Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 19 B&Wlýst Tekjur Fjárfestingarfélagsins Skandia jukust um 18% á síðastliðnu ári gjald- þrota Málaferli fylgja hugsanlega í kjölfarið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LANGDREGIN gjaldþrotasaga dönsku skipasmíðastöðvarinnar Bur- meister & Wain í Kaupmannahöfn virðist nú á enda, þar sem fyrirtækið hefur verið tekið til gjaldþrotaskiptá. Tilraunir til að bjarga rekstrinum hafa mistekist og nú sakar hver aðil- inn annan um óheilindi. Daginn eftir að B&W var lýst gjald- þrota var einnig lýst yfir gjaldþroti Bremer Vulkan, stærstu skipasmíða- stöðvar Þýskalands. Endalok þessara tveggja keppinauta boða fátt gott í skipasmíðum í Norður-Evrópu, sem er ógnað af samkeppni við stöðvar í Austur-Evrópu og Asíu. Þeir aðilar sem komið hafa við sögu í dauðastríði B&W eru hluthaf- ar, lánardrottnar og stjóm fyrirtæk- isins. Meðal lánardrottna eru fjögur bandarísk tryggingafyrirtæki, en full- trúi þeirra í samningaumleitunum um framtíð fyrirtækisins er bandaríski lögfræðingurinn Wilbur Ross. Hann er þekktur í bandarísku viðskiptalífi fyrir að hafa stýrt uppstokkun stór- fyrirtækja eins og flugfélagsins TWA, leikfangakeðjunnar Toys R US og hótelfyrirtækis auðkýfíngsins Donald Trumps. I viðtali við Jyllands-Posten segir Ross að hluti af vandanum sé ólík' löggjöf i Danmörku og Bandaríkjun- um um greiðslustöðvun. Þegar banda- rískt fyrirtæki fái greiðslustöðvun sé það til að auðvelda uppstokkun, en greiðslustöðvun B&W hafi aðeins ver- ið notuð til að undirbúa. gjaldþrot. Ross sakar Jan Erlund, stjómar- formann B&W, um að hafa grafið undan tiltrú fjárfesta og banka á framtíð fyrirtækisins með stöðugum ummælum sínum um slæma stöðu og dökkar horfur, en Erlund segir þetta ómaklega gagnrýni. Ross og fleiri reyndu alveg fram á síðustu stundu að finna fyrirtækinu rekstrar- grundvöll en þá ákvað stjóm B&W að lýsa yfir gjaldþroti. Ross bendir á að þeir hefðu ekki verið svo lengi að nema af því þeir trúðu í raun á að B&W ætti framtíð fyrir sér. Ross segist nú hugleiða málsókn á hendur fyrri stjórnar B&W vegna láns, sem skjólstæðingar hans veittu B&W 1994. Um leið og lánið var veitt höfðu ýmsir aðrir hluthafar ann- aðhvort afskrifað hlut sinn í fyrirtæk- inu eða gert sérstakar ráðstafanir til að tryggja sinn hlut, ef til gjaldþrots kæmi. Ross álítur að annaðhvort hafí stjómin þá verið alls ófróð um stöð- una eða villt um fyrir skjólstæðingum sínum. Ef hið síðara reynist rétt gæti að sögn Ross komið til málsókn- ar. Eins og nú horfir gæti skipasmíða- stöðin hugsanlega orðið viðgerðar- stöð, en hún verður seint vinnustaður fyrir átta þúsund manns eins og var, þegar reksturinn gekk sem best. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Tónlistarvor í Fríkirkjunni Tónteikar þriðjudag, 7. maí, kl. 20.30. Fiytjendur Auður Hafsteinsdóttir, fiðlo. iiko Petrova Benkovn, þverflauta. Pavel Smid, orgel. Hagnaður nam 26 milljónum HAGNAÐUR Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. nam alls tæpum 26 milljónum króna á síðastliðnu ári og er það mjög svipuð afkoma og árið 1994. Tekjur félagsins námu alls um 148 milljónum og jukust um 18% milli ára. Arðsemi eigin fjár nam alls um 21% á árinu og skaraði félag- ið að þvi leyti töluvert fram úr öðrum verðbréfafyrirtækjum. Að sögn Brynhildar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra félagsins, var kaup og