Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 39 FRETTIR Fundur um forseta- kosningar í TILEFNI forsetakosning- anna þann 29. júní nk. efnir Félag stjórnmálafræðinga til fundaraðar þar sem málefni er lúta að forsetaembættinu og forsetakosningunum verða til umfjöllunar. Fimmtudaginn 9. maí nk. kl. 17.15 í Odda stofu 101. Fjallað verður _ um völd og áhrif forseta Islands undir yfirskriftinni: Forseti íslands: Farandsendiherra eða héraðs- höfðingi? Framsögumenn eru Ólafur Þ. Harðarson, dósent, Val- gerður Sverrisdóttir, alþingis- maður, Jón Baldvin Hanni- balsson, alþingismaður og Herdís Þorgeirsdóttir, stjórn- málafræðingur. Fjórði áfangi minjagöngu ferðafélagsins FJÓRÐI áfangi raðgöngu Ferðafélags íslands er nefnist minjagangan verður miðviku- dagskvöldið 8. maí kl. 20. Að þessu sinni er gengið frá bænum Elliðavatni með- fram Suðurá að Hólmi og áfram að fallega hringhlað- inni fjárborg í Heiðmörk en nefnist Hólmaborg. Á Hólmi hafa fundist leifar kirkjugarðs en þar var kirkjustaður til forna. í ferðinni verður litið í Þorsteinshelli. Brottför frá BSÍ, austan megin, og Mörkinni 6. Opinn fundur stjórnar Dag- vistar barna 174. FUNDUR stjórnar Dag- vistar barna er opinn fyrir alla borgarbúa og verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavík- ur fimmtudaginn 9. maí kl. 17. Dagskrá: Árni Þór Sig- urðsson, formaður, ræðir um störf og stefnu stjórnar Dag- vistar barna, Bergur Felix- son, framkvæmdastjóri: Hlutverk og skipulag Dag- vistar barna, Anna Her- mannsdóttir, fræðslustjóri og Steinunn Hjartardóttir, þjón- ustustjóri: Stofnun í þróun — Breytingarstarf hjá Dagvist barna, Ingibjörg Sigþórsdótt- ir, leikskólastjóri: Heimspeki með börnum, þróunarverk- efni í leikskólanum Folda- borg, Margrét Sigurðardóttir og Sigrún Birgisdóttir, leik- skólastjórar: Leikur og rit- mál, Þróunarverkefni í leik- skólanum Laugaborg. Að er- indinum loknum verða um- ræður og fyrirspurnir. Sveinspróf í matreiðslu- og framreiðslu SVEINSPRÓF í matreiðslu og framreiðslu eru haldin 7. og 8. maí í Hótel- og veitinga- skóla íslands á Suðurlands- braut 2. Próftakar sýna veisluborð af ýmsu tilefni og sýna rétti úr ýmsum hráefnistegundum, listræna og fagurskreytta. Sýningin á sveinsprófsverk- efnum er opin almenningi í dag, miðvikudag, frá kl. 14-15. Reynir Jónsson tryggingayfirtannlæknir Hugmyndir afrakstur ábendinga tannlækna FÉLAGSFUNDUR verður hjá Tannlæknafélagi íslands annað kvöld en málefni tannlækna hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna fyrirhugaðra breytinga yfir- tryggingatannlæknis, Reynis Jóns- sonar, á rekstri tannlæknadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Helgi Magnússon formaður TFÍ og Sigurður Þórðarson varaformað- ur gerðu athugasemdir í Morgun- blaðinu í síðustu viku vegna viðtals við Reyni Jónsson 27. apríl síðastlið- inn, þar sem hann gerir grein fyrir hertu eftirliti með tannlæknum og boðar einföldun á gjaldskrá, auk annars. Reynir segir hugmyndir sínar afrakstur