Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ HELGA Þorsteinsdóttir, oddviti Hvolhrepps, tók fyrstu skóflustunguna að nýju íþróttahúsi á Hvolsvelli að viðstöddum nemendum Hvolsskóla. Hvolsvellingar byggja íþróttahús Hvolsvelli - Ungir Hvolsvellingar höfðu ástæðu til að gleðjast 2. maí sl. þegar fyrsta skóflustunga að nýju íþróttahúsi á Hvolsvelli var tekin. Það var oddviti Hvolhrepps, Helga Þorsteinsdóttir, sem það gerði að viðstöddum nemendum Hvolsskóla, hreppsnefnd Hvol- hrepps og fleiri aðila. Reiknað er með að húsið verði frágengið að utan og innan um miðjan ágúst, en bygging á tengi- byggingu milli sundlaugar og hins nýja íþróttahúss er nú langt á veg komin. Áætlaður byggingarkostn- aður hússins er í kringum 80 millj- ónir en áætlaður kostnaður á þessu ári um 52 milljónir. Það er teikni- stofa Gylfa Guðjónssonar, arkitekts FAÍ, sem teiknaði húsið en bygging þess hefur verið boðin út í þremur áföngum. Byggingarþjónustan á Hvolsvelli reisir tengibyggingu, Krabbi á Hvolsvelli gerir grunn hússins en húsið sjálft var boðið út í alútboði og sjá Guðmundur Magn- ússon og fleiri á Flúðum um þá framkvæmd. Iþróttakennsia hefur farið fram í Félagsheimilinu Hvoli mörg undanfarin ár. Fram að þessu hefur aðeins verið eitt íþróttahús í Rangárvallasýslu, þ.e. að Lauga- landi í Holtum, og verður hið nýja íþróttahús mikil bragarbót fyrir íþróttafólk á Hvolsvelli og í eystri hluta Rangárvallasýslu. Sjónvarpsádeila á Hallormsstað Egilsstöðum - Nemendur í Hall- ormsstaðaskóla settu nýverið upp leikrit um sjónvarpsáhorf og áhrif þess og hvernig fólk ánetjast því. Verkið er frumsamið og sam- starfsverkefni kennara og nem- enda, en drög að handriti gerði Jón Guðmundsson kennari. Leikritið var samið fyrir hópinn og klæðskerasniðið að þörfum hans. Var bæði leikið á sviði, sung- ið og eins var búið að kvikmynda hluta verksins sem fléttað var inn í atriðin. Leikritið bar yfirskrift- ina „Hefurðu borgað afnotagjöld- in?“ og sagði frá sjónvarpsstöðinni Stöðin 789. Jón Guðmundsson sagði gaman að setja upp leikverk með nemendum og það hefði mik- ið gildi fyrir þau að taka þátt í listsköpun og vinna við eitthvað sem þau sjálf geta túlkað. Jón sagði að það væri komin hefð fyr- ir því að vera alltaf með heima- smíðað verk. Ennfremur væru markmið í gangi um að hver og einn nemandi í skólanum stigi á svið á hveiju ári og eru það yngri nemendur sem sjá um jólaskemmt- un og eldri nemendur um árshá- tíð, en þetta leikrit var sýnt á árshátíð skólans nú í ár. Alls voru það 17 nemendur sem tóku þátt í sýningunni, auk kennara sem sáu um myndupptökur, hljóðupptök- ur, búninga ogförðun. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NEMENDUR Hallormsstaðarskóla í hlutverkum í árshátíðar- verki sínu „Hefurðu borgað afnotagjöldin?" Vorvaka hjá Embl- um í Stykkishólmi Stykkishólmi - Það er orðin hefð hér í Hólminum að Emblur standi fyrir vorvöku. Emblur er menning- ar- og skemmtiklúbbur kvenna í Stykkishólmi. Þær halda fund tvisv- ar í mánuði yfir vetrartímann og fara í menningarferðir innanlands á hveiju ári. Á vorvöku er fiutt dagskrá þar sem koma fram lista- og fræðimenn sem tengjast Stykk- ishólmi og nágrannabyggðum. 21. apríl héldu Emblur árlega vorvöku í Stykkishólmskirkju. Dag- skráin var tileinkuð Flatey á Breiða- firði. Dagskráin byrjaði á því að Ólafur Steinþórsson í Borgarnesi las úr bók sem hann gat út fyrir jólin; „Ferð til fortíðar". Þar segir hann á skemmtilegan og líflegan hátt frá bernskuárum sínum í Flat- ey, en þar ólst hann upp hjá foreldr- um sínum. Þá söng Bima Þorsteins- dóttir við undirleik Ingibjargar Þor- steinsdóttur lög eftir Sigvalda Kaldalóns sem lengi var læknir í Flatey og lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðmundur Páll Ólafs- son