Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Slæm af- koma Volvo fyrsta árs- fjórðung 1996 Kaupmannahöfn. Morg^unbladid. Bæði vörubíla- og fólksbílasala Volvo gekk verr fyrstu þijá mánuði ársins en reiknað hafði verið með. Eftir minnkandi fólksbílasölu í Sví- þjóð í ársbyijun og tafir við þróun nýrra gerða var búist við lakari af- komu í fólksbílaframleiðslunni, en vonbrigðum olli hve vörubílasala gekk illa. Afkoma samsteypunnar fyrir skatt lækkaði um 48 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þó öllum áformum um uppsagnir hafa verið neitað í ársbyrjun hefur nú 210 starfsmönnum Volvo verið sagt upp í þremur verksmiðjum í Svíþjóð. Volvo-samsteypan hefur undan- farið rúmt ár einbeitt sér að bílafram- leiðsiu og því selt annan rekstur. Áætlaður hagnaður af sölunni voru 400 milljarðar íslenskra króna, er nota átti til fjárfestingar í fyrirtæk- inu, þar sem vörubílaframleiðslan hefur verið traustasti liðurinn. Því eru það yfirmönnum samsteypunnar vonbrigði að þar varð 14 prósent samdráttur. Skýringin er einkum samdráttur á mörkuðum í Norður- og Suður-Ameríku, þar sem flutning- ur með bílum virðist dragast saman. Samdráttur í fólksbílasölu er einkum skýrður með því að sölutregðu gætir í 400-línunni, þróun nýrra gerða gengur hægt og sölu nýju S40/V40- línunnar gætir ekki fyrr en í haust. -------*—♦—«----- Ráðstefna um landskrá fasteigna LÍSA, samtök um samræmd land- fræðileg upplýsingakerfi á íslandi, halda hádegisverðarfund þriðjudag- inn 7. maí nk. á Komhlöðuloftinu, við Lækjarbrekku um verkefnið „Landskrá fasteigna". Á verkefnisfundi sem haldin var í lok febrúar var kynnt staðan í verk- efninu Landskrá fasteigna. Með því er stefnt að því að útrýma marg- skráningu og að greiða úr ruglingi og misræmingu. A þeim fundi komu fram ýmsar upplýsingar sem rétt þykir að fylgja eftir, kynna fyrir LÍSU-féiögum og öðrum. Kynninguna flytja: Gunnlaugur Hjartarson, Línuhönnun hf., Jóhann Gunnarsson, Hagsýslu ríkisins og Tryggvi Sigurbjarnarson, Landskrá fasteigna. Fundarstjóri verður Heið- ar Þ. Hallgrímsson. GuÖœunöm Rapi Geinöal væntanlegur forsetaframbjóðandi Samkvæmt fréttum var það haft eftir Eiríki Tómassyni prófessori í lögum síðastliðið haust að vald forsetans væri miklu meira samkvæmt Stjómarskránni heldur en raunin hefði verið hefðarlega séð. Þegar ég les Stjórnarskránna yfir erég þessu sammála. Lög em hefðum æðri og Stjómarskráin er öðmm lögum ofar. Því tel ég full rök fyrir því að endurskoða þær hefðir sem hafa mótast, með aðstoð fagmanna, og endurmeta stöðu forsetans í nútímasamfélagi. FÍS gerir athugasemdir við frumvarp um breytingar á vörugjaldi Mun ekki fullnægja athugasemdum ESA FÉLAG íslenskra stórkaupmanna er andvígt frumvarpi um breyting- ar á vörugjaldi sem nú liggur fyr- ir Alþingi og telur félagið það ekki koma á neinn hátt til móts við þær athugasemdir sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, gerði við álagningu vörugjalda hér á landi í kjölfar kæru félagsins árið 1994. í bréfi sem Stefán S. Guðjóns- son, framkvæmdastjóri FÍS, hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir að þvert á móti sé verið að ganga lengra en áður í því að mismuna atvinnugreinum og vemda innlenda framleiðendur fyrir erlendri samkeppni. Stefán telur að mál sem þegar hefur ver- ið höfðað gegn íslenska ríkinu fyr- ir EFTA-dómstólnum, muni ekki verða dregið til baka á grundvelli þessa frumvarps. Til að svo verði þurfi að koma betur til móts við þær kröfur sem ESA gerði. Bendir Stefán á að miðað við þær breytingar sem áformað sé að gera á vörugjaldskerfinu, muni vörugjöld á innfluttum vörum lækka um 4% eða úr rúmum 2 milljörðum í tæpa 2 milljarða. A sama tíma muni sömu gjöld af innlendum framleiðsluvörum lækka um 30%, eða um 266 millj- ónir króna og verði rúmar 630 milljónir á eftir. Þá komi það fram í athugasemdum við frumvarpið að tilgangur þess sé beinlínis að styrkja samkeppnisstöðu innlends iðnaðar. Stefán segir ennfremur að svo virðist