Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK/D tviauufcliiMfe STOFNAÐ 1913 100. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 4. MAI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Væntanlegur forsætisráðherra hægrimanna á Spáni Ahersla á aðild að myntbandalaginu adrid. Reuter. ^/ ^i J Madrid. Reuter. NÝ RÍKISSTJÓRN á Spáni mun gera róttækar umbætur í efnahags- málum og draga úr ríkisútgjöldum með það að markmiði að landið uppfylli skilyrði Maastricht-sam- komulagsins og verði einn af stofn- aðilum væntanlegs efnahags- og myntbandalags ríkja Evrópusam- bandsins 1999. Þetta kom fram í ræðu hægrimannsins Jose Maria Aznars á þingi í gær en þingið mun síðdegis í dag fela honum að mynda nýja stjórn. Alþýðufylkingin (PP), flokkur Aznars, var sigurvegari. þingkosn- inganna nýverið og mun minni- hlutastjórn hans njóta stuðnings flokks Katalóna og fulltrúa Kanarí- eyja á þingi. Aznar hét því að ráðast harka- lega gegn skattsvikum og draga úr ríkisútgjöldum á öllum sviðum þar sem það væri gerlegt. Einnig sagði hann að sjálfræði einstakra héraða yrði aukið, stefnt yrði að því að herskylda yrði afnumin en jafnframt yrði þátttaka Spánverja í starfí Atlantshafsbandalagsins efld. Spánn gekk í bandalagið 1982 en hefur ekki tekið þátt í hernaðar- samstarfi þess; Aznar ræddi ekki um stefnubreytingu í þeim efnum. Fjölmörg spillingarmál hrjáðu stjórn sósíalistans Felipe Gonzalez síðustu árin og sagðist Aznar myndu beita sér af alefli fyrir heil- brigðum stjórnháttum. Hægt að eyða tortryggni Aznar, sem er 43 ára og fyrrver- andi tollvörður, sagði að með valdatöku hans gæfist tækifæri til að eyða þeirri gagnkvæmu tor- tryggni sem ríkt hefði milli spænskra hægrimanna og vinstri- manna síðan í borgarastyrjöldinni á fjórða áratugnum. Hún endaði með einræði Franciscos Francos hershöfðingja. Gonzalez sagðist ekki hafa heyrt „neitt markvert" í ræðu Aznars, er varði hálfa aðra klukkustund og varaði við því að samningar PP við héraðaflokka um fjárlög, sem gerð- ir voru til að tryggja stuðning þing- manna þeirra í Madrid, gætu valdið ringulreið í skattamálum. Á hinn bóginn sagðist Gonzalez styðja við- leitni Aznars til að tryggja aðild landsins að efnahags- og mynt- bandalaginu og ekki væri úm ágreining að ræða í utanríkismál- um. Reuter JOSE Maria Aznar, væntan- legur forsætisráðherra Spán- ar, á þinginu í gær. Hann fær stjórnarmyndunarumboð í dag að loknum umræðum um stefnuræðu hans. Lækkað í vasadiskó- tækjum Parfs. Reuter. FULLTRÚADEILD franska þingsins samþykkti í gær samhljóða lög um takmörkun á hávaða frá svonefndum vasadiskótækjum en áður hafði öld- ungadeild þingsins afgreitt lögin. Þingmenn segja að hávaði yfir hættumörkum í heyrnartólum tækj- anna sé að valda því að heil kynslóð verði heyrnarskert. Framvegis má ekki selja tæki af þessu tagi í landinu ef þau geta fram- leitt hávaða er mælist yfir 100 desí- bel. Einnig verður þess krafist að viðvörunarmiði verði á tækjunum þar sem notendum sé sagt að stilli þeir tækið á mesta hávaða um langt skeið geti þeir orðið fyrir heyrnartjóni. Hávaði frá flestum gerðum vasa- diskótækja sem seld eru í landinu nær 113 desíbelum, sum framleiða allt að 126 desíbel. Ákaft skafið í Bergamo Róm. Reuter. VEGNA mistaka við prentun skafmiða á vegum ríkishapp- drættis liat'a íbúar Bergamo- héraðs á ítalíu reynst ein- staklega heppnir undan- farna daga. Hæstu vinningarnir eru 500 miUjónir líra eða tæpar 20 luilljóuit- króna. Talsmenn fjármálaráðuneytisins í Róm viðurkenndu að síðustu send- ingu af vinningsmiðum hefði vegna mistaka ekki verið dreift með