Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFALL FYRIR ÍHALDSFLOKKINN NIÐURSTAÐA sveitarstjórnakosninganna í Bretlandi á fimmtudag er enn eitt áfallið fyrir íhaldsflokkinn. Flokkurinn tapaði nær helmingi þeirra sæta er hann hafði fyrir kosningarnar og fékk áþekkt fylgi og flokkur Fijáls- lyndra demókrata. Breskir fréttaskýrendur hafa reiknað út að ef um þing- kosningar hefði verið að ræða hefði Verkamannaflokkurinn öðlast 137 atkvæða meirihluta og íhaldsflokkurinn setið uppi með 148 þingmenn af 659. Þrátt fyrir það heldur John Major, forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsmanna, því fram að íhaldsflokkurinn muni vinna sigur í næstu þingkosningum, sem verður að halda í síðasta lagi í maímánuði á næsta ári. Undanfarin ár hafa verið íhaldsmönnum erfið og þeir eiga vissulega á brattann að sækja eigi spá Majors að rætast. íhaldsflokkurinn hefur verið við völd í Bretlandi frá 1979 og ólíklegt verður að teljast að sami flokkurinn geti haldið völdum í á þriðja áratug. Þreytu gætir jafnt meðal kjósenda sem innan flokksins og krafan um breytingar, þótt ekki væri nema breytinganna vegna, hefur mikinn hljómgrunn. Hinn nýi leiðtogi Verkamannaflokksins, Tony Blair, hefur yfir sér blæ ferskleika, sem íhaldsmenn skortir vegna langr- ar stjórnarsetu. Innanflokksdeilur hafa gert flokknum erfiðara fyrir. Margaret Thatcher var þröngvað úr embætti vegna deilna um Evrópumál og Major hefur sömuleiðis orðið að búa við stöðugar vangaveltur um framtíð sína. Sigur hans yfir John Redwood í leiðtogakjöri á síðasta ári virðist ekki hafa styrkt stöðu hans verulega. Ekki hefur tekist að ná sáttum um Evrópumálin í flokknum og ráðherrar hans eru taldir hafa haldið klaufalega á kúariðumálinu. Það má þó þrátt fyrir allt færa rök fyrir því að íhaids- flokkurinn hafi náð botninum í óvinsældum. Ósigurinn á fimmtudag var ekki eins mikill og spáð hafði verið og 30% kosningaþátttaka bendir til að stór hluti óánægðra íhalds- manna hafi setið heima. Fylgi flokksins er líka þrátt fyrir allt meira en það var í sveitarstjórnakosningum á síðasta ári en afhroð flokksins þá varð kveikjan að framboði Redwo- ods. Stjórn Majors hyggst reyna að sitja út kjörtímabilið, þó að hún hafi einungis eins sætis meirihluta á þingi, og vona ráðherrarnir að bættur hagur almennings vegna efnahags- legrar uppsveiflu muni auka vinsældir flokksins. Helsta von íhaldsmanna er að þeim takist að setja niður eigin deilur og beina í staðinn spjótunum að Blair og Verka- mannaflokknum. Benda þeir á að kosningasigur þeirra árið 1992 hafi einnig gengið þvert á allar skoðanakannanir og að fordæmi séu fyrir miklu tapi stjórnarflokks í sveitar- stjórnakosningum. Forskot Verkamannaflokksins í skoðanakönnunum er nú um 25 prósentustig og ekki eru fordæmi fyrir því að flokki hafi tekist að snúa slíkri stöðu við á einungis einu ári líkt og Major verður nú að reyna. SKULDIR HEIMILA - BREYTTAR FORSENDUR > Aundanförnum misserum hefur sívaxandi skuldasöfnun heimik vakið athygli og leitt til umræðna á opinberum vettvangi. í grein eftir Grétar J. Guðmundsson, rekstrar- stjóra Húsnæðisstofnunar, sem birtist í fasteignablaði Morg- unblaðsins í gær, segir að skuldir heimila nemi nú 120% af /áðstöfunartekjum þeirra og geti varla vaxið meira. í grein þessari segir höfundur m.a.: „Hins vegar getur greiðslumatið ekki komið í veg fyrir greiðsluerfiðleika, ef forsendur kaupendanna breytast eftir kaup.“ Það er erfitt við að eiga, ef forsendur breytast vegna veikinda, atvinnumissis o.s.frv. Öðru máli gegnir, þegar forsendum fyrir fjárfestingum fólks og fyrirtækja er breytt með stjórnvaldsákvörðunum. Við það er hægt að ráða með því að stjórnvöld taki slíkar ákvarðanir með svo löngum fyrirvara, að fólki gefist ráðrúm til að gera viðeigandi ráð- stafanir. Það er tímabært að opinberir aðilar setji sér þær starfsreglur, að slíkar ákvarðanir séu teknar með ekki minna en árs fyrirvara, eins og víða tíðkast. 