Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 35 Hægt er að verja alla byggð á Flateyri með leiðigarði úr Innra- Bæjargili og aðhaldsgörðum frá Skollagróf. Til vamar Flateyri NÆSTUM 6 mánuðir eru liðnir frá því hið al- varlega og mannskæða snjóflóð féll 26. október sl. úr Skoliahvilftinni á byggðina á Flateyri. í dag, 19. apríl, birtir Mbl. síðan tillögur verkfræð- inga um byggingu 1,6 km langra varnargarða fyrir um 400 milljónir króna, og fylgir sú um- sögn að hefjast verði handa um framkvæmdir í júní til að nýta sumar- ið. Er skemmst frá því að segja, að þessar tillög- ur eru með öllu ónothæf- ar vegna rangrar stað- setningar varnargarða, og veita því ekki það öryggi, sem nauðsynlegt er, en eru óafsakanleg og ástæðulaus umhverfísspjöll. Þá er kostnaður við þessa framkvæmd væntanlega um 5-6 faldur miðað við aðra og betri framkvæmd á svæðinu. Varnargarðarnir eru •• gagnslausir, segir On- undur Asgeirsson, og alltof nærri byggð. Verkfræðiuppdráttur og myndir sem fylgja tillögunum með innfelldum tölvuteikningum eru rangar og sér- staklega villandi. Umsögn verkfræð- inganna um tíðni stórra snjóflóða á svæðinu, „að meðaltali" á 500, 1000 eða 5000 ára fresti, er einnig mjög fráhrindandi og ótrúverðug, og skipt- ir auk þess ekki máli, ef snjóflóð skyldi falla þarna á næsta ári aftur. Staðsetning varnargarða Snjóflóðahætta á Flateyri kemur úr tveim áttum, (1) úr Skollahvilft, þaðan sem flóðið rennur um þrengsli í Skollagróf milli hamraveggja, nefnd- ir Innri- og Ytri-Hjallar, en þar fyrir neðan er svonefndur. Hryggur, sem myndast hefír af framburði vatns og snjóflóða úr Skollahvilftinni. í annan stað (2) er snjóflóðahætta úr svo- nefndu Innra-Bæjargili um 400 metr- um vestar. (Sjá t.v. á meðf. mynd Mats Wibe Lund.) Bæði fjallsbrúnir hvilftanna að ofan og framburður úr giljunum benda til að snjóflóð úr Skollagróf séu a.m.k. þrefalt stærri. Auðvelt er að byggja leiðigarða til að stýra snjóflóðum úr báðum giljun- um í um 250-300 metra hæð efst á framburðarhryggjunum, sem myndi koma algjörlega í veg. fyrir tjón á allri byggð á Flateyri. Leiðigarður úr Innra-Bæjargili myndi beina rennsl- inu efst á austanverða Eyrarhjallana, en leiðigarðar til beggja handa úr Skollagróf, þ.e. einskonar framleng- ing á Hjöllunum, myndu beina flóðinu beint niður miðjan Hrygginn til sjáv- ar, austan Króksins og miðja vegu til Sólbakka. Með þess- um hætti myndi mynd- ast opin renna í miðjum Hryggnum, og aðhald snjóflóðs væri auðvelt, því að stýring þess er þegar ákveðin af þrengslunum í Skolla- grófínni. í báðum tilfell- um væri um einfalda vinnu að ræða fyrir stærstu gerðir jarðýtna, enda er jarðefnið á svæðinu hentugt til þessara nota, og er það nú viðurkennt af verk- fræðingunum. Tillaga verkfræðinganna Tillaga verkfræðinganna er að byggja 400 milljóna risagarða úr að- keyrðu efni, sem væru eins og stóri bókstafurinn A í laginu. Toppurinn er efst í svonefndum Merarhvammi mitt á milli snjóflóðagiljanna, en þar er engin snjóflóðahætta, því að snjór- inn í fjallinu fyrir ofan fellur í gilin til beggja handa, svo sem sjá má af myndinni. Þama var túnið hans Snorra Sigfússonar, skólastjóra, þar til hann fluttist til Akureyrar alfarinn 1930. Þetta skal nú allt grafíð í jörð. Tillögumar