sem tilgangur þessa frum- varps sé að veija verslunarhags- muni ríkisins, m.a. í Leifsstöð, en fjölmargar af þeim vörutegundum sem þar séu í boði beri einmitt hæstu vörugjöldin. Gjaldstofn innfluttrar vöru ekki sá sami Meðal þess sem Stefán gerir athugasemd við, fyrir hönd FÍS, er sá gjaldstofn sem vörugjaldið kemur til með að leggjast á. Telur hann að með því að leggja vöru- gjald á tollverð (CIF-verð) inn- fluttrar vöru en framleiðsluverð innlendrar vöru, sé verið að mis- muna innlendum og erlendum vör- um enda sé hér alls ekki um sam- bærilegt verð að ræða. Innflytj- endur skipti oft við erlendar dreif- ingarmiðstöðvar, en ekki beint við framleiðendur, og því skapi þetta fyrirkomulag margs konar ójöfnuð í álagningu gjaldanna. Þá gerir Stefán einnig athuga- semd við breytingar á gjaldfresti og segja hann ekki í samræmi við þær athugasemdir sem ESA hafi gert á sínum tíma, en þær voru sem kunnugt er að gjaldfresturinn mismunaði innlendum og erlend- um aðilum. Stefán segir að frumvarpið breyti engu þar um, þar sem vöru- gjaldið sé gjaldfellt á mismunandi sölustigum eftir því hvort um inn- lenda eða erlenda vöru sé að ræða. Vörugjald innlendu vörunnar sé gjaldfellt við sölu, en innfluttu vörunnar við innflutning. Þetta valdi því m.a. að innflytjendur greiði vörugjöld af vörurýrnun sinni, ólíkt innlendum framleið- endum, auk þess sem þetta auki mjög á kostnað við birgðahald. FIS aðhyllist, að sögn Stefáns,. fremur að vörugjöld verði með öllu lögð niður, enda sé hér um að ræða veltuskatt sem þó leggist aðeins á vöruveltu en ekki veltu ýmissa þjónustufyrirtækja. Þá hefði félagið kosið að lengra hefði verið gengið í ýmsum hliðarráð- stöfunum vegna þessara breyt- inga. Þannig hefði mátt fella endur- greiðslur virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði niður að fullu, til samræmis við það sem verið hefur í nágrannalöndunum, en ekki aðeins að hluta eins og nú væri áformað. Einnig hefði verið hægt að slá tvær flugur í einu höggi og jafna trygginga- gjaldið milli atvinnugreina, enda lægi það fyrir að ESA teldi núver- andi fyrirkomulag stangast á við EES-samninginn. Nýr forstjóri Nýheija ráðinn FROSTI Siguijónsson rekstrarhag- fræðingur verður næsti forstjóri Nýheija hf. en stjórn fyrirtækisins gekk frá ráðningu hans á fundi í gær. Frosti mun taka við starfínu af Gunnari M. Hans- syni þann 15. maí sl. en sem kunnugt er tilkynnti Gunnar á síðasta aðalfundi Nýheija að hann hyggðist láta af störfum á þessu ári. Frosti er fæddur árið 1962 og lauk hann viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1988 og mastersgráðu frá London Business School árið 1991. Hann var þá ráðinn til ráðgjaf- ar Kaupþings hf., gengdi starfí markaðsstjóra hjá Tölvusamskiptum hf. í 1 ár áður en hann réðst til starfa hjá Marel. Þar hefur hann verið fjár- málastjóri undanfarin 2 ár. Frosti er giftur Auði Svanhvíti Sigurðardóttur hönnuði og eiga þau tvö börn. Mikil hækkun á gengi bréfa REKSTUR Almenna hlutabréfa- sjóðsins hf. sem er í umsjá Fjárfest- ingarfélagsins Skandia hf. gekk vel á síðasta ári og nam hagnaður um 33 millj. á árinu. Gengi sjóðsins hækkaði á árinu um 32% og nema heildareignir nú um 250 milljónum. Það sem af er þessu ári hefur gengi sjóðsins hækkað um tæplega 19% og vegur þar þyngst hækkun hluta- bréfa, að því er segir í frétt. Af heildareigninni er um 58% bundið í hlutabréfum sem skráð eru á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðnum, 37% í skuldabréfum og 5% í erlendum verðbréfum. Stærstu eignir í hlutabréfum eru í íslands- banka, Eimskip, SÍF og Flugleiðum. Hluthafar voru alls 928 talsins og hafði fjölgað um 65%. Aðalfundur félagsins verður hald- inn 22. maí þar sem lagt verður til að greiddur verði 10% arður til hlut- hafa. Jafnframt verður lagt til að hlutafé verði aukið um 50 til 100 millj. króna að nafnvirði sem selt yrði á almennum markaði síðar á árinu. Bankastj órar fjúka vegna víllandi ráðgjafar Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. Á