Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 45 FRÉTTIR Fyrirlestur um unga fólkið og skattana Skattlagning barna- fólks með miðlungs- tekjur ekki réttlát Akureyri. Morgunblaðið. 350þús. kr. tKATTKERFIÐ 1995 kO Samsetning ráðstöfunartekna fjögurra manna fjölskyldu 250 M 200 Vaxtabætur Barnabótaauki 150 100 m Barnabætur 69.300 . Mánaðartekjur í þús. kr. laur , FB 150 200 250 300 350 Forsendur: Dæmið er fyrir hjón með tvö börn, annað barnið eldra en 7 ára, fyrirvinnan er ein. Vaxtagjöld eru 15 þús. kr. á mánuði (180 þús. á ári). Miðað er við reglur og upphæðir, sem giltu síðari hluta árs '95, m.a. að 2% tekna séu frádráttarbær vegna lífeyrisiðgjalds. Launafrádráttur til lífeyrissjóðs er 4% af heildarlaunum. Skattleysismörk: 144.700. Til þess að hækka ráðstöfunartekjur þaðan í 170.000 þurfa tekjur að hækka um 69.200. MYNDUN JAÐARSKATTS Dæmið er miðað við fjögurra manna fjölskyldu, börnin yngri en 17 ára. Þar sem um eignaríbúð er að ræða er vaxtakostnaður settur 15 þús. kr. á mánuði, en fyrir leiguíbúð er húsaleiga sett 40 þús. kr. á mánuði. Staðgreiðsluprósenta er miðuð við að 4% frádráttur vegna lífeyrissjóðsiðgjalds sé kominn til framkvæmda (verður eftir mitt þetta ár). Upphæðir eins og þær voru seinni hluta árs '95. Mánaðarlaun, þús. kr. 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 *E 1 to I c c £ fö -Q. "B c- .3 I I Stað- greiðsla og hátekju- skattur Húsal bætur Afborganir ijámslána 7°4> !■ , .....................................— Iðgjald I llfeyrissjóð og stéttarfélagsgjald 5% (4% i lífeynssjáð 1 % til stéttarfélags) 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 Jaðarskattur 100 UPPHLEÐSLA 40 20 /N 7S7 u-* cví LO N rvT r — IgmS&a 1 ‘l 1 i i i 1 1 T f 1 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 Ménaðarlaun, þús. kr._______________________________ EF FJOLSKYLDUTEKJUR hjóna sem eiga tvö börn, njóta vaxtabóta og borga áf námslánum aukast úr 110 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund krónur heldur íjöl- skyldan ekki eftir nema 28.700 krónum af þessari 100 þúsund króna tekjuaukningu. Þetta kom fram í erindi sem Finnur Birgisson arkitekt hélt á vegum Lýðveldisklúbbsins í Deigl- unni á Akureyri nýlega. Erindið nefndist Unga fólkið og skattarnir - eru börnin féþúfa Friðriks? og , vildi hann með því sýna fram á að skattlagning barnafólks með miðlungstekjur og þar ofan við | væri ekki réttlát hér á landi. Hann lagði sérstaka áherslu á nýlegar breytingar á tekjuskatts- kerfinu í Þýskalandi, sem urðu í kjölfar þess að stjórnarskrárdóm- stóll landsins, Bundesverfassungs- gericht, lýsti fyrra kerfi ólöglegt og í andstöðu við stjómarskrána, af því það lét nauðþurftartekjur ( fjölskyldna ekki í friði. I Finnur ræddi ítarlega um skatt- kerfið og þær breytingar sem gerð- 1 ar hafa verið frá árinu 1981 en þar hefur þróunin verið í þá átt að bætur og endurgreiðslur til þeirra tekjulægstu hafa verið auknar stórlega ekki síst á kostnað barnafólks með lágar miðlungs- tekjur og hærri. Hann segir núver- andi kerfi komið í ógöngur, t.d. hafi láglaunafólk lítið sem ekkert gagn af launahækkunum. Launa- hækkanir fólks með 100-200 þús- und króna fjölskyldutekjur lendi aðallega í rikiskassanum, en ekki i vösum þess sjálfs. Þar eru jaðarskattar helsti or- sakavaldurinn, reikningsstærð í prósentum sem lýsir í einu lagi samanlögðum áhrifum allra þátta sem ráða því hversu stór hluti laun- ■ anna lendir með beinum eða óbein- um hætti annars staðar en hjá skattgreiðandanum sjálfum. Þar er um að ræða tekju- skattinn og tekjutengdar skerðingar ýmissa bóta og