nefna báðar hliðamar á A-inu „leiðigarða". Þetta er rangt, því að hlutverk leiðigarða er að stýra rennsli snjóflóða, og mega þeir mest mynda 22 gráðu horn, ef þeir eiga að koma að gagni til að breyta stefnu snjóflóðsins. Oheft stefna snjóflóða myndi skella á þessum görðum með um eða yfír 70 gráðu homi. Þessir garðar eru þannig ekki leiðigarðar, heldur em þeir stíflugarðar, sem snjó- flóð færi beint yfir. Það er útilokað, að þessir garðar geti stýrt snjóflóði, og em því gagnslausir til slíks. Bæði verkfræðiuppdrátturinn og tölvu- myndirnar gefa ranga mynd af þessu, og era því mjög villandi. Varnargarðar allt of nærri byggð Þverbjálkinn í A-inu, sem tillögu- menn nefna „Þvergarð", er sýndur í beinu framhaldi til vesturs af þjóð- veginum frá Króknum inn Hvilftar- ströndina, þ.e. hann er rétt fyrir ofan kirkjugarðinn og rétt við byggðina við Ólafstún. Það hlýtur því að vera mjög vafasamt, að menn sætti sig við þessar tillögur um úrlausn á vanda Flateyrar. Þetta er þeim mun augljósara, þegar fullkomnar úr- lausnir til vamar allri byggð á Flat- eyri liggja beint fyrir og kosta aðeins brot af útreiknuðum kostnaði sam- kvæmt tillögum verkfræðinganna. Eg sendi Flateyringum kveðju með þeirri ósk, að þeim takist að stöðva þessar ónothæfu tillögur og ná fram viðunandi lausn á málinu. Hún er augljós, þeim sem vilja sjá. Önundur Ásgeirs- son frá Sólbakka. Flest fórnarlamba eru konur og börn Sigríður Arunrasmy Guðmundsdóttir ARUNRASMY var einungis sjö ára gömul. Ég sá hana fyrst þegar foreldrar hennar báru hana í fanginu inn á Rauða kross sjúkrahúsið í Kao I Dang. Hún var náföl og sárþjáð og hægri fótleggur hennar hafði ver- ið vafínn með óhreinum tuskum. Ég tók barnið úr höndum foreldranna og fór með það inn á skurðstofu. Þar kom í ljós að fótleggurinn var sund- urtættur og komin var mikil sýking í sárið. Til að bjarga lífi hennar urð- um við strax að taka fótinn af fyrir ofan hné. Aranrasmy var einn af fjölmörg- um flóttamönnum frá Kampútseu sem flýðu til Taílands og leituðu í flóttamannabúðir á landamærunum þar sem Rauði krossinn starfrækti sjúkrahús. Á leiðinni hafði hún stigið á jarðsprengju og í tvo sólarhringa höfðu foreldrar hennar þurft að bera hana í fanginu til að komast í búðirn- ar. Arunrasmy var þó svo heppin að komast undir læknishendur og fá síðan gervilim og geta að lokum út- skrifast. Því miður er saga Arun- rasmy ekkert einsdæmi því meira en þrjátíu þúsund manns verða fyrir slíkum harmleik á ári hveiju. Tíu þúsund þeirra láta lífið - oft eftir miklar og langvinnar þjáningar því þeir komast ekki undir læknishendur - og um tuttugu þúsund manns hljóta varanleg örkuml. Þetta jafngildir því að á hveijum einasta degi ársins verði hundrað manns fyrir jarð- sprengjum og þijátíu þeirra týni lífi. Flest fórnariambanna eru konur og börn. Harmleikur Jarðsprengjurnar eyðileggja ekki einungis líf og heilsu þúsunda heldur eru þær einnig mikil félagsleg og efnahagsleg byrði fyrir fátækar þjóð- ir. Flestar jarðspengnanna liggja í jörðu í fátækustu ríkjum heims sem eru hvað vanbúnust til að takast á við afleiðingar þeirra. Á átakasvæðum um allan heim vinna læknar og hjúkrunarfræðingar Rauða krossins að því að bjarga lífí þeirra sem orðið hafa fyrir jarð- sprengjum. Árlega fá