Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Afnám línutvöföldunar SÚ VEIÐI- STJÓRNUN, að bátar hafi fengið að veiða tvö kíló af fiski fyrir eitt kíló af kvóta, ákveðið magn (13.000 tonn) og ákveðið tíma- bil (nóvember til febr- úar) hefur haft eftir- farandi afleiðingar: a) Miklu meira er veitt á línu en annars væri, sem er ótvírætt vistvænsta veiðarfær- ið og gefur besta hrá- efnið. Mikil íjárfesting hefur orðið í línuskip- um með beitningavél- ar. b) Skapast hefur atvinna fyrir fiskvinnslufólk í landi á erfiðasta tíma ársins, því öllum þessum línu- fiski er landað ferskum til vinnslu í landi (ekki fryst úti á sjó). c) Bjargað verðmætustu mörk- uðum okkar Islendinga, sem eru ferskur flugfiskur og saltfiskmark- aðirnir á Spáni, Ítalíu og í Grikk- landi, en þessir markaðir vilja ein- göngu línufisk og er eftirspurnin á sama tíma og línutvöföldunin er í gangi. Kvótaeigendafélagið styrkist Kvótareglunum hefur verið breytt undanfarið í þá veru, að frjálsar veiðar smábátanna á krók hafa verið skertar, til að meira komi til skipta af kökunni til kvóta- eigenda. A síðasta kvótaári var hlutur smábáta um 40.000 tonn, sem fór allur til vinnslu í landi. Á þessu kvótaári skal þessi hlutur aðeins vera 23.000 tonn og náðu smábátaeigendur að tengja þennan smánarhlut við prósentu af heild- arkvótanum svo þeir fái aukningu ef heildarkvótinn verður aukinn, sem var svo eftirminnilega mót- mælt af kvótaeigenda- félaginu (LÍÚ). Þessi skerðing smábátanna mun valda samdrætti á fersku hráefni til landvinnslu, en að sama skapi auknum kvóta hjá frystitog- urum. Hlutur línuskipanna í tvöföldun hefur verið 13.000 tonn. Nú vill kvótaeigendafélagið að þessi kvóti llnuskip- anna verði að ein- hveiju leyti tekinn af línuskipunum og færð- ur til annarra kvóta- eigenda. Það er ótrúlegt hvað ofstjórn og óstjóm kvótakerfisins hefur leitt yfir þjóðina. Vil ég nefna eftir- taldar staðreyndir: 1) Kvótinn er kominn á örfáar hendur frystitogara, sem aðeins hirða flakið af fiskinum en henda honum að öðru leyti í sjóinn aftur. 2) Bátaflotinn, sem landar ferskum fiskinum yfirleitt daglega, er horfinn og fiskvinnsluhús standa víða auð. 3) Atvinnuleysi hjá fiskverka- fólki í landi og því sem vinnu hef- ur, er á skammarlaunum því allur afrakstur vinnslunnar fer í að greiða kvótaeigandanum leigu fyr- ir kvótann. Það eru aðeins þær vinnslu- stöðvar, sem eiga kvóta í gegnum úthafstogara, sem blómstra. Slíkar stöðvar em fyrirfram með algjör forréttindi og þurfa ekki að reka sín fyrirtæki með hagkvæmni, því kvótinn gefur þeim beinar leigu- tekjur eða að þeir fá hráefnið á hálfvirði gegn því að afhenda kvóta í staðinn. Úthafstogarinn er sendur á fjarlæg mið. Ef kvótastaðan er athuguð þá em það útgerðarmenn frystitogara sem eiga meginhluta kvótans. Þeir hafa atkvæðamagn hjá LÍÚ í hlut- falli við aflamagn sitt og ráða því fiskveiðistjórnuninni í gegnum LÍÚ , og núverandi sjávarútvegsráð- herra. Verðmætum kastað fyrir borð Burtséð frá öllu kvótabraski og áhrifum kvótaeigendafélagsins í stjórnun lýðveldisins, þá er alvar- legasti hluturinn við kvótakerfið sá, að fiski skuli vera kastað í sjó- inn í stórum stíl. Leiga á þorsk- kvóta hefur verið 95 kr. á hvert kíló en aðeins fást um 60-85 kr. fyrir kílóið af meðalstórum þorski. Áðeins stærsti fiskurinn selst á um 100 