endurgreiðslna. Vaxtabótakerfið sagði Finnur langt í frá galla- laust, það gæti hvatt til aukinnar skuldasöfnunar og ásamt jafn- greiðslufyrirkomulagi á lánum . leiddi það til síhækkandi greiðslu- byrði eftir því sem liði á lánstím- ann. Hátekjufólk gæti náð meiru v út úr kerfinu en lágtekjufólk, skuldarar högnuðust lítið á lægri vöxtum, því þeir þýddu fyrst og fremst minni vaxtabætur og einnig högnuðust skuldarar á meiri verð- bólgu. Börn í sjö gjaldflokkum „Ef ekki kæmu til frekari réttar- reglur, gæti hann allt eins lagt á skatta eftir háralit, líkamsþyngd eða aldri fólks," hafði Finnur eftir einum af dómurum þýska stjórnar- skrárdómstólsins þar sem hann útskýrði af hverju nauðsynlegt væri að segja löggjafanum fyrir verkum í skattamálum. Nákvæm- lega þetta væri íslenski löggjafinn sekur um, með því að ákveða barnabætur þannig að börn væru sett í sjö mismunandi gjaldflokka; eftir aldri, númeraröð í systkina- hópnum og fjölskylduformi. Fyrir einstökum upp- hæðum og mismun á milli einstakra gjald- flokka fyndust engin rök, eða hvernig ætluðu menn að rökstyðja að fyrsta barn hjóna fari að mestu að sjá fyrir sér sjálft þegar það næði sjö ára aldri. Tekjutenging barnabótaaukans væri þó að hans mati sá þáttur sem skapaði mesta óréttlætið í kerfinu. Barnabætur hefðu tvennskonar mismunandi eðli eins og þær þekkj- ast á íslandi, fyrir lágtekjufólk væru þær beinn styrkur sem bætt- ist við tekjur þess, en fyrir fólk með meðaltekjur eða meira sem greitt hefði stórar upphæðir í stað- greiðslu væru þær ekki annað en endurgreiðsla á hluta af þeim skatti sem viðkomandi hefði áður greitt. Þær væru þá eingöngu skattatæknileg aðferð til að gera sjálfsagðan greinarmun á skatt- lagningu foreldra og þeirra sem ekki hefðu fyrir börnum að sjá. Spurningin væri hins vegar hversu mikill greinarmunurinn ætti að vera og við hvað hann ætti að miðast. Lágmar kslífey rir tekjuskattsfrjáls Þeirri spurningu hefði þýski stjórnarskrárdómstóllinn svarað mjög skýrt. Lágmarkslífeyrir ein- staklinga og fjölskyldna á að vera tekjuskattfijáls, tekjur upp að því marki eiga að vera friðhelgar fyrir skattheimtumönnum, þeir mega einungis reikna skatta af því sem þar er umfram. Dómstóllinn úr- skurðaði að lágmarkslífeyrir hvers fullorðins einstaklings sé hæfilega metinn 49 þúsund krónur og hvers barns 26 þúsund krónur. Væri þetta lögmál í gildi á íslandi myndi skattaafsláttur eða barnabætur vegna hvers barns vera um 10.500 kónur, en hjá íslenskum hjónum með tvö börn og 200 þúsund króna tekjur vantaði 11 til 16 þúsund krónur upp á að svo væri. „Skattalegt réttlæti eins og það er skilgreint í Þýskalandi er e.t.v. fyrir hendi neðst í tekjuskalanum á íslandi en það skerðist um 13% af tekjum umfram 95 þúsund krón- ur á mánuði og er að mestu leyti úr sögunni þegar meðaltekjum er náð,“ sagði Finnur. Úrskurður þýska stjórnarskrár- dómstólsins um að lágmarkslífeyr- ir eigi að vera tekjuskattfijáls féll árið 1990, en í september 1992 úrskurðaði dómstóllinn hvaða upp- hæðir skyldu teljast lágmarkslíf- eyrir og í framhaldi af því tóku veigamiklar breytingar á skatta- lögum gildi um síðustu áramót. í heild kosta breytingamar þýska rík- ið um 37 milljarða marka og koma fyrst og fremst lágtekjufólki og barna- fjölskyldum til góða. Upphæðin svarar til þess að hér á landi væru gerðar skattbreytingar sem kost- uðu ríkissjóð um 5,5 milljarða króna. Tekjufrádráttur í stað barnabóta I fyrirlestri sínum komst Finnur að þeirri niðurstöðu að breyta eigi um aðferð við greiðslu barnabóta, þ.e. að hætta með barnabætur og taka upp tekjufrádrátt vegna