meira en tíu þúsund fórnarlömb jarðsprengna meðhöndlun vegna sára sinna en flestar slíkar aðgerðir era bæði flókn- ar og seinlegar. Oft era áverkarnir svo hroðalegir að ég vil hafa sem fæst orð um þá. Rauði krossinn rek- ur einnig 24 gervilimaverkstæði í 16 löndum. Á síðasta ári þjónuðu þau um átta þúsund manns sem fengu þar gervilimi og vora þjálfaðir í notk- un þeirra. Rauði kross íslands hefur Jarðsprengjur valda jafn miklu böli og mannskæðustu sjúk- dómsfaraldrar, segir Sigríður Guðmunds- dóttir, einungis öflugt almenningsálit getur leitt til þess að sett verði alþjóðlegt bann við þeim. m.a. stutt slíkt verkstæði í Kabúl í Afganistan með Ijárframlögum. Enda þótt hjálparstarf Rauða krossins geti gert fórnarlömbunum kleift að takast á við daglegt líf að nýju, þarf ekki að fjölyrða um þann persónulega harmleik sem hvert og eitt þeirra hefur orðið fyrir. Þegar fólk verður fyrir jarðsprengju era í einu vetfangi líf þess og framtíðarvonir lagð- ar í rúst - ævilöng ör- kuml eyðileggja m.a. möguleika þess til at- vinnu, giftinga, sjálf- stæðis og annars þess sem við teljum sjálfsagt til hamingjuríks lífs. Hörmulegast er þó að sjá saklaus börn verða fyrir slíkum örkumlum. Burt með sprengjurnar! Um þessar mundir vinnur Rauði krossinn að því á alþjóðavett- vangi að algjört bann verði lagt við því að framleiða, selja og nota jarðsprengjur. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa staðið yfir viðræður um að banna jarðsprengjur eða a.m.k. takmarka til muna notkun þeirra. Enn sem komið er hafa þó einungis 36 ríki, þar á meðal ísland, samþykkt algjört bann við þessum vopnum. Þegar ég starfaði sem hjúkranar,- fræðingur í flóttamannabúðunum í Kao I Dang í Taílandi komu þangað daglega flóttamenn sem höfðu hlotið áverka og misst útlimi af völdum jarðsprengna. Þar sá ég að jarð- sprengjur eru einhver þau grimmi- legustu og óhugnanlegustu vopn sem menn hafa saman sett. Þau bitna mest á saklausum borgurum - í full- komnu tilgangsleysi og af handa- hófí. Saga Arunrasmy litlu er lýs- andi dæmi um þessa vitfirringu. Jarðsprengjur valda jafn miklu böli og mannskæðustu sjúkdómsfar- aldrar. Slíkt vandamál kemur okkur öllum við og einungis öflugt almenn- ingsálit gegn þessum vítistólum get- ur leitt til þess að sett verði alþjóð- legt bann við þeim. I þessum efnum berum við íslendingar líka okkar ábyrgð og okkur ber siðferðileg skyida til að beita áhrifum okkar á alþjóðavettvangi til þess að sam- þykkt verði algjört bann við jarð- sprengjum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og skrifstofustjóri alþjóðnskrif- stofu Rauða kross íslands. h M V i jjjlfyi jj*' A /&- H ;á|11 í ''V \ - Æ k \ .,4 ' mbh W -Æmú . ” /* \ Leikendur: Hilinir Snær Guðnason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, il w ... Om Amason, Olafía Hrönn Jónsdóttir, |()i"."M".sin Vigdís Gunnarsdóttir, Flosi Ólafeson, Bergur Þór Ingólfeson. Þýðing: Þórarinn Eldjám. Leikstjóm: Kolbrún Halldórsdóttir. Tónlistarstjóm: Jóhann G. Jóhannsson. = Leikmynd: Axel Hallkell. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. Z Hljómsveit: Pétur Grétarsson, Þórður Högnason / Richard Korn, Jóhann G. Jóhannsson. S Höfundur er fyrrverandi forstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.