Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 19 ERLEIMT Njósnaði Wallen- berg fyrir Banda- ríkjamenn? Washington. Reuter. BANDARÍSKAtímaritið US News & World Report heldur því fram í nýjasta hefti sínu að Sví- inn Raouí Wallenberg, sem bjarg- aði þúsundum ungverskra gyð- inga frá útrýmingar- búðum nasista í heimsstyrjöldinni síð- ari, hafi njósnað fyrir bandarísku leyni- þjónustuna. I tímaritinu segir að greinin um Wall- enberg sé byggð á hálfs árs rannsóknar- blaðamennsku í Rúss- landi, Svíþjóð, Ung- verjalandi og Banda- ríkjunum, svo og á skjölum leyniþjón- ustunnar CIA, sem aðgangur var nýlega leyf ður að. Segir í tímaritinu að þrátt fyrir að skjöl CIA veiti ekki fullnægjandi upp- lýsingar um tengsl Wallenbergs við leyniþjónustuna leiki enginn vafi á því að hann hafi verið henni afar mikilvægur. Sneru baki við Wallenberg US News & WorldReporthelá- ur því fram að sovésk yfirvöld hafi vitað af tengslum Wallen- bergs við leyniþjónustuna og hafi því tekið hann höndum í Búdapest í janúar 1945. Rússar halda því fram að Wallenberg hafi látið lífið í sovésku fangelsi árið 1947 en fjölskylda hans og vestrænir embættismenn efast um áreiðanleika þeirra yfirlýs- inga þar sem fullyrt hefur verið að hann hafi sést á lífi mun síð- ar. Eru örlög Wallenbergs enn þann dag í dag mönnum hulin ráðgáta. Mútaði með bandarísku fé f USNews & WorldReport segir að bandarísk yfirvöld hafi snúið baki við Wallenberg er hann var handtekinn og að þau hafi ekkert aðhafst til að fá hann lausan úr fangelsi. Niðurstaðan . hljóti því að vera sú að hann hafi verið svikinn. í tímaritsgreininni segir að OSS (Office of Strategic Servic- es), sem var fyrirrennari CIA, hafi rætt við Wallenberg í Stokk- hólmi íjúní 1944 en hann var þá starfsmaður sænsks útflutnings- fyrirtækis. Hann hafi verið fenginn til að njósna fyrir Bandaríkjamenn og verið sendur til Búdapest undir því yfirskini að hann væri starfsmaður sænsku utanríkis- þjónustunnar. Wallenberg hafi mútað hernámsliði nasista með fé sem bandaríska flótta- mannaráðið útveg- aði, til að koma gyð- ingunum úr landi. Skjöl sem leynd hefur nú verið aflétt af, sýna fram á tengsl flóttamanna- ráðsins við bandaríska njósna- starfsemi. Ekki formlega á launaskrá Fullyrt er að Wallenberg hafi safnað meiri upplýsingum fyrir OSS í Ungverjalandi en nauðsyn- legar voru vegna undankomu gyðinganna, m.a. um starfsemi ungversku andspyrnuhreyfing- arinnar og um þýska og rúss- neska herinn. Hins vegar er haft eftir fyrrverandi starfsmanni leyniþjónustunnar að Wallen- berg hafi aldrei verið formlega á launaskrá OSS. Tímaritið segir að ekki sé enn vitað hvort Wallenberg hafi boð- ist til þess að starfa meira fyrir leyniþjónustuna en til að koma gyðingunum úr landi. Þá sé ekki fullljóst hvers vegna sovésk yfir- völd héldu honum föngnum. Er sett fram sú tilgáta að Sovét- menn hafi ætlað sér að framselja hann til Vesturlanda. Hins vegar hafi Svíar ekki viljað viðurkenna að sendifulltrúi þeirra hafi njósn- að fyrir Bandaríkjamenn og þeir ekki viljað gangast við Wallen- berg og því hafi ekki komið til þess að skipt yrði á honum og rússneskum njósnara. Morgunblaðið/Sverrir GESTIR á ráðstefnu Evrópusambandsins um nýsköpun. fremst aðgengi að fjármagni og erfiðleikar við að koma á tæknilegu og viðskiptalegu samstarfi. Þetta þekkist vel hér á landi og virðist af grænbókinni að dæma vera sam- merkt með evrópskum fyrirtækj- um," sagði ráðherrann. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ís- lands, ræddi umhverfi nýsköpunar á íslandi og sagði afkomu sjávarút- vegs lengi hafa ráðið hagstjórn. Aðferðir við hagstjórn hefðu verið frumstæðar, sveiflur miklar og verðbólga viðvarandi. Nýsköpun hefði oftast falist í fjárfestingu i tækjum og húsum, s.s. togurum, frystihúsum og virkjunum. Viðhorf væru að breytast og mætti rekja það til þess að auðlind- ir sjávar og gróðurlendis væru full- nýttar. Hann sagði virðisaukningu spretta af mannauði, færni og þekk- ingu, en ekki handafli, auðlindum og steinsteypu. Virðisaukning yrði einnig til í þjónustu- og menningar- iðnaði ekki síður en vörufram- leiðslu. Fulltrúi framkvæmdastjórnar- innar á fundinum var