Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 11 FRETTIR i Héraðsnefnd lögð niður Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stefáns- styrkur til námsmanns ÁRELÍ A Eydís Guðmundsdóttir hlaut Stefánsstyrkinn, sem af- hentur var 1. maí og tók við honum úr hendi Guðmundar Gunnarssonar, formanns Menn- ingar- og fræðslusambands al- þýðu. Styrkurinn er veittur í minningu Stefáns Ögmundsson- ar prentara, sem lét mikið til sín taka á vettvangi Hins íslenska prentarafélags, auk þess sem hann var fyrsti formaður MFA. Að Stefánsstyrk standa Félag bókagerðarmanna og Menning- ar- og fræðslusamband alþýðu. Hann var nú veittur í sjöunda sinn og í fyrsta skipti til náms- manns. Árelía Eydís vinnur nú að rannsóknum og doktorsverk- efni við háskólann í Essex í Bret- landi, en viðfangsefni hennar er samband verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og ríkisvaldsins á undanförnum 10 árum og þær breytingar sem orðið hafa á þeim I íma. Styrkurinn í ár nam 230 þúsund krónum. ------------? ? ?------------ HÉRAÐSNEFND ísafjarðarsýslu verður lögð niður í lok maí næst- komandi í framhaldi sameiningar sveitarfélaga í Vestur-ísafjarðar- sýslu og ísafjarðarkaupstaðar. Verður öllum sjóðum nefndarinnar lokað 12. maí næstkomandi. í frétt frá Héraðsnefnd segir að vegna sameiningarinnar, sem sam- þykkt var í desember s.l. sé ljóst að starfsemi nefndarinnar muni leggjast af í núverandi mynd. Nefndin hafi verið samstarfsvett- vangur sveitarfélaganna í Norður og Vestur- ísafjarðarsýslu frá ár- inu 1989 en árið 1991 gerðust Bolungarvík og ísafjörður aðilar að Héraðsnefndinni. Ekki grundvöllur Það er álit Héraðsráðs að ekki sé lengur grundvöllur fyrir starfi nefndarinnar og því beri að leggja hana niður. Tillögur ráðsins þar um voru sendar til sveitarfélag- anna í lok janúar s.l. og hafa flest þeirra samþykkt hana eða ekki gert athugasemd. Staðfest hefur verið vinnutilhög- un við verklok nefndarinnar og verða reikningsskil fyrir árið 1995 send út til sveitarstjórnanna og tekin til endanlegrar afgreiðslu á vorfundi Héraðsnefndar. Unnið verður að því að innheimta gjald- fallin framlög sveitarsjóðanna til hinna ýmsu verkefna sem Héraðs- nefnd hefur haft umsjón með eða staðið fyrir. Unnið verður að því að flokka og raða saman öllum gögnum Héraðsnefndar til varð- veislu. Öllum sjóðum nefndarinnar verður lokað 12. maí og endanleg reikningsskil unnin, endurskoðuð og lögð fyrir vorfund. Vorfundur verður haldinn 25. maí, þar sem endanleg verklok Héraðsnefndar ísafjaraðrsýslu verða staðfest. Ókútaf tilað f orðast hnull- ungaregn ÖKUMAÐUR fólksbíls neyddist til að aka út af Suðurlandsvegi, til að forðast grjóthrun af palli malar- flutningabíls. Engin yfirbreiðsla var á pallinum, eins og reglur gera þó ráð fyrir, en slík yfirsjón er algeng við malarflutninga, að sögn lögregl- unnar. Maðurinn var að aka á Suður- landsvegi, rétt fyrir ofan Hólmsá og gegnt Gunnarshólma, þegar óhappið varð. Á móti honum kom maiarflutningabíll, sem þurfti að hemla skyndilega vegna kyrrstæðr- ar bifreiðar á veginum. Þegar flutn- ingabíllinn hægði skyndilega á sér fór farmurinn, möl og grjóthnull- ungar, af stað og kastaðist bæði fram af bílnum og út af hliðum hans. Ökumaður fólksbílsins sá að hann stefndi inn í hnullungaregnið og sveigði út af veginum. Það varð honum til happs að slétt var þar sem hann fór út af og slapp bíllinn óskemmdur og maðurinn ómeiddur, en honum var þó illa brugðið. Yfirbreiðslur vantar Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, segir að flutningabílstjórum sé skylt að breiða yfir malarhlöss, en því miður komi oft fyrir að þeir sinni ekki þeirri skyldu sinni. Mörg dæmi séu um skemmdir á bílum, sem mæta malarflutningabílum þar sem farm- urinn kastist út af á alla kanta, eða strókurinn stendur aftur af. Full ástæða sé því til að brýna menn enn til að fara að reglum í þessu efni. VWP0L0 5 gíra handskipting eða sjálfskiptur, framhjóladrif, 1,0 eða 1,41 bensínhreyfill, 45 eða 60 hö. Verð frá kr. 965.000 m/vsk. 775,100 ánvsk VWGOLF Aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskiptur, framhjóladrif, 1,41 bensínhreyfill, 60 hö. Verðfrákr. 1.197.000 m/vsk. 961.446 ánvsk. Efvið getum ekki hjálpað VW TRANSPORTER tuæt Ifingriir, 3ja manna Aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eða 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verð frá kr. 1.695.000 m/vsk. 1.361.445 ánvsk. Aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensinhreyfill, 84 hö. eða 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verðfrákr. 2.159.000 m/vsk. 1.734.136 ánvsk þer þágetur VWCARAVELLA 10manna Fólksflutningabifreið, aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eða 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verð frá kr. 2.420.000 msk rr~ i *;t»*l* Efl HEKLA það enginn! Allar gerðir Transporter f ást fjórhjóladrif nar. Verð á fjórhjóladrífi frá kr. 235.000.- m/vsk. \I\M• r1 rii\ ,\ I '¦> 'j f \ 'i- r1 rí 'J JJilJJÍJJJJj ÍJ JJJUJJJJD JJJJ3 Aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eða 2,4 I dísilhreyfill, 78 hö. Verð frá kr. 1.970.000 m/vsk 1.582.329 án vsk Volkswagen Öruggur á alla vegu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.