sala verðbréfa um 40 millj- arðar króna á árinu, sem er um 20% aukning frá árinu á undan. „Veltan hefur aukist mikið frá ári til árs og það sem af er þessu ári nemur aukn- ingin um 50% frá sama tíma í fyrra. Verðbréfasjóðirnir hafa hins vegar staðið í stað frá árinu 1992 með um tveggja milljarða eignir, en við hyggjumst hins vegar leggja aukna áherslu á að kynna þá á næstunni. Þá nema heildareignir Fijálsa lífeyr- issjóðsins um 3 milljörðum og 1,5 milljarðar eru í fjárvörslu fyrir ein- staklinga og fyrirtæki,“ sagði hún. Hún segir fyrirhugað að stækka fyrirtækið á næstunni og fjölga starfsmönnum úr 15 í 20 á þessu ári. Félagið fái aukið rými til um- ráða á næstunni þegar söludeild Vátryggingafélags Skandia flytji í húsnæði við Nóatún í næsta ná- grenni við höfuðstöðvarnar. „Við höfum bæði átt vaxandi við- skipti við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstaklinga en ekki síður banka þrátt fyrir að þeir hafi rekið sín eig- in verðbréfafyrirtæki. Verðbréfa- markaðurinn hefur stækkað mjög mikið síðustu árin og fleiri aðilar eru að koma inn á hann. Við höfum styrk til að sækja fram og ætlum að leggja aukna áherslu á að afla þekkingar frá móðurfyrirtækinu í Svíþjóð," sagði Brynhildur. Eigið fé félagsins nam alls um 153 milljónum í árslok 1995 og hafði aukist úr um 125 milljónum frá árinu á undan. VISSIR ÞÚ ÞETTA UM REYKJAGARÐ HF. OG McDONALD’S Á ÍSLANDI? Alltaf gæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup ^ . LYST ehf., er leyfishafi McDonald's á íslandi. Ef frekari upplýsinga er óskad, _ l" . | | skrifið þá góðfúslega til: LYST ehf. Pósthólf 52, 121 Reykjatnk, Reyk|agarður nf eða: Reykjagarður hf, Urðarholt 6, 270 Mosfellsbcer. LYST Bjarni Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf. leggur mikla áherslu á strangar vinnureglur um hreinlæti, meðhöndlun og um- gengni. Þessar ströngu reglur eru einmitt ástæða þess að McDonald’s valdi Reykjagarð hf. sem fram- leiðanda kjúklingabita sinna en Reykjagarður hf. er nú stærsti kjúk- lingaframleiðandinn á markaðnum. „Eggjaframleiðsla, útungun, upp- eldi og slátrun eru í algjörlega aðskildum húsum hjá okkur og sérstakt starfsfólk er á hverjum stað. Héraðsdýralœkninnn á Hellu fylgist með allri framleiðslunni og tekur reglulega sýni til eftirlits og til þess að tryggja að allt sé í lagi. Tœknimenn McDonald’s koma einnig til okkar reglulega til að skoða framleiðsluna. “ Kjúklingabitarnir fyrir McDonald’s eru sérunnir hjá Reykjagarði hf. strax að lokinni slátrun. Ekki aðeins eru kjúklingarnir skornir í 8 bita (ekki 9 eins og algengt er), heldur eru þeir líka fitusnyrtir. Til að gera kjötið ennþá meyrara og safaríkara eru bitarnir síðan marineraðir með sérstakri aðferð McDonald’s sem tryggir ferskleika. En McKjúklingur verður ekki bara til á kjúklingabúitiu. MacDonald’s fylgir náttúrulega einnig stífum reglum við eldun kjúklinganna og sérstakt er að olían er hreinsuð strax eftir aðra hverja steikingu. Ein ástæðan að baki vinsældum McKjúklingsins er deigið sem bitunum er dýft í áður en þeir eru steiktir. Engin egg og ekkert ger eru í deiginu en samt myndast mjög stökk húð sem líka er einstaklega bragðmikil, þökk sé blöndu ferskra jurta og sérvahnna krydda. „Styrkurinn liggur i öguðum vinnu- brögðum. Að varan sé alltaf eins frá degi til dags - bitarnir séu alltaf jafnstórir og vel snyrtir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.