126. GR. stjórnarskrár lýðveldis- ins íslands segir svo: „Ef Al- þingi hefur samþykkt laga- frumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveimur vikum eftir að það var samþykkt, og veitir stað- festingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður laga- gildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningábærra manna í landinu til UMDEILT ÁKVÆÐI UM MÁLSKOTSRÉTT samþykktar eða synjunar með leyni- legri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu.“ Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur orðið tilefni til áskorana á hendur þremur forsetum um að snúast gegn ákvörðunum Alþingis, síðast í ársbyijun 1993 þegar Al- þingi samþykkti lög um þátttöku Islands í EES. Þá bárust forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, áskoranir frá hópi manna þar sem hún var hvött til þess að nota um- rætt ákvæði í stjórnarskránni til þess að tryggja að þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram um málið, en slíka tillögu hafði Alþingi áður fellt. Varð þetta til þess að forsetinn flutti sérstaka yfirlýsingu á ríkisráðsfundi þar sem sagði m.a. að forseta ís- lands hefðu borist áskoranir fjölda mætra Islendinga þar sem þess væri óskað að forseti beitti áhrifum sínum til þess að samningur um Evrópskt efnahagssvæði yrði lagður fyrir þjóðaratkvæði. „Það má öllum ljóst vera að við þær aðstæður er forseta ___________ mikill vandi á höndum og ber að sýna ítrustu vark- árni og kynna sér allar hliðar málsins til þrautar. Það hef ég gert og til þess að geta greint ríkis- stjóm skýrt og grannt frá aðstöðu minni og afstöðu hef ég boðað til þessa fundar. Árið 1946 í forset- _____ atíð Sveins Björnssonar bárust forseta tilmæli af þessu tagi, og nú eins og þá er boðað til rikis- ráðsfundar. Frá stofnun lýðveldis á íslandi hefur embætti forseta íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokka- pólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenska þjóðmenn- Rökrétt væri í Ijósi reynsl- unnarað huga að því að af- nema synjun- arrétt forset- ans eða tak- marka hann ingu, mennta- og menningarstefnu íslendinga, tákn sameiningar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættisins er að enginn forseti hefur gripið fram fyrir hend- ur á lýðræðislega kjörnu Alþingi, sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti,“ sagði orð- rétt í yfirlýsingunni, og á ríkisráðs- fundinum staðfesti frú Vigdís Finn- bogadóttir með undirskrift sinni lög- in um þátttöku íslands í Evrópska efnahagssvæðinu. Ekki gert ráð fyrir afskiptum forseta Frá því tilviki sem frú Vigdís vitn- ar til varðandi Svein Björnsson, fyrsta forseta lýðveldisins, er greint í bók Agnars Kl. Jónssonar, fyrrver- andi ráðuneytisstjóra og sendiherra, umStjórnarráð íslands 1904-1964. í bókinni fjallar Agnar um deilur sem urðu haustið 1946 út af tillögu sem þá lá fyrir Alþingi um samning milli íslands og Bandaríkjanna um _________ niðurfellingu herverndar- samningsins frá 1941 o.fl., en deilurnar urðu til þess, að boðað var til sérs- taks rikisráðsfundar þar sem forseti íslands hélt ræðu. „Þar skýrði hann frá, að honum hefðu borist til- mæli um að beita áhrifum _________ sínum við Alþingi um, að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði viðhöfð um tillöguna. Eftir ræki- lega íhugun hefði hann komist að þeirri niðurstöðu, að stjórnarskráin gerði ekki ráð fyrir slíkum afskiptum forseta af málum, sem Alþingi fjall- aði