barna strax í staðgreiðslunni og að ónýttur tekjufrádráttur verði greiddur út að hluta. Þá eigi ónýtt- ur persónufrádráttur námsmanna að nýtast þeim sem hafa þá á framfæri. Einnig telur hann mikil- vægt að minnka jaðarskattsáhrif vaxtabótakerfisins og lagfæra húsalei^ubótakerfið þannig að það nái til allra sem á því þurfi að halda. Loks færði hann rök fyrir rétt- mæti þess að afborganir námslána verði frádráttarbærar frá tekjum. Hvað tekjuöflun á móti varðar nefndi hann að persónuafsláttur fullorðinna mætti við því að lækka lítillega, taka mætti upp fleiri skatt- þrep, lægri en nú allra neðst og hærri efst og loks væri ekki úr vegi að setja á alvöru fjármagnstekju- skatt. Lítil von væri þó til þess að ráðandi kynslóð myndi gera slíkar breytingar ótilneydd því hún hefði engan skilning á aðstæðum eftirkomenda sinna. Ungu kyn- slóðirnar yrðu því sjálfar að taka frumkvæðið, krefjast breytinga og brjótast út úr vítahring hárra jaðarskatta og skuldasöfnunar. Jaðarskattar helsti orsaka- valdurinn Núverandi kerfi komið í ógöngur Skýrsla um Keflavíkur- flugvöll ekki hættuleg MARKAÐS- og atvinnumálanefnd Reykjanesbæjar lýsir furðu sinni á því hvernig Flugmálastjórn og Flug- ráð hafi opinberað skoðanir sínar á úttekt á flugmálum Keflavíkurflug- vallar, með tilliti til feiju- og milli- landaflugs smærri flugvéla. í bréfi til Flugmálastjórnar vegna þessa máls segir Guðmundur Pétursson, formaður nefndarinnar, að skýrsla þessi hafi verið unnin af fag- mennsku og heiðarleika og að að gerð hennar hafi komið fjöldi fólks sem afskipti hafí haft af flugmálum í gegnum tíðina. í bréfinu segir ennfremur; „Helstu heimildir höfundar voru opinber gögn og skýrslur öllum kunnar og jafnvel unnar af embætt- ismönnum flugmálastjórnar eða fyr- ir flugmálastjórn." Guðmundur seg- ir að flugmenn, flugrekstraraðilar, verkfræðingar, ferjuflugmenn, emb- ættismenn auk fjölda annarra hafi lesið umrædda skýrslu yfir áður en hún hafi verið birt. Hann segir í bréfi sínu að það komi sér því mjög á óvart að Þor- geir Pálsson flugmálastjóri og Him- ar B. Baldursson, formaður Flug- ráðs, skuli telja þessa skýrslu hættu- lega, ekki gott innlegg í umræðuna um flugöryggismál og ekki íslensk- um flugmálum til framdráttar held- ur aðstandendum hennar til vansa. „Skilaboð Flugmálastjórnar og Flugráðs til Markaðs- og atvinnu- málanefndar Reykjanesbæjar sem og allra hér á landi sem liafa áhuga á flugmálum eru alveg skýr. Það má enginn nema þessar tvær stofn- anir hafa skoðun á flugöryggismál- um á íslandi. Allir aðrir eru hvorki hæfir né hafa leyfi til að fjalla um slík mái. Guðmundur segir ennfremur að Flugmálastjórn og Flugráð hafi sjálf farið hamförum í fjölmiðlum og full- yrt að ástand flugbrauta Reykjavík- urflugvallar væri hættulegt al- mennri flugumferð. Þessar stofnanir hafi og staðið fyrir óvenjulegri her- ferð til að auka fé til uppbyggingar Reykjavíkurflugvallar, án þess að taka tillit til skoðana íjölmargra aðila um að stefna þurfi að breyttri notkun vallarins. „Það að skýla sér á bak við að aðrir sambærilegir flugvellir í heim- inum uppfylli ekki ítrustu kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er flugöryggismálum hér á landi ekki til framdráttar. íbúar Reykjavíkur sofa ekki betur, vitandi um jafnslæma flugvelli annars staðar í heiminum." Segist Guðmundur ekki efast um hæfni Flugmálastjórnar eða Flug- ráðs til að fjalla um málefni tengd flugmálum, en það sé öllum hollt að hlusta á góðra manna ráð og skapa samstöðu um stefnumótun í flugmálum, öllum til heilla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.