtar köld eg kem eftir kannski í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Svona komst Bólu-Hjálmar að orði þegar hann spurði andlát vin- ar síns. Nokkuð kalt en af meiri snilld en annað sem gert hefir ver- ið við sambærileg tækifæri á ís- lenskri tungu. Þessi vísa kom mér í hug þegar ég spurði fráfall Þórar- ins Péturssonar 27. apríl. Svona er lífsins göngulag. Manni finnst það ekki alltaf taktfast. Árstíðun- um má nokkurveginn treysta, gróður lifnar á vorin en hneigir krónurnar á haustin en mennirnir eru oft kvaddir til hinstu ferðar hvenær sem er án fyrirvara. Sú kvaðning fylgir ekki gangi sólar. Þessi helfregn kom mér að óvör- um. Fyrir fáum dögum stóðum við augliti til auglitis og lögðum hend- urnar á bak hvors annars eins og við vorum vanir en nú gerist það ekki meir. En hvað er maður manni? Að sjálfsögðu eigin persóna í lifanda lífi. En það er ekki allt. Maður er líka minning. Minningamar um Þórarin eru góðar bæði eldri og yngri. Ég minnist starfsins í Kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Við þessir sem sungum bassann, HREFNA JÓHANNA HA UKSDÓTTIR + Hrefna Jó- hanna Hauks- dóttir fæddist á Höfn í Hornafirði 9. júlí 1963. Hún lést í Landspítalan- ilm 26. apríl síðast- liðinn. Hrefna var dóttir hjónanna Hauks Runólfsson- „ ar, sjómanns á Höfn, og Ásdísar Jónatansdótturj en hún lést 1984. Arið 1988 giftist Hrefna eftirlifandi eigin- manni sínum, Óg- mundi Einarssyni frá Sand- gerði. Þeim varð þriggja barna auðið. Elstur er Bjarni Valgeir, fæddur 1983, Anton Laxdal, fæddur 1985, og Ásdis Alda, fædd 1988. Útför Hrefnu fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún Hrefna hefur kvatt þennan jarðneska heim eftir nokkurra mánaða mjög alvarleg veikindi. Þegar hún fékk fréttirnar um það hversu mikið veik hún væri var hún alls ekki á því að gefast * upp. Hún hugsaði um það eitt að þetta væri eitthvað sem á hana væri lagt og að hún skyldi svo sannarlega reyna að vinna á því með Guðs hjálp. Hrefna var trú- uð kona og vonin og trúin voru öllu yfir- sterkari. Hversu mikið veik sem hún var gladdist hún alltaf ef einhverjum gekk vel og alltaf var stutt í glettnina. Hún var ein af fáum sem hugsa alltaf um velferð ann- arra. Síðustu mánuði minnkaði þrekið mjög en hugsunin var alltaf sú sama — ég skal — hún hafði svo mikið til að lifa fyr- ir, þtjú lítil böm, eiginmann, föður og fjölskylduna alla. Eitt af síðustu skiptum sem Hrefna leit Hornafjörð var þegar við fórum í gönguferð, 2 dögum áður en hún var fiutt mjög veik suður í sjúkrahús. Það var yndis- legt veður, vor í lofti og logn. Óskaplega leið henni þá vel, þótt hún gæti vart gengið. En hún ætlaði að styrkja sig. Þegar við komum til baka úr gönguferðinni ákváðum við að fara næsta dag og kaupa fyrir hana regngalla, því MINNINGAR Þórarinn, Guðmundur Gunnlaugs- son og undirritaður, vorum allir jafn vissir um það að þetta væru bestu bassar í kirkjukór, að minnsta kosti við Faxaflóa og þó víðar væri leitað. Hvort aðrir hafa vitað það veit ég ekki, en félags- skapurinn var góður, okkar þriggja og kórsins alls. Þess er ljúft að minnast. Þessi kór ferðaðist um land og til framandi landa með sálnahirði í för. Á tímabili vorum við undir handleiðslu Jóns ísleifs- sonar formanns Kirkjukórasam- bands Islands. Ásamt kórnum hans, kirkjukór Nessóknar, æfðum við og fluttum metnaðarfull kór- verk víða um land við góðar undir- tektir. Þetta var ánægjulegt við- fangsefni allra þátttakenda. Þórarinn háði framanaf ævinni allharða viðureign við Bakkus kon- ung og er það ekkert einsdæmi þegar um er að ræða gáfaða mann- kosta menn. Einkum var þetta fyrri hluta ævinnar. Átti þetta nokkurn þátt í skilnaði þeirra hjóna. En þrátt fyrir þetta misgengi í sál- inni, naut Þórarinn ávallt óskoraðr- ar ástar barna sinna og fjölskyldu og einnig virðingar allra sem hann þekktu. Undanskil ég ekki