um, og að slík afskipti mundu þar af leiðandi ekki vænleg til áhrifa. Hann taldi ekki heldur rétt af öðrum ástæðum að gera slíka tilraun,“ seg- ir Agnar í bók sinni. Nokkur umræða hefur orðið um valdsvið embættis forseta íslands upp á síðkastið í tengslum við forsetakosningamar sem fram fara í sumar. Þar er fyrst og fremst um að ræða svokallað neitunarvald forseta eða mál- skotsrétt sem kveðið er á um í stjómar- skránni. Hallur Þorsteinsson kynnti sér málið og í samantekt hans kemur í ljós að umræða af þessu tagi er ekki ný af nálinni. Árið 1966 stóð Ásgeir Ásgeirs- son, annar forseti lýðveldisins, frammi fyrir sömu spurningu og þau Sveinn Björnsson árið 1946 og frú Vigdís Finnbogadóttir árið 1993. Þá gengu þeir Lúðvík Jóseps- son, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, og Gils Guðmunds- son alþingismaður á fund forseta íslands og fóru þess á leit fyrir hönd þingflokks Alþýðubandalags- ins, að forseti beitti forsetavaldi sínu til þess að láta fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög um lagagildi álsamnings ríkis- stjórnarinnar við Swiss Aluminium, þannig að þau yrðu ekki látin öðl- ast gildi nema meiri hluti þeirra, sem þátt tækju í atkvæðagreiðsl- unni, hefði samþykkt lögin. Þessari málaleitan svaraði Ás- geir Ásgeirsson á þá leið að Al- þingi hefði þegar samþykkt frum- varpið og hann sæi ekki ástæðu til annars en að staðfesta lögin, þegar þau yrðu lögð fyrir hann. Á rætur að rekja til stjórnarskrárinnar frá 1874 Ein ýtarlegasta heimild um emb- ætti forseta íslands er prófritgerð Haraldar Jo- hannessen fangelsis- málastjóra í lögfræði frá 1983. Þar kemur fram að umrætt ákvæði stjórn- arskrárinnar um_ mál- skotsrétt forseta íslands á rætur að rekja til stjóm- arskrárinnar frá 5. janúar 1874, en í 10. grein henn- ar sagði að samþykki konungs þyrfti til að nokkur álykt- un Alþingis gæti fengið lagagildi. Að því er fram kemur í grein Gunn- ars G. Schram lagaprófessors um verkefni og völd forseta íslands, sem birtist í Morgunblaðinu 22. janúar 1983, synjaði konungur alls 91 sinni um staðfestingu á lögum sem Alþingi hafði samþykkt á tíma- bilinu frá því stjórnarskráin var sett 1874 þar til heimastjórn komst á laggimar hérlendis árið 1904. Gunnar segir að með þingræðinu og heimastjórninni hafi orðið þáttaskil, en síðasta lagasynjun konungs átti sér stað 30. nóvember 1914 þótt hann héldi þessum rétti allt til 1944 þegar lýðveldið var stofnað. Gunnar segir í greininni að hann hyggi það fyrirkomulag sem upp var tekið af þeim sem sömdu lýðveldis- stjórnarskrána einstætt meðal sjálf- stæðra þjóða. „Þetta er allundarlegt ákvæði, sem aldrei hefur reynt á í framkvæmd þar sem forseti hefur aldrei synjað um samþykki sitt. Aðalannmarkinn á þessu fyrirkomulagi er sá að í und- irbúningi og aðdraganda þjóðarat- kvæðagreiðslunnar hljóta forseti og meirihluti Alþingis óhjákvæmilega að koma fram sem andstæðingar. Hér vill forseti hafa að engu og stöðva, með liðsinni þjóðarinnar, lög sem meirihluti Alþingis hefur sam- þykkt. Hann verður því að skýra mál sitt opinberlega - gera grein fyrir því hvers vegna hann vill verða að vettugi vilja Alþingis, og þá vænt- anlega ríkisstjórnarinnar. Á sama hátt myndi meiri- hluti Alþingis þurfa að skýra sín sjónarmið í að- draganda þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Þessir tveir aðilar yrðu því óhjákvæmi- lega að koma fram sem andstæðingar í þessu efni. Augaleið gefur að slík aðstaða sem hér skapast er óæskileg og óeðlileg. Forsetinn er og á að vera sameining- artákn þjóðarinnar, hafinn yfir orra- hríð stjórnmálabaráttunnar. Er þess- vegna ekki að undra að skoðanir hafa verið skiptar um það hve æski- legt þetta fyrirkomulag