ábendinga frá tannlækn- um og öðrum. Hann hafi tekið sam- an athugasemdir um það sem betur mætti fara, gert að stefnu sinni og sett fram með hagsmuni tannlækna og skjólstæðinga þeirra að leiðar- ljósi, jafnframt því sem hagsmuna ríkissjóðs sé gætt. Breytingar gerðar með friðsamlegri samvinnu Segir Reynir að nokkrir tann- læknar hafi misskilið orð sín og að sér sé umhugað um að breytingar á skipulagi tannlæknadeildar TR komist á með friðsamlegri sam- vinnu. í viðtalinu má skilja á Reyni að hann telji að gjaldliðir á borð við glaðloft, deyfingar, notkun gúmmídúks, aðlögunarmeðferð og fortölur ættu alltaf að vera innifald- ir og því óheimilt að krefjast sér- stakrar greiðslu fyrir þá. „Svo er alls ekki því þessir liðir eiga fullkomlega rétt á sér við ákveðnar aðstæður. Hins vegar eru þeir alltaf innifaldir í tilteknum aðgerðáflokkum og ættu að mati Tryggingastofnunar ríkisins að vera það líka þegar hjá notkun þeirra verður sjaldnast komist, svo sem við deyfingu vegna viðgerða. Þá myndi að sjálfsögðu koma til hækkunar á þeim viðgerðaliðum þar sem aukaliðir eru felldir inn í," seg- ir hann. Reynir leggur áherslu á að um frekari niðurskurð á almannafé til tannlækninga verði ekki að ræða og vill finna leið til þess að halda eftirliti með tannheilsu ungs fólks lengur innan tryggingakerfísins. Vill Reynir hætta aðgerðum sem hann telur óþarfar og nefnir sem dæmi að taka megi röntgenmyndir á allt að tveggja ára fresti í stað sex mánaða. „Lítinn hluta barna, ef til vill 10-20%, þarf að mynda oft vegna hárrar skemmdartíðni. Aðra mun sjaldnar, jafnvel ekki oftar en á tveggja ára fresti." Mikil þátt- taka í hóp- reið Mána Vogum Geysimikil þátttaka var í hóp- reið hestamahna í hestamanna- félaginu Mána á Suðurnesjum í Voga, sem er farin árlega um mánaðamótin apríl og maí. í viðræðum við hestamennina var talið að tæplega 150 hestamenn hefðu mætt í hádegisverð í Glaðheimum, og eigi færri en 300 hestar verið með í ferðinni. Töidu menn þetta fjölmennustu ferðina frá upphafi. Meðal hestamannanna var Karl Her- mannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Keflavík, en hann vildi ekki viðurkenna að hann væri í embættiserindum, heldur aðeins að sinna áhugamáli sínu. Hestamenn sem komu frá Keflavík fóru nýlagðan reiðveg ofan Njarðvíkur en fram- kvæmdir hafa staðið yfir við lagningu reiðvega m.a. á Vatns- leysuströnd. ¦ HALDIN verður vorhátið dag- ana 9., 10. og 11. maí í Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra á Aflagranda 40. Hátíðin hefst með bocciamóti fimmtudaginn 9. maí. Föstudaginn 10. og laugar- daginn 11. verða kynnt þau nám- skeið sem í boði eru í miðstöð- inni. Verður gestum boðið upp á að búa til lítinn skartgrip úr gleri, skera út í tré, búa til kort og sitt- hvað fleira undir leiðsögn. Ymsar uppákomur verða báða dagana m.a. bingó með glæsilegum vinn- ingum, kórsöngur, danssýningar, þjóðlagatónlist o.fl. Hátíðinni lýk- ur með harmonikudansleik þar sem félagar úr Harmonikufélagi Reykjavík leika fyrir dansi. Kaffi- veitingar og allir hjartanlega vel- komnir. ¦ HLJÓMSVEITIRNAR Blek Ink og Menúettabandið halda tónleika á veitingahúsinu 22 í kvöld, miðvikudagskvöldið, 8. maí. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson HESTAR og menn undirbúa sig til heimferðar við Voga. w Pv^lf' jHHj H& T"xB1ÍiiHÍ|^ÍiiKíhHM ' ' ' *1 ¦¦'¦"/¦ ¦¦¦ : . :¦ ' i ¦ ¦ ¦ ¦'¦ >', ;'. •i ¦ ' * l***!:"'4sr"> .'.¦' .'."::¦:. r. 3gjg| ¦,',"';v ¦Jk,- . ¦.•¦.:¦ fj;í 'SS ¦T?-:?".",Vá¦>..w-^;>X 'w'ivrÆ^a^ðte^ K'ií:íáM^s^i^afi3^í^Í^s^i:^^^^fci fc",-; ÉJ . " V»»*íi .- '* .'¦ ' <<AÍL! HN >:% ^H - ^^^ c: . H i HH r.Il :¦¦¦¦¦.-•' Jl' • ¦¦ ^H '' '*^hýj£ 1 , ' Morgfunblaðið/Sverrir VALGERÐUR Baldursdóttir tekur við gjöfinni úr hendi Símonar Pálssonar. Kringluhátíð Flugleiða styrkir barnageðdeild A ARLEGRI Kringluhátíð Flug- leiða hefur undanfarin ár verið safnað til stuðnings málefnum barna, meðal annars með sölu happdrættismiða. í ár var ákveð- ið að safna til styrktar barna- og unglingageðdeild Landspítal- ans. Safnað var 1,7 milljónum króna sem Símon Pálsson, yfir- maður markaðssviðs Flugleiða, afhenti forsvarsmönnum barna- og unglingageðdeildar á mánu- dag. I máli yfirlæknis deildarinnar við afhendingu þessarar gjafar kom fram að fé þessu mun varið til kaupa á tölvubúnaði sem hing- að til hefur verið bágborinn mið- að við kröfur um nútímarekstur. Það kom einnig fram ly'á henni að sú svörun sem starfsfólk deild- arinnar hefur fundið hjá almenn- ingi, þar með talið fyrirtækjum eins og Flugleiðum í þessu (il- viki, hefur aukið því bjartsýni á að bðrn eigi stærri sess í hugum þjóðarinnar en ætla mætti út frá umfangi hinnar opinberu þjón- ustu til handa börnum og t'jöl- skyldum í vanda. Firmakeppni Snæfaxa á Þórshöfn Þórshöfn, Morgunblaðið. FÉLAGAR í Hestamannafélaginu Snæfaxa sýndu gæðinga sína í firmakeppni hér á Þórshöfn 1. maí og var hún vel sótt - þrátt fyrir kaldan austan næðing. Yngsta kyn- slóðin mætti vel búin í vetrargöllum og fylgdist með hverju fótmáli hest- anna. Keppt var bæði í yngri og eldri flokki, en nítján hestar reyndu sig á vellinum. í yngri flokki varð hlut- skörpust Katrín Jóhannesdóttir frá Gunnarsstöðum á Skarfi, gæðingi föður síns. Katrín var einnig valin besti knapi í sínum flokki og er efni- leg því þetta er annað árið í röð sem hún hreppir bæði fyrsta og annað sætið,_en hún keppti á tveim hest- um. Ágúst Guðröðarson, bóndi á Sauðanesi á Langanesi, var einnig sigursæll því hann hlaut fyrstu, önn- ur og fjórðu verðlaun fyrir gæðinga sína. Fyrstu verðlaun voru fyrir hryssuna Svanfríði, en Ágúst var jafnframt útnefndur besti knapinn. Meðan keppnin stóð yfir gengu félagar úr hestamannafélaginu um með trússhest sem var klyfjaður með kleinum og heitu súkkulaði og seldu mótsgestum. Heitt súkkulaði yljaði notalega í austannæðingnum og börnin voru hrifin af þessum sölumáta. Fyrsti maí var því einkum dagur hestanna hér á Þórshöfn og mæltist vel fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.