Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI KE A hættir verslunarrekstri á Grenivík Fjölskylda tekur við rekstri mat- vöruverslunar KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur leigt húsnæði matvælaverslunar félagsins á Grenivík og lýkur þar með rúmlega 70 ára verslunarsögu KEA í þorpinu. Jón Stefán Ingólfsson og Qölskylda hans hafa tekið reksturinn á leigu. Verið er að breyta húsnæðinu þessa dagana en Jón Stefán tekur við 1. júní næstkomandi. Pétur Axelsson, útibússtjóri KEA á Grenivík, lætur nú af störfum en hann hefur verið útibússtjóri í 40 ár, hóf störf 1. maí 1956. Aðeins hafa tveir útibússtjórar starfað hjá KEA á Grenivík, áður en Pétur tók við hafði Stefán Ingjaldsson bóndi í Hvammi starfið með höndum. Upphaf reksturs KEA í Grýtu- bakkahreppi var er Höfðhverfinga- deild féiagsins var stofnuð árið 1911, fljótlega var byggt þar sláturhús sem var rekið í um 65 ár, árið 1926 byggði kaupfélagið fiskhús sem tók við fiski til geymslu af bátum staðar- ins og í framhaldi af því var farið að afgreiða matvöru eftir pöntunum, tvisvar í viku fyrstu árin. Þrjú versl- unarhús hafa verið reist á vegum KEA á Grenivík, það fyrsta 1941 sem síðar var breytt í fískgeymslu, þá var byggt um 200 fermetra hús við Ægissíðu þar sem nú er leikskóli sveitarfélagsins og einnig er búnaður björgunarsveitarinnar geymdur þar og loks var nýtt hús tekið í notkun árið 1982 við Túngötu. Aukin þjónusta Jón Stefán Ingólfsson og fjöl- skylda hans hafa nú tekið rekstur matvöruverslunar KEA á Grenivík á leigu. Verslun með matvöru hefur dregist mjög saman í hreppnum síð- ustu ár og hefur afgreiðslutíminn verið styttur verulega i kjölfarið. Jón Stefán ætlar að snúa við blaðinu, auka afgreiðslutíma og auka þjón- ustu við íbúana og reyna á þann hátt að ná versluninni að nýju inn í heimabyggð. Síðustu fímm ár hefur Jón Stefán rekið veitingasölu og myndbanda- leigu þar sem KEA var áður með sjoppu. Síðasta sumar bauð hann upp á kaffihlaðborð í samkomuhúsi stað- arins og var því vel tekið af heima- mönnum og ferðafólki. Jón Stefán starfaði hjá útibúi KEA á Grenivík um árabil áður en hann hóf rekstur í eigin nafni. Morgunblaðið/Jónas Baldursson JÓN Stefán Ingólfsson og eiginkona hans, Jórlaug Daðadóttir, í veitingasölunni. Morgunblaðið/Kristján HÚN Sirrý Friðjónsdóttir, 5 ára, var að skoða Grimmsævintýri á bókamarkaðinum í Skemmunni en mesta úrvalið er einmitt af barna- og unglingabókum. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda Yfir 10.000 titlar í boði FÉLAG íslenskra bókaútgefenda opnaði árlegan bókamarkað á Akureyri í vikunni, að þessu sinni í Iþróttaskemmunni. Að sögn Benedikts Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra markaðarins, eru yfir 10.000 bókatitlar í boði og þar af um 5.000 titlar úr tveimur forn- bókaverslunum. Benedikt segir bókaúrvalið mikið og að aldrei hafi verið boð- ið upp á jafn mikið úrval ættfræði- bóka og nú. Hins vegar sé mesta úrvalið í barna- og unglingabók- um en þær yngstu eru frá árinu 1993. Stefnt er að því að bjóða ýmis tilboö þá daga sem bóka- markaðurinn stendur yfir, eða fram til 19. maí. Opið er alla daga fram að þeim tíma frá kl. 10-19. Lát konu á bæ í Öxnadal enn rannsakað Gæsluvarðhald framlengt GÆSLUVARÐHALD yfír ábúanda á bæ í Öxnadal í Eyjafirði var fram- lengt um hálfan mánuð, til 17. maí næstkomandi, en hann var í Héraðs- dómi Norðurlands eystra á mánudag úrskurðaður í fjögurra daga gæslu- varðhald sem rann út í gær. Maðurinn kallaði lækni og sjúkra- bíl að bænum síðastliðið laugardags- kvöld vegna systur sinnar sem var gestkomandi á bænum. Hún var lát- in þegar að var komið. Ummerki á staðnum bentu til að lát hennar hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Daníel Snorrason fulltrúi rann- sóknarlögreglu sagði unnið að rann- sókn málsins, verið væri að fara í saumana á ýmsum þáttum þess. ALHSJBA SKWFSfOfA D A® 1/ í C Hamrabor910 200 Kópavogi S. 564 1522 F. 5641707 p a®\/ í C K Ai VI ^ Afgreiðsiutími. Mán. - Fös. 08 - 20 Laug. ■ Sun. 10-16 Tvær sýningar á Listasafninu Skúlptúr og olíumálverk TVÆR sýningar verða opnaðar á