kr. hvert kíló. Því er þorski nú hent fyrir borð aftur, nema þeim stóra. Þá vil ég nefna hið mikla magn fiskafgangs sem frystitogararnir kasta í sjóinn, en tala þess hefur tvöfaldast í umsjón núverandi sjáv- arútvegsráðherra, sem hefur af- numið reglur þess efnis, að „koma skuli með allan fisk í land“. Áðeins flakið er hirt af fiskinum, sem er ‘A af heildarþyngd fisksins, þegar hann kemur upp úr sjónum, en % er hent aftur í sjóinn. Sé fiskurinn veiddur af línuskipi eða smábáti kemur hann heill og allur að landi og nýtist fullkomlega. Læt ég fylgja verðmæti afurða, sem fyrir- tæki mitt Fiskkaup hf., hefur fram- Tegund Klumbra (af hausnum) Gellur Fés (stórir hausar) Kinnfiskur Lundir (af hryggnum) Sundmagar (af hrygg.) Lifur í bræðslu Verði línutvöföldun af- numin, segir Jón Ás- björnsson, munu út- gerðarhættir breytast alvarlega og mun minni ferskur fiskur berast að landi. leitt árið 1995, en frystitogararnir kasta alfarið í sjóinn aftur: SJÁ TÖFLU Já. Rúmar 58 milljónir er sú upphæð sem Fiskkaup hf. fékk í skilaverð á sl. ári, fyrir þær afurð- ir sem frystitogarar almennt henda alfarið í sjóinn. Ekki nóg með það, því t.d. lifrin er keypt af íslensku fyrirtæki, sem vinnur úr henni dýrt lýsi og einnig eru þessi 1.600 tonn af bræðslufiski keypt af ís- lensku fyrirtæki, sem margfaldar verðmætið með frekari vinnslu. Skýrt skal tekið fram að afurðir eins og afskurður og hrogn, sem almennt er hirt á frystitogurunum, er ekki talinn með. Aðeins það sem frystitogararnir henda örugglega fyrir borð. Þar sem mikil handavinna er við framleiðslu ofangreindra afurða Magn kg Verðmæti kr, 189.000 24.043.50 11.594 3.473.600 200.659 24.371.364 1.787 254.427 8.150 3.473.600 375 172.219 30.428 457.590 1.608.970 1.930.764 Jón Ásbjörnsson fer verðmætið að meginhluta í lau- nagreiðslur. í landi eru launin að- eins um kr. 400 á tímann en úti á sjó líklega 10 sinnum hærri. Einnig er ijárfesting bak við hvern starfsmann á frystitogara um 50 milljónir, en í landi um 2 milljónir. Það sem er óhagkvæmt á frystitog- ara getur því auðveldlega verið hagkvæmt í landi. Línutvöföldunin afnumin - alvarleg röskun landvinnslu Verði línutvöföldun afnumin munu útgerðarhættir breytast al- varlega og mun minni ferskur fisk- ur berast að landi. Sem dæmi geri ég ráð fyrir að tvö nýjustu og stærstu línuskip landsins „Tjald- arnir“ hætti að koma með ferskan fisk að landi, sem þeir hafa gert um tvöföldunartímann, en frysta alfarið um borð. Lönduðu þeir yfir 2.000 tonnum af ferskum fiski til vinnslu í landi á síðustu tvöföldun. Einnig munu stór línuskip setja frystibúnað um borð, en önnur línuskip hefja veiðar með net. Það mun því verða alvarleg röskun fyrir hina íslensku saltfisk- markaði á Spáni, Ítalíu og í Grikk- landi, sem eingöngu kaupa ís- lenskan línufisk, en geta ekki not- að úrvals togarafisk, því hold hans er ekki nógu hvítt. Röskun, sem enginn getur séð fyrir endann á, mun eiga sér stað, fólksflutningar frá Vestfjörðum og atvinnuleysi. Afnám línutvöföldunar þjónar engum öðrum tilgangi en bæta hag sjófrystingar og kvótaeigand- ans á kostnað landvinnslu, fisk- verkafólks og þjóðarinnar í heild. Von frjálsrar fiskvinnslu í landi og fiskverkafólksins, sem virðist engan rétt hafa, er bundin við að alþingismenn geri sér grein fyrir hvað verið sé að gera og láti ekki