Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ REYNIR NÍELSSON + Reynir Níelsson frá Melgerði, Fáskrúðsfirði, fæddist í Víkur- gerði, Fáskrúðs- firði 27. maí 1937. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 27. apríl síðast- liðinn. Foreldrar Reynis voru Petra Jóhanna Þórðar- dóttir, f. á Kleifar- stekk í Breiðdal 9.12. 1911, d. 30.5. 1993, og Níels Kristinn Lúðvíks- son, fæddur í Gvendanesi 10.12. 1900, d. 22.4. 1984. Systkini Skjótt skipast veður í lofti; að morgni 27. var hringt í mig og mér sagt að Reynir mágur minn hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina á heimili sínu. Mig setti hljóðan, ekki vissi ég að hann hefði kennt sér meins, en vissi þó innst inni, að hann hefði ekki kvartað þó eitthvað hefði amað að, það var ekki hans stíll að kveinka sér. Það má segja að lát hans bar að garði á þann hátt sem hann hefði kosið sér, því hjá honum þurftu hlutirnir alltaf að gerast í gær. Reynir fór í gegnum hefðbundinn unglingaskóla. Var alinn upp við ástríki foreldra sinna á hlýlegu heimili þeirra að Melgerði á Búðum, þar sem faðir hans stundaði sjósókn ásamt því að hafa bæði belju og kindur. Þannig að hann ólst upp við alla hefðbundna vinnu til sjós og lands. Byijaði ungur að róa með föður sínum, en var mjög sjóveikur. Eftir það fór Reynir á stærri báta, hann var áfram mjög sjóveikur en lét sig hafa það í nokkur ár þar til hann yfirvann sjóveikina. Ég held að hann hafi ekki getað hugsað sér neina aðra vinnu en sjómennskuna. Reynir var hörkuduglegur til vinnu og þurfti ætíð að drífa hlutina af í hvelli, en smámunasamur var hann ekki. Reynir var fjölda vertíða á Hornafirði, í Vestmannaeyjum og Keflavík. Hann var á nokkrum tog- urum og bátum, m.a. Vetti, Stefáni Ámasyni, Hoffelli, Hafdísi, Sigurði Jónssyni, Önnu og Mánatindi o.fl. Síðustu 13 árin var Reynir á 3 trill- um sem hann átti sjálfur og reri á færum og línu hér frá Fáskrúðsfirði. Reynis: Sigurveig, gift, býr á Búðum, Svavar, d. 13.10. 1994, Aðalbjörg, býr á Akranesi, Sævar, ókvæntur, býr á Búðum, Guð- rún, gift, býr á Búð- um, og hálfsystkini Reynis voru Ottó Níelsson, býr á Hrafnistu í Reykja- vík, og Soffía Al- freðsdóttir, d. 7.7. 1991. Útför Reynis fer fram frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kynni okkar Reynis hófust þegar við Guðrún systir hans rugluðum saman reitum fyrir u.þ.b. 25 árum. Með okkur tókst góð vinátta sem ekki bar skugga á. Eins og ég sagði áður var Reynir óhemju duglegur, og fékk ég að njóta þess bærilega þegar við hjónin byggðum okkur hús, þá stóð aldrei á því að rétta hjálparhönd. Reynir átti ekki böm sjálfur og má kannski segja að þeim mun meiri athygli fengu börnin okkar frá honum. Ósjaldan var kall- að „ég er að fara með Nenna“, eins og þau kölluðu hann alltaf. Hann var fljótur að taka málstað krakk- anna ef eitthvað bjátaði á. Reynir hélt þeim sið í Melgerði eftir að mamma hans dó, að viðhalda namminu í sælgætiskrukkunni, sem var alltaf opin fyrir yngri kynslóð- ina. Eins og áður sagði bar hann mikla umhyggju fyrir velferð barna okkar bæði í leik og starfi, og fylgd- ist með þeim frá degi til dags. Ekki mun Nenni framar hringja og spyija nafna sinn hvort hann ætli ekki að kom og fá sér kjöt- súpu, því eins og nafni hans sagði bjó hann til bestu kjötsúpu í heimi. Söknuður þeirra er mikill, því öll höfðu þau mikið af honum að segja, og óska þau honum velfarnaðar í nýjum heimkynnum, þar sem við hittumst öll að lokum. Reynir minn, við systir þín kveðj- um þig með söknuði, hlýhug og þakklæti fyrir samverustundimar og allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur og bömin. Blessuð sé minning þín. Eiríkur Ólafsson. t Ástkær sonur minn, bróðir og sonarsonur, FRIÐRIK GÍSLASON, lést af slysförum þann 27. apríl. Guðlaug Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Jónína Gisladóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LOVÍSA EINARSDÓTTIR, Gnoðarvogi 26, lést á elliheimilinu Grund þann 22. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram. Börn, tengdabörn og barnabörn. Útför móðursystur minnar, MAGÐALENU GUÐMUNDSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskapellu mánudag- inn 6. maí kl. 15.00. F.h. vandamanna, Leifur H. Magnússon. MIIMIMINGAR GUÐMUNDUR SAMÚEL HALLDÓRSSON Guðmundur Samúel Hall- dórsson fæddist í Hnífsdal 17. ágúst 1929. Hann lést á Long Island í New York-fylki í Banda- ríkjunum 18. apríl 1995. Foreldrar hans voru _ Guðrún Ingibjörg Óladóttir og Halldór Guð- mundsson og eru þau bæði látin. Hann átti þrjár systur og einn bróð- ur, Elísabetu, f. 1922, d. 1966, Unni, f. 1927, Þórdísi, f. 1931, og Halldór, f. 1933, d. 1933. Hinn 20. ágúst 1960 kvæntist Guðmundur Ingibjörgu Sigríði Hermannsdóttur frá Isafirði, f. Nú er eitt ár liðið síðan þú fórst frá okkur, pabbi, og það er sárt til þess að hugsa. Þetta bar að svo snöggt og óvænt að við hugsuðum með okkur að þetta væri bara vond- ur draumur sem við myndum vakna af. Og þótt við vildum ekki trúa því þá vitum við það núna að þetta var ekki draumur. Það var erfitt að horfast í augu við þessa stað- reynd og því höfum við ekki getað 1930, og voru þau búsett í Bandaríkj- unum frá 1970. Börn þeirra voru Steinþór Ómar, f. 1950, Brynjar, f. 1954, Halldór, f. 1961, Smári, f. 1963, d. 1964, og Erna, f. 1967. Bamabörnin vom þijú og bama- barnabömin tvö. Guðmundur starfaði ýmislegt á yngri ámm, en árið 1962 hóf hann störf hjá Loftleiðum á Is- landi og fluttist síðar til Banda- ríkjanna þar sem hann starfaði fyrir Icelandair til dauðadags. Útför Guðmundar fór fram frá Fossvogskirkju 27. apríl 1995. skrifað til þín fyrr en nú. Húsið hefur verið einkennilega tómlegt og hljótt síðan þú fórst, en við finnum samt að þú vakir yfir okkur og gætir okkar eins og þú gerðir öll þessi ár. Það er erfitt að geta ekki kallað í pabba eftir hjálp, þú vildir alltaf gera allt fyrir okkur. Stundum sagði þú ákveðinn: Nei, en hjálpaðir okkur samt. Þú varst greiðvikinn við vini og fjöl- skyldu og þess vegna varst þú alls staðar vel liðinn. Hátíðirnar voru ekki eins og við áttum að venjast. Það var einmana- legt að sjá sætið þitt autt. Þegar þú fórst heim úr vinnunni þinn síðasta dag kvöddu vinnufé- lagarnir þig með kveðju um að sjást aftur á næstu helgi. Það var þeim mikil sorg að frétta að þar höfðu þeir kvatt þig í síðasta sinn. Og sjálf getum við ennþá ekki að því gert að bíða þess í hvert skipti sem við eigum leið á flugvöllinn að þú komir fram í dyrnar. Þú veist að þú vildir ávallt að við töluðum íslensku á heimilinu og það gerðum við alla tíð. Þess vegna skrifum við þér nú á íslensku til að segja bless. En eins og mamma sagði við þig á lokastund- inni: Þú manst að þú ferð ekki frá okkur. Og þú svaraðir að þú værir ekki að fara neitt og vildir ekki fara. Þegar þú horfðir í augu okkar í sjúkrabílnum vissum við ekki að við myndum ekki sjá þig aftur, en við vildum bara segja að þú varst sá besti pabbi sem við hefðum get- að átt. Við vonum að guð geymi þig í hjarta sínu eins og við munum gera í okkar. Við kveðjum þig nú með miklum söknuði, en vitum að okkar leiðir munu aftur liggja sam- an. Guð blessi minningu þína. ísland er land þitt, og ávallt þú geymir ísland í huga þér, hvar sem þú ferö. ísland er landið, sem ungan þig dreymir. Island í vonanna birtu þú sérð. (Margrét Jónsd.) Erna og Halldór, New York. i i i I < I I i I DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON + Daníel Ágústínusson fædd- ist á Eyrarbakka 18. mars 1913. Hann lést á Kanaríeyjum 11. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 24. apríl. Daníel var engum líkur. Þegar við Lilja hittum hann síðast, var það á fjölförnum skyndibitastað í Reykjavík í janúar sl. Kvikur, samt eilítið haltur, að verða 83 ára gam- all en skimandi arnfráum augum eftir lausu sæti til að gæða sér á uppáhaldi ungu kynslóðarinnar — hamborgara og frönskum. Við nut- um þessarar óvæntu samverustund- ar og eins og ávallt var rifjað upp ýmislegt frá samstarfsárum okkar á Akranesi 1972-1976 og ýmsum samverustundum síðar — nú síðast þegar við heimsóttum Daníel og Ónnu á Akranes síðasta haust. Þá fórum við m.a. yfirreið um bæinn og Daníel útlistaði þróun bæjarins síðustu árin, hvað miður hefði farið og hvað betur hefði tekist, — ekk- ert var honum óviðkomandi. Ég áttaði mig ekki að öllu leyti á því fyrr en síðar, að sá tími Sfem ég starfaði sem bæjarritari á Akra- nesi, var blómatími Daníels. Á þess- um árum var hann forseti bæjar- stjórnar, sem hélt um flesta stjórn- artauma bæjarfélagsins og naut trausts bæjarbúa fyrir heiðarleika, dugnað og fórnfúst starf fyrir bæj- arfélagið. Daníel hafði að eigin verðleikum haft betur í pólitískum átökum um bæjarmálin og sína eigin persónu og stóð traustum fótum sem for- ystumaður í sínum flokki, en fyrst og fremst sem mikill maður sem lætur ekki bugast. Það var ómetanleg reynsla að starfa með Daníel og kynnast hví- líkri orku hann bjó yfir. Það kom vel í ljós á fundum bæjarstjórnar þegar Daníel talaði fyrir málum meirihlutans. Daníel kom aldrei með skrifaðar ræður með sér á bæjarstjórnarfundi, en flutti samt mál sitt á svo skýran og meitlaðan hátt að það var ótrúlegt að ræðan væri samin um leið og hún var flutt. Sú var venja við fundaritun að gera útdrátt úr ræðum manna í fundargerðum bæjarstjórnar og var það misauðvelt verk eins og geng- ur. Sumir bæjarfulltrúanna voru hóflega mælskir og töluðu út og suður og var oft erfitt að draga saman mál þeirra, svo ég fékk stundum ákúrur frá þeim fyrir að hafa lagt þeim orð í munn. En slíku var ekki að heilsa með Daníel, sem aldrei fann að fundargerðum, en mátti þó þola að snilldartaktar í ræðustól yrðu oft hjóm eitt í stuttri endursögn. Afstaða Daníels og skoðanir fóru aldrei milli mála og því var leikur einn að gera útdrátt úr ræðum hans. Þegar við hjónin fluttum til Akraness 1972 og fórum að leita fyrir okkur með heppilegt hús- næði, var Daníel strax boðinn og búinn að aðstoða okkur á allan hátL Við fundum með hans hjálp íbúð hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur á Laugarbraut 14, sem varð æ síðan góð vinkona okkar meðan henni entist aldur. Og þannig var Dan- íel, vakti yfir velferð okkar og bar okkur á höndum sér allan tímann sem við bjuggum á Akranesi. Þeg- ar von var á fjölgun í fjölskyldunni var hann strax kominn af stað að leita að stærri íbúð og við fluttum á Krókatún 4 í rúmgóða íbúð, sem Eggert Magnússon átti. Og þegar við fengum úthlutað byggingarlóð á Grenigrund 6, talaði Daníel fyrir því við Bergmund Stígsson, bygg- ingameistara, að sjá fyrir okkur um bygginguna. Bergmundur byggði síðan húsið og tókst með okkur góður vinskapur upp frá því meðan hann lifði. Þannig veit ég að Daníel átti óteljandi spor milli manna til að koma góðu til leiðar án þess að ætlast til nokkurs endur- gjalds. Við kveðjum nú góðan vin, sem svo óvænt er hrifinn frá okkur, og vottum minningu hans virðingu. Elsku Anna, við Lilja og börnin okkar vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Ásgeir Erling Gunnarsson. Miimingargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðs- ins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblað- ið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og al- mennum aðsendum greinum. Rit- stjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skiln- ing enda er um hófsama takmörk- un á iengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hef- ur verið miðað við 8.000 slög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.