náttúrufræðingur flutti erindi um Flatey og sögu hennar. Þar er Guðmundur á heimaslóðum þvi hann bjó í Flatey 1972-1984 með heilsársbúsetu og á þar hús og dvel- ur þar öllum stundum sem hann getur ásamt fjölskyldu sinni. Hann sýndi litskyggnur sem hann hefur tekið í Flatey og nágrenni. Að lok- um sagði Atli Heimir Sveinsson frá tónlistarlífi í Flatey á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þessarar aldar. Það var oft og tíðum mjög öflugt. Amma hans, Jónína Eyjólfs- dóttir, hafði mikið dálæti á músík og var organisti í Flatey. Þá samdi Sigvaldi Kaldalóns mörg lög sín er hann bjó þar. Einnig koma við sögu þeir Matthías Jochumsson, Jón Thoroddsen, Halldór Laxness, Stef- án frá Hvítadal o.fl. Atli Heimir dvelur oft á sumrin í Flatey í húsi sem móðursystkini hans eiga. Þá var ljósmyndasýning Guðmundar P. Ólafssonar, en hann sýndi stækk- aðar myndir sem hann hefur tekið síðustu ár. Þetta Emblukvöld var skemmtilegt og fróðlegt og komu margir til að njóta. Morgunblaðið/Ámi Helgason ÓLAFUR Steinþórsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Birna Þorsteinsdóttir og Guðmundur P. Ólafsson tóku á móti gjöf frá Emblukonum sem þakklæti fyrir þeirra framlag á vorvöku. Morgunblaðið/Silli SKÁTAR hlýða á messu í Húsavíkurkirkju. Skátastarfið á Húsavík Húsavík - Á sumardaginn fyrsta settu skátar svip sinn á bæinn með skrúðgöngu til kirkju þar sem sóknarpresturinn, sr. Sig- hvatur Karlsson, messaði. Stól- ræðu flutti bæjarstjórinn, Einar Njálsson. Fyrir forgöngu nokkurra kvenna var Skátafélagið Víking- ur á Húsavík endurvakið 22. febrúar 1995 og voru þá fyrstu nýliðarnir vígðir. Síðan hefur félagið starfað af miklum krafti og eru nú 55 ungliðar starfandi í tveimur sveitum. Áformað er að rúmlega 40 skátar frá Húsa- vík sæki landsmót skáta næsta sumar að Ulfljótsvatni í Grafn- ingi. Mun landsmótið verða stærsti viðburður húsvískra skáta á þessu ári. Skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga SKÓLASLIT Tónlistarskóla Rangæinga fóru fram 1. maí sl. í Félagsheimililnu Hvoli á Hvolsvelli að viðstöddu miklu fjölmenni. Hófst dagskráin með því að fríður hópur forskólanema söng Öxar við ána við undirleik lúðrasveitar skólans. í skólaslitaræðu skólastjórans, Agnesar Löve, kom fram að helsta nýjungin í starfí skólans í vetur er samvinna við Hvolsskóla um for- skólakennslu. Allir nemendur Hvols- skóla í 1.-4. bekk njóta nú forskóla- kennslu en þetta er tilraun sem er gerð undir kjörorðinu: Tónlistamám fyrir alla. Fyrirmynd að þessari til- raun er sótt til Húsavíkur en þar hefur þetta fyrirkomulag þótt tak- ast einkar vel. Þá sagði Agnes frá því að þetta yrði í síðasta sinn sem skólanum yrði slitið 1. maí því nú hefði verið ákveðið að lengja skól- ann um tvær vikur á ári. Kvað hún þetta myndi styrkja mjög stöðu skól- ans og gera samanburð við aðra tónlistarskóla raunhæfari. Skólinn mun nú starfa í átta mánuði á ári. Kennt er á velflest hijóðfæri og einnig er starfrækt söngdeild við skólann. Tónlistarskóli Rangæinga starfar níu stöðum í Rangárvalla- sýslu en nemendur eru alls 210. Að þessu sinni tóku 75 nemendur stigspróf og sjö nemendur tóku stigspróf á fleiri en eitt hljóðfæri. Allir aðrir nemendur tóku vorpróf. Alls kenna ellefu kennarar við skól- ann og þar af eru þrír kennarar í fullu starfi auk skólastjórans. Á skólaslitunum léku nokkrir nemendur á hljóðfæri, söngnemend- ur fluttu syrpu úr söngleiknum Oliv- er og sístækkandi lúðrasveit skólans lék nokkur lög. Þá hafa nemendur skólans komið fram á tvennum vor- tónleikum í sl. viku, á Heimalandi í Vestur-Eyjaijallahreppi og í Grunnskólanum á Hellu. Morgunblaðið/Sleinunn Ósk Kolbeinsdóttir TVEIR nemendur Tónlistar- skólans leika á þverflautu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.