sjávarútvegsráðherrann, c/o kvótaeigendafélagið segja sér fyr- ir verkum. Hufundur er útgerðarmaður, fiskverkandi, útflytjandi og formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Opið bréf til séra Ragnars Fjalars Lárussonar prófasts KÆRI vinur. Sumarkveðjur til þín og þinna. Eg veit engan lík- legri en þig til þess að liðsinna mér í þeim vanda, sem eg er staddur. Til þín hefði eg skroppið, eins og svo oft áður, ef vandinn væri að- eins minn, en því miður snertir hann þúsundir annarra um landið vítt og breitt, og því svar þitt líka. Hremmingarnar snerta mig sem sóknarbarn. Gömul speki kennir, að enginn ráði foreldri sínu, en hin nýja, að eins sé um rétt sóknar- barna hafi klerkur hlotið lyklavöld að kirkju þeirra, þá geti hann sem hægast lokað flest eða öll úti, hvorki guð eða menn fái þar neinu um þokað. Ekki datt mér í hug ungum, að eg ætti eftir að gráta gömlu lögin, þar sem sóknarbörnin kusu sér prest, gátu því sjálfum sér um kennt, ef þau þóttust síðar véluð, en stend mig að því nú og svo er um fleiri. Á annað þúsund létu á rétt sinn reyna í sókn einni, sneru sér til æðsta valds kirkju- mála, að þau hugðu, og svarið sem þau fengu var: Ekki svara vert! Þú mátt ekki halda, að svarið hafi verið sett á blað, nei, til þess eru frímerki of dýr, þögnin var látin nægja, enda engar kosningar í nánd. Hins vegar var mér kurteis- lega tjáð, er eg spurðist fyrir: Ekki svara vert! Drögum nú aðra mynd til sögu. í vitrum dómi vigslubiskups, séra Bolla Gústavssonar, um grát sama safnaðar kemur fram, að væl okkar sóknarbarna sé ekki bleiuskipta virði, rellið hljóti að eldast af, eða þá raddbönd bresti, síðan var eitt sóknar- barnanna valið úr af því að það réð yfir grátpípum úr málmi, því stillt upp sem and- stæðingi prestsins, og hinnar helgu kenning- ar og tjáð , að hætti það ekki að spila svona listavel á orgelið og safna að sér söngrödd- um sem laðaði fólk í kirkju, þá skuli þetta vesæla sóknarbarn rekið úr kirkjunni. Gleymum því ekki heldur, að söfnuður er snupraður fyrir það að láta sér detta þá fjarstæðu í hug, að hann hafi leyfi til að kjósa í sóknamefnd, þá er hann telur hæ- fasta, sér er nú hver ósvífin, hrein árás á sóknarprestinn og því burt með þá sem prestur stimplar ekki í gæðaflokk. Nú spyr eg þig vinur góður: Er ekki kominn tími til að skipaður verði tilsjónarmaður safnaða, er hafi sama starfa og tilsjónarmaður bama? Það þótti okkur, velunnur- um Langholtskirkju, sem hittumst hér um daginn, erum því staðráðin í að skora á sóknamefnd safnaðar- ins að beita sér fyrir slíku. Við höfum sem sé orðið vör við, að margar sóknir bíða niðurstöðu mála hér, hvort rödd safnaðarins verði kæfð eða ekki. Á þessum fundi, um hremmingar safnaða, datt einum fundargesta það snjallræði í hug að setja nú upp kirkj- uskóna og gleðja gest- prest, sem leysa átti sóknarprestinn undan erfiði hans, sunnudag- inn næstan. Þú kannt áframhaldið, við buð- um til kirkju, af því að enn teljum við hana okkar, troðfylltum og áttum sannkallaða helgistund, gleðin hreinlega hríslaðist um okkur. Hitt veiztu ekki, að slík gleði greip „vonda“ manninn á orgelbekknum, er hann sá okkur mæta svona óvænt, að hann ráðfærði sig strax við söngfuglana sína og bað síðan prestinn að tilkynna, að 5. maí ætluðu þau að efna til tónleika til styrktar safnaðarsjóði, svo