Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 27
MORGUNB L AÐIÐ UHTTl LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 27 M VJil UTI AÐ BORÐA MEÐ FRIMANNI STEFANSSYNI OG BIRKI MAGNÚSSY NI Yndisfagra Akureyrl Upprennandi hagyrðingar fínnast enn í menntaskólum landsins. Pétur Blöndal komst að raun um það í ljóðrænu kvöld- verðarspjalli á Fiðlaranum á þakióu. UPPRENNANDI hagyrðitigar: Birkir og Frímann. atseðill Fiðlarans á þakinu hefst á hátíðarljóði eftir Stefán Agúst sem ort var i tilefni af aldarafmæli Akureyrar. I'að er vel viðeigandi. Hendingin „Yndisfagra Akurevri" er nefnilega góð lýsing á þessum sólríka laug- ardegi þegar Akureyri skartar sínu fegursta. Einnig vegna þess að fra- mundan er viðtal við mennta- skólanemana Birki Magnússon og Frímann Stefánsson, en þeir hafa fengist við vísna- og limrusmíðar. „Ahuginn á kveðskap hefur alltaf verið til staðar hjá mér,“ segir Frímann og virðir fyrir sér mat- seðilinn. Birkir kinkar kolli og segist hafa byrjað að semja vísur í dönskutímum. • Ádönsku? „Nei.“ „Eg byrjaði líka að yrkja í menntaskóla," segir Frímann. „Eg hef aldrei lært bragfræði heldur hef ég tilfinningu fyrir henni,“ segir Birkir. „Það er í blóð- inu.“ „Mér líst vel á gæsina," segir Frímann sem hefur sökkt sér niður í matseðilinn. Birkir er á annarri 'skoðun og segir við þjóninn: „Þá vil ég heldur hreindýrasteik, - ég hef aldrei bragðað hana.“ Þeir segjast ekki gera mikið af ]jví að fara út að borða og það má sjá ánægjuglampa í augunum þegar þeir panta sér koníaksbætta humar- súpu með rjómatoppi í forrétt. Hvað um fyrripartinn ? Best að skjóta því að lesendum að svohljóðandi fyrripartm’ hafði verið lagður fyrir þá fyri’ um daginn: I menntaskóla margur hefur metnað til að yi’kja. Frímann lifnar við og botnar: Það ánægju og gleði gefur gáfu þessa að virkja. Hann heldur áfram og segir að hringingin fyrr um daginn hafi komið sér á óvart: I hægindum ég heima sat og hugðarefnum sinnti er bauðst að verða að blaðamat, - mig Blöndal til þess ginnti. Birkir vill einnig koma vísu að og velur eina um yfirburði Mennta- skólans á Akureyri „að allri hóg- værð slepptri": Langbestur á landi hér þó leitað yrði víðar menntaskólum mjög af ber MA,-fyrrogsíðar Fáir jafnaldrar yrhja „Það eru ekki margir að yrkja á okkar aldri," segir Frímann. „Það er samt áhugi fyrir þessu. „Þegar vel er gert,“ skýtur Birkir að. „Við vorum með kvöldvöku fyrir mánuði og fengum mjög góð viðbrögð," segii’ Frímann. „Það má orða það öðruvísi," held- ur Birkir áfram. „Það var talað við okkur daginn áður og við vorum beðnir að fara með nokkrar stökur. Við böðluðum saman einhverju sem við létum flakka." „Þar á meðal var kennarakvöld- vakan,“ segir Birkir, íbygginn á svip: Kennaravakan var klén og rýr kómíkin hæfir börnum. Samt ég splæsi hugumhýr hérumbil tveimur stjörnum. Eftir hverjum eruð þið að líkja hér? „Súpan er alveg afbragð," svarar Birkir og lætur sem hann heyri ekki spurninguna. „I Menntaskólanum hefur kveð- skapurinp alltaf lifað,“ segir Fri- mann. „í svona grónum skóla er reynt að halda í gamlar og nýjar hefðir. Það er þannig í MA að ef eitt- hvað er gert tvisvar er strax farið að tala um hið árlega þetta og hið ár- lega hitt.“ Eigið þið ykkur eftirlætisskáld? „Það verður að liggja aðeins yfir þessu,“ svarar Birkir. „Það væri nú hallærislegt að segja pabbi, er það ekki?“ segir Frímann og hlær, en faðir hans er Stefán Vilhjálmsson, kunnur hagyrðingur. „Eg er mjög hrifinn af þessum félagslegu raunsæisskáldum eins og Steini Steinarr og Jóhannesi úr Kötlum,“ bætir hann við. „Eg les ekki svoleiðis kommún- istaskáldskap," heyrist í Birki. „Ég held einnig upp á Dag Sigurðarson," heldur Frímann áfram. „Stefán Þorláksson, mennta- skólakennari, er í mestu uppáhaldi hjá mér,“ segir Birkir. „Hann hefur komið með nokkrar góðar vísur - og kann víst Einar Benediktsson utan að.“ Hvernig er sósan ? Birkir fær sér bita og tyggur þenkjandi: „Það er passlega milt villibragð af henni.“ Hann tekur svo aftur til við að borða. „Markmiðið er að geta komið fram á hagyrðingakvöldi, en ég held að það takist ekki í náinni framtíð," segir Frímann. Eftir smáþögn bætir hann við - brosandi: „En það er kannski erfitt að verða atvinnu- hagyrðingur.“ Þegar talið berst að afþreying- unni segist Frímann lítið gera af þvi að fara út á næturlífið. „Ég hangi mest með listamafíunni á Karólínu. Þar sitjum við nokkrir vinstrimenn saman í hóp og brjótum heimsmálin til mergjar." ',,Ég eyði ekki kvöldunum hangandi inni á Sjalla heldur fer á Fiðlarann og þá aðallega í boði ein- hvers,“ segir Birkir kokhraustur. Er Akureyrarkirkja fallegasta kirkja á landinu? „Já,“ segir Frímann. „Allavega eru kirkjutröpgurnar þai' flestar,“ bætir Birkir við. í þeim töluðum orðum er hann að velta fyrir sér skreytingunni á eftirréttinum: „Ætli maður eigi að borða þetta?“ Hvernig bragðast? „Mjög gott,“ segja báðir. Nú farið þið sjálfsagt heim að yrkja? „Já, við erum svo háttstemmdir núna.“ MMSGOm K A N A D A .sjS x >> / Viðskipti í Nova Scotia einstakt sóknarfæri! ■ Fj'rirtæki af öllum stærðum o§ gerðum í Nova Scotia leita eftir samstarfi við íslendinga. Aðstæður til viðskipta í Nova Scotia eru mjög hagstæðar. Flugleiðir munu hefja áætlunarflug þangað 14. maí, tvisvar í viku. Þetta er einstakt tækifæri fyrir framsækin íslensk fyrirtæki sem vilja sækja á ný mið! 'JMk Frekari upplýsingar: Aðalræðisskrifstofa Kanada. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Merkt: Nova Scotia/Iceland Program Sími: 568 0820. Fax: 568 0899. msm Láttu sjá þig á Nova Scotia dögunum sem haldnir verða dagana 22. - 24. maí nk. Hingað fjölmenna fulltrúar ferða-, atvinnu- og menntamála með ítarlegar upplýsingar urn land og þjöð í rnáli og niyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.