Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 21 LISTIR Hvammstangi. Morgnnblaðið. FRÁ tónleikum Karlakórsins á Hvammstanga. Karlakór Reykjavíkur á Hvammstanga Morgunblaðið/Karl Handrita- sýning í Arna- garði VEGNA mikillar aðsóknar verður hátíðarsvning handrita í sýningarsal Árnastofnunar í Árnagarði framlengd til laugardagsins 11. maí. Sýningin var sett upp 21. apríl sl. í tilefni af því að þá voru 25 ár liðin frá heimkomu fyrstu handritanna frá Dan- mörku, Konungsbókar Eddu- kvæða og Flateyjarbókar. Þessi tvö handrit eru til sýnis og auk þeirra saltarablað úr Skálholti, sem stofnuninni var gefið nýlega. Á salarveggjum og í anddyri er sýnt myndefni sem tengist handritunum tveimur og sögu þeirra, m.a. myndaröð frá komu þeirra til landsins, af- hendingu og fyrstu sýningu í Árnagarði. Sýningin er opin daglega kl. 14-16, og eru allir vel- komnir. Unnt er að panta sýningar fyrir hópa á öðrum tímum með dags fyrirvara, en ekki eftir 11. maí. Aðgangur er ókeypis, en til sölu er sýningarskrá og nýgerð veggspjöld með mynd- um úr Konungsbók og Flat- eyjarbók. Sumarsýning með öðrum handritum verður opnuð 1. júní. KARLAKOR Reykjavíkur helt tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga 3. maí sl. á vegum Tónlistarfélags Vestur-Húnvetn- inga. Fjölmenni var á tónleikun- um og viðtökur gesta góðar. Karlakór Reykjavíkur varð 70 ára í janúar sl. og var söngskrá- in valin með tilliti til þessa tíma- móta kórsins. Einsöngvarar með kórnum voru Friðbjörn G. Jóns- son og Ásgeir Eiríksson og undir- leikari Þóra Fríða Sæmundsdótt- ir. Þessir listamenn ásamt kórn- um heilluðu áhorfendur, en ekki hvað síst stjórnandinn, Friðrik S. Kristinsson, sem stjórnaði ■ kórnum af mikilli innlifun, svo unun var á að horfa og hlýða. Kórfélagarnir hafa tekið upp nýja búninga i tilefni timamót- anna og eru þeir af hinni þjóð- legu gerð, sem nú er að öðlast sess meðal íslenskra karlmanna. Setur búningurinn þjóðlegt yfir- bragð á kórinn. Margt hefur verið í boði fyrir tónelska Vestur-Húnvetninga á liðnum vikum. Karlakórinn Lóu- þrælar hélt fyrir nokkru árshátíð á Hvammstanga, ásamt maka- kór, Sandlóum og gestakór, sem að þessu sinni var Samkór Mýra- manna. Þá söng kvennakór hér- aðsins, Lillukórinn, fyrir gesti og gangandi þann 1. maí. Að- gangur var ókeypis en gestum boðið að kaupa veislukaffi í söng- hléi. Þann 3. maí voru harmon- ikkuleikar í félagsheimilinu Víði- hlíð. Þar hittust nikkarar úr öllu Húnaþingi og einnig úr Dala- byggð. Spilað var, sungið og dansað fram á nótt. Þá má geta þess, að Kirkjukór Víðidalst- ungukirkju stóð fyrir tónlistar- skemmtun í Víðihlíð í marslok, en megintilgangurinn var að safna fyrir nýafstaðinni viðgerð á flygli félagsheimilisins. Tónlist- arskóli Vestur-Húnvetninga hef- ur nýverið haldið vortónleika, svo sem árlegt er. Tónlistarfélag Vestur-Hún- vetninga hefur mánaðarlega, frá september til maí, staðið fyrir tónlistaratburðum í héraðinu, bæði með heimamönnum og að- komnum listamönnum. Aðstaða til tónleikahalds er allgóð í hér- aðinu, bæði í félagsheimilum og einnig í kirkjum. Þá hafa djass- tónleikar gjarnan verið haldnir á veitingahúsinu á Hvamms- tanga, sem nú heitir Selið. Má telja að starfsemi Tónlistarfé- lagsins hafi farið að vonum þeirra sem hrundu því í fram- kvæmd. Formaður félagsins er Guðrún Helga Bjamadóttir. NEMENDATÓNLEIKAR Tónlistarskóla Garðabæjar verða í kvöld í Kirkjuhvoli. Vortónleikar Tónlist- arskóla Garðabæjar NEMENDATONLEIKAR Tónlist- arskóla Garðabæjar verða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 19. Tónleik- arnir verða haldnir í Kirkjuhvoli. Strengjasveit yngri nemenda leik- ur undir stjórn Eyjólfs Bjarna Al- freðssonar. Auk þess koma fram ungir einleikarar á ýmis hljóðfæri. Næstu tónleikar verða föstudag- inn 10. maí kl. 18 einnig í Kirkju- hvoli. Þar koma fram suðræna svingsveitin, undir stjórn Reynis Stálkonan í SÝNINGIN Stálkonan stendur nú yfir í Kringlunni og mun hún standa til 28. maí. Sýningin hefur að und- anförnu staðið yfir í Listasafni Akureyrar. Á sýningunni eru mynd- ir af vaxtarræktarkonum eftir ljós- myndarann Bill Dobbins. Um myndir sínar segir Dobbins: „Vaxtarræktarfólk er listafólk, eins konar mennskir skúlptúrar. En það að ljósmynda þá er einnig list. Til Sigurðssonar, blásarasveitir og einleikarar. Föstudaginn 17. maí kl. 18 leik- ur strengjasveit undir stjórn Unnar Maríu Ingólfsdóttur og blásara- sveit undir stjórn Edwards Frefe- riksens. Einnig koma fram nem- endur á efri stigum og leika ein- leik og samleik. Allir eru velkomnir á tónleikana. Skólaslit verða fimmtudaginn 23. maí kl. 18 í Kirkjuhvoli. Kringlunni að fanga þrívíðan hlut eins og mannslíkamann þarf að beita öilum tiltækum ráðum, túlkun og yfirveg- un, svo ekki sé minnst á marg- brotna tækni. Þessir einstaklingar hafa brotið blað í sögunni. Mér finnst því kröftum mínurn vel varið við að koma þeim á framfæri." Sýningin er í boði Gym 80 og er sýningarstjóri Hannes Sigurðs- son listfræðingur. og kaupa lítið pekkt vörumerki? þegar þú geturfengið Sanyo fyrir aðeins: Heimilistæki hf SÆTÚN 8 SÍMI 569 1500 90Q.I Verð: 77.666 SANYO 28 EH 85 • NICAM stereo • Svartur, flatur Black Matrix myndlampi • Textavarp með öllum íslenskum stöfum • Allar aðgerðir á skjá • 1 scarttengi með S-VHS inntaki • Tengi fyrir heyrnartól • CTI (ColourTransit Improvement) litaaðgreiningarkerfi • Tengi fyrir videotökuvél framan á Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.