NOKKRUM dögum hafa þrír yfirmenn danska BG bankans misst vinnuna fyrir að hafa villt um varð- andi hlutabréfasölu Bikuben fyrir nokkrum árum. Bikuben viður- kenndi að hafa talið viðskiptavini á hlutabréfakaup í vonlausu fyrirtæki gegn betri vitund og verður við- skiptavinunum bættur skaðinn. Bikuben og Girobank voru sam- einaðir í BG bankann á sl. ári, að því er virðist án þess að Bikuben hafi upplýst nákvæmlega um makk- ið í kringum hlutabréfasöluna. Þó í fyrstu hafi verið látið í það skína að ekki yrði gripið til brott- rekstrar virðast yfírmenn úr gamla Girobank hafa álitið að málið skað- aði traust nýja bankans og því þvingað fram brottrekstur Aage Spang-Hansens stjórnarformanns BG bankans, Flemmings Jensens yfirmanns verðbréfadeildar bank- ans og síðast Tommys Pedersens bankastjóra, en allir þessir menn koma frá Bikuben. BG er þriðji stærsti danski bankinn. Á árunum 1989-1990 var mikið um bankasameiningar í Danmörku og upp úr þeim spruttu stóru bank- arnir Den Danske Bank og Uni- bank, en sparisjóðurinn Bikuben tók ekki þátt í þeirri hrinu. Sameining- arnar komu í lok uppgangstíma níunda áratugsins, en Bikuben reyndi líka og keypti annan spari- sjóð, auk þess sem hann reyndi að laða að sér stóra viðskiptavini. úr atvinnulífinu í stað þess að vera aðeins lánastofnun litla mannsins. Þessar tilraunir reyndust dýr- keyptar því margir af nýju stóru viðskiptavinunum römbuðu á barmi gjaldþrots eða duttu ofan í, auk þess sem alda nauðungaruppboða reið yfir danska húseigendur eftir lánagleði þeirra og útlánagleði bankanna á níunda áratugnum. Árið 1993 mátti bankinn því þola þijátíu milljarða króna í töp og af- skriftir, 4,4 prósent af lánavelt- unni, sem var fimmfalt á við það sem var talið eðlilegt. Svikamylla í kringum fjárfestingarfélag Hluti af tapviðskiptunum voru við fjárfestingarfélagið Commerc- ial, sem í ársbyijun 1990 þandist kröftuglega út, en félagið var ná- tengt Bikuben. Félagið hélt innreið sína á hlutabréfamarkaðinri og ætl- aði að selja hlutabréf fyrir rúmlega 600 milljónir íslenskra króna. En áætlunin mistókst, því enginn vildi kaupa hlutabréfin. Þá greip Commercial til þess ráðs að kaupa sjálft hlutabréf í gegnum aðra sjóði tengda Bikuben, að hluta til fyrir lánað fé. Á þessum tíma mælti Bikuben með því við viðskiptavini sína að þeir fjárfestu i hlutabréfum Commercial og ýmsir voru jafnvel hvattir til að selja trygg bréf og kaupa Commercial bréfin í staðinn. Á pappírnum virtist Commercial því ganga vel, hlutabréfín seldust og Bikuben tók þátt í leiknum með því að láta sem hlutabréfin væru hin besta fjárfesting, jafnvel þó yfirmenn þar vissu að hlutabréfa- verðinu var haldið upp með lánum og á fölskum forsendum. En allt kom fyrir ekki og Commercial fór á hausinn 1992, svo bæði Bikuben og viðskiptavinir sem ginntir höfðu verið til að fjárfesta í fyrirtækinu töpuðu. Ýmsir viðskiptavinir undu því illa að hafa verið blekktir og hafa gert kröfur um bætur. Þegar málið kom upp á yfirborðið fyrr á árinu lofaði Henrik Thufason aðalbanka- stjóri BG bankans að viðskiptavin- um yrði bættur skaðinn og búist er við að bæturnar skipti nokkur hundruð milljónum íslenskra króna. Um leið og hann baðst af- sökunar fyrir hönd bankans, sagði hann að bankinn tæki á sig sökina svo einstakir menn yrðu ekki látn- ir sæta ábyrgð. En eftir því sem málið hefur gengið lengur í fjölmiðlum og dreg- in hefur verið upp skýr mynd af þeirri svikamyllu sem búin var til í kringum Commercial með hjálp Bikuben hefur hlaupið óró í BG menn, sem á endanum leiddi til þess að bankastjórnin bar ekki leng- ur traust til þeirra þriggja yfir- manna, sem nú hafa hætt störfum. Nýr stjórnarformaður er Peter Hojland, sem hefur átt metferil í dönsku viðskiptalífi, fyrst hjá SAS, en síðan hjá stórfyrirtækinu Super- fos. Nú vonast BG menn að hafa náð fyrir endann á erfðavandræðum frá Bikuben og að fleiri óþægileg mál leynist ekki í möppunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.