er. Ef til vill er það ein ástæða þess að enginn af Menn vildu ekki eiga það á hættu að forseti gæti hindrað löglega samþykkt Alþingis forsetum lýðveldisins hefur nokkru sinni gripið til þess ráðs að neita að staðfesta lagafrumvarp sem Al- þingi hefur samþykkt,“ segir Gunn- ar. Óvenjuleg eða jafnvel einstæð grein Fleiri fræðimenn og stjórnmála- menn hafa fjallað um 26. grein stjórnarskrárinnar, og þá oftast af gefnu tilefni. Meðal þeirra er Ólafur Jóhannesson, sem segir í riti sínu um Stjórnskipun íslands að sú skip- an, sem ákveðin sé með 26. grein- inni sé óvenjuleg eða jafnvel ein- stæð, og skoðanir skiptar um það, hversu heppileg hún sé. „Er óneitanlega einkennilegt, að frumvarp skuli þegar fá lagagildi, þrátt fyrir staðfestingarsynjun for- seta. Er og á það bent, að þjóðarat- kvæði sé löggjafaraðili, sem ekki eigi að leita til, nema mikið liggi við, eða um sé að tefla meginatriði í lagasetningu. Eins og 26. gr. stjskr. er úr garði gerð, þarf varla að reikna með lagasynjunum, en ef til kæmi, yrði sjálfsagt óhjákvæmi- legt að setja lög um þjóðaratkvæða- greiðsluna. Væri eðlilegt að sett væru almenn lög um það efni,“ seg- ir Ólafur í riti sínu. í viðtali sem Matthías Johannes- sen, ritstjóri Morgunblaðsins, átti við dr. Bjarna Benediktsson, þáver- andi forsætisráðherra, og birtist í Morgunblaðinu 9. júní 1968 sagði dr. Bjarni að sannast sagna ætti ekki að beita' 26. ákvæði stjórnar- skrárinnar þar'sem þingræði sé við- haft. Þarna sé einungis um örygg- isákvæði að ræða sem deila megi um hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Um tildrög þess að ákvæðið var sett inn í stjórn- arskrána sagði dr. Bjarni: „Ástæðan til þess var sú, að þeg- ar verið var að semja frumvarpið að lýðveldisstjórnarskránni var utanþingsstjórn, sem meirihiuti Al- þingis undi mjög illa, þó að ekki væri hægt að ná samkomulagi um þingræðisstjórn. Með réttu eða röngu töldu margir þingmenn, þar á meðal ég, að þáverandi ríkisstjóri, hefði við skipun utanþingsstjórnar- innar farið öðru vísi að, en þingræð- isreglur segja til um. Menn óttuðust þess vegna, að innlendur þjóðhöfð- ingi kynni að beita bókstaf stjórnar- skrárinnar á annan veg, en konung- ur hafði ætíð gert frá því að landið fékk viðurkennt fullveldi 1918 — og þar með taka afstöðu með eða móti lagafrumvörpum alveg gagn- stætt því, sem ætlast er til í þing- ræðislandi, þar sem staðfesting þjóðhöfðingja á gerðum löggjafar- þings er einungis formlegs eðlis. Menn vildu ekki eiga það á hættu, að forseti gæti hindrað löglega sam- þykkt Alþingis með því að synja henni staðfestingar, heldur tæki lagafrumvarp engu að síður gildi, en vald forseta yrði takmarkað við það eitt að geta þá komið fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. Þetta ákvæði skýrist þess vegna eingöngu af því tímabundna ástandi, sem hér ríkti á árunum 1942-1944 og hefur reynslan síðan bent til að þessi var- úð þingsins hafi verið ástæðulaus. Ekki er kunnugt, að forseta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem af því mundi leiða, ef hann ætlaði að hindra Alþingi í löggjafarstarfi þess.“ Tillaga frá stjórnarskrárnefnd um breytingar Stjórnarskrárnefnd kom fram með tillögur um breytingar á stjórnarskránni árið 1983, og í þeim var gert ráð fyrir að breyta 26. greininni á þann veg að áður en forseti tæki ákvörðun um staðfest- ingu laga gæti hann leitað álits þjóðarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu. Gunnar G. Schram segir í áðurnefndri grein sinni í Morgun- blaðinu að þannig hefði forseti því tækifæri til þess að kanna fyrirfram hug þjóðarinnar til málsins í stað þess að ganga í berhögg við vilja Alþingis áður en þjóðin hefði látið álit sitt í