eðlilegum hætti um allt landið, þeir hefðu hafnað í Bergamo, sem er skammt frá Mílanó. Góð uppskera Miðarnir eru aðallega seldir á vínbörum og í tóbaksverslunum. „Við seld- um 30.000 miða á nokkrum klukkustundum í gær [fimmtudag] og enn streymir að fólk sem vill kaupa þá," sagði kaupmaður í bænum Cuneo. Alls hefur uppskeran í Bergamo síðustu þrjá daga verið 10 miHjarðar Iíra, um 430 milljónir króna. Flóttafólk sent heim Bonn. Reuter. ÞJÓÐVERJAR ítrekuðu í gær fyrri yfirlýsingar um að þeir myndu senda bosníska flóttamenn í land- inu, alls um 320.000 manns, til síns heima og hæfist flutningurinn í júlí. Mannréttindahópar hafa mót- mælt þessum fyrirætlunum harð- lega en flóttafólkið er þiingur baggi á fjárhag einstakra sambandsríkja. Aðgerðir munu ekki hefjast fyrr en stjórnvöld í Bonn hafa lýst því yfir að óhætt sé fyrir fólkið að snúa heim, að sögn Manfreds Kanthers, innanríkisráðherra Þýskalands. Þjóðverjar hafa tekið við fleiri flóttamönnum en öll önnur ríki Evrópusambandsins samanlagt. Reuter Takmarkað bann við jarðsprengjum BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í gær vonbrigð- um með að ekki skyldi vera samþykkt algert bann við notk- un jarðsprengja á fundi fulltrúa 55 ríkja í Genf. Fundinum lauk með því að samþykktar voru nýjar reglur um notkun vopna af þessu tagi sem valda árlega um 25.000 manns, hermönnum og óbreyttum borgurum, dauða eða örkumlum. Um 30 ríki mæltu, ásamt Alþjóða rauða krossinum, með algeru banni en mótrökin voru þau að um varnarvopn væri að ræða. Ákveðið var að banna með öllu sprengjur sem eru gerðar úr efnum sem ekki er hægt að finna með sprengjuleitartækj- um og hafa það eina markmið að skaða fólk. Talið er að um 100 miHjónir af sprengjum séu grafnar í jörð í heiminum. Á myndinni sést Bosniumaður gera óvirka sprengju sem fannst rétt hjá flugbraut í Sarajevo. Maðurinn starfar hjá einkafyrirtæki sem vinnur að sprengjuleit um allt landið. Utanríkisráðherra Póllands um aðild að NATO Utilokar ekki kjarnavopn Brussel. Reuter. DARIUSZ Rosati, utanríkisráð- herra Póllands, sagðist í gær ekki vilja útiloka að kjarnavopn yrðu staðsett í Póllandi eftir að landið hefði fengið fulla aðild að Atlants- hafsbandalaginu (NATO). „Pólland ætlar að verða fullgild- ur aðili að NATO með öllum þeim skyldum sem því fylgir. Það er ekki hægt að útiloka þann mögu- leika [að kjarnavopn verði staðsett í landinu] en það er mál sem við ræðum við önnur bandalagsríki," sagði Rosati. Ráðherrann sagði að ekkert ríki ógnaði nú Póllandi og ekki væri fyrirsjáanleg nein breyting á skipan mála hvað varðaði kjarnavopna- stefnu bandalagsins eftir að ný ríki hefðu fengið aðild að NATO. Af hálfu talsmanna bandalagsins hefur það verið sett sem skilyrði fyrir stækkun þess að ný ríki verði reiðubúin að taka á sig allar skyld- ur sem aðild fylgja, vilji þau fá þær tryggingar fyrir öryggi sínu sem þau sækjast eftir með aðild. Það gæti þýtt að kjarnavopn og erlendar hersveitir yrðu staðsettar í nýju ríkjunum þótt fulltrúar NATO hafi sagt að slíkt væri ólík- legt. Stjórnmálaskýrendur segja að frá sjónarmiði herfræðinnar sé ákvæðið um kjarnorkuvopnin marklaust. Staðsetning þeirra nokkru austar í álfunni skipti nær engu máli fyrir varnir Rússa vegna þess að í stríði sé kjarnavopnunum skotið með eldflaugum. Hugsanleg staðsetning vopnanna í Póllandi, Ungverjalandi eða Tékklandi, sem búist er við að verði fyrst nýrra aðildarríkja, gæti hins vegar valdið Rússum miklum sálfræðilegum vanda. Þeir myndu álíta að vopnun- um væri eingöngu beint gegn Rúss- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.