Constant Gitzinger er starfar hjá vísindadeild Evrópusambandsins í Lúxemborg. Reuter Forsætisráðherra í Eistlandi TIIT Vahi, forsætisráðherra Eist- lands, og Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra íslands, ræddust við í Tallinn á mánudag og héldu í gær sameiginlegan blaðamannafund. Snerust viðræður þeirra um sam- skipti ríkjanna og samstarf á Eystrasaltinu. Davíð er nú í þriggja daga heim- sókn til Eistlands, sem lýkur í dag. Myndin af Váhi og Davíð var tekin að loknum fundi þeirra í gær. Vilja hálfrar ald- ar hvalveiðibann London. Reuter. UMHVERFISVERNDARSINNAR hvöttu í gær til þess að hvalveiðar yrðu bannaðar næstu 50 árin á meðan rannsóknir yrðu gerðar á þeim hættum, sem steðja að hvalastofnum vegna mengunar og loftslagsbreyt- inga. Umhverfisrannsóknastofnunin (EIA), sem hefur bækistöðvar í London og Washington, sagði í skýrslu að hvalir og höfrungar dræpust í sýnu meira mæli nú en áður vegna mengunar, þynningar ósonlagsins og loftslagsbreytinga. „Þessar hættur eru jafn válegar og sprengiskutullinn," sagði Allan Thornton, formaður Umhverfis- rannsóknastofnunarinnar, á blaða- mannafundi. Taki til allra hvala Breskir þingmenn úr öllum flokk- um lýstu yfir stuðningi við þessa áskorun um að framlengja hval- veiðibannið, sem Alþjóðahvalveiði- ráðið setti árið 1986. Þeir vilja einn- ig að bannið nái til allra tegunda hvala og höfrunga. Nú taki það aðeins til 12 tegunda af 80. í umræddri skýrslu segir að 1.500 höfrungar hafi drepist í Mið- jarðarhafinu af völdum veiru, sem rakin var til mikils magns mengun- arefna, lítillar fæðu og hás hitastigs sjávarins. 750 höfrungar í Mexikóflóa og Vestur-Atlantshafi hafi drepist vegna veirusýkingar og mengunar, sem rakin var til óvenjulegs veður- fars. Þessi mál verða rædd á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Aberdeen á Skotlandi 24. til 28. júlí. Priebke fyrir rétt ERICH Priebke, fyrrverandi SS- foringi, kemur í dag fyrir rétt í Róm, sakaður um stríðsglæpi í heimsstyrjöldinni síðari. Priebke, sem er 82 ára, er ákærður fyrir aðild að morðum á yfir 300 ít- ölskum körlum og drengjum í hellum fyrir utan Róm árið 1944. Hann flýði til Suður-Ameríku í stríðslok en var framseldur til ítalíu í nóvember sl. Vígi skæru- liða fallið TALSMENN rússneska hersins sögðust í gær hafa náð þorpinu Goiskoje í suðurhluta Tsjetsjníju á sitt vald en það hefur verið eitt helsta vígi tsjetsjenskra uppreisnar- manna. Hafa Rússar og Tsjetsjenar barist um þorpið í rúman mánuð og að sögn Rússa lét meirihluti skærulið- anna sem vörðust þar lífið, en einhverjir hafi þó flúið til fjalla. Þingmaður dæmdur fyrir spillingu FRANSKUR þingmaður og eiginkona hans voru í gær fundin sek um spillingu og dæmd til 15 mánaða skilorðs- bundinnar fangelsisvistar hvort. Patrick Balkany var borgarstjóri í Levallois og Isa- belle, kona hans, átti sæti í héraðsráðinu. Voru þau fundin sek um að hafa nýtt sér starfs- krafta þriggja borgarstarfs- manna í eigin þágu. Handtökur í Srebrenica SERBNESK yfirvöld hafa tekið höndum þrjá múslima sem skutu upp kollinum í Srebrenica fyrir skömmu, eftir að hafa verið í felum frá því í fyrrasum- ar, í 10 mánuði. Mennirnir eru allir á þrítugsaldri og földu sig í skóglendi nærri borginni í vetur. Þorðu þeir ekki að koma fram fyrr en þeir töldu sig hafa vissu fyrir því að stríðinu í Bosníu væri lokið. KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA atvinnufulltrúi Akraness Fundur um styrki til evrópsks samstarfs á Akranesi Fundurinn verður haldinn í sal stéttarfélaganna, Kirkjubraut 40, fimmtudaginn 9. maí, kl. 15:00. Dagskrá: • Möguleikarnir sem íslenskum fyrirtækjum standa til boða í Evrópu- samvinnu. • Aðstoð sem Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna veitir fyrirtækjum. Umsóknarferlið. •Aðstoð við að kom á viðskiptasamstarfi lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Evrópu. • Evrópustyrkir á sviði iðnaðar- og efnistækni, sérstaklega fyrir lítil og miðlungsstór fyrirtæki. • Reynsla af umsóknum vegna samstarfsverkefna á sviði matvæla. Fundarstjóri verður Brynja Þorbjörnsdóttir atvinnufulltrúi Akraness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.