hægt væri líka að huga að sprungum kirkjuhússins að utan. Minnug fjölda slíkra hugmynda hans áður (fyrir gleri; fyrir þaki, já, fyrir hinu og öðru) skráði gleðin á andlit okk- ar: Við styðjum ykkur, eins og kraftar leyfa! Sæl, glöð með vorsins ilm í bijósti gengum við heim. Dag skal að kvöldi lofa, það fékk eg að reyna, er við hjónin vorum að ræða þessa geðistund í kirkjunni. Síminn hringdi og vinur spurði: „Veiztu eitthvað um hvað söfnuðurinn er að ergja blessaðan prestinn? Hann segir embættisheiður sinn í hættu og hann hafi orðið að biðja afleys- Er ekki tími til kominn að skipaður verði til- sjónarmaður safnaða, spyr Signrður Haukur Guðjónsson, sem skrif- ar um safnaðarstarf í Langholtskirkju. ingarprest afsökunar á framferði safnaðarins. Hvað skeði?" Eg kom af fjöllum, hafði brugðið mér í'sum- arbústaðinn. „Nú þetta var í frétt- um í gærkvöldi," hélt vinurinn áfram. Áttu við vini mína á spaug- stofunni? spurði eg , eins og álfur. „Nei, nei þetta var í alvörufréttum! Mér er það eiður sær.“ Eg tjáði honum hvað við hefðum gert og söfnuðurinn troðfyllt kirkjuna. „Eruð þið kolvitlaus? Sér er nú hver ósvífnin!" glumdi mér við hlust. Eg svaraði kotroskinn, að ekki vissi eg betur en söfnuðurinn ætti kirkjuna og saknæmt gæti vart talizt að hvetja til guðsþjón- ustuhalds. það gerði söfnuðurinn hvem helgan dag, greiddi meira að segja þann hátt, er prestur hefði á slíkum tilkynningum. Mér leið eins og óknyttasnáða næstu tvo dagana, læddist með veggjum, hafði martraðir um næt- ur. Svo kom 23. apríl og Morgun- blaðið flutti mér fréttir. Ein var beint til mín, frá sóknarpresti og þér. Eg sá strax, með gömlu gler- augunum, að þér hafði ekki verið sagt rétt frá saklausu auglýsing- unni okkar, svar þitt gefið um eitt- hvað allt annað orðalag, og það með, að þú taldir að auglýsingin væri kjarni fréttaflutnings. Svo vel erum við báðir að okkur um stöðu mála í Langholtssöfnuði, að vita hefðum við átt betur. Eg fægði gleraugun og las aftur. Þá skildi eg ástæðu afsökunarbeiðni sóknar- prests við afleysara sinn og hvílík skelfing blasti við: Söfnuðurinn æddi í kirkju, sat þar með kolröngu hugarfari; kórinn óð yfir prestinn með söng, þyrptist meira að segja með söfnuðinum til altaris. Og þessi þá líka söfnuður, Skuggabaldrar upp til hópa! Eg læddist að spegli, ekki fallegt sem eg sá, það er satt, en að eg liti í augu vanskapnings, það var af og frá. Eg hefi eytt talsverðum tíma í að skoða safnað- arsystkin mín undanfarna viku og fullyrði, að athugun lokinni, að þetta er myndarfólk, prútt og vel siðað. Því er gremja mín mikil, eg bið ekki aðeins, heldur krefst, að þú fáir til liðs við þig fólk sem fært er að koma blessuðum sóknar- prestinum í skilning um, að faðir minn var ekki urðarköttur, móðir mín ekki tæfa, og svo mun og reyn- ast um sóknarbörnin hans öll hin. Við eigum því inni hjá honum afsökunarbeiðni! En fyrir alla muni, vinur, hafðu áhrifarlka aðila með þér, hann hefir lýst því yfir, að hann taki þínar áminningar ekki nærri sér. Eg lofa í móti að hvetja aldrei til kirkjusóknar framar, undanskil tónleikana 5. maí og svo aðalfund safnaðarins, þegar að honum kem- ur. Blek er á þrotum, nægir aðeins í kveðju. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur. Sigurður Haukur Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.