vinnu- veitendur hans, íslenska aðalverk- taka, en þar var hann starfsmaður í launadeild. Þar naut hann yfir- burða hæfileika sinna, svo sem þeirra að á þessum fjölmenna vinnustað þekkti hann alla starfs- mennina að nafni og kennitölu þeirra persónulega. Ég hefi heyrt menn undrast þessa hæfileika hans. Meirihluta starfsævinnar hefur Þórarinn átt heimili í Ytri-Njarðvík og vildi hann hag þessa byggðar- lags sem bestan. Hins vegar ef setið var með honum og hugurinn látinn reika var það svo fyrir hon- um að kompásnálin vísaði í norður og nam staðar við Svarfaðardal; þar var hann uppalinn með þeirri góðu fjölskyldu á Tjörn. Þarna þekkti hann allt fólk bæði lífs og sumt löngu liðið. Þegar maður lagði við eyra var það greinilegt að þetta voru honum afar kærar minningar. En enginn ræður sinni för eða næturstað. Ég trúi því að Þórarinn mæti góðum viðtökum hvar sem það er. Oddbergur og Fjóla. Með Þórarni Péturssyni er fall- inn í valinn einn traustasti félagi Verslunarmannafélags Suðurnesja í gegnum árin. Þótt hlédrægur væri valdist hann til margvíslegra starfa í þágu félagsins. Sat í stjórn og trúnaðarráði, samninganefnd- um, kjörstjórn og mörgu öðru, sem að VS laut, á meðan heilsan.ent- ist. Öll þau störf vann hann af nákvæmni og hægt var að treysta því, að því sem hann tók að sér væri skilað á réttum tíma. Slíkir menn eru hvetju félagi mikils virði. Fögur rithönd og meitlað mál ein- kenna bókanir hans í gögnum VS. Þórarinn hafði sig ekki mikið í frammi á fundum, en þá er hann blandaði sér í umræður, tóku menn eftir því sem hann hafði til mál- anna að leggja, enda rökfastur og röddin djúp og skýr. Öfgar voru honum fjarri. Hæverska og virðu- leiki einkenndu allt hans fas í sam- skiptum við félagana, ásamt góð- látlegri glettni, þegar við átti. Lengstan hluta starfsævi sinnar vann Þórarinn í launadeild Aðal- verktaka og var því í góðum tengsl- um við mikinn fjölda fólks, sem átti vel við skapgerð hans. Þórar- inn var vinsæll á meðal starfsfólks og stálminni hans vakti eftirtekt. Hann mundi nafn og númer næst- um hvers einasta manns, sem unn- ið hafði hjá fyrirtækinu, þótt svo hann hefði ekki séð þá árum sam- an. Þetta var einn af mörgum eig- inleikum, sem Þórarinn var gædd- ur og aðrir sem betur þekkja munu rekja í skrifum um hann. Og þótt Þórarinn sé horfinn sjónum okkar, mun minningin um hann lifa í hugum VS félaga um ókomin ár. Magnús Gíslason. Alltaf kemur dauðinn jafn- óþægilega á óvart og ætíð er erf- itt að sætta sig við hann. Þegar við Þórarinn kvöddumst við lok síðasta vinnudags hans, á hefbund- inn hátt, rrieð ósk um góða helgi, þá náði sú kveðja í mínum huga ekki lengra en bara þá helgi. Nú hefur „frændi“ kvatt fyrir fullt og allt. Því vil ég að lokum kveðja þig, kæri vinur, og biðja guð að styrkja ástvini þína. Ólafur Þ. Gunnarsson. Þórarinn Pétursson, samstarfs- maður okkar og félagi, var einn af þessum mönnum sem hafa sterka nærveru. Það fór ekki á milli mála að þar fór vel gerður einstaklingur, tígulegt atgervi ásamt leiftrandi skopskyni. Þórar- inn á rætur að rekja í frændgarð gáfumanna og bar hann keim af því. Þórarinn var menntaður í bú- fræðum, en starfaði lungann úr ævi sinni við launabókhald. Hann starfaði sem slíkur hjá Islenskum aðalverktökum í 39 ár og þar af sem deildarstjóri í launadeild í 16 ár. Þórarinn sinnti störfum sínum með einstakri prýði, prúður maður en ákveðinn ef svo bar undir. Hann bar alla tíð hag starfsmanna ÍAV fyrir brjósti. Hann var m.a. í fylk- ingarbijósti verslunarmanna á Suðurnesjum fram á seinasta dag. Þórarinn átti hin allra seinustu ár við veikindi að stríða sem að lokum drógu hann til dauða. Sú barátta hans var háð með sömu reisn og einkenndi störf hans öll. Þórarinn hefði orðið sjötugur á þessu ári hefði hann lifað. Hann var söngelskur mjög og var í Kirkjukór Njarðvíkur. Þórarinn var fráskilinn en átti