Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 2

Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 2
2 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinnumarkaðskönnun Hagstofu Islands Atvinnulausum fækkað um 3.200 manns frá í fyrra Landssöfnun til styrktar Sophiu Hansen Loforð um 11,2 milljónir SAFNAÐ hafði verið loforðum um fjárframlög að verðmæti um 11,2 milljónir í landssöfnun til styrktar forræðismáli Sophiu Hansen í Tyrk- landi í gærkvöldi. Landssöfnunin fór fram á öllum útvarpsstöðvunum. Sigurður Pétur Harðarson, stuðningsmaður Sophiu, sagði að árangurinn í söfnunjnni væri hreint út sagt frábær, þegar talað var við hann. Hann sagði að ungir jafnt og aldnir hefðu sýnt Sophiu stuðn- ing með loforði um fjárframlög. Framlögin væru frá einstaklingum og fyrirtækjum. Skuldir Sophiu vegna forræðismáls hennar í Tyrk- landi nema alls um 30 milljónum króna. Ólafur Egilsson, sendiherra ís- lendinga í Tyrklandi, heldur til Ankara í Tyrklandi í dag. Hann ræðir við tyrkneska embættismenn vegna málsins næstu daga. Bóklegt próf í líkamsrækt 180 NEMENDUR í Mennta- skólanum í Hamrahlíð þreyttu bóklegt próf í líkamsrækt í gær. Vegna aðstöðuleysis er ekki verklegt próf þreytt í þessum fræðum, ólíkt því sem gerist í öðrum skólum. Olga Garðarsdóttir, sem kennir líkamsrækt við MH, segir að námsgrein þessi hafi verið tekin upp fyrir fjórum árum, þ.e. bókleg kennsla á móti verk- legri kennslu. „Við höfum aukið vægi bóklega hlutans vegna þess að við höfum ekki íþróttahús hér við skólann," sagði Olga. Líkamsrækt nemenda felst í hlaupum á götum borgarinnar. Nemendur í MH eru um 1.000 talsins en í skólanum er ekki búningsaðstaða og sturtur í hús- inu eru tvær. „ Við höfum ekki haft aðgang að íþróttahúsi frá því samningur við Val rann út fyrir þremur árum,“ sagði Olga. ATVINNULAUSUM hefur fækkað um 3.200 manns frá því í apríl í fyrra til jafnlengdar í ár, samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu ís- lands, og hefur atvinnuleysið í könnunum stofnunarinnar ekki mælst jafnlítið í fjögur ár eða frá því í apríl árið 1992. í apríl í fyrra mældist atvinnu- leysið 5,8% af mannafla á vinnu- markaði en það jafngildir því að 8.700 manns hafi verið án atvinnu. Samsvarandi atvinnuleysi nú mæld- ist 3,8% en það jafngildir því að 5.500 manns hafi verið atvinnulaus- ir. Mest í yngstu hópunum Fram kemur að atvinnuleysið er mest í yngstu hópunum, en það er sama niðurstaða og í fyrri könn- unum Hagstofunnar. Atvinnuleys- ið er 13,6% meðal þeirra sem eru á aldrinum 16-19 ára og 5,3% meðal þeirra sem eru 20-29 ára. Atvinnuleysi er síðan mun minna á meðal þeirra sem eru á aldrinum 30-59 ára eða á bilinu 1,9-2,9%, en vex aftur í elsta aldurshópnum 60-69 ára og er 4,1%. Samkvæmt könnuninni skiptist atvinnuleysið jafnt milli karia og kvenna og ef litið er á skiptingu þess eftir búsetu er það minnst í minni sveitarfélögum utan höfuð- borgarsvæðisins eða 2,2%. í kaup- stöðum og bæjum er það 3,8% og 4,1% á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuþáttaka mældist 81,1% í ár sem er svipað og á árunum 1993 og 1994 en minna en í fyrra. Þá var atvinnuþáttaka námsmanna Heildarfjöldi atvinnu- iausra í apríi og nóv. 1993 1994 1995 1996 meiri, en ef námsmenn eru undan- skildir er atvinnuþáttakan í ár svip- uð og í fyrra eða um 87%. Könnunin var gerð frá 20. apríl til 2. maí og var svara aflað með símtölum. Heildarúrtakið var 4.427 manns á aldrinum 16-74 ára og var svarhlutfallið tæp 90% þeg- ar frá hafa verið taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis. Skekkjumörk eru talin vera 0,8% til eða frá. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg BÓKLEGT próf í líkamsrækt í MH. Heilbrigðisnefnd Alþingis afgreiðir tóbaksvarnafrumvarp Lagt til að banna tóbaks- sölu til yngri en 18 ára BANNAÐ verður að selja eða af- henda tóbak einstaklingum yngri en 18 ára, samkvæmt breytingartil- lögu heilbrigðisnefndar Alþingis við frumvarp um tóbaksvamir. Í frumvarpinu var lagt til að þetta aldurstakmark yrði 17 ár en það er 16 ár í núgildandi lögum. Nefndin rökstyður breytingartillög- una þannig, að rannsóknir sýni að reykingamönnum sé hættara við að deyja af völdum reykinga því yngri sem þeir byrji að reykja og þróun á lög;gjöf um tóbaksvamir í heiminum virðist almennt vera í þá átt að hækka mörkin. Tónlistarmyndbönd frjáls Heilbrigðisnefnd gerir ýmsar aðrar breytingar á frumvarpinu. Þannig er m.a. lagt til að fella út úr því umdeilt ákvæði um að banna hér á landi framleiðslu tónlistar- myndbanda þar sem tóbaksneysla sé áberandi. Alþingismenn höfðu gagnrýnt þetta ákvæði og talið að í því fælist ritskoðun á list auk þess sem það gæti þýtt að fram- leiðsla á tónlistarmyndböndum færi út úr landinu. Orðalagi á frumvarpsgrein um bann við tóbaksauglýsingum er breytt til að taka af tvímæli um að kaupmönnum sé heimilt að raða tóbaksvarningi í hillur án takmark- ana. Þá gerir nefndin ráð fyrir að selja megi varning sem framleiddur er undir tóbaksvörumerkjum en ekki megi auglýsa vöruna þannig að vörumerki eða hluti af nafni eða auðkennum tóbaksvörunnar komi fram í auglýsingunni. Þannig megi flytja inn og selja Camel-skó en ekki auglýsa þá sem Camel-skó. Nefndin tekur af tvímæli um að nota megi óheft vörumerki sem þekkt eru fyrir óskylda framleiðslu, en tóbak sé nú selt undir. Dæmi um slíkt sé Cartier og Yves St. Laurent. Hins vegar er vakin sér- stök athygli á því að þær takmark- anir, sem séu á auglýsingum á tóbaki samkvæmt lagafrumvarp- inu, eigi að koma í veg fyrir land- nám nýrra tegunda af tóbaksvör- um undir vörumerkjum sem þekkt séu fyrir allt annað en tóbaksvörur. Reykingum útrýmt árið 2000 í frumvarpinu er gert ráð fyrir að bannað sé að reykja í skólum og húsakynnum sem ætluð eru til félags- og tómstundastarfs barna og unglinga. Heilbrigðisnefnd leggur til að reykingabannið nái einnig til húsakynna sem einkum séu ætluð til íþróttaiðkana barna og unglinga. Einnig skuli forstöðumenn allra annarra opinberra stofnana gera áætlun um hvernig útrýma eigi reykingum innan stofnananna fyrir árslok 2000. Þó sé í þessum áætlunum heimilt að gera ráð fyrir afdrepi innan hverrar stofnunar þar sem reykingar eru heimilaðar. Nefndin leggur til að 0,7% af brúttósölu tóbaks verði varið til tóbaksvamastarfs í stað 0,4% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Loks er lagt til að banni við inn- flutningi, framleiðslu og sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftób- aki verði frestað til 1. febrúar 1997 en frumvarpið á að öðru leyti að taka gildi 1. júlí í ár, verði það að lögum. I haldi vegna gruns um íkveikju FJÖRUTÍU og fjögurra ára karl- maður situr nú í gæsluvarð- haldi, grunaður um að hafa kveikt í risi hússins að Bárugötu 19 aðfaranótt þriðjudagsins. Eldur logaði út um glugga á risinu þegar slökkviliðið kom að húsinu um kl. 2.30 um nóttina. í fyrstu var óttast að maður væri inni í risherbergi, en svo reyndist ekki vera. Síðar féll svo grunur á risíbúann um að vera valdur að bmnanum. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. maí. Húsið að Bámgötu 19 er í eigu ríkisins, en Geðvemd hefur haft húsið til umráða og þar búa nokkrir einstaklingar á vegum félagsins. Tillaga um 15 millj. yfirtöku TILLAGA um að bæjarsjóður Hafnarfjarðar yfirtaki eignarhlut í Miðbæ Hafnarfjarðar fyrir 15 milljónir króna, hefur verið lögð fram í bæjarráði. í tillögu fjármálastjóra, sem lögð hefur verið fram í bæjar- ráði, er lagt til að bæjarsjóður taki yfir eignarhlut á um 15 millj. áhvílandi skuldabréfi með bæjarábyrgð. Fyrirliggjandi sé yfirlýsing Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. um að félagið sé reiðubúið til að af- henda bæjarsjóði eignarhlutann gegn yfirtöku áhvílandi skuldar. Afgreiðslu tillögunnar var fre- stað til næsta fundar. BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Efna- verksmiðjunni Sjöfn: „Vorið kall- ar.“ BLAÐINU í dag fylgir átta síðna auglýsingablað frá Samtökum iðnaðarins, þar sem þau kynna >3yggingadaga 1996“, sem standa munu yfír um helgina víðs vegar um land.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.