Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 21 LISTIR Handrita- sxning í Árna- garði VEGNA mikillar áðsóknar verður hátíðarsýning handrita í sýningarsal Árnastofnunar í Arnagarði framlengd til laugardagsins 11. maí. Sýningin var sett upp 21. apríl sl. í tilefni af því að þá voru 25 ár liðin frá heimkomu fyrstu handritanna frá Dan- mörku, Konungsbókar Eddu- kvæða og Flateyjarbókar. Þessi tvö handrit eru til sýnis og auk þeirra saltarablað úr Skálholti, sem stofnuninni var gefið nýlega. Á salarveggjum og í anddyri er sýnt myndefni sem tengist handritunum tveimur og sögu þeirra, m.a. myndaröð frá komu þeirra til landsins, af- hendingu og fyrstu sýningu í Árnagarði. Sýningin er opin daglega kl. 14-16, og eru allir vel- komnir. Unnt er að panta sýningar fyrir hópa á öðrum tímum með dags fyrirvara, en ekki eftir 11. maí. Aðgangur er ókeypis, en til sölu er sýningarskrá og nýgerð veggspjöld með mynd- um úr Konungsbók og Flat- eyjarbók. Sumarsýning með öðrum handritum verður opnuð 1. júní. Hvammstangi. Morgunblaðið. KARLAKÓR Reykjavíkur hélt tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga 3. maí sl. á vegum Tónlistarfélags Vestur-Húnvetn- inga. Fjölmenni var á tónleikun- um og viðtökur gesta góðar. Karlakór Reykjavíkur varð 70 ára í janúar sl. og var söngskrá- in valin með tilliti til þessa tíma- móta kórsins. Einsöngvarar með kórnum voru Friðbjörn G. Jóns- son og Ásgeir Eiríksson og undir- leikari Þóra Fríða Sæmundsdótt- ir. Þessir listamenn ásamt kórn- um heilluðu áhorfendur, en ekki hvað síst stjórnandinn, Friðrik S. Kristinsson, sem stjórnaði ¦ kórnum af mikilli innlif un, svo . m íu 11 var á að horfa og hlýða. Kórfélagarnir hafa tekið upp nýja búninga í tilefni tímamót- FRÁ tónleikum Karlakórsins á Hvammstanga. Karlakór Reykjavíkur á Hvammstanga anna og eru þeir af hinni þjóð- legu gerð, sem nú er að öðlast sess meðal íslenskra karlmanna. Setur búningurinn þjóðlegt yfir- bragð á kórinn. Margt hefur verið í boði fyrir tónelska Vestur-Húnvetninga á liðnum vikum. Karlakórinn Lóu- þrælar hélt fyrir nokkru árshátið á Hvammstanga, ásamt maka- kór, Sandlóum og gestakór, sem að þessu sinni var Samkór Mýra- manna. Þá söng kvennakór hér- aðsins, Lillukórinn, fyrir gesti og gangandi þann 1. maí. Að- gangur var ókeypis en gestum boðið að kaupa veislukaffi í söng- hléi. Þann 3. maí voru harmon- ikkuleikar i félagsheimilinu Víði- hlíð. Þar hittust nikkarar úr öllu Húnaþingi og einnig úr Dala- byggð. Spilað var, sungið og dansað fram á nótt. Þá má geta þess, að Kirkjukór Víðidalst- ungukirkju stóð fyrir tónlistar- skemmtun í Víðihlíð í marslok, en megintilgangurinn var að safna fyrir nýafstaðinni viðgerð Morgunblaðið/Karl á flygli félagsheimilisins. Tónlist- arskóli Vestur-Húnvetninga hef- ur nýverið haldið vortónleika, svo sem árlegt er. Tónlistarfélag Vestur-Hún- vetninga hefur mánaðarlega, frá september til maí, staðið fyrir tónlistaratburðum í héraðinu, bæði með heimamönnum og að- komnum listamónnum. Aðstaða til tónleikahalds er allgóð í hér- aðinu, bæði í félagsheimilum og einnig í kirkjum. Þá hafa djass- tónleikar gjarnan verið haldnir á veitingahúsinu á Hvamms- tanga, sem nú heitir Selið. Má telja að starfsemi Tónlistarfé- lagsins hafi f arið að vonum þeirra sem hrundu þvi í fram- kvæmd. Formaður félagsins er Guðrún Helga Bjarnadóttir. sapyo NEMENDATONLEIKAR Tónlistarskóla Garðabæjar verða í kvöld í Kirkjuhvoli. Vortónleikar Tónlist- arskóla Garðabæjar og kaupa lítið bekkt uörumerki? þegarþú geturfengið Sanyojyrir aðeins: NEMENDATONLEIKAR Tónlist- arskóla Garðabæjar verða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 19. Tónleik- arnir verða haldnir í Kirkjuhvoli. Strengjasveit yngri nemenda leik- ur undir stjórn Eyjólfs Bjarna Al- freðssonar. Auk þess koma fram ungir einleikarar á ýmis hljóðfæri. Næstu tónleikar verða föstudag- inn 10. maí kl. 18 einnig í Kirkju- hvoli. Þar koma fram suðræna svingsveitin, undir stjórn Reynis Sigurðssonar, blásarasveitir og einleikarar. Föstudaginn 17. maí kl. 18 leik- ur strengjasveit undir stjórn Unriar Maríu Ingólfsdóttur og blásara- sveit undir stjórn Edwards Frefe- riksens. Einnig koma fram nem- endur á efri stigum og leika ein- leik og samleik. Allir eru velkomnir á tónleikana. Skólaslit verða fimmtudaginn 23. maí kl. 18 í Kirkjuhvoli. 8 Stálkonan í Kringlunni SYNINGIN Stájkonan stendur nú yfir í Kringlunni og mun hún standa til 28. maí. Sýningin hefur að und- anförnu staðið yfir í Listasafni Akureyrar. Á sýningunni eru mynd- ir af vaxtarræktarkonum eftir ljós- myndarann Bill Dobbins. Um myndir sínar segir Dobbins: „Vaxtarræktarfólk er listafólk, eins konar mennskir skúlptúrar. En það að ljósmynda þá er einnig list. Til að fanga þrívíðan hlut eins og mannslíkamann þarf að beita öllum tiltækum ráðum, túlkun og yfirveg- un, svo ekki sé minnst á marg- brotna tækni. Þessir einstaklingar hafa brotið blað í sögunni. Mér finnst því kröftum mínum vel varið við að koma þeim á framfæri." Sýningin er í boði Gym 80 og er sýningarstjóri Hannes Sigurðs- son listfræðingur.' r i« DQBBBBII t E MWai.jWii mUUMMMUIM Heimilistæki hf S/ETÚNS SÍMI 569 1500 tgr. Verð: 77.666 SANYO 28 EH 85 • NICAM stereo • Svartur, f latur Black Matrix myndlampi • Textavarp með öllum i'slenskum stöfum • Allar aðgerðir á skjá • 1 scarttengi með S-VHS inntaki • Tengi fyrir heyrnartól • CTI (Colour Transit Improvement) litaaðgreiningarkerfi • Tengi fyrir videotökuvél framan á Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.