sex mannvænleg börn, sem öll lifa föður sinn. Hon- um þótti vænt um börn sín og fylgdist náið með lífshlaupi þeirra eins og góðum föður sæmir. Enda uppskar hann ávöxt þess í návist þeirra. Við nánir samstarfsmenn Þórar- ins söknum góðs félaga og vottum börnum hans, öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. F.h. Launadeildar og Starfs- mannahalds ÍAV, Áslaug Húnbogadóttir, Ingibjörg Böðvarsdóttir, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Ólafur Thors. Nú er skarð fyrir skildi, félagi Þórarinn fallinn frá. Þórarinn var óvenju glöggur maður, víðlesinn og reyndist öllum sem til hans leit- uðu mjög úrræðagóður, hvort sem leysa þurfti mál er varðaði vinnuna eða persónuleg. Sérstaklega var áberandi í fari hans hvað hann var trúr sinni sannfæringu. Þess vegna var gott að eiga hann sem vin og vinnufélaga. Um leið og við þökkum sam- fylgdina viljum við votta öllum aðstandendum samúð okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Margrét, Helga, Patricia, Svanhildur, Ester, Elisa- bet, Sigrún og Sesselja. það var rigningarspá og hún ætl- aði sér aftur í göngu. Það varð ekkert úr því. Nú þarf Hrefna mín engan regngalla, því ég trúi því að nú sé hún umlukin hinu eilífa ljósi á æðra tilveru- stigi, þar sem ekki rignir. Ég trúi því að henni hafi verið ætlað stórt hlutverk þar. Við sem kynntumst Hrefnu erum betri manneskjur eftir. Kærleiksríkari sál hef ég sjaldan kynnst. Hún geislaði af kærleik og umhyggju. Eiginmaður Hrefnu, Ögmund- ur, og Haukur, faðir hennar, hafa staðið eins og klettar í hafinu sem brimið hefur brotið endalaust á í þessari baráttu, því alltaf var hald- ið í vonina. Ég bið Guð að taka á móti Hrefnu og leiða hana inn í eilífa ljósið og bið Guð að styrkja eigin- mann, börnin þeirra, föður og fjöl- skylduna alla í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Halldóra. Um leið og sumarið kom með fyrirheit um sól og hlýju, lagðist myrkur og kuldi yfir huga minn. Hrefna vinkona mín lagði augun aftur í hinsta sinn föstudaginn 26. apríl sl. Hún, þessi unga kona, sem átti allt lífið framundan. Það héld- um við að minnsta kosti sem sitjum eftir með ótal spurningar til hans sem öllu ræður hér í þessari jarð- vist. Hrefna var af Guði gerð þann- ig að ósjaldan óskaði maður þess að hafa bara ögn af hennar myndarskap. Hvort sem var í framkomu eða fasi eða til al- mennra verka. Sama hvað hún tók sér fyrir hendur virtist allt ganga upp hjá henni. Fötin sem hún saumaði, peysurnar sem hún pijónaði, dúkarnir sem hún hek- laði og allir þeir hlutir sem hún skapaði bera vott um það hversu myndarleg hún var. Ég var svo lánsöm að njóta vin- áttu hennar og alltaf gekk ég að henni vísri ef eitthvað bjátaði á. Undanfarna daga hafa minning- arnar lifnað og alltaf kemur eitt- hvað nýtt upp í hugann sem gerir manni það ljóst að þó svo Hrefna sé ekki með okkur hér þá býr hún í huga okkar sem hana elskuðum. Hvern hefði órað fyrir því fyrir fjórum mánuðum þegar ógn- valdurinn bankaði upp á og lét vita af sér að í byijun sumarsins myndum við kveðja hana í hinsta sinn? Við ætluðum aldrei að gef- ast upp heldur standa á fætur og sigra óvininn saman. En þótt við ættum öll heimsins völd og öll heimsins auðæfi þá er eitt Ijós, við ráðum engu í þessu lífi. Við verð- um bara að hlýða kallinu þegar það kemur. Mig langar til að kreðja vinkonu mína með ljóði sem var henni mikill styrkur og vona að þau sem eftir lifa megi öðlast styrk til að halda áfram. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvörfin björt og heið, þó steypist í gep þér stormur og rep og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og veit fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Höf. ókunn.) Svava. Skilafrest- ur minning- argreina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudágs-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.