ljós. Ef frumvarpið væri samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu væri forseta skylt að staðfesta það, en ef það væri fellt hefði forseti frjálsár hendur. Með þessu væri lagasynjunarrétti forseta haldið í stjórnarskránni, en í nýrri gerð og búningi. „Á þennan hátt er komið í veg fyrir árekstra á milli forseta og Al- þingis, sem núgildandi ákvæði hlýt- ur óhjákvæmilega að hafa í för með sér. Breytingin er því tvímælalaust til bóta. Og ef til vill mun hún hafa það í för með sér að þetta ákvæði verði virkari þáttur í störfum forseta íslands en það hefur verið hingað til,“ segir Gunnar í greininni. I áðurnefndri ritgerð sinni segir Haraldur Johannessen að telja verði að forseti skuli ekki hafa það mál- skotsvald sem hann hefur. Ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar og tillögur stjórnarskrárnefndar eigi rætur að rekja til lagasynjunarvalds konungs og séu óþingræðislegar. „Alþingi og ríkisstjórn verður treyst til að fara með málefni þjóðar- innar og skal því haldið fram að það sé ólýðræðislegt að forseti hafi mál- skotsvald þar sem þjóðkjörnir full- trúar hafa fjallað um mál eða ríkis- stjórn,“ segir Haraldur. Raunverulegt synjunarvald ekki vænlegur kostur Á fræðafundi sem Orator, félag laganema, hélt í febrúar 1993 um réttarstöðu forseta íslands sam- kvæmt stjórnarskránni, voru fram- sögumenn þeir Sigurður Líndal pró- fessor, Björn Bjarnason, alþingis- maður og núverandi menntamála- ráðherra, og Gunnar G. Schram prófessor. Gunnar vitnaði í fram- sögu sinni í áðurnefnt álit Ólafs Jóhannessonar á 26. grein stjórnar- skrárinnar, og sagði að svo virtist sem margir hverjir af þeim, sem sendu undirskriftir sínar til forseta íslands og hvöttu hann til að synja EES-frumvarpinu staðfestingar, hefðu ekki lesið 26. greinina og ekki gert sér grein fyrir í hvaða stöðu þeir voru að setja forsetann. „Þar er vitanlega aðeins um af- leiðingu að ræða en ekki frumat- höfn. Fyrst þarf forsetinn að ganga í berhögg við vilja þings og stjórnar og lýsa því yfir að hann sé með synjuninni efnislega ósamþykkur því frumvarpi sem lagt er fyrir hann. Afleiðingar þessarar synjun- ar eru að í kjölfarið kemur þjóðarat- kvæðagreiðsla. Það er eins og mönnum hafi ekki verið ljóst að það er aðeins vers númer tvö. Það er því kannski ekki furða að Ólafur Jóhannesson hafi kveðið upp þenn- an dóm yfir þessu ákvæði,“ sagði Gunnar. Hann vék síðan að þeim kostum sem væru í stöðunni. í fyrsta lagi að auka vald forsetans og fara þar með í gamla farið; að fela forseta raunverulegt synjunarvald, en það taldi Gunnar ekki vænlegan kost í ljósi þingræðisreglunnar. Annar kostur í stöðunni væri að breyta ákvæðinu og minntist Gunnar sér- staklega á álit stjórnarskrárnefndar frá 1983 í því sambandi. „Stjórnarskrárnefndin vildi með sinni tillögu taka vandann að vissu leyti frá forsetanum. Hún vildi koma í veg fyrir að forsetinn yrði settur í jafnerfiða stöðu og kom á daginn níu árum síðar. Þetta er að mínu mati mun betri leið, mun æskilegra ákvæði en það sem við höfum nú í stjórnlögum,“ sagði Gunnar. Hann velti því líka upp hvort menn stæðu ekki frammi fyrir ásjónu fortíðar í þessu ákvæði og kannski væri ástæða til þess að afnema það með öllu úr stjórnlög- um, eins og t.d. Svíar hefðu gert. Það kæmi til greina, en þá þyrfti einnig að huga að öðrum úrræðum, svo sem stjórnlagaráði sem hægt væri að vísa deilumálum til eða að taka upp í stjórnarskrána ákvæði sem heimilaði t.a.m. íjórðungi kjós- enda að krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu um tiltekin mál með undir- skriftasöfnun. Forseti verður að vera efnislega ósamþykkur Björn Bjarnason gerði einnig að umtalsefni það mál sem kom í kring- um