Listasafninu á Akureyri á morgun. Annars vegar sýningu á skúlptúr eftir Sólveigu Baldursdóttur og hins vegar á olíumáiverkum eftir Gunnar J. Straumland. Sólveig er fædd í Skagafirði 1961 og nam við Myndlista og handíðaskóla íslands og Kunst Academiet í Odense í Danmörku. Hún hefur unnið að list sinni í Tuscania og Carrara á Ítalíu og verið aðstoðarmaður Eriks Varm- ing og Jun Ichi Inuoue mynd- höggvara í Kalundborg og í Óð- insvéum í Danmörku. Gunnar er fæddur á Húsavík 1961 og nam við Myndlistarskól- ann á Akureyri, MHÍ og AKI-Inst- ituut voor hoger beeldend kuns- tonderwijs og University of North- umbria Newcastle. Titlar flestra verka Gunnars eru ritningargrein- ar-úr 1. Mósebók. Tár úr steini á kvikmyndavori KVIKMYNDAKLÚBBUR Akur- eyrar sýnir íslensku myndina Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson í Borgarbíói á morgun, sunnudag kl. 17. Myndin verður einnig sýnd á mánudag, þriðjudag kl. 18.30 og sunnudaginn 12. maí kl. 17. Svonefnt kvikmyndavor stendur nú yfir hjá klúbbnum og verða að auki sýndar bandaríska myndin Kids, Farinelli og breska myndin Land og frelsi. Nemendur Myndlistaskólans sýna á Húsavík NEMENDUR fomámsdeildar graf- ískrar hönnunar og málunardeildar Myndlistarskólans á Akureyri sýna verk sín í Safnahúsinu á Húsavík á morgun, sunnudag kl. 14 til 18. Nemendur og kennarar kynna starfsemi skólans og jafnframt gefst sýningargestum kostur á að fá teiknaðar af sér andlitsmyndir meðan á sýningunni stendur. Kristinn leikur á gítar GÍTARDEILD Tónlistarskólans á Akureyri stendur fyrir stuttum kaffitónleikum í Deiglunni á morg- un, sunnudag kl. 16 með gítarsnill- ingnum Kristni H. Árnasyni. Hlustendum verður boðið að kaupa geisladisk hans á þúsund krónur, en þetta er fyrsti klassíski gítarsólódiskurinn sem gefinn hef- ur verið út hér á landi. Hann hlaut tilnefningu íslensku tónlistarverð- launanna og Klassík FM valdi hann einn af bestu geisladiskum síðasta árs. Tónleikar Tónlist- arskóli Eyjafjarðar NEMENDUR Tónlistarskóla Eyja- fjarðar efna til fimm tónleika í maí- mánuði og verða þeir fyrstu á morgun, sunnudaginn 5. maí, á vegum söngdeildar í Freyvangi kl. 20.30. Tónleikar hljóðfæranemenda á efri stigum verða í Freyvangi kl. 20.30 næstkomandi fimmtudag, laugardaginn 11. maí verða tón- leikar yngri nemenda á sama stað kl. 14. Laugardaginn 18. maí verða tónleikar í Þelamerkurskóla kl. 14 og á sunnudag, 19. maí í gamla skólahúsinu á Grenivík. Tveir kórar syngja BARNA- og unglingakór Akur- eyrarkirkju og Unglingakór Sel- fosskirkju efna til tónleika í Akur- eyrarkirkju á morgun, sunnudag- inn 5. maí kl. 18. Stjórnendur eru Hólmfríður Benediktsdóttir og Glúmur Gylfa- son. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kórarnir syngja bæði einir sér og saman og er efnisskrá- in fjölbreytt. Aðgangur er ókeypis. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Helgistund á FSA kl. 10.30 á morg- un, sunnudag. Guðsþjónusta i Ak- ureyrarkirkju kl. 14. Sr. Guðmund- ur Guðmundsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Unglingakór Selfosskirkju og Barna-og unglingakór Akureyrar- kirkju syngja ásamt Kór Ákur- eyrarkirkju. Kirkjukaffi eftir messu. Bílferð frá Víðilundi og Hlíð. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Hannes Örn Blan- don þjónar. HJALPRÆÐISHERINN Sunnudagaskóli kl. 13.30, Bæna- stund kl. 19.30, samkoma kl. 20 á sunnudag. Heimilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag og hjálparflokkur á fimmtudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld, laugardagskvöld kl. 20.30. Safnaðarsamkoma kk 11 á morgun og vakningasamkoma kl. 20. Bibl- íulestur á miðvikudag og bæn og lofgjörð á föstudag. KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrar- landsvegi 26: Fermingarmessa laugardag kl. 14, engin messa kl. 18. Fermingarmessa kl. 11 á sunnudag, 5. maí. Jóhannes B.M.Gijsen biskup fermir Ivan ívar Þorsteinsson, Stapasíðu 10 og Magna Edvardo Dias Goto, Tröl- lagili 9 á laugardag og Gretu Huld Mellado, Litluhlíð 5c, Kristján Tryggvason og Tómas Tryggva- son, Rútsstöðum 2 á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.