staðfestingu forseta íslands á frumvarpi til laga um EES, og sagð- ist hann aldrei verið í vafa um að forseti íslands myndi staðfesta frumvarpið. Hann sagði að forsend- an fyrir því að forseti beitti því valdi, sem hann hefði samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, væri að hann væri andvígur því máli sem Alþingl hefði samþykkt og tæki þá efnislegu afstöðu að hafna málinu. „Það er ekki um það að ræða að forseti standi í þeirri stöðu að hann geti tekið ákvörðun um að vísa málinu til þjóðarinnar, heldur verður hann að vera efnislega ósamþykkur málinu og vera reiðu- búinn til að taka þátt í opinberum umræðum um málið á vettvangi stjórnmálabaráttunnar og knýja fram í atkvæðagreiðslunni þá efnis- legu niðurstöðu sem er í samræmi við þá skoðun að viðkomandi mál eigi ekki að ná fram að ganga,“' sagði Björn. Hann sagði að það væri skoðun sín að undirskriftasöfnunin og áskoranir á hendur forsetanum hafí verið til þess fallnar að grafa undan þeim samhug sem ríki um embætt- ið. „Embætti forseta íslands er og á að vera sameiningartákn lýðveldis- ins. Stjórnmálamenn eiga að standa í flokkadeilum. Það fer alls ekki vel á því að draga embætti forseta ís- lands inn í slíkar deilur.“ Björn vék að því í lok framsögu- ræðu sinnar að rökrétt væri í ljósi reynslunnar að hugað væri að því að afnema synjunarrétt forsetans eða takmarka hann, t.d. þannig að forsetinn gæti ekki beitt ákvæðinu nema að tillögu ráðherra. „Ég tel að okkur íslendingum sé nauðsynlegt eins og öðrum þjóðum að eiga þjóðhöfðingja sem er tákn sameiningar inn á við og þjóðarinn- ar út á við. Ég er þeirrar skoðunar að slíkur embættismaður geti starf- að af fullri reisn án þess að geta gripið fram fyrir hendurnar á lög- gjafarvaldinu," sagði Björn. Eðlilegt aðhald Sigurður Líndal prófessor sagði nauðsynlegt að menn hefðu í huga þegar rætt væri um stjórnskipulega stöðu forseta íslands, að hann væri annar handhafi löggjafarvaldsins. Það kæmi fram í 2. grein stjórnar- skrárinnar og ef eitthvað væri hrófl- að við 26. greininni þyrfti jafnframt að lagfæra 2. greinina. Sigurður sagði að í núverandi mynd væri samræmi milli þessara greina. Það aðhald sem 26. greinin veitti þinginu væri eðlilegt og nauðsynlegt og þrátt fýrir þetta aðhald þekktist það varla að löggjafarþing gæti leikið eins lausum hala og það gerði hér á Islandi. Þessi regla sem kæmi fram í 26. grein væri því síður en svo guðlast. Sigurður sagði að enga almenna reglu væri hægt að gefa um það hvaða afleiðingar synjun staðfest- ingar hefði. Það færi eftir því um hvaða mál væri að ræða. „Auðvitað getur allt farið í bál og brand og auðvitað getur það leitt til allskonar vandræða, en ég sé ekki að það þurfi að gera það undir öllum kringumstæðum. Mér sýnist að það gæti jafnvel haft æskilegar hliðar að forseti hefði slíkt vald,“ sagði Sigurður. Hann sagðist alveg geta verið sammála því að fyrirkomulag 26. greinar stjórnarskrárinnar væri ekki að öllu leyti heppilegt, en hins vegar væri hann eindregið þeirrar skoðun- ar að forseti ætti að hafa visst stjórnskipulegt vald, meðal annars synjunarvald í einhverri mynd. Sigurður vék síðan að þeirri spurningu hvort sú stefna að draga úr valdi þjóðhöfðingjans væri heppi- leg og sagði að stjórnskipunarþróun á Islandi væri komin í það horf að til nokkurs háska stefndi. Það birt- ist m.a. í óhóflegu framsali lög- gjafarvalds og óhóflegum afskiptum löggjafarvalds af framkvæmdavald- inu. „Þessi þróun, sem menn kalla þingræði og hefur leitt til þess að vald þingsins hefur vaxið, er að mínum dómi ekki heppileg. Það er alveg nauðsynlegt að skapa eitt- hvert mótvægi við þetta,“ sagði Sig- urður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.